Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Qupperneq 28
XIX ÞING LYFLÆKNA
FYLGIRIT 65
lést <30 daga frá aðgerð. Meðalstærð æxlanna var 2,3 cm (bil 0,8-5).
Kirtilmyndandi krabbamein var algengasta vefjagerðin (66,7%) og
43,8% æxlanna illa þroskuð. Eftir aðgerð voru 78,7% sjúklinga á stigi
IA/IB, 17,0% á stigi IIA/IIB og tveir á stigi IIIA. Eins og 5 ára lífshorfur
voru 85,1% og 41,2%.
Alyktanir: Tíðni fylgikvilla eftir fleyg- og geiraskurði er lág á íslandi,
svipuð og eftir blaðnám. Lífshorfur eru einnig sambærilegar. Þetta er
athyglisvert þar sem flestir þessara sjúklinga hafa undirliggjandi hjarta-
og æðasjúkdóma.
V046 Forspárþættir lífshorfa eftir blaðnám við lungnakrabbameini á
íslandi 1999-2008
Guðrún Nína Óskarsdóttir1, Rut Skúladóttir1, Húnbogi Þorsteinsson1, Helgi J. ísaksson2, Steinn
Jónsson13, Tómas Guðbjartsson1'4
'Læknadeild Háskóla íslands, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3lungnadeild, 4hjarta- og
lungnaskurðdeild Landspítala
Inngangur: Skurðaðgerð er helsta læknandi meðferð við lungna-
krabbameini. Tilgangur þessarar rann-sóknar var að kanna stigun,
lífshorfur og forspárþætti lífshorfa hjá sjúklingum sem gengist hafa
undir lungnablaðnám vegna lungnakrabbameins á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 213 sjúklingum
(meðalaldur 66,9 ár) sem gengust undir blaðnám á íslandi við
lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini (ÖES) á tímabilinu
1999-2008. Æxlin voru stiguð samkvæmt TNM-stigunarkerfi og ein- og
fjölþáttagreining notuð til að meta forspárþætti lífshorfa.
Niðurstöður: Heildarlífshorfur (Kaplan-Meier) eftir 1 og 5 ár voru
82,7% og 45,1%, en enginn lést <30 daga frá aðgerð. Algengustu
vefjagerðir voru kirtilfrumu- (62%) og flöguþekjukrabbamein (29,1%)
og meðalstærð æxlanna var 3,7 cm. Flestir sjúklinganna greindust á
stigi I (59,6%) eða II (17,8%,) en 7% á stigi IIIA og 14,6% á stigi IIIB-IV.
Stigun, stærð æxlis, kirtilfrumukrabbamein (HR=0,5, p=0,002), skert
lungnastarfsemi og hjartsláttaróregla reyndust sjálfstæðir forspárþættir
lífshorfa í fjölbreytugreiningu.
Alyktanir: Lífshorfur eru sambærilegar við erlendar rannsóknir, en
tæplega helmingur sjúklinga var á lífi fimm árum eftir aðgerð. Hátt
TNM sjúkdómsstig, skert lungnastarfsemi og saga um hjartsláttaróreglu
fyrir aðgerð skerða lífshorfur þessara sjúklinga. Sjúklingum með
kirtilfrumukrabbamein vegnar hins vegar betur en sjúklingum með
flöguþekjukrabbamein, ólíkt því sem flestar aðrar rannsóknir hafa sýnt.
V047 Árangur lungnaskurðaðgerða við lungnakrabbameini á íslandi
Húnbogi í'orsteinsson1, Ásgeir Alexandersson', Guðrún Nína Óskarsdóttir1, Rut
Skúladóttir1, Helgi J. ísaksson', Steinn Jónsson1-4, Tómas Guðbjartssonu
’Læknadeild Háskóla íslands, 3hjarta- og lungnaskurðdeild, 3rannsóknarstofu í meinafræði,
'lungnadeild Landspítala
Inngangur: Hér á landi hefur vantað upplýsingar um hlutfall sjúklinga
með lungnakrabbamein sem gangast undir lungnaskurðaðgerð með
lækningu að markmiði. I Bandaríkjunum hefur þetta hlutfall verið um
30% en 20-25% í Evrópu. Markmið okkar var að kanna þetta hlutfall hér
á landi og bera saman árangur helstu aðgerða.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga með
lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein (ÖES) sem gengust
undir læknandi lungnaskurðaðgerð á íslandi 1994-2008. Upplýsingar
um tegund aðgerðar, alvarlega fylgikvilla og skurðdauða (<30 d.) fengust
úr sjúkraskrám. Heildarfjöldi greindra lungnakrabbameina (ÖES) fékkst
úr Krabbameinsskrá, en þau voru 1568. Æxli voru stiguð skv. TNM-kerfi
og lífshorfur reiknaðar. Borin voru saman þrjú 5 ára tímabil.
