Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 40
XIX ÞI N G LYFLÆKNA F Y L G I R 1 T 6 5 V085 Míturlokuskipti á íslandi 1990-2006 Sigurður Ragnarsson', Þórarinn Amórsson1, Tómas Guðbjartsson1-2 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Arangur míturlokuskipta á Islandi hefur ekki verið kannaður áður en fyrsta slíka aðgerðin hér á landi var gerð 1990. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skammtímaárangur þessara aðgerða, þ.m.t. dánartíðni og fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Aftursýn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem fóru í míturlokuskipti á íslandi 1990-2006. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og var lagt mat á ábendingar og árangur aðgerðanna. Niðurstöður: Af 52 sjúklingum voru 34 karlar (65%) og meðalaldur 61 ár (bil 17-85). Rúmlega 2/3 voru með míturlokuleka en 15 með þrengsli. Sex sjúklingar höfðu hjartaþelsbólgu, 7 nýlegt hjartadrep og 90% voru í NYHA flokki III-IV fyrir aðgerð. Meðal logEuroSCORE var 16,2% (bil 1,5-78,9%). Helmingur fór samtímis í kransæða-hjáveituaðgerð, 19,2% í ósæðarlokuskipti og 9,6% í þríblöðkulokuviðgerð. Fjórðungur hafði áður farið í opna hjartaaðgerð. Tveir fengu lífræna loku en 50 gerviloku. Meðalstærð nýju lokanna var 30,3 mm (bil 27-31). Meðaltími á hjarta- og lungnavél var 162 mín. og tangartími 107 mín. Miðgildi gjörgæslulegu var 2,9 sólarhringar (bil 0,5-77). Marktæk hækkun á hjartaensímum (CK-MB >70) greindist hjá 62% sjúklinganna og alvarlegir fylgikvillar hjá 46%. Nýtilkomið hjartadrep var algengast (22%), en aðrir alvarlegir fylgikvillar voru öndunarbilun (n=5) og bráð nýrnabilun (n=4). Sjö sjúklingar (13,5%) fóru í enduraðgerð vegna blæðingar og 2 þurftu ósæðardælu (IABP) eftir aðgerð. Minniháttar fylgikvillar greindust hjá helmingi sjúklinga, og voru gáttatif, lungnabólga og skurðsýkingar algengastar. Þrír sjúklingar létust <30 d. (5,8%), en tveir til viðbótar létust fyrir útskrift. Ályktanir: Míturlokuskipti er umfangsmikil aðgerð þar sem tíðni alvarlegra fylgikvilla er há, sérstaklega hjartadrep og blæðingar sem krefjast enduraðgerða. Hér á landi er dánartíðni <30 daga tiltölulega lág (5,8%), sérstaklega þegar haft er í huga að margir sjúklinganna eru alvarlega veikir fyrir aðgerð. V086 Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi - tíðni, fylgikvillar og afdrif sjúklinga Njáll Vikar Smárason1, Hannes Sigurjónsson2, Kári Hreinsson3, Þórarinn Amórsson2, Tómas Guðbjartsson1,2 ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2hjarta-og lungnaskurðdeild,3svæfinga- og gjörga?sludeild Landspítala Inngangur: Blæðing er algengur fylgikvilli opinna hjartaaðgerða. í alvarlegum tilfellum getur þurft að taka sjúklinga aftur á skurðstofu til að stöðva blæðinguna. Tíðni og afdrif í kjölfar enduraðgerðar er ekki þekkt hér á landi og er tilgangur rannsóknarinnar að bæta úr því. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar 18 ára sem gengust undir enduraðgerð vegna blæðinga eftir opna hjartaskurðaðgerð á tímabilinu 2000-2005 voru fundnir eftir tveimur aðskildum skrám. Úr sjúkraskrám voru m.a. skráð lyf sjúklings fyrir aðgerð, blóðgjafir, fylgikvillar og legutími. Niðurstöður: Alls voru gerðar 103 enduraðgerðir (meðalaldur 67,9 ár, 75 karlar) sem er 8% hjartaaðgerða á tímabilinu. Þriðjungur sjúklinganna tóku acetýlsalicýlsýru og 8 klópídógrel síðustu 5 dagana fyrir aðgerð. Meðalblæðing í upphafi enduraðgerðar var 1523 ml (bil 300-4780ml) og á fyrsta sólarhring 3942 ml (bil 690-10740ml). Helmingur sjúklinganna var tekinn í enduraðgerð innan tveggja klst. og 97% innan sólarhrings frá upprunalegri aðgerð. Samtals voru gefnar 16,5 ein af rauðkornaþykkni, 15,6 ein af plasma og 2,3 sett af blóðflögum. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru hjartsláttaróregla, fleiðruvökvi sem þurfti að tæma, hjartadrep og sýking í bringubeinsskurði. Miðgildi legutíma var 14 dagar (bil 6-85 dagar), þar af 2 dagar (bil 1-38 dagar) á gjörgæslu. Alls létust 16 sjúklingar (15,5%) 30 daga frá aðgerð en 79,6% sjúklinganna voru á lífi ári eftir aðgerð. Ályktanir: Tíðni enduraðgerða vegna blæðinga (8%) er í hærra lagi hér á landi, án þess að skýringin á því sé þekkt. Um er að ræða hættulegan fylgikvilla sem lengir legutíma og getur dregið sjúklinga til dauða. Kostnaður er einnig verulega aukinn vegna blóðgjafa. Því er mikilvægt að leita lausna til að draga úr blæðingum og um leið fækka enduraðgerðum. V087 Endurkomur, innlagnir og andlát eftir ófullkomna heimsókn á bráðadeild - framsýn hóprannsókn Vilhjálmur Rafnsson', Oddný S. Gunnarsdóttir2 'Rannsóknarstofu í heilbrigðisfræði, læknadeild Háskóla íslands, 2Vísinda-, mennta- og gæðasviði Landspítala Inngangur: Horfur sjúklingar með ófullkomna heimsókn á bráðadeild (BD) eru óþekktar. Tilgangurinn var að rannsaka hvort endurkomur, innlagnir og andlát meðal þessara sjúklinga væru frábrugðin því sem gerist meðal sjúklinga sem fullkláruðu heimsókn sína á BD. Efniviður og aðferðir: Við fjöllum um sjúklinga 18 ára og eldri, sem fóru gegn læknisráði, fóru vegna eigin ákvörðunar án þess að fá læknisskoðun og þeirra sem luku eðlilega heimsókn sinni og voru útskrifaðir heim af BD Landspítalans árin 2002-2008. Samkeyrsla á kennitölum úr skrá BD, sjúkrahússskránni og dánarmeinaskránni var gerð til að finna hvort og hvenær sjúklingamir leituðu aftur til BD, voru lagðir inn á LSH eða létust. Endurkomur, innlagnir og andlát hjá rannsóknarhópunum og hjá hinum sjúklingunum voru borin saman með kíj-kvaðrat prófi. Niðurstöður: Þetta voru 106 772 sjúklingar og þar af fóru 77 gegn læknisráði en 4471 fór án læknisskoðunar. Hlutfallsleg áhætta að leita aftur til BD innan 30 daga frá fyrstu komu á BD var 5,85, (95% ÖM 3,55-9,66) fyrir þá sem fóru gegn læknisráði og 4,43, (95% ÖM 4,16-4,72) fyrir þá sem fóru án læknisskoðunar. Hlutfallsleg áhætta að leggjast inn á LSH innan 30 daga var 7,56, (95% ÖM 4,47-12,81) fyrir þá sem fóru gegn læknisráði og 0,88, (95% ÖM 0,75-1,03) fyrir þá sem fóru án læknisskoðunar. Hlutfallsleg áhætta að deyja innan 30 daga var 11,53, (95% ÖM 2,85-46,70) fyrir þá sem fóru gegn læknisráði og 0,50, (95% ÖM 0,21-1,19) fyrir þá sem fóru án læknisskoðunar. Hátt hlutfall sjúklinga sem í upphafi fóru án læknisskoðunar fóru aftur án læknisskoðunar í seinni heimsókninni. Ályktanir: Sjúklingar sem fóru gegn læknisráði höfðu slæmar horfur vegna endurkoma, innlagna og andláts, en sjúklingar sem fóru án læknisskoðunar höfðu einungis hátt hlutfall endurkoma. V088 Lyfjameðferð eldra fólks sem leggst inn á bráðadeild og tengsl við breytur í MDS-AC matstækinu - samnorræn rannsókn Rósa Björk I’órnlfsdnttir', Ólafur H. Samúelsson2, Pálmi V. jónsson2 ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2öldrunarlækningadeild Landspítala Inngangur: Aldurstengdar lífeðlisfræðilegar breytingar, aukinn fjöldi sjúkdóma og fjöllyfjanotkun valda því að eldra fólk er útsett fyrir aukaverkunum lyfja. Heildrænt mat eldri sjúklinga með stöðluðu 40 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.