Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Síða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Síða 16
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 við alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar um meðferð kransæðastíflu. Landspítali stenst þannig fyllilega samanburð við sænsk sjúkrahús hvað varðar gæði meðferðar hjartaáfalla. V007 Samanburður á öllum kransæðaþræðingum á þriggja ára tímabili hjá einstaklingum eldri og yngri en 70 ára á íslandi og í Svíþjóð Guðný Stella Guðnadóttir1, Bo Lagerqvist2, Kristján Eyjólfsson', Karl K. Andersen1, Guðmundur Þorgeirsson', Gestur Þorgeirsson1, Stefan James2, Þórarinn Guðnason1 'Hjartadeild Landspítala, 2Department of Cardiology, Uppsala Clinical Researsch Center, Svíþjóð Inngangur: Frá árinu 2007 hafa allar kransæðaþræðingar (KÞ) á íslandi og í Svíþjóð verið skráðar í sænska gæðaskrá, SWEDEHEART. Þar sem aldur hefur áhrif á ýmsar breytur hjá kransæðasjúklingum var ákveðið að skoða hvort munur væri á ýmsum þáttum meðal eldri og )mgri sjúklinga í löndunum tveimur. Efniviður og aðferðir: Allar KÞ voru skráðar framsýnt frá 1.1.2007 til 31.12.2009 og þau gögn rannsökuð. Sjúklingar yngri en 70 ára og 70 ára og eldri voru bornir saman. Niðurstöður: A Islandi voru 33% sjúklinga 70 ára og eldri en 40% í Svíþjóð (p<0,001). Meðalfjöldi KÞ/ár á 100.000 íbúa yngri en 70 ára var 417 á íslandi en 282 í Svíþjóð, en hjá 70 ára og eldri 2254 vs. 1302 (bæði p<0,001). Konur voru 26% yngri sjúklinga á íslandi en 29% í Svíþjóð (p<0,001) en 39% vs. 40% eldri sjúklinga (ns). Munur var á ábendingum, stöðug hjartaöng hjá 37% á íslandi vs. 25% í Svíþjóð, óstöðugt kransæðaheilkenni hjá 28% vs. 37% og bráð kransæðastífla hjá 10% vs. 15% í yngri hópnum (öll p<0,001). Hjá 70 ára og eldri var stöðug hjartaöng ábending hjá 40% vs. 21%, óstöðugt kransæðaheilkenni hjá 32% vs. 44% og bráð kransæðastífla hjá 8% vs. 16% (öll p<0,001). Engin marktæk þrengsli eða aðeins veggbreytingar undir 50% fundust oftar hjá yngri hópnum á Islandi, hjá 39% vs. 36% (p<0,05) en enginn munur var hjá eldri hópnum. Höfuðstofnsþrengsli fundust oftar á íslandi, hjá 7% vs. 5% af yngri hópnum en 14% vs. 11% af eldri hópnum (bæði p<0,001). Heildarfylgikvillar voru 3,9% á Islandi vs. 2,1% í Svíþjóð hjá yngri en 70 ára (p<0,001) en 4,5% vs. 2,8% hjá 70 ára og eldri (p<0,01). Alyktanir: Tvöfalt fleiri KÞ eru framkvæmdar á Islandi hjá 70 ára og eldri en kransæðar án þrengsla finnast þó jafnoft á Islandi og höfuðstofnsþrengsli oftar. Lítil munur sést á fylgikvillum hjá yngri og eldri hópunum. V008 Spá um þróun algengis gáttatifs á íslandi næstu fjóra áratugi Hrafnhildur Stefánsdóttir1, Thor Aspelund2-3, Vilmundur Guðnason2-3, Davíð O. Arnar1,3 ‘Hjartadeild Landspítala, 2Hjartavemd, 3læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Gáttatif hefur alvarlega fylgikvilla, svo sem hjartabilun og slag, og er sjúkdómurirm kostnaðarsamur fyrir heilbrigðiskerfið. Einn sterkasti áhættuþáttur gáttatifs er hækkandi aldur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna umfang þessa sjúkdóms hér á landi í dag og reyna að spá fyrir um framtíðarþróun. Efniviður og aðferðir: Leitað var afturskyggnt í tölvukerfi Landspítalans að öllum höfuðborgarbúum 20-99 ára sem höfðu fengið greininguna gáttatif þar á árunum 1987 til 2008. Við höfum áður sýnt að frá 1991- 2008 jókst nýgengi gáttatifs á höfuðborgarsvæðinu um 0.1% (95% CI: -0.6 - 0.9) hjá körlum og 0.9% (95% CI: 0.1 - 1.8) hjá konum. Notað var líkan sem byggir m.a. á nýgengi gáttatifs, dánartíðni