Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Page 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Page 34
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 greinilegur munur á áhrifum genasamsetninganna með því að breyta súrefnismettuninni. I öðrum tilfellum fannst engin augljós skýring. Alyktanir: Þessi rannsókn bendir til að hægt sé að nota efnaskiptalíkön af bakteríum til að finna líkleg lyfjamörk. Þessi aðferð kerfislíffræðinnar getur því reynst öflug við uppgötvun og þróun nýrra sýklalyfja. V066 ífarandi sýkingar af völdum Haemophilus spp. á íslandi 1983- 2008 Marta Rós Bemdsen', Helga Erlendsdóttir2, Magnús Gottfreðsson3 'Læknadeild Háskóla íslands, 2sýklafræðideild, 3smitsjúkdómadeild Landspítala Inngangur: Haemophilus influenzae (Hi) er gram-neikvæð baktería sem flokkuð er í 6 hjúpgerðir (a-f) og óhjúpgreinanlegar gerðir (NTHi). Hjúpgerð b (Hib) veldur skæðum sýkingum aðallega í börnum en bólusetning gegn Hib var tekin upp 1989 á íslandi. NTHi valda nú flestum Hi sýkingum og sumar rannsóknir hafa sýnt fram á aukningu þeirra eftir að bólusetningar hófust. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar á faraldsfræði þessara sýkinga á landsvísu á Islandi. Efniviður og aðferðir: Gerð var lýðgrunduð aftursæ rannsókn sem tók til 206 sýkingartilfella af völdum Haemophilus spp. á Islandi, 1983- 2008. Skráð voru einkenni sjúklings, heilsufar, niðurstöður rannsókna, meðferð og fylgikvillar. Niðurstöður: Fyrir bólusetningu, 1983 til 1989 voru skráð 124 sýkingartilfelli, þar af 84% börn. Eftir bólusetningu, 1990 til 2008 voru 82 sýkingartilfelli þar af 33% börn. Fyrir bólusetningu olli Hib 88% allra Hi sýkinga en eftir aðeins 19%. Algengasta greiningin fyrir bólusetningu var heilahimnubólga af völdum Hib en eftir að Hib bólusetningar hófust lungnabólga og sýklasótt af völdum Hi, annarra en Hib. Eftir bólusetningu lækkaði nýgengi Hib í öllum aldurshópum en aðeins marktækt í aldurshópunum <1 árs og 1-5 ára (p<0,05). Nýgengi sýkinga af völdum Hi annarra en Hib jókst um 0,9/100 000 íbúa á tímabilinu eftir að bólusetningar hófust (p<0,05). Dánarhlutfall af völdum Hi annarra en Hib var hæst hjá nýburum (22%) og öldruðum (13%-29%). Ályktanir: Rannsókn þessi sýnir fram á gríðarlega góðan árangur Hib bólusetningar hér á landi. Hún gefur ekki einungis börnum í markhóp vörn heldur hefur myndast hjarðónæmi í samfélaginu sem veldur einnig lækkun á tíðni sýkinga í eldri aldurshópum. Marktæk aukning á nýgengi sýkinga af völdum annarra Hi en Hib er afar athyglisverð og kann að skýrast af svæsnari inflúensustofnum á sama tíma. V067 Sameindafræðileg faraldsfræði endurtekinna Candida blóðsýkinga Lena Rós Ásmundsdóttir', Helga Erlendsdóttir, Anna Lilja Gísladóttir3, Magnús Gottfreðsson34 'Lyflækningasviði, 2sýklafræðideild, 3læknadeild Háskóla íslands, 4smitsjúkdómadeild Landspítala Inngangur: Dánartíðni sjúklinga sem fá blóðsýkingu með Candida gersveppum er afar há. Meðal þeirra sem lifa af slíkar sýkingar hefur í vaxandi mæli verið greint frá endurteknum blóðsýkingum af völdum sveppa en tíðni þeirra hefur ekki verið metin í óvöldu þýði sjúklinga. Eirtnig er ekki ljóst hvort endurteknar sýkingar endurspegli endurvakningu fyrri sýkingar eða sýkingu með nýjum stofni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var lýðgrunduð og náði til allra sjúklinga með jákvæða blóðræktun fyrir Candida gersveppum á íslandi á árunum 1980-2008. Faraldsfræðilegar og klínískar upplýsingar voru skráðar. Blóðsýkingar voru metnar aðskildar ef >1 mánuður leið milli jákvæðra blóðræktana