Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 32
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífsins og veita Suðurnesjamönnum vorboða um vinnu. Öflugt atvinnulíf skapar fjölbreytt tækifæri. Með aukinni verðmætasköpun tryggjum við hagsæld og meiri ráðstöfunartekjur fyrir almenning í landinu. › Sköpum á annað þúsund störf með því að koma álverinu í Helguvík af stað › Nýtum orkuauðlindirnar › Aukum arðsemi sjávarútvegsins og sjáum tengda starfsemi blómstra › Styðjum nýsköpunarsamfélagið á Ásbrú og menntastofnanir okkar á borð við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keili og Fisktækniskólann í Grindavík. › Lækkum tryggingagjald og aukum svigrúm til að fjölga starfsmönnum › Stuðlum að verðmætasköpun í ferðaþjónustu og nýtum okkur fegurð og sérstöðu Reykjanessins › Lækkum skatta og vörugjöld › Byggjum upp þau fjölmörgu sprotafyrirtæki sem eru í farvatninu á Suðurnesjum Nýtum tækifærin - hefjumst handa og sækjum fram! Verðmætasköpun er forsenda framfara Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi NÁNAR Á 2013.XD.IS - vorboði um vinnu Ég trúi því sjálfur að ég hrjóti ekki. Neita því staðfastlega þegar slíkt er borið upp á mig. Hef reyndar einu sinni á ævinni vaknað við hroturnar í sjálfum mér en tel það afsakanlegt. Var ofsalega þreyttur og lúinn eftir vel- útilátinn barning. Ég er hins vegar þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga hraustmenni að í þessari nætur- þjálfun. Ófáar veiðiferðirnar sem ég hef farið með bræðrum mínum og frændum, ættuðum úr Höfnum, þar sem þilin hafa nötrað og nætur- friðurinn rofinn. Þessir veiðikofar eru ekki byggðir fyrir slíkar aðfarir. Nokkrum sinnum keypt mér eyrnatappa til að eiga við þessa djöfla en það er afskaplega óþægi- legt að sofa með þessa korktappa í eyrunum. Fyrir vikið hef ég oftar en ekki fengið að njóta íslenskrar náttúru á bjartri sumarnóttu. Fékk það svo óþvegið ekki alls fyrir löngu. Beint í andlitið. Frúin skellti sér í helgarferð með Njarðvíkurkvensum til að bæta fyrir hryðjuverkaógnina í inn- lánsráninu títtnefnda og á meðan ég stjórnaði sjónvarpsfjarstýringunni heima fyrir, keypti hún hrotuplástur í Boots. Fyrir mig. Afhenti mér hann skömmu eftir heimkomuna. Ég væri kominn á það stig, að nú dygði ekkert annað en plástur á nefið eða þurfa að sofa í næsta her- bergi. Jæja elskan mín, velkomin heim! Ég stakk pakkanum ofan í náttborðsskúffuna og neitaði að prófa límbandið. Alveg viss um að ég hryti ekki. Málið fyrntist. Svo gerðist það. Páskarnir að baki og við hjónin að ganga til náða. Dásamlegt frí að baki. Ég var eilítið seinn í náttfötin og bókalesturinn svæfði rekkjunautinn óvenju snemma. Nema hvað, ég var varla lagstur í koju þegar hún byrjar að hrjóta. Mínúturnar tifuðu og eftir nokkrar byltur gafst ég upp. Fór framúr og ákvað að kíkja á imbann á meðan þetta gengi yfir. Vildi fyrir alla muni ekki trufla værðina. Horfði á heila bíómynd og ekkert lagaðist. Tveggja tíma lungnaæfing hlýtur að hafa tekið á. Ég bar þetta undir hana kvöldið eftir og fullviss- aði hana um að þetta hafi allt að því nálgast kæfisvefn. Kíkti í náttborðs- skúffuna og þar sem ég var ekki búinn að opna pakkann góða frá útlöndum, bauð ég henni að prófa. Hún tók þetta mjög alvarlega enda ekki alvön að hrjóta eins og berserkur. Fullvissaði hana um að límdótið væri ekki runnið úr gildi. Hvatti hana eindregið til þess að láta á reyna. Blessunarlega sefur nú yndið mitt afar hljóðlaust en minnir óneitanlega um margt á fótfráan Fowler úr Bretaveldi. vf.is FIMMTUDAGURINN 18. APRÍL 2013 • 15. TöLUbLAð • 34. áRGANGUR VALUR KETILSSON SKRIFAR FIMMTUDAGSVALS Frú Fowler AUGLýSInGASíMI VíkUrFréTTA 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.