Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. apríl 2013 29
AUGLÝSING VEGNA
KOSNINGA TIL ALÞINGIS 27. APRÍL 2013
Kjörskrá og kjörstaðir í Reykjanesbæ.
Kjörskrá í Reykjanesbæ vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 27. apríl 2013 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum
Reykjanesbæjar fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.
Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Kjörfundur fyrir íbúa í Innri Njarðvík, Höfnum og Ásbrú er í Akurskóla
Kjörfundur fyrir íbúa í Ytri Njarðvík er í Njarðvíkurskóla
Kjörfundur fyrir íbúa í Keflavík er í Heiðarskóla
Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.
Kjörstaðir opna kl.09:00 og loka kl.22:00.
Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Heiðarskóla sími 420 4515.
Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar
Afgreiðslustarf
Verslunin Leonard í Flugstöð Leifs Eiríkssonar óskar eftir að ráða
starfsmann í almenna afgreiðslu vegna sumarafleysinga.
Um hlutastarf er að ræða.
Við erum að leita að glaðlegu, samviskusömu og jákvæðu fólki.
Skilyrði er góð enskukunnátta, snyrtileg og kurteis framkoma og að
viðkomandi sé reyklaus.
Umsókn ásamt mynd óskast send verslunarstjóra Leonard DF,
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða netpóst df@leonard.is.
Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2013.
Leonard ehf. Var stofnað árið 1991 og rekur fjórar verslanir sem eru leiðandi í sölu á úrum, skartgripum og fylgi-
hlutum. Leoanard ehf, er framsækið fyrirtæki sem leggur mikið upp úr því að hafa á að skipa metnaðarfullu starfsfólki.
Árgangur 1963 í Keavík, Njarðvík, Sandgerði
og Garði fagnar stórafmælisárinu í Oddfellow-
salnum Grónni 6 þann 4. maí frá kl. 20:00.
Nánari upplýsingar í síma 897 4252, Bryndís.
Nefndin
ÁRGANGUR
19634. MAÍER DAGURINN
Leikfélag Keflavíkur sýnir um þessar mundir verkið „Með vífið í lúkunum“. Undanfarin ár hef ég sótt flestar sýningar leikfélagsins
og yfirleitt haft gaman að. Að þessu sinni verð ég þó að segja að ég
skemmti mér einstaklega vel. Verkið er leikið af „reyndari“ hluta leik-
félagsins, - aðilum sem við höfum séð í mörgum verkum síðustu ár.
Leikarar standa sig afar vel og sýningin flæðir bæði vel og er einstaklega
skemmtileg. Það er vægt til orða tekið þegar ég segi að áhorfendur hafi
margoft tekið andköf af hlátri. Tveir tímar af frábærri skemmtun þar
sem enginn var svikinn en allir fóru brosandi/hlægjandi út.
Mig langar með þessum skrifum að hvetja íbúa til að gefa sér tíma til að
sjá sýningu leikfélagsins. Líkt og um marga menningarhópa innan sveitar-
félagsins liggur að baki sýningunni hundruðir tíma í undirbúning og
æfingar sem skila sér í góðu verki sem vert er að sjá. Þegar sveitarfélagið
hefur á að skipa leikfélagi sem setur upp verk á borð við „Með vífið í lúk-
unum“ með þeim glæsibrag sem raun ber vitni er ástæðulaust fyrir íbúa
Reykjanesbæjar að aka til Reykjavíkur til að sjá góða sýningu.
Ég óska félaginu til hamingju með frábæra sýningu.
Böðvar Jónsson
Frábær leiksýning
Hertex rýmingarsala
Hafnargata 50, Keflavík
22. - 27. apríl. Opnunartími kl. 12:00 - 17:00
Allur fatnaður 100 kr. stykkið
Fullur poki af fatnaði kr. 1500,-
Velkomin - Hjálpræðisherinn
Næsta blað
kemur út
á miðvikudag,
24. apríl.
Skilafrestur
greina er nk.
sunnudag.