Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Qupperneq 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Qupperneq 15
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 voru milli reykinga og þátta eins og aldurs, hámarksgildis CRP eða líkamsþyngdarstuðuls. Alyktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að reykingamenn séu í minni áhættu á að fá gáttatif eftir kransæðahjáveituaðgerð. Þessar niðurstöður eru óvæntar og kalla á frekari skoðun. Hugsanleg skýring er betra þol reykingamanna fyrir háum styrk katekólamína í blóði á fyrstu dögunum eftir skurðaðaðgerð. V004 Er kynbundinn munur á greiningu og meðferð kransæðasjúkdóma hjá öldruðum á íslandi og í Svíþjóð? Guðný Stella Guðnadóttir1, Karl Andersen1, Inga Sigurrós Þráinsdóttir', Bo Lagerqvist2, Þórarinn Guðnason' ’Hjartadeild Landspítala, 2Department of Cardiology, Uppsala Clinical Researsch Center, Svíþjóð Inngangur: Konur fá síðri meðferð við kransæðasjúkdómum en karlar, eru 10 árum eldri við greiningu og hafa verri horfur. Við könnuðum hvort kynbundinn munur væri til staðar á greiningu og meðferð aldraðra sem fara í kransæðaþræðingu (KÞ) á íslandi og í Svíþjóð. Efniviður og aðferðir: Allar KÞ á íslandi og í Svíþjóð eru skráðar framsýnt í gæðaskrá, Swedish Coronary Angiography and Angioplasty Registry. Við bárum saman niðurstöður KÞ vegna bráðs kransæðaheilkennis og kransæðastíflu með ST hækkun í löndunum frá 2007 til 2009 fyrir bæði kynin meðal 70 ára og eldri. Niðurstöður: Meðalfjöldi KÞ/100,000/ár hjá 70 ára og eldri var 1277 fyrir karla en 600 fyrir konur á Islandi og 1109 á móti 532 í Svíþjóð (öll p<0,001). Hlutfall kvenna í þessum hópi var 37% á íslandi en 40% í Svíþjóð (ns). Við KÞ sáust ekki marktæk þrengsli hjá 5% karla en 23% kvenna á íslandi og 9% karla á móti 21% kvenna í Svíþjóð (bæði p<0,001). Þriggja æða sjúkdómur var algengari hjá körlum i báðum löndum, á íslandi 31% vs. 17% (p<0,01) en í Svíþjóð 28% vs. 20% (p<0,001). Á íslandi var engin enduræðavæðing framkvæmd hjá 28% karla en 43% kvenna (p<0,001) en enginn munur var á hlutfalli framkvæmdra hjáveituaðgerða og kransæðavíkkana (KV). í Svíþjóð var engin enduræðavæðing framkvæmd hjá 21% karla en 31% kvenna, hjáveituaðgerð var framkvæmd hjá 13% vs. 8% og KV hjá 65% vs. 61% (öll p<0,001). Aukaverkanir á íslandi hjá öllum KÞ með og án KV voru 12% hjá körlum en 10% hjá konum (ns) en 6% vs. 9% í Svíþjóð (p<0,001). Andlát á legudeild á Islandi voru 3,8% hjá körlum og 0,8% hjá konum (p<0,05) en 1,2% hjá körlum og 1,7% hjá konum í Svíþjóð (p<0,01). Ályktanir: Sama hiutfall kvenna er meðal eldri sjúklinga í báðum löndum. Alvarlegri kransæðasjúkdómur finnst hjá körlum. Meðhöndlun kynjanna er svipuð í báðum löndum. V005 Lækkandi dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma hjá 75 ára og yngri á íslandi skýrist af batnandi stöðu áhættuþátta meðal þjóðarinnar fremur en nýrri meðferðartækni Thor Aspelundu, Karl Andersen1-2, Vilmundur Guðnason1-2, Bergrún Magnúsdóttir1, Bolli Þórsson1, Gunnar Sigurðsson1-2, Julia Critchley3, Martin OTlaherty4, Simon CapewelÞ 'Hjartavemd, 2læknadeild Háskóla íslands, 3Institute of Health and Society, University of Newcastle, Englandi, 4Department of Public Health, University of Liverpool, Englandi Inngangur: Dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma hefur farið lækkandi á íslandi frá því um 1980. í þessari rannsókn er áætlað hversu mikið af þessari lækkun skýrist af batnandi stöðu áhættuþátta, bættri lyfjameðferð og framförum í aðgerðum á sjúkrahúsum hjá 25-74 ára körlum og konum á íslandi frá 1981-2006. Efniviður og aðferðir: Við notuðum IMPACT reiknilíkanið til að meta framlag áhættuþátta, lyfjameðferða