Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Side 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Side 22
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 voru aukaspurningar í víðtækri alþjóðlegri rannsókn á fæðuofnæmi (EuroPrevall). Svarhlutfall var 47,3%. Niðurstöður: Árið 1990 höfðu 18% tekið eftir pípi eða surg fyrir brjósti á síðasta ári en 14% árið 2007 (p< 0,02). Mæði samfara surg var þó marktækt meiri seinna árið (p<0.0001). Árið 1990 kváðust 2,2% hafa fengið astmakast á síðasta ári, 2,4% hafa notað astmalyf og 18% haft ofnæmi í nefi. Samsvarandi tölur fyrir árið 2007 voru 6,8%, 7,3% og 30%. Munurinn er afar marktækur (p<0,0001). Ekki var munur á kynjum varðandi þessi einkenni Ályktanir: Rannsóknin bendir til þess að veruleg aukning hafi orðið á astma, ofnæmiseinkennum í nefi og notkun astmalyfja á þessu tímabili. Þó verður að hafa fyrirvara vegna lakara svarhlutfalls 2007. Þó er ólíklegt að þessar spurningar hafi haft mikil áhrif á svarhlutfallið, þar sem megin áhersla var lögð á spumingar varðandi fæðuofnæmi í póstlistanum. V027 Ósértæk millivefsiungnabólga á islandi - faraldsfræðileg rannsókn Sigurður James Þorleifsson1, Jónas Geir Einarsson2, Helgi ísaksson3, Gunnar Guðmundsson1 ‘Lungnadeild Landspítala, 2lungnadeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, 3rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala Inngangur: Lungnatrefjun er almennt hugtak sem er notað til að lýsa hóp millivefssjúkdóma sem valda bandvefsmyndun í millivef lungna og getur leitt til öndunarbilunar. Alþjóðleg flokkun þessara millivefssjúkdóma var endurskoðuð árið 2001. I flokkuninni var sett inn ný gerð af millivefslungnabólgu sem er ósértæk millivefslungnabólga sem heitir á ensku nonspecific interstitial pneumonia (NSIP). Vefjafræðilegt útlit skiptist í 3 flokka: bólgu, bandvef eða blöndu af báðum. Ósértæk millivefslungnabólga getur verið hluti af sjúkdómsmynd ýmissa sjálfsofnæmisjúkdóma en getur einnig verið ein sér án sjúkdóma í öðrum líffærum. Lítið er vitað um sjúkdóminn í almennu þýði og ekkert um hann hjá heilli þjóð. Efniviður og aðferðir: Við könnuðum ósértæka millivefslungnabólgu á íslandi á tímabilinu 1999-2010. Tilfellin voru fundin með leit í gagnabanka Rannsóknastofu í meinafræði við Landspítala og á meinafræðideild Sjúkrahússins á Akureyri. Eingöngu voru tekin með tilfelli sem greind höfðu verið með sýnatöku frá lunga, ýmist með berkjuspeglun eða skurðaðgerð. Lýðfræðilegir þættir voru kannaðir ásamt nýgengi og tengslum við aðra sjúkdóma. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 20 tilfelli; 10 (50%) hjá körlum og 10 (50%) hjá konum. Vefjafræðileg flokkun sýndi bólgu í fimm (25%) tilfellum , bandvefsmyndun í einu (5%) tilfelli og blandaða mynd í 13 (65%) tilfellum. Alls tengdust fjögur tilfelli (20%) öðrum sjúkdómum en í 16 (80%) tilfella voru engin tengsl við aðra sjúkdóma. Þeir sjúkdómar sem tengdust voru eftirfarandi: Gigtarsjúkdómar í þremur (75 %) tilfellum (Liðagigt, herslismein) og frumkomin gallskorpulifur einu tilfelli. Nýgengi sjúkdómsins var 0,7/100.000 á ári. Ályktanir: Ósértæk millivefslungnabólga er fremur sjaldgæfur sjúkdómur á íslandi og tengist ýmsum öðrum sjúkdómum, en getur einnig verið ein sér. V028 Samanburður á kostnaði vegna langvinnrar lungnateppu í nútíð og framtíð á íslandi og Noregi Bryndís Benediktsdóttir1, Þórarinn Gíslason12 'Læknadeild Háskóla íslands, 2lungnadeild Landspítala