Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 20076
Klapp á bakið
Ritstjórnargrein
Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564
Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693
og 849 8699, thelma@bb.is – Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, tinna@bb.is – Smári Karlsson, sími 866 7604,
smari@bb.is · Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, halfdan@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is:
Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is
Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk.
Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. ·
Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X
Ferðamaður fannst við veiðar eftir leit
Landhelgisgæslan kallaði út þrjá björgunarbáta um klukkan eitt eftir
miðnætti aðfaranótt mánudags til leitar að þýskum ferðamanni sem hafði
farið út frá Suðureyri við Súgandafjörð á frístunda fiskveiðibát án þess að
láta vita af sér. Maðurinn fannst fljótt og engan sakaði. Maðurinn sagði að
honum hefði þótt veðrið fallegt og ákveðið að fara út að veiða á bát sem
leigður er út til sjóstangaveiði. Hann lét ekki vita af sér eins og skylt er að
gera og því var björgunarlið ræst út að sögn lögreglu á Ísafirði.
Rögnvaldur braut 70 högga múrinn
Rögnvaldur Magnússon kylfingur úr GBO sló vallarmetið á Syðridalsvelli í Bolungarvík
á Bakkavíkurmótinu á sunnudag. Rögnvaldur lék á 68 höggum sem er þrjú högg undir
pari vallar. Hann bætti eldra metið um tvö högg sem hann átti sjálfur ásamt félaga
sínum úr GBO, Chatchai Phothiya. Ekki er hægt að segja að Rögnvaldur hafi fengið
óskabyrjun á hringnum því hann lék fyrstu holuna á tveimur yfir pari. Hann missteig
sig hins vegar ekkert eftir það og nældi sér í fimm fugla. Fyrri níu holurnar lék hann á
37 höggum og hinar síðari á 32 en Syðridalsvöllur er 18 teiga völlur.
Sjónvarpið hefur aftur útsendingar í kvöld, eftir mánaðarhlé
vegna sumarleyfa. Hefst útsending kl. 8 með fréttum, þar sem
m.a. verður sýnd kvikmynd frá embættistöku forseta Íslands,
herra Kristjáns Eldjárns. Þá svarar Halldór Pálsson, búnaðar-
málastjóri spurningum blaðamanna, Indriða G. Þorsteinssonar
og Valdimars Jóhannessonar. Þá er fræðslumynd um öld vís-
undanna, kvikmyndin Dýrlingurinn og norrænir barnakórar á
móti í Helsinki, sem börn úr Hafnarfirði tóku þátt í.
Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, sagði Mbl.
Í gær, að næstu tvo mánuði yrði ekki miklar nýjungar í dag-
skrá sjónvarpsins, en reiknað væri með að endurnýja dagskrána
og gefa henni ferskari blæ fyrir veturinn eða 1. október. Ágúst
og september yrðu því svipaðir að efni og maí og júní voru.
Sjónvarpið byrjaði
aftur lítt breytt
Á þessum degi fyrir 39 árum
Nú er miðsumar og mánuðurinn með gamla góða nafninu
Heyannir byrjaður. Í samfélagi Íslendinga á fyrri öldum
var þetta í meira lagi annasamur tími. Nafngiftin ber með
sér að þá hafi flest annað en að afla bústofninum fanga fyrir
veturinn hafi setið á hakanum.
Þótt fæstir íbúa gamla Fróns séu lengur bundir þeim
störfum sem draga má af heiti mánaðarins er ljóst að miklar
annir hafa eigi að síður verið hjá starfsmönnum tæknideildar
Ísafjarðarbæjar undanfarið. Meira að segja svo miklar að
þeir gátu ómögulega fundið sér tíma fyrir spássitúr um
bæinn til að huga að því hvort einstaklingar eða fyrirtæki
væru þess verð að fá rós í hnappagatið fyrir að hlúa að
nánasta umhverfi sínu og leggja þar með sitt af mörkum til
að auðga og fegra þá heildarmynd sem felst í hugtakinu
Ísafjarðarbær og nágrenni. Nei. Það er búið að vera svo
mikið að gera þar á bæ að það verða engin umhverfisverð-
laun veitt annað árið í röð. Árið 2005 hlutu Bókhlaðan á
Ísafirði og Gámaþjónusta Vestfjarða verðlaunin, en árið
2004 var leikreglum breytt í þá veru að fyrirtæki og
sveitabæir komu þá jafnt til greina og einstaklingar.
