Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Síða 39
XIX ÞING LYFLÆKNA
FYLGIRIT 65
sjálfvirkra og handvirkra blóðþrýstingsmælinga. Þar sem BÞ lækkar
við endurteknar mælingar skiptir röð þeirra einnig máli og það flækir
samanburðinn.
V082 Marklíffæraskemmdir hjá 9-10 ára börnum með háþrýsting
Sigríður B. Elíasdóttir1, Sandra D. Steinþórsdóttir1, Ólafur S. Indriðason2, Hróðmar Helgason3,
Inger M. Sch. Ágústsdóttir3, Runólfur Pálsson1-2, Viðar Ö. Eðvarðsson13
'Læknadeild Háskóla íslands, 2nýmalækningaeiningu, 3Bamaspítala Hringsins, Landspítala
Inngangur: lílgangur rannsóknarinnar var að kanna undirliggjandi
orsakir háþrýstings og tíðni marklíffæraskemmda hjá 9-10 ára bömum
með háþrýsting á Islandi.
Efniviður og aðferðir: Þrjátíu börn fædd 1998 greindust með háþrýsting
(BÞ a95. hundraðsröð) við rannsókn í skólum höfuðborgarsvæðisins
vorið 2009 og var þeim boðin þátttaka í frekari rannsókn. Foreldrar fylltu
út spurningalista um fyrra heilsufar, ættarsögu, lyf og lakkrísneyslu.
Leitað var að undirliggjandi sjúkdómum og marklíffæraskemmdum
með blóð- og þvagrannsóknum og ómskoðun hjarta, hálsslagæða
og nýma. Þrjátíu heilbrigðir jafnaldrar af sama kyni, hæð og þyngd
voru valdir til samanburðar og gengust undir ómskoðun á hjarta og
hálsslagæðum. Hóparnir voru bornir saman með Mann-Whitney prófi.
Notast var við miðgildi og fjórðungshlutamörk.
Niðurstöður: Helmingur barnanna í háþrýstingshópnum borðaði
lakkrís einu sinni í viku en hin sjaldnar. Þrjú voru með athyglisbrest og
tóku Concerta. Þrjú böm höfðu væga smáalbúmínmigu. Ekki var munur
á þykkt vöðvalags hálsslagæða hjá hópunum. Stækkun á vinstri slegli
greindist hjá 6 bömum í háþrýstingshópi en 1 barni £ viðmiðunarhópi
(p=0,044). Þykkt sleglaskilveggjar var meiri hjá háþrýstingshópi en
viðmiðunarhópi bæði í hlébili eða 0,63 (0,60-0,72) á móti 0,57 (0,53-
0,57) cm (p<0,001) og slagbili, 0,86 (0,80-0,98) á móti 0,83 (0,47-0,91)
cm (p=0,05). Þykkt afturveggs vinstri slegils í slagbili var meiri hjá
háþrýstingshópi en viðmiðunarhópi, 0,69 (0,6-0,75) cm á móti 0,63(
0,57-0,66) cm (p=0,013). Ekki var marktækur munur á massa vinstri
slegils milli hópanna en hjá háþrýstingshópnum var hlutfall massans og
líkamsyfirborðs 69,1 (59,0-75,6) á móti 57,8 (53,3-70,0) (p=0,034).
Ályktanir: Frumkominn háþrýstingur virðist vera aðalorsök háþrýstings
hjá 9 til 10 ára börnum þar sem engar undirliggjandi ástæður fundust.
Rannsóknin bendir hins vegar til að merki um marklíffæraskemmdir
séu komnar fram í hjarta þegar á unga aldri.
V083 Langtímaárangur og lifun eftir lokuskiptaaðgerð vegna
ósæðarlokuþrengsla á íslandi
Sindri Aron Viktorsson1, Inga Lára Ingvarsdóttir1, Kári Hreinsson3, Ragnar Danielsen1-2, Tómas
Guðbjartsson1-4
'Læknadeild Háskóla íslands, 2hjartadeild, 3svæfínga- og gjörgæsludeild, 4hjarta- og
lungnaskurðdeild Landspítala
Inngangur: Árangur ósæðarlokuaðgerða hefur lítið verið rannsakaður á
íslandi. Markmið okkar var að kanna árangur ósæðarlokuskipta vegna
ósæðarlokuþrengsla með sérstaka áherslu á langtíma fylgikvilla.
Efniviður og aðferðir: 156 sjúklingar sem gengust undir ósæðarloku-
skipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002-2006. Sleppt var
sjúklingum sem áður höfðu farið í hjartaaðgerð (n=17) eða fóru í aðgerð
vegna ósæðarlokuleka eða hjartaþelsbólgu (n=5). Meðalaldur sjúklinga
var 71,7 ár (bil 41-88) og voru 2/3 karlar. Gerviloku var komið fyrir hjá
29 (18,6%) sjúklingum en lífrænni loku hjá 127. Úr sjúkraskrám og stofu-
nótum sérfræðinga voru skráðir langtíma fylgikvillar og lokutengdar
innlagnir til 1. apríl 2010. Einnig voru kannaðar hjartaómanir og reiknuð
heildarlifun skv. upplýsingum frá Hagstofu. Meðal eftirfylgd var 4,8 ár.