eða ef þær voru af völdum ólíkra Candida tegunda. Arfgerð meinvaldandi stofna var ákvörðuð með fjölföldunarhvarfi (PCR) með ferns konar vísum; M13, (GACA)4, PA03 og T3B. Sveppalyfjanæmi stofnanna var einnig kannað. Niðurstöður: Á tímabilinu 1980-2008 greindust 308 sjúklingar með Candida sýkingu í blóði á íslandi. Þar af fengu 299 (97,1%) staka sýkingu. Alls lifðu 204 sjúklingar lengur en 1 mánuð frá fyrstu jákvæðu blóðræktun og voru því í hættu á að fá endurtekna sýkingu (1060 sjúklingaár). Af þeim fengu 9 sjúklingar (4,4%) endurteknar blóðsýkingar af völdum Candida gersveppa. Meðaltími milli sýkinga voru 6 mánuðir (miðgildi, bil <1 mánuður - 14 ár). Algengustu tegundirnar voru Candida albicans (46%), C. parapsilosis (15%) og C. tropicalis (15%). Stofnar sem ræktuðust í endurteknum sýkingum voru af sömu arfgerð í 2 af 13 tilfellum (15%) en af ólíkri arfgerð eða annarri tegund í 8 af 13 tilfellum (62%); stofna vantaði í 3 tilfellum. Ekki varð vart marktækra breytinga á næmi sveppastofna í endurteknum sýkingum. Ályktanir: Endurteknar blóðsýkingar af völdum Candida gersveppa eiga sér stað hjá 4,4% sjúklinga sem lifa af upphaflegu sýkinguna og eru því tiltölulega sjaldgæfar. I flestum tilfellum (62%) er um að ræða sýkingar með nýjum stofnum sem eru næmir fyrir algengum sveppalyfjum. V068 Framsýn rannsókn á skurðsýkingum eftir 246 opnar hjartaaðgerðir Helga G. Hallgrímsdóttir1, Magnús Gottfreðsson2, Tómas Guðbjartsson3 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2smitsjúkdómalækningadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla íslands Inngangur: I framsýnni rannsókn á Landspítala árið 2007 kom óvænt í ljós að tíðni skurðsýkinga á ganglim eftir bláæðatöku við kransæðahjáveituaðgerðir var óvenjuhá, eða 23,1%. I kjölfarið var ákveðið að yfirfara verkferla, m.a. húðþvott og frágang umbúða. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig til tókst, en í þetta sinn á heilu ári og í ferfalt stærra þýði en í fyrri rannsókn. Einnig var markmiðið að kanna tíðni sýkinga í bringubeinsskurði. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn sem tók til allra sjúklinga sem gengust undir opna hjartaaðgerð á Landspítala á 12 mánaða tímabili, 2008-2009, samtals 246 einstaklinga (191 karlar, meðalaldur 66,5 ár). Flestir (60,1%) gengust undir kransæðahjáveitu (CABG/OPCAB), ósæðalokuskipti (11,4%) eða báðar aðgerðirnar saman (13,4%). Skurðsár voru metin á 2 - 4. og 6 - 7. degi þegar sjúklingar lágu inni. Einnig var haft samband við alla sjúklinga nema þrjá símleiðis, 30 dögum frá útskrift. Skurðsár voru skilgreind skv. staðli CDC og bornir saman sjúklingar með og án sýkingar. Niðurstöður: Alls greindust 31 sjúkl. með skurðsýkingu (12,6%) og voru 16 þeirra í bringubeinsskurði (6,5%), þar af 5 djúpar með miðmætisbólgu (2%). Nítján sjúklingar af 184 sem fóru í bláæðatöku á ganglim greindust með sýkingu (10,3%) og voru 90% þeirra yfirborðssýkingar. Sýkingar eftir bláæðatöku greindust á 24. degi frá aðgerð (miðgildi) og voru þá 20% sjúklinga inniliggjandi. Sambærilegar tölur fyrir bringubeinssýkingar voru 20,5 dagar og 41,7%. Algengustu sýkingavaldarnir voru kóag. neikv. staphylococcar (35,5%)og staph. aureus (35,5%). Legutími var marktækt lengri hjá sjúklingum með sýkingu í bringubeini en ganglim (17,1 vs. 9 dagar, p=0,006). Ályktanir: Skurðsýkingar eru töluvert vandamál eftir opnar hjartaaðgerðir og reyndust mun algengari á ganglim eftir bláæðatöku (10,3%) en á brjóstholi (6,5%). Ljóst er að tíðni þessara sýkinga á 34 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.