Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Síða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Síða 29
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 Illkynja hóstarkirtilsæxli hafa mun verri horfur og flestir látnir innan árs frá greiningu. V049 Krabbamein í eistum á (slandi 2000-2009 Andri Wilberg Orrason1, Bjami Agnarsson2, Guðmundur Geirsson3, Helgi H. Helgason4, Tómas Guðbjartsson14 'Læknadeild Háskóla íslands, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3þvagfæraskurðdeild, 4krabbameinslækningadeild Landspítala Inngangur: Á síðustu áratugum hafa lífshorfur sjúklinga með eistnakrabbamein batnað umtalsvert, aðallega vegna tilkomu öflugra krabbameinslyfja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, stigun og lífshorfur sjúklinga við greiningu eistnakrabbameins á íslandi á 10 ára tímabili og bera saman við eldri rannsóknir. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem nær til allra íslenskra karla sem greindust með kímfrumuæxli í eistum 2000-2009. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Æxlin voru stiguð (Boden-Gibb) og reiknaðar heildarlífshorfur. Borin voru saman sáðfrumu-krabbamein (SFK) og ekki-sáðfrumukrabbamein (E-SFK). Eftirlitstími var 4,9 ár að meðaltali. Niðurstöður: Alls greindust 97 karlar og var aldursstaðlað nýgengi 5,9/100.000/ári. Hlutfall SFK og E-SFK var jafnt og voru einkenni svipuð í báðum hópum. Meðalstærð æxla var 4,0±2,1 cm og hélst óbreytt á rannsóknartímabilinu. Meðalaldur sjúklinga var marktækt hærri hjá sjúklingum með SFK (41,6 ár) samanborið við E-SFK (30,1 ár) (p<0,0001). Flest æxlanna voru á stigi I, eða 78,4%, 13,4% á stigi II og 8,2% á stigum III-IV. SFK greindust á marktækt lægri stigum samanborið við E-SFK (57,9 vs. 42,1% á stigi I; p=0,003). Enginn fjarmeinvörp greindust hjá sjúklingum með SFK en hjá 8 sjúklingum með E-SFK (p<0,006). Fjórir sjúklingar létust á rannsóknartímabilinu, 2 úr E-SFK, 2 vegna óskyldra sjúkdóma en enginn úr SFK. Fimm ára lífshorfur fyrir allan hópinn voru 96%. Ályktanir: Miðað við nágrannalönd er nýgengi eistnakrabbameins á íslandi í meðallagi og hefur haldist stöðugt síðustu tvo áratugi. Á sama tímabili hefur hlutfall sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm (stig I) lítið breyst og stærð æxlanna sömuleiðis. Lífshorfur hér á landi eru mjög góðar og með því hæsta sem þekkist. V050 Árangur Landspítala í fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegasjúkdómum - framsýn þversniðsrannsókn Hallgerður Lind Kristjánsdóttir1, Guðný Stella Guðnadóttir1, Sigríður Bára Fjalidal1, Hulda Rósa Þórarinsdóttir2, Agnar Bjamason1, Óskar Einarsson1 ‘Lyflækningasviði, ^svæfínga- og gjörgæsludeild Landspítala Inngangur: Bláæðasegasjúkdómar (venous thromboembolism (VTE)) eru taldir valda 5-10% af dauðsföllum hjá inrúliggjandi sjúklingum. ENDORSE, fjölþjóðleg rannsókn frá 2008 sýndi að 51.8% sjúklinga á bráðadeildum voru í áhættuhópi fyrir VTE en af þeim fengu 58.5% og 39.5% sjúklinga á skurð (SKD)- og lyflækningadeildum (LD) forvarnarmeðferð. Tilgangur rannsóknarinnar er að sjá hver árangur LSH er í að veita fyrirbyggjandi meðferð gegn VTE. Niðurstöðumar verða bornar saman við árangur annarra landa úr ENDORSE. Efniviður og aðferðir: Þann 2.des 2009 var farið yfir sjúkraskrár allra inniliggjandi sjúklinga á SKD og LD LSH. Kannað var hvort viðkomandi var að fá fyrirbyggjandi meðferð gegn VTE skv. leiðbeiningum American College of Chest Physicians (ACCP) frá 2008. Niðurstöður: Inntökuskilyrðin uppfylltu 251 