Tíðni langtímafylgikvilla er miðuð við 100 sjúklingaár.
Niðurstöður: EuroSCORE fyrir aðgerð var 9,6%, hámarks þrýstingsfall
(AP) yfir lokuna 74,1 mmHg og útfallsbrot (EF) 57%. Þremur til tólf
mánuðum eftir aðgerð mældist þrýstingsfallandi yfir nýju lokunni 19,8
mmHg (bil 2,5 - 38) og útfallsbrot hélst óbreytt. Hjá 50 sjúklingum virðist
ómskoðun ekki hafa verið gerð eftir aðgerð. Rúmur fjórðungur sjúklinga
var lagður inn vegna lokutengdra vandamála; 4 oftar en einu sinni, sem
eru 6,0 innlagnir/100 sjúkl.ár. Algengustu ástæður endurinnlagna voru
hjartabilun (1,74/100 sjúkl.ár), blóðsegarek (1,60), blæðing (1,6), hjarta-
þelsbólga (0,67) og hjartadrep (0,40). Eins og 5 ára lifun eftir aðgerð var
93% og 90%.
Ályktanir: Tíðni langtíma fylgikvilla eftir ósæðarlokuskipti hér á landi
er tiltölulega lág samanborið við erlendar rannsóknir, sérstaklega tíðni
alvarlegra blæðinga vegna blóðþynnandi meðferðar. Tíðni blóðsegareks
og hjartaþelsbólgu er hins vegar svipuð. Of snemmt er að segja til um
endingu lífrænu lokanna en lifun sjúklinga er góð.
V084 Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi 2002-2006
Hannes Sigurjónsson1, Sólveig Helgadóttir2, Sæmundur J. Oddsson1, Martin Ingi Sigurðsson',
Þórarinn Amórsson1, Tómas Guðbjartsson1-2
’Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla ísiands
Inngangur: Hátt í 4000 kransæðahjáveituaðgerðir hafa verið fram-
kvæmdar hér á landi. í flestum tilvikum hefur verið notast við hjarta- og
lungnavél (CABG) en á sfðasta áratug hafa margar aðgerðanna verið
gerðar á sláandi hjarta (OPCAB). Tilgangur rannsóknarinnar var að
kanna árangur þessara aðgerða hér á landi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra
sjúklinga (n=720) sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Islandi
árin 2002-2006. Sjúklingum sem gengust undir aðrar aðgerðir samtímis,
t.d. lokuaðgerð, var sleppt. Bornir voru saman fylgikvillar og dánartíðni
(<30 d.) í CABG-hópi (n=513), og OPCAB-hópi (n=207), og notuð til þess
bæði ein- og fjölþáttagreining.
Niðurstöður: Áhættuþættir voru mjög sambærilegir fyrir báða
hópa, m.a. aldur, líkamsþyngdarstuðull, fjöldi æðatenginga (2,8) og
EuroSCORE (4,8). Aðgerðir á sláandi hjarta tóku lengri tíma (222 vs.
197 mín., p<0,001) og blæðing var aukin samanborið við hefðbundna
aðgerð og munaði 274 ml (p<0,001). Tíðni enduraðgerða vegna blæðinga
og blóðgjafir voru heldur hærri í CABG-hópnum og CK-MB mældist
hærra (43,4 vs. 36,3 pg/L, p<0,05). Aftur á móti var tíðni gáttatifs (53%)
og heilablóðfalls (2%) sambærileg í báðum hópum,, einnig legutími
(12 dagar) og dánartíðni <30 d. (3% vs. 4%). í fjölþáttagreiningu hafði
tegund aðgerðar ekki forspárgildi fyrir dánartíðni <30 d. en það
gerðu EuroSCORE, blófitulækkandi lyf og magn blóðgjafar sem voru
sjálfstæðir forspárþættir. Línuleg aðhvarfsgreining sýndi að tegund
aðgerðar, líkamsþyngdarstuðull og fjöldi æðatenginga voru sjálfstæðir
áhættuþættir aukinnar blæðingar.
Ályktanir: Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi er góður (3,2%
dánir <30 d.) og sambærilegur við stærri hjartaskurðdeildir erlendis.
Þetta á við um bæði hefðbundnar aðgerðir og aðgerðir á sláandi hjarta. í
þessari óslembuðu rannsókn reyndist þó blæðing aukin eftir aðgerðir á
sláandi hjarta en tíðni hjartadreps hins vegar lægri.
LÆKNAblaðið 2010/96 39