Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 02.08.2007, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2007 7 Sparisjóður Vestfirðinga minnir á sandkastalakeppnina í Holti í Önundarfirði, laugardaginn 4. ágúst kl. 14:00. Allir velkomnir! Vegleg verðlaun í boði! Bresk fjallabjörgunarsveit á Ísafirði Bresk fjallabjörgunarsveit er í heimsókn hjá unglingadeild Björgunarfélags Ísafjarðar. Er sveitin að endurgjalda heimsókn Ísfirðinganna frá því í fyrra en þá fór unglingadeildin til Bretlands. Undanfarna daga hafa Bretarnir verið á Snæfellsnesi. Sú krafa var gerð af hendi þeirra að gengið yrði á Snæfellsjökul, því þau sjá ekki snjó oft þar sem þau búa. Á Ísafirði voru þeim kennd handbrögð við sjóbjörgun enda algjörir grænjaxlar í þeim efnum. Björgunar- sveitin breska er staðsett langt inni í landi og kemur aldrei nálægt sjó. Barn hjólaði á bifreið Barn á reiðhjóli hjólaði á bifreið á Ísafirði um miðja síðustu viku. Tvær stúlkur voru að hjóla niður Hallabrekku og gættu sín ekki á bíl sem kom akandi Túngötuna sem liggur þvert á Hallabrekku. Ökumaðurinn þurfti að snarbremsa er stúlkurnar hjóluðu út á götu á talsverðri ferð en allt kom fyrir ekki og hjólaði önnur stúlkan í hlið bílsins. Farið var með stúlkuna til læknisskoðunar en að sögn lögreglunnar á Ísafirði virtist ekki vera um alvarleg meiðsli að ræða. Lögreglan vill þó hvetja foreldra og forráðamenn að brýna fyrir börnum sínum að passa sig á umferðinni en lærdómur vetrarins vill oft gleymast í leik og gleði. Ekki eru nema fimm vik- ur eftir af yfirstandandi fisk- veiðiári og ekki bólar enn á byggðakvótanum. Ómar Más Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, er ekki ánægður með núgildandi fyrirkomulag úthlutunar- innar og segir betra ef sveit- arfélögin sjálf sæju um út- hlutunina. Að sögn Ómars eru úthlutunarreglur byggða- kvótans og ferlið allt, ekki nógu vel undirbúið frá sjávar- útvegsráðuneytinu. „Ég gerði mér fullkomlega grein fyrir því að upp kæmu álitamál sem skoða þyrfti sér- staklega. Fiskistofa fær þetta í hausinn og treystir sér ekki til að fella endanlegan dóm yfir þessum álitamálum og vísar þeim til ráðuneytisins.“ Sem dæmi um álitamál nefnir Ómar heimahafnir fiskiskipa, en samkvæmt reglugerðinni þurfa fiskiskip að vera með skráða heimahöfn í viðkom- andi sveitarfélagi1. maí sl. „Það er mjög ólíklegt að það náist að úthluta byggða- kvótanum á fiskveiðiárinu. Nú þarf ráðuneytið að tryggja að kvótinn falli ekki niður dauð- ur. Það er ekki sveitarfélögun- um eða útgerðunum að kenna að þetta er komið í óefni.“ Þórður Eyþórsson, deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneyt- inu, segir að Fiskistofa sjái um úthlutunina en kæru- mál berist til ráðuneytisins. Hann segir að tíminn sé vissulega knappur til að veiða byggðakvótann og að ferlið hafi verið lengra en reiknað var með. Aðspurð- ur hvað verði gert náist ekki að veiða byggðakvótann í segir Þórður að afstaða verði tekin til þess ef af því kemur. – smari@bb.is Ekki enn búið að úthluta byggðakvóta Umhverfisverðlaun Ísa- fjarðarbæjar verða ekki veitt í ár. Hjá tæknideild Ísafjarðarbæjar fengust þær upplýsingar að ekki hefði unnist tími til að undirbúa valið og því hafi verið ákveðið að slá valið af í ár. Fram til ársins 2003 voru valdir fegurstu garðar og götur sveitarfé- lagsins en sumarið 2004 var fyrirkomulagið end- urskoðað og almennar um- hverfisviðurkenningar til fyrirtækja, einstaklinga og bóndabæja veittar. Síðast voru umhverfisverðlaunin veitt sumarið 2005 en þau hlutu Bókhlaðan á Ísafirði og Gámaþjónusta Vest- fjarða. Þess má geta að stoltir garðeigendur á Suð- ureyri fengu sinn skerf er veitt voru verðlaun fyrir fallegasta garðinn og snyrtilegustu eignina á ný- afstaðinni Sæluhelgi. Engin umhverfis- verðlaun veitt í ár Flutningabíll missti fullt kar af slógi á höfnina á Suð- ureyri á miðvikudag í síð- ustu viku. Um er að ræða slóg sem var flutt frá Ísafirði til Suðureyrar til förgunar. Óánægja er með það fyrir- komulag hjá ferðaþjónustu- aðilum á Suðueyri og kvarta þeir undan aðferðunum við það. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíldar- kletts á Suðureyri, segir að- ferðirnar ekki vera upp á það besta. Það komi fyrir að slóg lendi á bryggjunni og því þá skolað í höfnina. Hann segir slógið, og þá sérstaklega lifrina, festast utan á stiga, dekk og báta sem eru í höfninni með verulegum óþægindum fyr- ir þá sem hana nota. Atvikið var tilkynnt til lögreglu og segir Elías þetta vera algjörlega á skjön við lög og reglugerðir. Hann segir íbúa Suðureyrar ekki skilja að slógið sé flutt frá Ísafirði til Suðureyrar til förgunar. Það geti allt eins farið í höfnina á Ísafirði. Guðmundur M. Kristjáns- son, hafnarstjóri Ísafjarð- arbæjar, segist líta á atvikið sem hvert annað slys. „Það getur verið að bílstjórinn hafi brugðist vitlaust við“, segir Guðmundur. Hann segir það vera leyfilegt að fara með slóg út fyrir þrjár mílur og farga því. „Þetta er lífrænn úrgangur og besta leiðin til að farga slógi er að láta það aftur í sjóinn. Það skiptir engu máli frá hvaða höfn það er gert.“ Að sögn Guðmundar er aðili á Suðureyri sem tekur við slógi til förgunar og hefur lifibrauð sitt af því. Guðmundur tekur skýrt fram að slóginu sé ekki eytt í höfninni en segir menn sem eru í þessum flutning- um eigi að vita hvernig eigi að bera sig að. Slóg á höfninni Slóg á höfninni á Suðureyri. Ísafjörður iðaði af lífi á laugardag en þá voru tæplega tvö þúsund ferðamenn af tveimur skemmtiferðaskipum staddir í bænum. Skipin voru Thomson Spirit sem er tæp 34 þúsund tonn og ber 1.350 farþega, og Princess Danae sem er rúmlega 16 þúsund tonn og rýmir 500 farþega. Það er óhætt að segja að annríki sé við móttöku skemmtiferðaskipa í Ísa- fjarðarhöfn enda er vertíðin í hámarki. Í síðustu viku komu 3.200 farþegar til Ísafjarðar með skemmtiferðaskipum. Morrinn, atvinnuleikhús ungs fólks í Ísafjarðarbæ, tekur á móti erlendu gestunum með margvíslegu sprelli og er þeim boðið upp á ýmsar skoðunarferðir hjá Vesturferðum.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.