sjúklingur. Leiðbeiningum ACCP var fylgt hjá 82% sjúklinga á SKD og 76% á LD. Inrdliggjandi sjúklingar á LSH voru í 47% tilfella með ábendingu fyrir forvamarmeðferð (áhættusjúklingar) og af þeim fengu 57% slíka meðferð. Áhættusjúklingar fengu forvamameðferð í 78% tilfella á SKD og 26% tilfella á LD. Ályktanir: Árangur skurðlæknisdeilda LSH var góður og yfir meðaltali í ENDORSE rannsókninni en árangur lyflæknisdeilda var slakur. Skurðlæknar em betur meðvitaðir um efnið en eins eru ábendingar skýrari. í þessum niðurstöðum felst tækifæri til að bæta gæða þjónustu LSH. Besta leiðin til þess er að deildir hafi skýrar leiðbeiningar um fyrirbyggjandi meðferð, notist við stöðluð innlagnafyrirmæli eða kvaðir í tölvuskráningu lyfja. V051 Notkun espaðs storkuþáttar VII á Landspítala á 10 ára tímabili Róbert Pálmason1, Brynjar Viðarsson2, Felix Valsson3, Kristinn Sigvaldason3, Tómas Guðbjartsson4-5, Páll Torfi Önundarson2'5 'Lyflækningasviði, 2blóðmeinafræðideild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 5læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Espaður storkuþáttur VII (recombinant factor Vlla, rFVIIa) hefur verið notaður á Landspítala (LSH) frá árinu 1999 við blæðingum af ýmsum orsökum. Tilgangur þessarar aftursæju rannsóknar var að athuga ábendingar og árangur af notkun rFVIIa á LSH frá upphafi til ársloka 2008. Efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar um notkun rFVHa frá apóteki LSH og gagnagrunni blæðaramiðstöðvar. Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og voru m.a. skráðar ábendingar notkunar lyfsins; klinísk svörun að mati meðhöndlandi læknis; fjöldi blóðhluta gefinn 12 klst. fyrir og 12 klst. eftir gjöf rFVlla; storkupróf fyrir og eftir gjöf; og afdrif sjúklinga. Niðurstöður: Alls fengu 73 sjúklingar rFVIla, meðalaldur 51 ár (0-84). Helstu ábendingar voru óviðráðanlegar blæðingar við hjartaskurðaðgerðir (n=23), eftir áverka (n=8) og fæðingu (n=9). Átta sjúklingar fengu lyfið vegna heilablæðingar, níu sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir skurðaðgerð og 16 við öðrum ábendingum. Klínísk svörun var góð í 73% tilfella. Notkun rauðkomaþykknis minnkaði að meðaltali úr 10,6 einingum 12 klst. fyrir lyfjagjöf (bil 0-32, miðgildi 10) í 4,3 einingar 12 klst. eftir gjöf lyfsins (bil 0-22, miðgildi 3; p<0,0001); notkun blóðvökva minnkaði úr 10,2 einingum (bil 0-26, miðgildi 8) í 6,2 (bil 0-33, miðgildi 5,5; p<0,002); og PT styttist um 6,9 sek (p<0,0001). Alls létust 24 sjúklingar innan 30 daga (33%), þar af 6 af 9 með heilablæðingu og 10 af 24 sjúklingum eftir opnar hjartaaðgerðir. Ályktanir: Þrír af hverjum fjórum sjúklingum svöruðu rFVIIa vei skv. klínísku mati. Marktæk minnkun á gjöf blóðhluta og stytting PT styður það mat. Þótt dánarhlutfall sé hátt (33%), sérstaklega eftir heilablæðingar (66%), þá ber að hafa í huga að lyfið var aðeins gefið þegar önnur meðferðarúrræði höfðu brugðist. V052 Áhrif af gjöf fíbrínógenþykknis við alvarlegar blæðingar Friðrik Th. Sigurbjörnsson1, Hulda R. Þórarinsdóttir1, Kári Hreinsson1, Páll T. Önundarson24, Tómas Guðbjartsson3-4, Gísli H. Sigurðsson1,4 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2blóðmeinafræðdeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Fíbrínógen er mikilvægur storkuþáttur sem virðist lækka fyrr en blóðflögur og aðrir storkuþættir við alvarlegar blæðingar. Dýrarannsóknir hafa sýnt bætta storknun blóðs þegar lyfið er gefið við LÆKNAblaðið 2010/96 29

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.