Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Page 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Page 20
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 Ályktanir: Meðal skjólstæðinga Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri 40 ára og eldri sem hafa reykingasögu eru 16,5% með LLT og þar af flestir að greinast í fyrsta sinn. Meirihluti hefur vægan eða meðalalvarlegan sjúkdóm. Með markvissri notkun lungnamælinga í heilsugæslu er unnt að bæta greiningu á LLT. V020 Algengi svefnleysis meðal kæfisvefnssjúklinga samanborið við almennt þýði og áhrif meðferðar með svefnöndunarvél á svefnleysi Erla Björnsdóttir', Christer Janson3, Sigurður Júlíusson2, Bryndís Benediktsdóttir* 1, Allan I. Pack4, Þórarinn Gíslason1 'Lungnadeild/svefnrannsókn, 2háls-, nef- og eymadeild Landspítala, 3lungnadeild Háskólasjúkrahússins í Uppsölum, Svíþjóð, 4svefnrannsókn, Háskólanum í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum Inngangur: Kæfisvefn og svefnleysi eru algeng vandamál sem fylgjast gjarnan að. Samband þeirra er flókið og óljóst en líklegt er að þessir sjúkdómar hafi neikvæð áhrif hvor á annan. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni svefnleysis hjá kæfisvefnssjúklingum í samanburði við hóp úr almennu þýði. Jafnframt að meta áhrif meðferðar með svefnöndunartæki á einkenni svefnleysis hjá kæfisvefnssjúklingum. Efniviður og aðferðir: 620 kæfisvefnssjúklingar og 748 einstaklingar úr almennu þýði gengust undir læknisskoðun og blóðprufu ásamt því að svara stöðluðum spumingalista um heilsu og svefnvenjur. Kæfisvefnssjúklingar hófu síðan meðferð með svefnöndunartæki og var fylgt eftir með samskonar mati tveimur árum síðar. Þess samantekt byggir á 257 kæfisvefnssjúklingum sem lokið hafa eftirfylgni. Svefnleysi var metið með spurningum frá Sleep-Basic Nordic Sleep Questionnaire. Skoðaðir voru annarsvegar erfiðleikar við að sofna og hins vegar erfiðleikar við að viðhalda nætursvefni. Niðurstöður: Alls áttu 35 % kæfisvefnssjúklinga erfitt með að viðhalda nætursvefni (vöknuðu oft) samanborið við 17 % viðmiðunarhóps. Þessir svefnörðugleikar eru algengari eftir því sem einkenni kæfisvefns eru alvarlegri. Við eftirfylgd kom 1 ljós að hjá þeim hópi sem notaði svefnöndunarvél að staðaldri dró mjög úr algengi þess að vakna oft að nóttu. Erfiðleikar við að sofna voru ekki algengari hjá kæfisvefnssjúklingum samanborið við viðmiðunarhóp. Ályktanir: Ómeðhöndlaður kæfisvefn dregur úr svefngæðum og sjúklingar fá ekki eins góða hvíld og heilbrigðir einstaklingar. Meðferð með svefnöndunartæki er gagnleg til þess að draga úr svefnleysi sem einkennist af því að vakna oft. Því er mikilvægt að einstaklingar með alvarlegan kæfisvefn og svefnleysi noti svefnöndunartæki og bæti þannig svefngæði sín. V021 Faraldsfræði lungnareks á Landspítala árin 2005-2007 Krislján Óli Jónsson', Uggi Þ. Agnarsson2, Ragnar Daníelsen2, Guðmundur Þorgeirsson2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2hjartadeild Landspítala Inngangur: Blóðrek til lungna (LR) er algengt vandamál í sjúklingum sem dvelja á spítala og getur haft áhrif á framvindu og dánartíðni. Sjúkdómsmyndin er fjölbreytileg og greining oft flókin. Algengi LR er að miklu leyti órannsakað hér á landi en talið er að árlega deyi um 300.000 manns í Bandaríkjunum af völdum sjúkdómsins. Mætti því áætla að dánartíðni hér á landi sé allt að 300 á ári. Markmið þessarar rannsóknar er að meta faraldsfræði