Víkurfréttir - 18.04.2013, Qupperneq 30
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR30
Kef l av í k vann f r áb ær an karaktersigur gegn Val
í hreinum úrslitaleik um hvort
liðið kæmist áfram í úrslitaein-
vígið um Íslandsmeistaratitilinn
í Domino’s deild kvenna. Keflavík
hafði betur 78-70 í fimmta leik
liðanna í Toyotahöllinni á þriðju-
dag og fer því í úrslitaeinvígi gegn
KR um stóra titilinn. Útlitið var
heldur dökkt hjá Keflavíkurs-
túlkum eftir þrjá leikhluta en þá
voru þær 10 stigum undir og allt
leit út fyrir að liðið myndi þar
með tapa sínum þriðja heimaleik
í röð.
Keflavíkurstúlkur mættu hins
vegar dýrvitlausar í lokaleikhlut-
ann og náðu með mikilli baráttu og
góðum varnarleik að vinna loka-
leikhlutann með 18 stiga mun og
um leið tryggja sér átta stiga sigur í
leiknum. „Við fórum að sýna hörku.
Í fyrstu þremur leikhlutunum þá
vorum við að leyfa Valsliðinu að ýta
okkur úr stöðum í sóknarleiknum
og vorum alltof mjúkar. Í fjórða
leikhluta þá mættum við þeim með
hörku. Það kom ekki til greina að
tapa þremur heimaleikjum í röð,“
sagði Bryndís Guðmundsdóttir,
leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn.
Hún átti góðan dag í liði Keflavíkur,
skoraði 24 stig og tók 10 fráköst.
Pálína Gunnlaugsdóttir kom þar á
eftir með 20 stig.
„Þetta var frábær sigur gegn frá-
bæru Valsliði. Ég var ánægður með
að þær stelpur sem voru aðalmenn-
irnir á bak við þennan sigur hafa
ekki verið það í öðrum leikjum í
einvíginu til þessa. Helsti styrkur
Keflavíkurliðsins er hve margar
stelpur geta tekið að sér aðalhlut-
verk,“ segir Sigurður Ingimundar-
son, þjálfari Keflavíkur. „Það er
mjög gaman að þjálfa Keflavíkur-
stelpurnar – þær eru skemmtilegar
og miklir keppnismenn. Úrslitaein-
vígið gegn KR á eftir að verða mjög
skemmtilegt. Þær eru með mjög
öflugan erlendan leikmann [innsk.
blm. Shannon McCallum] sem
hefur svolítið séð um þetta fyrir
þær og þetta verður mjög verðugt
verkefni fyrir okkur.“
SPORTIÐ
2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR
421 0000
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM
SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
ÓSKAST
Húsnæði óskast til leigu
3ja - 4ra herbergja íbúð óskast í
Sandgerði. Uppl. í síma 845 8068
Guðný.
Óska eftir 2ja - 3ja herbergja íbúð
í Reykjanesbæ til leigu. Uppl. í
síma 869 4891 Kristján.
TIL SÖLU
Einbýli til sölu í Keflavík
100 fm einbýli til sölu í Keflavík
fæst keypt gegn yfirtöku lána frá
Ils plús sölulaun. Húsið var tekið
nánast allt í gegn 2008, áhvílandi
lán um 16.8m afborgun 75 þús
per mánuð. Leigandi getur fylgt.
Einföld kaup og góð fyrsta eign.
Uppl. í síma 698 3521.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Schwinn reiðhjól 26" var skilið
eftir fyrir utan hjá mér (sennilega
stolið) fæst eingöngu afhent með
réttri lýsingu. Endilega sendu mér
línu á locost@simnet.is ef þú telur
að þetta sé þitt hjól.
ÓDÝR
UMFELGUN
FÓLKSBÍLL
KR. 5.500,-
JEPPLINGAR
KR. 6.500,-
Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - 421 7979
www.bilarogpartar.is
Ómar Örn Sævars-s o n , l e i k m a ð u r
Grindavíkur í körfuknatt-
leik, féll á lyfjaprófi eftir
bikarúrslitaleik Grinda-
víkur og Stjörnunnar sem
fram fór í febrúar síðast-
liðnum. Ómar fór í lyfja-
próf eftir leikinn og mæld-
ist ólöglegt örvandi lyf í
líkama hans eftir leikinn.
Hann var í kjölfarið úrskurðaður
í bráðabirgðabann en lyfjaráð fer
fram á sex mánaða keppnisbann.
Enn á eftir að kveða upp dóm í mál-
inu.
Strax og í ljós kom að Ómar hefði
fallið á lyfjaprófi greindi hann for-
ráðamönnum Grindavíkur frá mál-
inu og skýrði frá sinni hlið. Ómar
drakk orkudrykkinn Jack 3D fyrir
bikarúrslitaleikinn en í þeim drykk er
efni sem er á bannlista.