Inngangur: Á tímum vaxandi kostnaðar við heilbrigðisþjónustu er kostnaðargreining algengra langvinnra sjúkdóma mikilvæg. Skoða þarf kostnað líðandi stundar, en ekki síður þarf að áætla hver kostnaður muni verða í komandi framtíð. Taka þarf tillit til algengi, nýgengi, og áætla líklega framvindu sjúkdóms á komandi árum. Greining á kostnaði þarf að vera gagnsæ og sundurliðuð þannig að hægt sé að draga ályktanir af niðurstöðum í heild, en samtímis varpa ljósi á einstaka kostnaðarliði þar sem ná má hagræðingu. Gagnlegt er að bera saman milli landa kostnaðarliði mismunandi þjónustueininga Efniviður og aðferðir: Gögnum um notkun Islendinga með langvinna lungnateppu (LLT) á heilbrigðiskerfiinu var aflað úr niðurstöðum fjölþjóða rannsóknar á algengi og eðli LLT (Benediktsdottir B, Læknablaðið. 2007 Jun;93(6):471-7). Kostnaðartölur voru fundnar á samræmndan hátt í opinberum gögnum á Islandi og í Noregi. Stuðst var við niðurstöður Framingham rannsóknarinnar þegar væntanleg framþróun á LLT var metin með tilliti til reykinga, aldurs og kynferðis. Niðurstöður: Kostnaður árið 2005 vegna LLT á íslandi reyndist vera 478 evrur, en 284 evrur í Noregi á hvern sjúkling. Áætlaður heildarkostnaður vegna einstaklinga eldri en 40 ára með LLT næstu 10 árin varð 130 milljónir evra á íslandi en 1539 í Noregi. Hlutdeild LLT af heildar fjárframlögum til heilbrigðismála reyndist vera 1,2% á Islandi, en 0,7% í Noregi. Tölfræðileg úrvinnsla leiðir í ljós að hversu oft sjúklingum með LLT versnar hefur mest áhrif á áætlaðan kostnað vegna LLT næstu 20 árin. Ályktanir: Kostnaður þjóðarbús vegna LLT er verulegur bæði á Islandi og í Noregi og mun að óbreyttu aukast í framtíðnni. Forvarnir sem draga úr tíðni versnana á LLT eru líklegastar til að minnka kostnað vegna LLT næstu 10 árin. V029 Samspil æðaþels og lungnaþekjufrumna í þrívíðri rækt Þórarinn Guðjónssonu, Sigríður Rut Franzdóttir1, ívar Axelsson3, Ari Jón Arason3, Ólafur Baldursson4, Magnús Karl Magnússon22323 1 Lífvísindasetri læknagarðs Háskóla ísland, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði, 3rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum, 4lungnadeild Landspítala, 5 * * * * 10rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði Loftvegir lungna þroskast þannig að sífellt smærri greinar myndast út frá fyrri greinum. Þroskunar- og erfðafræðilegur bakgrunnur greinóttrar formgerðar er aðeins þekktur að litlu leyti, og byggir sú þekking að mestu á rannsóknum í nagdýrum. Lungu verða stöðugt fyrir áreiti agna úr innönduðu lofti sem valda smásæjum skemmdum. Sérstakir ferlar vinna stöðugt að viðgerð en talið er að ójafnvægi milli áreitis og viðgerðar eigi þátt í tilurð sjúkdóma svo sem LLT og lungnakrabbameins. Við höfum þróað þrívíða frumurækt sem byggir á lungnafrumulínurtni VA10 en hún inniheldur grunnfrumur. Við notum þetta kerfi til að rannsaka myndun greinóttrar formgerðar og samspil þekjufrumna við aðrar frumugerðir. Nýlegar rannsóknir benda til þess að æðaþelsfrumur gegni mikilvægu hlutverki í þroskun ýmissa líffæra. Æðaþel og lungnaþekjufrumur eiga náin samskipti í neðri loftvegum lungans og er því ástæða til að rannsakahlutverk æðaþels í þroskun lungna. Ef VA10 frumur eru ræktaðar þannig að efra borð þeirra snúi að lofti (air-liquid interface) mynda þær sýndarlagskipta þekju eins og er í efri loftvegum manna. Þegar VA10 frumur eru hins vegar ræktaðar 22 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.