Umbúðalaust þá fer það ekki á milli mála að sinnuleysið
sem opinberast í þeirri ákvörðun bæjaryfirvalda að fella
umhverfisverðlaunin niður er stórt skref aftur á bak. Ekki
stórt vegna þess að þar sé um mikla fjármuni að tefla, held-
ur hins að með því eru stjórnvöld bæjarins að lýsa því yfir
að þau sjái ekki ástæðu til að örva hinn almenna bæjarbúa
til að gera fallegan bæ enn fallegri. Og því miður hangir
fleira á spýtunni. Þótt eflaust sé það ekki ætlunin þá er með
þessu verið að draga úr væntumþykju íbúanna á bæjarfé-
laginu; nokkru sem okkur veitir svo sannarlega ekki af á
þessum síðustu og að margra mati verstu tímum.
Bæjarins besta hefur margsinnis sagt það vera eitt helsta
hlutverk bæjaryfirvalda að greiða götu nýrra fyrirtækja til
bæjarins og hlúa að öllum þeim sprotum sem hér kunna að
skjóta upp kollinum. Þótt vissulega hafi verið hoggið skarð
í hátækniiðnað sem hér hafði þróast af áræði og framsýni
árum saman og náð sessi á erlendum mörkuðum, þá er
engan veginn öll nótt úti í þeim efnum. Dæmi þar um er
framleiðsla á fluguveiðihjólinu Wish. Um það má segja að
mjór er mikils vísir; nokkuð sem hlúa verður að.
Bæjaryfirvöld eiga og verða að hafa dug í sér til að styðja
við bakið á hverju og einu sem verða má til framfara og far-
sældar fyrir bæjarfélagið. Sama í hvaða mynd það er.
Klapp á bakið kostar ekki mikla peninga. Að gera það ekki
getur orðið dýrkeyptara. Hvatning sem skilar okkur fram á
veginn er í öllum tilfellum af hinu góða. Sparnaður eða
dugleysi bæjaryfirvalda í veitingu umhverfisverðlauna á
sér enga vörn.
s.h.
Benedikt Sigurðsson og Árni Heiðar Ívarsson syntu yfir Pollinn
á Ísafirði til að vekja athygli á þörf fyrir nýja sundlaug í bænum.
Syntu fyrir nýrri sundlaug
Benedikt Sigurðsson og
Árni Heiðar Ívarsson, áhuga-
menn um bætta sundaðstöðu
á Ísafirði, syntu yfir Pollinn á
Ísafirði á sundskýlu á föstudag
til að vekja athygli á þrengsl-
um í sundlaug bæjarins. Sig-
urður Bjarni Benediktsson og
Vigdís Pála Halldórsdóttir
fylgdu þeim eftir í blautbúning
auk þess sem léttabátur var til
taks.
„Framtakið heppnaðist vel
og við vorum mjög ánægðir.
Það kom mér eiginlega á óvart
hversu margir komu til þess
að fylgjast með og styðja okk-
ur en ég hefði viljað sjá ein-
hvern fulltrúa bæjarstjórnar“,
segir Benedikt. Markmiðið
með sundinu var að sögn
sundgarpanna að vekja athygli
á því að langt er síðan Ísfirð-
ingum var lofað 25 metra laug
og það sé til skammar að ekki
skuli vera mannsæmandi að-
staða fyrir almenning til sund-
iðkunar í stóru bæjarfélagi
eins og Ísafirði. Benedikt er
yfirþjálfari Sundfélagins Vestra
sem hefur æft í Sundhöllinni
um árabil og Árni Heiðar Ív-
arsson er íþróttakennari hjá
Grunnskólanum á Ísafirði og
einkaþjálfari.
Þegar Benedikt og Árni
Heiðar komu aftur á þurrt land
var þeim tilkynnt að sund-
áhugamenn hefðu fengið þá
hugmynd að setja á stofn
styrktarsjóð fyrir bættri sund-
aðstöðu á Ísafirði. Búist er
við að verkefninu verði hrint í
framkvæmd með haustdögum.
Fjölmenni fylgdist með sundinu.