Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Síða 18
XIX ÞI N G LYFLÆKNA
F Y L G I R I T 6 5
sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveitu- (n=638) og/eða
ósæðarlokuskiptaaðgerð (n=128) á Landspítala 2002-2006. Sjúklingum
sem gengust undir aðrar hjartaaðgerðir eða höfðu þekkt gáttatif fyrir
aðgerð var sleppt. Gáttatif var greint með hjartalínuriti eða hjartarafsjá,
stóð í a.m.k. 5 mínútur, og/eða sjúklingur fékk lyfjameðferð við gáttatifi.
Ein- og fjölþáttagreining var notuð til samanburðar áhættuþátta
sjúklinga með gáttatif og þeirra með reglulegan hjartslátt.
Niðurstöður: Tíðni gáttatifs fyrir allan hópinn var 44% og reyndist
marktækt hærri eftir ósæðarlokuskipti en hjáveituaðgerð (72% sbr. 38%,
p<0,001). Útfallsbrot (EF) og helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóms
voru sambærilegir í báðum hópum, sem og notkun fi-blokkera.
Sjúklingar með gáttatif voru hins vegar sjaldnar á blóðfitulækkandi
lyfjum, oftar með hjartabilun, marktækt eldri, oftar konur og með
hærra EuroSCORE. Vélar- og tangartími þeirra var lengri og tíðni bæði
alvarlegra og minni fylgikvilla hærri. Loks var legutími þeirra helmingi
lengri og dánartíðni rúmlega fimmföld (0,9% sbr. 4,8%, p=0,002). í
fjölbreytugreiningu reyndust ósæðarlokuskipti (OR 4,2), heilkenni
bráðrar andnauðar (OR 6,0), hár aldur (OR 1,1) og hjartabilun (OR 1,8)
sjálfstæðir áhættuþættir gáttatifs.
Ályktanir: Gáttatif er algengasti fylgikvilli hjartaaðgerða hér á landi
og greinist hjá næstum helmingi sjúklinga. Þetta er frekar hátt hlutfall
en í erlendum rannsóknum er tíðni gáttatifs oftast á bilinu 17-35%.
Áhættuþættir hérlendis eru svipaðir og lýst hefur verið í öðrum
rannsóknum.
V014 Blóðfitulækkandi statín lækka dánartíðni sjúklinga eftir
kransæðahjáveituaðgerð
Sæmundur J. Oddsson', Sólveig Helgadóttir', Hannes Sigurjónsson1, Martin Ingi Sigurðsson1,
Sindri Aron Viktorsson3, Þórarinn Amórsson1, Guðmundur Þorgeirsson2-3, Tómas
Guðbjartsson1-3
‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspítala, 3Iæknadeild Háskóla íslands
Inngangur: Hækkun á blóðfitum er þekktur áhættuþáttur hjarta- og
æðasjúkdóma og felst meðferð m.a. í lyfjameðferð með statínum.
Sýnt hefur verið fram á að statín minnka bólguviðbrögð (SIRS) í
líkamanum, m.a. eftir skurðaðgerðir. Markmið rannsóknarinnar var
að kanna áhrif statína á tíðni fylgikvilla og dánartíðni 30 dögum eftir
kransæðahjáveituaðgerð.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði til 720 sjúklinga
sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala (LSH) árin
2002-2006. Bornir voru saman sjúklingar sem voru á statínum fram að
aðgerð (n=529) og þeir sem ekki tóku statín (n=154). Hóparnir voru
bomir saman og ein- og fjölþáttagreining notuð til að meta áhrif statína
á fylgikvilla og dánartíðni <30 daga frá aðgerð.
Niðurstöður: Hóparnir vom mjög sambærilegir hvað varðar
áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, tegund og tímalengd aðgerða.
Sjúklingar á statínum höfðu þó oftar háþrýsting og EuroSCORE
þeirra var lægra (4,6 vs. 5,6, p=0,003). Ekki var marktækur munur á
tíðni alvarlegra fylgikvilla í hópunum tveimur (5,8 vs. 5,1%), þ.m.t.
heilablóðfalli, sýkingu í bringubeini, kransæðastlflu og enduraðgerð
vegna blæðingar. Dánartíðni sjúklinga á statínum var hins vegar
marktækt lægri (1,7 vs. 5,8%, p=0,001). í fjölþáttagreiningu, þar sem m.a.
var leiðrétt fyrir EuroSCORE (OR 1,36 p=0,003) og hækkandi aldri (OR
1,13, p=0,02), reyndust statín vera sjálfstæður vemdandi forspárþáttur
30 daga dánartíðni eftir aðgerð (OR 0,20, p= 0,02).