og skurðaðgerða til lækkunar á dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma. Út frá alþjóðlegum rannsóknum um áhrif þessara þátta á dánartíðni var reiknað vægi hvers um sig á rannsóknartímabilinu. Upplýsingar voru fengnar úr fyrirliggjandi tölulegum upplýsingum frá Dánarmeinaskrá Hagstofu (mannfjöldi, dánartíðni), rannsóknum Hjartaverndar (áhættuþættir) og tölulegum upplýsingum Landspítalans (algengi kransæðastíflu, lyfjameðferða og aðgerða). Niðurstöður: Á tímabilinu 1981 til 2006 lækkaði dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma um 80% meðal karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. Þetta leiddi til 295 færri dauðsfalla árið 2006 en hefðu orðið ef sama dánartíðni væri til staðar og var árið 1981. Fjórðungur af þessari lækkun á dánartíðni skýrist af breytingum á meðferð við kransæðasjúkdómi en um þrír fjórðu hlutar eru vegna hagstæðra breytinga á áhættuþáttum meðal þjóðarinnar (32% vegna lækkunar í kólesteroli, 22% vegna fækkunar reykingamanna, 26% vegna lækkunar á slagbilsþrýstingi og 5% vegna aukinnar hreyfingar). Aukning á algengi sykursýki og offitu á tímabilinu hafði neikvæð áhrif og jók dánartíðni kransæðasjúkdóma um samtals 9%. Ályktanir: Þrjá fjórðu hluta af lækkandi dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma á íslandi 1981-2006 má skýra með bættri stöðu grunnáhættuþátta meðal þjóðarinnar. Þetta undirstrikar mikilvægi forvarnaraðgerða með reykingavömum og bættu mataræði. V006 Samanburður á meðferð við hjartaáfalli á íslandi og í Svíþjóð Þórarinn Guðnason1, Tomas Jemberg2, Davíð O. Amar1-4, Fríða Skúladóttir1, Gestur Þorgeirsson1, Anders Jeppsson3, Karl Andersen14 ‘Rannsóknarstöð hjartasjúkdóma og hjartadeild Landspítala, 2Karolinska University Hospital, Svíþjóð, 3Sahlgrenska University Hospital, Svíþjóð, 4læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Ymis sérhæfð meðferð hérlendis er einungis í boði á Landspítala og því mikilvægt að bera árangur saman við erlend sjúkrahús. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman árangur af meðferð við bráðu hjartaáfalli á íslandi og í Svíþjóð. Efniviður og aðferðir: Árið 2009 hóf Landspítali skráningu allra kransæðasjúklinga í sænska gæðaskrá (SWEDEHEART). Allir sjúklingar með hjartaáfall (121 til 123 skv. ICD10) á Landspítala árið 2009 voru skráðir á framvirkan hátt og árangur borinn saman við sænsk sjúkrahús. Niðurstöður: Konur voru 33% sjúklinganna á Islandi en 36% í Svíþjóð. Miðgildi aldurs var 67 ár á íslandi og 73 ár í Svíþjóð. Á íslandi voru 39% hjartaáfalla með ST hækkun á hjartariti en 61% án ST hækkunar og í Svíþjóð voru 26% með ST hækkun en 74% án hennar (p<0,05 fyrir bæði ST hækkun og án ST hækkunar). Við innlögn höfðu 54% íslenskra sjúklinga háþrýsting á íslandi en 49% Svía (p<0,05). Tíðni sykursýki var 15% á íslandi en 24% í Svíþjóð (p<0,001). Reykingamenn voru 31% á íslandi en 20% í Svíþjóð (p<0,001). Bióðfitulyf notuðu 34% á íslandi og 35% í Svíþjóð. Á íslandi fóru 80% sjúklinga með ST hækkun tafarlaust í víkkun en 74% í Svíþjóð. Tími frá komu til víkkunar var 46 mínútur á íslandi en 82 í Svíþjóð (p<0,01). Þá voru 68% sjúklinga á íslandi en 33% í Svíþjóð víkkaðir innan klukkustundar frá komu (p<0,05). Legutími á Landspítala og sænsku sjúkrahúsunum var sambærilegur. Lyfjagjöf við útskrift var keimlík, t.d var aspirín gefið í 91% tilvika á ísland og 93% í Svíþjóð en beta-blokkar í 88% og 89% tilvika. Dauðsföll í sjúkrahúslegu voru fátíð, hjá sjúklingum undir 70 ára voru þau t.d. 1,8% á íslandi og 1,3% í Svíþjóð (p=ns). Ályktanir: Meðferðin í löndunum er svipuð og í samræmi LÆKNAblaðið 2010/96 15

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.