Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Síða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Síða 17
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 V010 Snemmkomnir fylgikvillar eftir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002-2006 Inga Lára Ingvarsdóttir’, Sólveig Helgadóttir', Ragnar Danielsen1-2, Tómas Guðbjartssonu 'Læknadeild Háskóla íslands, 2hjartadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Inngangur: Ósæðarlokuskipti er önnur algengasta hjartaaðgerðin og eru ósæðarlokuþrengsli algengasta ábendingin. Tilgangur rannsóknarinnar var að gera ítarlega rannsókn á árangri ósæðarlokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn sem náði til allra sjúklinga með ósæðarlokuþrengsl er gengust undir ósæðarlokuskipti á Landspítala (LSH) á árunum 2002-2006, samtals 156 einstaklinga. Sleppt var 29 sjúklingum sem fóru í aðgerð vegna ósæðarlokuleka eða höfðu áður farið í hjartaaðgerð. Meðalaldur var 71,7 ár (bil 41-88) og karlar 64,7%. Skráðir voru áhættuþættir og fylgikvillar aðgerðanna, þ.á.m. skurðdauði, en einnig niðurstöður hjartaómunar fyrir og fyrst eftir aðgerð. Niðurstöður: Algengustu einkenni voru mæði (80,8%) og hjartaöng (52,6%), en 11 sjúklingar voru án einkenna. Fyrir aðgerð var hámarks þrýstingsfall (P) að meðaltali yfir lokuna 74,1 mmHg, útfallsbrot (EF) 57% og EuroScore 9,6%. Meðal aðgerðar- og tangartími voru 282 og 124 mínútur. Ríflega helmingur sjúklinganna gekkst samtímis undir kransæðahjáveitu og 9 undir aðgerð á míturloku. Lífrænni loku var komið fyrir í 127 aðgerðanna (81,4%), í 102 tilvikum án grindar (stentless), og gerviloka hjá 18,6% sjúklinganna. Meðalstærð ígræddra loka var 25,6 mm (bil 21-29) og hámarks þrýstingsfallandi yfir nýju lokuna viku frá aðgerð 28,1 mmHg. Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru nýtilkomið gáttatif (64%) og nýrnaskaði (32%) en 19 sjúklingar (12,2%) fengu fjöllíffærabilun. Enduraðgerð vegna blæðingar þurfti í 12% tilfella. Miðgildi legutíma var 13 dagar, þar af 1 á gjörgæslu. Skurðdauði (<30 d.) var 6,4%. Ályktanir: Fylgikvillar eru tíðir eftir ósæðarlokuaðgerðir, sérstaklega gáttatif ognýrnaskaði en einnig blæðingar sem oft krefjast enduraðgerðar. Skurðdauði er helmingi hærri en eftir kransæðahjáveituaðgerðir, sem er í samræmi við aðrar rannsóknir. V011 Rof á hjarta eftir gangráðsísetningu - tilfellaröð af Landspítala Ingvar Þ. Sverrisson1, Halla Viðarsdóttir', Gizur Gottskálksson2, Tómas Guðbjartsson14 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, Jhjartadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Tíðni alvarlegra fylgikvilla er lág eftir gangráðsísetningu. Blæðingar og sýkingar eru þar efstar á blaði en einnig er þekkt að rof geti komið á hjartavöðvann og gangráðsvírarnir stimgist út úr hjartanu. Um er að ræða sjaldgæfan en hættulegan fylgikvilla. Lýst er 5 tilfellum af Landspítala sem meðhöndluð voru á tveggja ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Safnað var upplýsingum um öll tilfelli þar sem rof á hjarta hafði greinst með vissu eftir gangráðsísetningu á Landspítala frá 1. jan. 2008 til 31. des. 2009. Farið var yfir sjúkraskrár og skráð meðferð og afdrif sjúklinganna. Niðurstöður: Fimm sjúklingar greindust á tímabilinu, 1 árið 2008 og 4 árið 2009. Á sama tímabili voru gerðar 389 nýísetningar á gangráðum á Landspítala og komið fyrir samtals 700 gangráðsvírum. Tíðni hjartarofs var því 0,7% fyrir hvern vír og 1,3% fyrir hverja gangráðsísetningu. Meðalaldur sjúklinga með rof var 71 ár (51-84 ára), 3 konur og 2 karlar. Algengasta einkennið var brjóstverkur og hafði enginn sjúkl. klár einkenni um bráða hjartaþröng (tamponade). Greining var staðfest með TS (gated CT) eða ómskoðun og greindust allir sjúklingarnir nema einn <3ja vikna frá aðgerð (bil: 1 sólarhr. - 33 mán.). Hjá 3 sjúklinganna var gerður bringubeinsskurður, blóð tæmt úr gollurshúsi (mest 0,5 L), saumað yfir gatið og nýjum leiðslum komið fyrir. Hjá hinum 2 var vírinn dreginn á skurðstofu með vélindaómstýringu. Fjórir sjúklingar lifðu af rofið og útskrifuðust, en 83 ára kona dó á gjörgæslu úr lungnabólgu sem ekki tengdist gangráðsísetningunni. Ályktanir: Rof á hjartavöðva eftir gangráðsísetningu er hættulegur fylgikvilli sem getur valdið blæðingu inn í gollurshúsið. Fáar rannsóknir eru til um tíðni þessa fylgikvilla og sömuleiðis hvaða meðferð sé skynsamlegast að beita. Mikilvægt er að hafa rof á hjartavöðva í huga hjá sjúklingum með brjóstverk eða lágþrýsting eftir gangráðsísetningu. V012 Tíðni gáttatifs eftir kransæðahjáveituaðgerð með tilliti til hlutfalls ómega-3 og ómega-6 fjölómettaðra fitusýra í fosfólípíðum blóðvökva Guðrún V. Skúladóttiru, Ragnhildur Heiðarsdóttir1-2, Davíð O. Amar2-4, Bjami Torfason2-5, Runólfur Pálsson2-3, Viðar Ö. Eðvarðsson2-6, Gizur Gottskálksson4, Ólafur Skúli Indriðason3 'Lífeðlisfræðistofnun^læknadeild Háskóla íslands, ^nýmalækningaeiningu, 4rannsóknarstöð hjartasjúkdóma og hjartalækningaeiningu, 5brjóstholsskurðlækningadeild, 6Bamaspítala Hringsins, Landspítala Inngangur: Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur (FÓFS) hafa bólguhemjandi áhrif og mögulega áhrif á rafleiðni í hjarta er gætu komið að gagni við að fyrirbyggja gáttatif eftir opna hjartaskurðaðgerð. Þar sem íhlutunarrannsóknir hafa verið misvísandi var tilgangur rannsóknarinnar að kanna tíðni gáttatifs með tilliti til hlutfalls ómega-3 og ómega-6 FÓFS í fosfólípíðum (FL) blóðvökva. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggðist á sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala. Rétt fyrir aðgerð og á þriðja degi eftir aðgerð voru blóðsýni tekin og hlutfall fitusýra í FL blóðvökva ákvarðað. Gáttatif var skilgreint sem óreglulegur taktur er varaði lengur en 5 mínútur á hjartasíriti. Tíðni gáttatifs var borin saman milli fjórðunga af hlutfalli fitusýranna í FL blóðvökva með einþátta og fjölþátta greiningu. Niðurstöður: Af 125 sjúklingum sem tóku þátt greindust 49,6% með gáttatif. Tíðni gáttatifs var marktækt lægri með hverjum hækkandi fjórðungi af hlutfalli arakídónsýru (AA, ómega-6 FÓFS) og marktækt hærri með hverjum hækkandi fjórðungi af hlutfalli dókósahexaensýru (DHA, ómega-3 FÓFS) bæði fyrir og eftir aðgerð (P<0,01 fyrir allar einþátta greiningar). Marktækt U-kúrfu samband var milli gáttatifs og fjórðunga af ómega-3 FÓFS eftir aðgerð, þar sem næstlægsti fjórðungur hafði lægstu tíðni gáttatifs (25,8%, P=0,01). Við fjölþátta greiningu var þetta U-kúrfu samband ekki marktækt en samband AA og DHA fjórðunga við gáttatif var áfram marktækt (P<0,05). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að meðferð með ómega-3 FÓFS við gáttatifi eftir opna hjartaskurðaðgerð gæti gagnast sjúklingum með lágt grunnhlutfall þessara fitusýra, en aukið líkur á gáttatifi hjá þeim með hátt grunnhlutfall. Arakidónsýra í fosfólípíðum blóðvökva gæti gegnt mikilvægu hlutverki í raflífeðlisfræðilegum ferlum hjartans. V013 Gáttatif eftir opnar hjartaaðgerðir á íslandi Sólveig Helgadóttir1, Inga Lára Ingvarsdóttir1, Sæmundur J. Oddsson1, Hannes Sigurjónsson1, Martin Ingi Sigurðsson1, Þórarinn Amórsson1, Davíð O. Arnar2-3, Tómas Guðbjartsson1-3 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Gáttatif er algengt vandamál eftir opnar hjartaaðgerðir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni gáttatifs eftir hjartaaðgerðir hér á landi, skilgreina áhættuþætti og meta fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði til LÆKNAblaðið 2010/96 17

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.