Ályktanir: Blóðfitulækkandi statín tengjast lækkaðri dánartíðni
sjúklinga eftir kransæðahjáveituaðgerð. Erlendis hefur verið lýst
svipuðum niðurstöðum eftir opnar hjartaaðgerðir. Skýringin á áhrifum
statína er ekki augljós en gæti hugsanleg legið í bólguhemjandi
áhrifum þeirra eftir skurðaðgerðina og/eða jákvæðum áhrifum á
æðaþelsstarfsemi.
V015 Slímvefjaræxli í hjarta á íslandi
Hannes Sigurjónsson1, Karl Andersen2-7, Maríanna Garðarsdóttir3, Vigdís Pétursdóttir4,
Guðmundur Klemenzson5, Gunnar Þór Gunnarsson6-7, Ragnar Danielsen2, Tómas
Guðbjartsson1,7
'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild, 3myndgreiningardeild, 4rannsóknarstofu í
meinafræði, 5svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, ‘Sjúkrahúsinu á Akureyri, Hæknadeild
Háskóla íslands
Inngangur: Slímvefjaræxli (myxoma) eru algengustu æxlin sem
upprunnin eru í hjarta. Þetta em góðkynja æxli sem vaxa staðbundið
og valda oft fjölbreytilegum einkennum, m.a. stíflu/leka á míturloku
og blóðreka. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta nýgengi
slímvefjaræxla hér á landi og kanna árangur skurðaðgerða við þeim.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra sjúklinga
sem greindust með slímvefjaræxli á Islandi frá því hjartaaðgerðir
hófust í júrú 1986 og fram til dagsins í dag. Sjúklingar vom fundnir eftir
þremur leiðum, meinafræði- og hjartaómunarskrá- og vélindaómskrá
frá skurðstofu Landspítala.
Niðurstöður: Alls greindust 9 tilfelli, 3 karlar og 6 konur, með
meðalaldur 60,7 ár (bil 37-85). Aldursstaðlað nýgengi var 0,12 á hverja
100.000 íbúa/ári (95% CI: 0.05-0.22). Átta æxli vom staðsett í vinstri gátt
og eitt í hægri gátt. Meðalstærð æxlanna var 3,6cm (bil l,5-7cm). Mæði
(n=5) og heilablóðfall vegna reks (n=2) vom algengustu einkennin. Átta
tilfelli greindust við hjartaómun og 1 fyrir tilviljun á tölvusneiðmynd af
kransæðum. Allir sjúklingarnir fóm í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt.
Meðalaðgerðartími var 236 mín. og allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina og
útskrifuðust heim. Fylgikvillar vom minniháttar, oftast gáttatif (n=4).
Legutími var 30 dagar (miðgildi), þar af 1 dagur á gjörgæslu. í mars
2009 voru 7 sjúklingar af 9 á lífi, allir við góða heilsu og án teikna um
endurtekið slímvefjaræxli.
Ályktanir: Einkenni, greining og nýgengi slímvefjaræxla á íslandi eru
svipuð og í erlendum rannsóknum. Eftir því sem best er vitað er þetta
fyrsta rannsóknin á slímvefjaræxlum að ræða sem nær til heillar þjóðar
og þar sem reiknað er út lýðgrundað nýgengi.
V016 Gollurshússtrefjun - sjúkratilfelli
Jón Þorkell Einarsson1, Ragnar Danielsen1, Ólafur Skúli Indriðason1, Tómas Guðbjarfsson11
'Nýmalækningaeiningu, 2hjartadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4læknadeild
Háskóla íslands
Inngangur: Trefjagollurshús (constrictive pericarditis) er sjaldgæft
fyrirbæri þar sem gollurshúsið þrengir að hjartanu og hindrar
eðlilega fyllingu þess. Afleiðingin getur orðið hægri hjartabilun með
þróttleysi, mæði og bjúg. Trefjagollurshús má stundum rekja til sýkinga,
geislameðferðar eða asbestmengunar, en oft er orsökin óþekkt. Greining
getur verið snúin og töf orðið á réttri greiningu. Meðferð felst í því að
fjarlægja hluta gollurshússins með skurðaðgerð. Hér er lýst tilfelli af
Landspítala.
Tilfelli: 58 ára pípulagningamaður leitaði á bráðamóttöku Landspítala
vegna þreytu og bjúgs á ganglimum, en hann hafði þyngst um 30 kg á
tæpum mánuði. Á 8 ára tímabili var harrn nokkrum sinnum lagður inn
vegna svipaðra einkenna og voru þá m.a. gerðar rannsóknir á nýrum,
hjarta og útlimabláæðum án þess að skýring fengist á einkennum. Sýni
18 LÆKNAblaðið 2010/96