„Ómar er miður sín út af málinu og
hefur gert hreint fyrir sínum dyrum
gagnvart stjórn, þjálfara og leik-
mönnum Grindavíkurliðsins. Ómar
kom fram af heilindum í öllum sam-
skiptum við lyfjaráð og
afhenti þeim umrætt efni
og játaði strax að hafa neytt
drykkjarins sem inniheldur
efnið. Ómar hefur frá því
hann kom til Grindavíkur
verið til mikillar fyrir-
myndar bæði innan vallar
og utan. Stjórn körfuknatt-
leiksdeildar hlakkar til
áframhaldandi samstarfs
við Ómar á komandi tímabilum.
Jafnframt er ljóst að leikmaður ber
ábyrgð á því hvað hann lætur ofan
í sig. Ekki er enn búið að dæma í
málinu en krafa lyfjaráðs er að leik-
maðurinn verði dæmdur í 6 mánaða
bann. Bráðabirgðabann tók gildi um
leið og niðurstaða lyfjaprófs hafði
verið kynnt Ómari. Ómar og stjórn
körfuknattleiksdeildar munu una
niðurstöðu dómstóls ÍSÍ,“ segir í til-
kynningu frá UMFG. Grindavík hóf
í gær úrslitaeinvígi sitt við Stjörnuna
um Íslandsmeistaratitlinn. Víkur-
fréttir var farið í prentun áður en úr-
slit lágu fyrir. Ítarleg umfjöllun er um
leikinn á vef Víkurfrétta.
Ingunn Embla Kristínardóttir, leikmaður kvennaliðs Kefla-
víkur í körfuknattleik, hefur
fengið stærra hlutverk í liðinu
en hún átti von á í upphafi leik-
tíðar. Hún verður 18 ára gömul í
ár og hefur nýtt vel þau tækifæri
sem hún hefur fengið með liðinu í
vetur. Ingunn Embla hefur leikið
yfir 20 mínútur að meðaltali í
vetur og stimplað sig vel inn í lið
deildar- og bikarmeistara Kefla-
víkur sem er komið í úrslit um
Íslandsmeistaratitilinn.
„Ég hef fengið stærra hlutverk í lið-
inu en ég átti von á í upphafi leik-
tíðar. Ég legg mig fram og geri alltaf
mitt besta,“ segir Ingunn Embla.
Hún er ánægð með að Keflavík sé
komið í úrslit. „Það var mjög erfitt
að komast áfram og Valsliðið er
mjög gott. Það er mikil pressa á
okkur, sérstaklega frá fjölmiðlum
og við fundum fyrir því. Kefla-
víkurliðið er mjög ungt með litla
reynslu en svo eigum við þrjá mjög
reynslumikla leikmenn sem jafnar
þetta aðeins út.“
Andlitsgríman truflar ekki
Það hefur ekki farið framhjá
neinum sem hefur fylgst með
Keflavíkurliðinu í undanförnum
leikjum að Ingunn Embla leikur
með andlitsgrímu. Hún varð fyrir
því óláni að nefbrotna á dögunum.
„Þetta er í þriðja sinn sem ég
nefbrotna. Þetta gerðist í síðasta
leiknum í deildinni gegn Fjölni.
Ég var hindruð og fékk óvart
olnbogann frá leikmanni Fjölnis
í nefið. Þetta var óviljaverk en var
mjög vont. Það venst aldrei að nef-
brotna,“ segir Ingunn og hlær.
„Ég fékk í kjölfarið nýja og sér-
smíðaða grímu og það truflar
mig ekkert að spila með hana. Ég
sé mjög vel. Ég á að nota hana í
nokkrar vikur í viðbót þannig að
líklega klára ég mótið með hana,“
segir Ingunn Embla. Hún er spennt
fyrir úrslitaeinvíginu gegn KR.
„Ef við erum sterkar og spilum
saman sem lið þá hef ég ekki trú
á öðru en að við klárum þetta með
Íslandsmeistaratitli. Stemmningin
í liðinu hefur verið frábær eftir
síðustu tvo leiki. Við erum allar
mjög góðar vinkonur og vinnum
hvor fyrir aðra. Það er mjög góð
umgjörð í kringum liðið. Það er
mjög gaman að spila fyrir framan
svona marga áhorfendur í síðasta
leik – smá stressandi en það hvarf
um leið og maður fór inn á völl-
inn,“ segir Ingunn sem ætlar sér
að verða lykilleikmaður í Keflavík
í framtíðinni.
„Við erum með mjög sterka ár-
ganga alveg niður í fimmta bekk
og spennandi tímar framundan. Ég
stefni að því að vera lykilleikmaður
í Keflavíkurliðinu í framtíðinni.“
Ómar Örn féll á lyfjaprófi
- Drakk orkudrykk sem innihélt ólöglegt örvandi efni
Ingunn Embla Kristínardóttir hefur fengið
stærra hlutverk hjá Keflavík en hún átti von á:Keflavíkurstúlkur í úrslit
Nefbrotnaði
í þriðja sinn
Keflavík mætir KR í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn: