Víkurfréttir - 18.04.2013, Side 31
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. apríl 2013 31
KJÖRFUNDUR Í GRINDAVÍK
VEGNA ALÞINGISKOSNINGA
2013
Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 27. apríl 2013.
Kjörskrá liggur frammi til sýnis á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar,
Víkurbraut 62 2. hæð, fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til þess að
kynna sér hvort þeir séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til
bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar.
Kosið er í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2.
Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00.
Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis
persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.
Kjörstjórn Grindavíkurbæjar
KANNTU AÐ GERA
BRJÁLÆÐISLEGA
LJÚFFENGT PIE?
Keppt er í þremur flokkum: Epla-pie, berja-pie og í opnum flokki.
Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar og Jói Fel dæma keppnina.
Skráðu þig á keppni@asbru.is með nafni og farsímanúmeri og segðu
hvernig pie þú ætlar að koma með.
Í R E Y K J A N E S B Æ
Opinn dagur
Opinn dagur á Ásbrú er haldinn ár hvert á sumardaginn fyrsta. Bjóðum ykkur
velkomin á okkar árlega karnival 25. apríl kl. 13–16 í Atlantic Studios.
Að deginum standa Kadeco, Keilir og Háskólavellir.
Pie-keppni á Opnum degi á Ásbrú.
PIPA
R
\
TBW
A
• SÍA
• 131268
Íslandsmeistaramót í 50 metra sundlaug fór fram um síðast-
liðna helgi. ÍRB átti 30 sundmenn
á mótinu eða 23% keppenda.
Liðið vann ti l tvennra gull-
verðlauna, átta silfurverðlauna,
10 bronsverðlauna og var liðið í
13 skipti í fjórða sæti á mótinu.
Baldvin Sigmundsson, Þröstur
Bjarnason og Sunneva Dögg Frið-
riksdóttir náðu öll lágmörkum
fyrir Ólympíudaga Evrópuæsk-
unnar í Hollandi og náði Íris Ósk
Hilmarsdóttir lágmörkum á Mare
nostrum mótið í þremur greinum.
Nokkrir sundmenn voru mjög ná-
lægt lágmörkum fyrir Evrópumót
Ungmenna en aðeins einn Íslend-
ingur hefur náð lágmörkunum sem
hafa verið þyngd að undanförnu.
Sunneva Dögg setti Íslandsmet í
aldursflokki 13-14 ára í 1500 m
skriðsundi. Davíð Hildiberg Aðal-
steinsson úr ÍRB var síðan valinn
í landsliðið sem fer á Smáþjóða-
leikana.
Í ár komu 16 af 17 verðlaunum
ÍRB-liða frá sundmönnum sem
æfa í Reykjanesbæ. Í fyrra unnust
einnig 17 verðlaun en þá unnu þrír
sundmenn (Árni Már Árnason,
Erla Dögg Haraldsdóttir og Davíð
Hildiber) sem æfa í Bandaríkj-
unum, 12 af þeim verðlaunum. Það
er til marks um miklar framfarir
hjá sundmönnum okkar sem ekki
æfa í háskólum í Bandaríkjunum.
Miklar framfarir hjá ÍRB