og mannfjöldaspá á íslandi til að spá fyrir um algengi gáttatifs á íslandi fram til 2050. Niðurstöður: Algengi gáttatifs á höfuðborgarsvæðinu var 1.9% árið 2008. Það svarar til að á íslandi hafi 4330 fullorðnir haft gáttatif. Spáð er að árið 2050 verði fjöldinn 10617, ef nýgengi gáttatifs helst óbreytt frá 2008, en 12115 ef nýgengi heldur áfram að hækka. Þessi aukning skýrist af breyttri aldursdreifingu þjóðarinnar (54%), vaxandi mannfjölda (27%) og auknu nýgengi gáttatifs (19%). Árið 2008 voru 50% gáttatifssjúklinga 75 ára að aldri en áætlað er að 2050 verði það um 65%. Ályktanir: Algengi gáttatifs á íslandi er hátt í dag. Búast má við að fjöldi sjúklinga muni allt að þrefaldast á næstu fjórum áratugum og að sífellt stærri hluti hópsins verði aldraðir. Þessi breyting skýrist að stærstu af þáttum sem erfitt er að stýra. Gáttatif er þegar alvarlegt lýðheilsuvandamál og mun byrði þessa sjúkdóms fara vaxandi. V009 Tengsl ómega-3 fjölómettaðra fitusýra í himnum rauðra blóðkorna og bólguþátta í blóði hjá sjúklingum sem gangast undir opna hjartaskurðaðgerð Lára Björgvinsdóttir1-, Ólafur Skúli Indriðason3, Ragnhildur Heiðarsdóttir1-2, Davíð O. Arnar14, Bjami Torfason2-5, Runólfur Pálsson2-3, Kristin Skogstrand7, David M. Hougaard7, Viðar Öm Eðvarðsson2-6, Gizur Gottskálksson4, Guðrún V. Skúladóttir1-2 ’Lífeðlisfræðistofnun,2læknadeild Háskóla íslands, 3nýmalækningaeiningu, 4rannsóknarstöð hjartasjúkdóma og hjartalækningaeiningu, ^brjóstholsskurðlækningadeild, 6Bamaspítala Hringsins, Landspítala, 7Department of Clinical Biochemistry, Statens Serum Institut, Kaupmannahöfn, Danmörku Inngangur: Bólga kann að eiga þátt í meinmyndun gáttatifs eftir opna hjartaskurðaðgerð. Omega-3 fjölómettuðu fitusýrumar (FÓFS) eikósapentaensýra (EPA) og dókósahexaensýra (DHA) gætu því komið í veg fyrir gáttatif vegna bólguhemjandi eiginleika sinna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl hlutfalls ómega-3 FÓFS í himnum rauðra blóðkorna (RBK) við styrk bólguþátta í blóði og tilkomu gáttatifs eftir opna hjartaskurðaðgerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggðist á sjúklingum sem gengust undir opna hjartaskurðaðgerð á Landspítala. Rétt fyrir aðgerð og á þriðja degi eftir aðgerð voru blóðsýni tekin úr sjúklingum og hlutfall fitusýra í himnum RBK ákvarðað. Styrkur bólguþátta í blóðvökva var mældur með ELISA-aðferð. Gáttatif var skilgreint sem óreglulegur óreglulegur taktur er varaði lengur en 5 mínútur á hjartasírita. Niðurstöður: Af 152 sjúklingum sem tóku þátt í rannsókninni greindust 54,6% með gáttatif. Þeir voru eldri en sjúklingar sem fengu ekki gáttatif og var miðgildi (spönn) aldurs 70 (45-82) ár samanborið við 64 (43-79) ár (P<0,001). Enginn munur var á hlutfalli EPA og DHA í himnum RBK sjúklinga sem fengu gáttatif og þeirra sem ekki fengu gáttatif. Fyrir aðgerð voru neikvæð tengsl milli hlutfalls EPA í himnum RBK og styrks bólguþáttanna IL-18 (r=-0,198, P=0,019) og CRP (r=-0,171, P=0,046), og á milli hlutfalls DHA og styrks IL-6 (r=-0,252, P=0,003), IL-18 (r=-0,303, P<0,001) og TGF-fl (r=-0,202, P=0,016) íblóði. Neikvæð tengsl voru milli hlutfalls EPA og DHA í himnum RBK sjúklinga fyrir aðgerð og styrks IL-18 í blóði á þriðja degi eftir aðgerð (r=-0,188, P<0,027 og r=-0,228, P=0,007). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að EPA og DHA hafi bólguhemjandi áhrif en hátt hlutfall þeirra í frumuhimnum virðist ekki leiða til lægri tíðni gáttatifs eftir opna hjartaskurðaðgerð. 16 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.