Niðurstöður: Alls gengust 397 sjúklingar undir 404 aðgerðir; þar
af voru 73,5% blaðnám, 14,9% lungnabrottnám og 11,6% fleyg-/
geiraskurðir (tafla 1). Hlutfall sjúklinga sem fóru í aðgerð var 25,3%
og breyttist ekki marktækt milli tímabila. Sama átti við um hlutfall
kirtilfrumukrabbameina, tilviljunargreindra æxla og sjúklinga á
stigum I+II. Alvarlegir fylgikvillar greindust í 8,4% tilfella, oftast eftir
lungnabrottnám (18,3%). Skurðdauði var 0,7% eftir blaðnám, 3,3% eftir
lungnabrottnám og 0% eftir fleygskurð (p>0,l). Fimm ára lífshorfur fyrir
allan hópinn voru 40,7% samanborið við 4,8% fyrir þá sem ekki fóru í
aðgerð. Lífshorfur voru marktækt betri eftir blaðnám (44,5%) og fleyg/
geiraskurð (41,2%) samanborið við lungnabrottnám (22,3%) (p<0,005)
og á síðustu 5 árunum miðað við fyrstu 5 (p=0,04).
Alyktanir: Hlutfall sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð var
25,3% sem er í hærra lagi miðað við önnur Evrópulönd. Árangur fyrst
eftir aðgerð er mjög góður (skurðdauði 1%) og langtíma lífshorfur í
meðallagi.
Tafla 1 Blaönám Lunqnabrottnám Flevo-/oeiraskurður Samtals
Fjöldi aög. og hlutfall (%) af heildarfj. 290 (16,5%) 60 (3,4%) 47 (2,68%) 397 (22,6%)
qreindra (n=1757)
Hlutfall á stiqi l+ll 78.9% 60.1% 95.7%* 78.1%
Tíöni alv. fvlqikvilla 5.9% 18.3%* 4.3% 7 6%
5 ára lífshorfur 44.6% 21.2%* 40.9% 40.3%
Skurðdauði (<30 d.) 0.7% 3.3% 0% 1.0%
• marktækur munur (p<0.05)
V048 Æxli í hóstarkirtli á íslandi 1984-2010
Elín Maríusdóttir1-2, Sigfús Nikulásson3, Tómas Guðbjartsson1-2
'Læknadeild Háskóla íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3rannsóknarstofu í meinafræði
Landspítala
Inngangur: Æxli í hóstarkirtli eru sjaldgæfur og misleitur hópur æxla
með afar mismunandi horfur. Upplýsingar um faraldsfræði þessara
æxla hérlendis er ekki þekkt. Markmið rannsóknarinnar er að bæta
úr því og flokka æxlin skv. nýjustu skilmerkjum, nýlega var gefin út
alþjóðleg vefjafræðiflokkun (WHO) þar sem lífshorfur sjúklinga eru
lagðar til grundvallar.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra eins-
taklinga á íslandi sem greindust með æxli í hóstarkirtli frá 1984 til 2010.
Upplýsingar fengust úr meinafræði- og sjúkraskrám. Æxlin voru stiguð
(Masoka-kerfi) og flokkuð vefjafræðilega en einnig reiknaðar lífshorfur
og aldursbundið nýgengi sjúkdómsins. Meðal eftirfylgni var 67 mán.
Niðurstöður: Alls greindust 19 tilfelli (11 karlar, aldur 63 ár, bil 31-87)
og var aldurstaðlað nýgengi 0.3 og 0.2 /100.000/ár fyrir karla og konur.
Átta sjúklingar greindust fyrir tilviljun, 9 vegna staðbundinna einkenna
og 2 við uppvinnslu vöðvaslensfárs. Ellefu sjúklingar gengust undir
brottnám æxlis í gegnum bringubeinsskurð en í 8 tilfellum var eingöngu
tekið sýni. Alvarlegir fylgikvillar sáust ekki og enginn lést <30 daga
frá aðgerð. Fimmtán æxlanna (79%) reyndust góðkynja (thymoma) og
voru þau oftast af flokki B2 (n=5) og A (n=5). Sex þeirra voru á stigi I
og tveir á stigi II, tveir á stigi III. Ekki var hægt að stiga þá 6 sjúklinga
sem eingöngu fóru í lokaða sýnatöku. Af 4 sjúklingum með illkynja æxli
(thymic carcinoma) voru 2 á hvoru stigi, III og IV. Eins og fimm ára lifun
var 76% og 53 % fyrir allan hópinn en enginn sjúklingur með illkynja
æxli lifði lengur en tvö ár.
Ályktanir: Æxli í hóstarkirtli eru sjaldgæf, aldurstaðlað nýgengi er
0,2-0,3/100000.1 flestum tilvikum eru æxlin góðkynja og horfur góðar.
28 LÆKNAblaðið 2010/96