Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Qupperneq 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Qupperneq 44
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 eitrunum og bráðri lifrarbilun var framkvæmd í tölvukerfi LSH. Teknir voru með í rannsóknina þeir sjúklingar sem lögðust inn á LSH vegna ofskammts af paracetamóli. Leitast var við að fá sem heildstæðasta mynd af sögu sjúklingsins. Niðurstöður: A 6 ára tímabili var um að ræða 101 innlögn af völdum paracetamóleitrana á LSH (konur 71, 30 karlar; meðalaldur 33 ár). Alls 80 innlagnir voru vegna vfsivitandi eitrana og 17 vegna óáformaðra eitrana (af slysni). Konur áttu í hlut í 76% vísvitandi eitrana en aðeins 41% óáformaðra eitrana (p=0,005). í heild voru lifrarpróf hækkuð í 22 tilfellum (21,8%). Lifrarpróf voru hækkuð í 11,3% vísvitandi inntaka, en í 70,6% af óáformuðum eitrunum. Minnihluti (14%) lagðist inn á gjörgæslu og fimm af þeim fengu skilgreinda lifrarbilun en enginn sjúklingur dó eða þurfti lifrarígræðslu. Alyktanir: Þó svo paracetamóleitranir séu nokkuð algengar hér á landi er ljóst að tíðni lifrarskaða er mjög lág og dánartíðni er ennþá lægri. Oftast er um sjálfsskaðandi athæfi að ræða og eru konur í meirihluta. Athygli vekur að oftar er hækkun á lifrarprófum þegar um óáformaða eitrun er að ræða. Þessi niðurstaða bendir til þess að tímalengd inntöku skipti máli varðandi þróun Iifrarskaða. V099 Athugun á fjölþáttaupplifun verkja og áhrifum hennar á andlega líðan gigtarsjúklinga í reglubundnu lyfjaeftirliti Árni Halldórsson1'1, Eggert Birgisson1, Elínborg Stefánsdóttir4, Amór Víkingsson1, Eiríkur Öm Amarson1-5 'Háskólanum í Árósum, 2sálfræðiþjónustu geðsviðs, 4gigtardeild Landspítala, 3greiningardeild, braut, 'læknadeild Háskóla íslands Inngangur: Talið er að sársauki sé margþættur, sem sé ekki einungis ákvarðaður af líffræðilegum ferlum, heldur huglægu mati og viðbrögðum sjúklings gagnvart ástandi sínu. Líkamleg og tilfinningaleg svörun sjúklinga við verkjum er því mótuð af samspili hlutlægrar skynjunar og huglægrar upplifunar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifanir gigtarsjúklinga á verkjum með hliðsjón af sálfélagslegum breytum og áhrif verkja á andlega aðlögun að sjúkdómnum. Efniviður og aðferðir: 192 sjúklingar með ólíkar gigtargreiningar fylltu út fjölþátta spurningalista um sálfélagslega upplifun verkja ásamt spumingalistum um andlega líðan. Mælingum á hlutlægum eiginleikum verkja var einnig safnað, svo sem um staðsetningu og hve lengi þeir höfðu varað. Niðurstöður: Sjúkdómsbreytur, til að mynda fjöldi sársaukanæmra svæða, hafa almennt ómarktæk eða takmörkuð áhrif á andlega líðan verkjasjúklinga (r(165) = 0,10, p0,01). Tilfinningaleg svörun virðist fremur háð hugsunum og viðbrögðum þátttakenda gagnvart vefrænum einkennum (r(146) = 0,28-0,63, p 0,01). Þannig virðast verkir leiða til þunglyndis- og kvíðaeinkenna fyrir tilstyrk huglægra þátta eða mats þátttakenda á alvarleika, viðráðanleika og félagslegum afleiðingum verkja samfara viðbrögðum við þeim. Niðurstöður benda til að kvartanir gigtarsjúklinga um verki séu oftar en ekki af sálvefrænum toga. Alyktanir: Nýta má fjölþátta verkjakvarða til að greina sjúklinga, sem teljast líklegir að upplifa vanlíðan og/eða aukna líkamlega fötlun vegna viðhorfa þeirra til verkja og viðbragða við meðhöndlun þeirra. V100 ICEBIO - kerfisbundin skráning meðferðagagna Bjöm Guðbjömsson, fyrir hönd ICEBIO-hópsins: Amór Víkingsson, Ámi Jón Geirsson, Bjöm Guðbjömsson, Bjöm Rúnar Lúðvíksson, Gerður Gröndal, Helgi Jónsson, Kristján Steinsson, Sigríður Valtýsdóttir Rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum, Landspítala ICEBIO er gagnagrunnur þar sem stöðluðum heilsufarsupplýsingum er safnað með framvirkum hætti hjá sjúklingum á meðferð með líftæknilyfjum vegna liðbólgusjúkdóma. Kerfisbundnir starfshættir tryggja öryggi og hámarka meðferðarárangur ásamt því að tryggja að fjármunir séu notaðir á hagkvæman hátt, sérlega ef vinnulagið er samkvæmt sannreyndum verkferlum. Notkun líftæknilyfja hófst hér á landi 1999 og nam lyfjakostnaður vegna gigtarsjúkdóma á síðastliðnu starfsári 1.250 milljónum króna. Um síðustu áramót voru 444 sjúklingar í virkri meðferð með líftæknilyfjum skráðir í ICEBIO; 214 með iktsýki, 108 með hryggikt og 87 með sóragigt, en 35 sjúklingar voru með aðra gigtarsjúkdóma. ítarlegar heilsufars- og sjúkdómsupplýsingar eru skráðar í ICEBIO, m.a. fyrri lyfjameðferð, ýmsir lífstílsþættir, atvinna ofl. Þá eru skráðar rannsóknarniðurstöður (sökk og CRP), gigtarpróf (RF og CCP) og hvort liðskemmdir sjást á röntgenmyndum. Gigtarlæknir framkvæmir liðmat þar sem hann telur fjölda bólginna og aumra liða. Að lokum svarar sjúklingur stöðluðu spurningakveri. Meðalaldur sjúklinga sem eru á meðferð með líftæknilyfjum er fyrir: iktsýki, 54 ár (18-87 ár; 76% konur), hryggikt 44 ár (18-64 ár; 31% konur) og sóragigt 41 ár (26-78 ár 59% konur). Niðurstöður sýna að sjúkdómsvirkni minnkar marktækt, metið með staðlaðri sjúkdómseinkunn (DAS28) og færni sjúklinga eykst til muna aðeins örfáum mánuðum eftir að meðferð hefst með þessum lyfjum. ICEBIO-gagnagrunninum verður lýst, m.a. með tilliti til staðlaðs einstaklingsbundins árangursmats. ICEBIO gefur einnig möguleika á sjálfvirkri skýrslugerð sem er mikilvægur þáttur í gæðaeftirliti á notkun dýrra lyfja. Þá verður ICEBIO-gagnagrunnurinn mikilvægt rannsóknartæki í framtíðinni. V101 Áhrif natalizumab (Tysabri) á þreytu hjá MS-sjúklingum Sólveig Jónsdóttir, Elías Ólafsson, Haukur Hjaltason, Jónína Hallsdóttir, Sóley Þráinsdóttir Taugalækningadeild Landspítala Inngangur: Þreyta er eitt algengasta einkenni MS-sjúkdómsins og skerðir verulega bæði lífsgæði og starfshæfni sjúklinga. Undanfarin ár hafa komið á markað lyf, sem draga úr bólguvirkni MS-sjúkdómsins, en áhrif þeirra á þreytu hafa lítið verið körtnuð. Markmið rannsóknarinnar var að athuga áhrif 12 mánaða meðferðar með natalizumab á þreytu hjá MS-sjúklingum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er hluti stærri rannsóknar, sem öllum MS-sjúklingum, sem fara á natalizumab meðferð á íslandi, er boðin þátttaka í. Þreyta var mæld hjá 16 MS-sjúklingum (meðalaldur 45,9; konur 56,3%) fyrir natalizumab meðferð og aftur eftir 12 mánuði á meðferð. Þreyta var mæld með Modified Fatigue Impact Scale (MFIS) (skor 0 til 84; skor >38 = alvarleg þreyta). Þunglyndi var metið með Beck Depression Inventory (BDI). MFIS þreytukvarðinn var líka lagður fyrirl 6 heilbrigða einstaklinga (meðalaldur 47,5; konur 75%). Niðurstöður: Meðal þreytuskor sjúklinga fyrir meðferð var 43,6 (SD 12,5) og lækkaði niður í 27,8 (SD 10,4) (p < 0,001) eftir 12 mánaða meðferð. Þreyta minnkaði hjá öllum sjúklingum nema einum. Fyrir meðferð voru 75% sjúklinganna með alvarlega þreytu, en eftir meðferð voru þeir 18,8%. Meðal þreytuskor hjá heilbrigðum var 16,8 (SD 9,3). Meðal þunglyndisskor fyrir meðferð hjá sjúklingum var 11,1 (SD 8,5) 44 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.