LR á LSH. Efniviður og aðferðir: Skimaðar voru sjúkraskrár allra sjúklinga á LSH árin 2005-2007 sem fengu greininguna 126 í ICD-10 kerfinu (LR). Niðurstöður: Alls fengu 350 sjúklingar greininguna LR á LSH 2005- 2007. Af þeim voru 30 útilokaðir vegna áður greinds LR, rangrar greiningar eða ónógra gagna. Af einkennum sýndu 81% sjúklinga mæði, 39% brjóstverk, 13% yfirlið/nær yfirlið og 17% brjóstþyngsli. Engin ofantalinna einkenna voru til staðar hjá 7%. Nýleg saga eða einkenni segamyndunar í djúpu bláæðum fóta (DVT) voru til staðar hjá 31% sjúklinga. Greining var oftast gerð með tölvusneiðmynd (TS) (89%), 4% greindust með ísótópaskanni (ÍS), 1% með báðum aðferðum, krufning (2%) og klínísk greining (4%). Blóðþynningu var beitt hjá 93%, einungis 4% fengu segaleysandi meðferð. Engin meðferð var veitt í 4% tilfella, þar af hafði helmingur látist áður en unnt var að veita meðferð. Innan 30 daga frá greiningu lést 31 sjúklingur (9,7%). Ályktanir: Algengasta einkenni sjúklinga sem greinast á LSH með LR er mæði og svo verkur í brjósti. Sú greiningaraðferð sem mest er notuð er TS, þar á eftir IS. Algengasta meðferð LR er blóðþynning. Þá sýnir dánartíðnin jafnframt fram á hversu alvarlegur sjúkdómurinn er. V022 Styrkur NT-pro B-type natriuretic peptíðs í blóði kæfisvefnssjúklinga Sólborg Erla Ingvarsdóttir1, Þórarinn Gíslason1-, Bryndís Benediktsdóttir1, ísleifur Ólafsson3, Christer Janson4 'Læknadeild Háskóla íslands, 2lungnadeild, 3klínískri lífefnafræðideild Landspítala, 4lungnadeild Háskólasjúkrahússins í Uppsölum, Svíþjóð Inngangur: Kæfisvefn er sjúkdómsástand tilkomið vegna þrenginga í efri loftvegum og einkennist af hrotum og öndunarhléum í svefni. B-type natriuretic peptíð (BNP) er fjölpeptíð sem er aðallega losað úr hvolfum hjartans í samsvari við álag og strekkingu hjartavöðvafruma. Markmið þessa verkefnis var að skoða hugsanlegan þátt BNP í meingerð kæfisvefns. Efniviður og aðferðir: Þetta var sjúklingamiðuð samanburðarrannsókn. I rannsóknarhópnum voru einstaklingar sem greinst höfðu með kæfisvefn á LSH á árunum 2005 til 2008. Til samanburðar voru einstaklingar sem tekið höfðu þátt í rannsókn á algengi langvinnrar lungnateppu á Islandi. Styrkur NT-proBNP var mældur í blóði hjá sambærilegum hópum sjúklinga og viðmiða og hann borinn saman við breytur sem segja til um alvarleika kæfisvefns, þekkta áhættuþætti og tengda sjúkdóma. Niðurstöður: Styrkur NT-proBNP var mældur hjá 61 kæfisvefnssjúklingi og 62 viðmiðum. NT-proBNP var marktækt lægra hjá kæfisvefnssjúkling- um en samanburðarhóp (p<0,01). Marktækur rnimur var á styrk NT- proBNP milli aldurshópa, bæði hjá kæfisvefnssjúklingum (p=0,023) og samanburðarhóp (p<0,01). NT-proBNP hjá háþrýstingssjúklingum var hærra bæði hjá kæfisvefnssjúklingum (p=0,042) og samanburðarhóp (p<0,01). Ekki var marktækur munur á NT-proBNP styrk milli BMI hópa, né heldur þegar tekið var tillit til reykingasögu og alvarleika kæfisvefns. Styrkur NT-proBNP breyttist ekki marktækt við CPAP meðferð. Ályktanir: Rannsóknin sýndi að styrkur NT-proBNP í blóði er lægri í kæfisvefnssjúklingum en samanburðarhóp. NT-proBNP styrkur hækkar með hækkandi aldri og hann er marktækt hærri hjá háþrýstingssjúklingum. Lítill fjöldi þátttakanda gæti verið takmarkandi þáttur í rannsókninni og því væri áhugavert að kanna samband NT- proBNP styrks í blóði og kæfisvefns frekar í stærra úrtaki. 20 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.