Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Síða 9

Bæjarins besta - 02.08.2007, Síða 9
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2007 9 Guðni Ágústsson afhjúpar minnisvarðann. Arinbjörn, sonur Ólafs, aðstoðar. Minnisvarði um Ólaf Þ. afhjúpaður Minnisvarði um Ólaf Þ. Þórðarson var afhjúpaður á Stað í Súgandafirði í síðustu viku. Það var Guðni Ágústs- son sem afhjúpaði hann að viðstöddu fjölmenni. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson var viðstaddur at- höfnina og einnig listamaður- inn sem gerði minnisvarðann, alþingismaðurinn Árni John- sen. Í ræðu sinni minntist Guðni þeirra tíma þegar hann og forsetinn voru ungir menn í Framsóknarflokknum og litu þeir mikið upp til Ólafs og ræðusnilldar hans. Ólafur var þingmaður Fram- sóknarflokksins á Vestfjörð- um um árabil og var hann í hópi snjöllustu ræðumanna Alþingis. Hann var hestamað- ur af lífi og sál, talsmaður fornra dyggða og framtíðar í senn með frumlegri sýn á margan hátt. Ólafur var mikill áhugamaður um menntamál og á minnisvarðanum er eftir- farandi brot úr einni af þing- ræðum hans áletrað: „ Dýrasta lausnin í menntakerfi nokkurr- ar þjóðar er að taka svo vit- lausa ákvörðun að það eigi að fara eftir efnum og ástæðum hverjir halda áfram skóla- námi.“ Ólafur fæddist á Stað árið 1940 og féll frá langt fyrir aldur fram árið 1998. Hann var með kennara- og búfræði- próf og starfaði sem skóla- stjóri áður en hann settist á þing fyrir Framsóknaflokkinn í Vestfjarðakjördæmi árið 1979. Hann hafði verið vara- þingmaður frá 1972. Þingsetu lauk hann 1995. Félagar Ólafs Þ Þórðarson- ar, þingflokkur Framsóknar- flokksins og aðstandendur Ólafs standa að minnisvarð- anum. Að lokinni athöfninni á Stað buðu ættingjar Ólafs öllum til kaffisamsætis í Verkalýðshús- inu á Suðureyri. – smari@bb.is Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og Kristján G. Jóhannsson.Árni Johnsen og Guðni skeggræða málin. Bjarni Harðarson ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson. Skordýrastung- ur færast í vöxt Oft verður uppi fótur um fit þegar geitungur eða bý- fluga sést á flugi. Þá heyrast öskur og jafnvel eru tekin óborganleg dansspor til að forðast fluguna. Það dugir þó ekki alltaf til og hefur töluvert af fólki hringt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísa- firði í sumar til að fá upp- lýsingar um hvernig bregð- ast megi við stungusárum. Af gefnu tilefni sendi því læknaneminn Bjarki Krist- insson Bæjarins besta ráð- leggingar um hvernig bregð- ast má við flugnastungum. Fyrst og fremst ber að hafa í huga að oftast stingur flugan ekki nema henni sé ógnað til dæmis með því að fara of nálægt búinu eða slá til flugunnar. Ef flugan stingur er í flestum tilfellum ekkert að óttast, þar sem stungur eru ekki hættulegar. Þær valda hinsvegar stað- bundnum óþægindum svo sem bólgu, kláða og sárs- auka. Ekki er þörf á að leita læknis í þessum tilfellum. Flestir geta meðhöndlað stunguna sjálfir með því að fjarlægja broddinn ef hann er sýnilegur, með flísatöng eða hníf. Þá er ágætt að þrífa sárið með volgu vatni og sápu og að síðustu að kæla stunguna til að minnka bólgu. Ef mikill kláði kemur fram í kjölfarið má kaupa ofnæmislyf í apóteki án lyfseðils. Þau geta slegið á kláða sem fylgir. Ef mikil bólga er í svæðinu getur hjálpað að bera á Mildison® krem sem fæst einnig í apóteki án lyfseðils. Möguleiki er á að það komi sýking í skordýra- stungu. Það gerist yfirleitt þegar meira en tveir dagar eru liðnir frá stungu. Merki um sýkingu er aukinn roði, bólga, rauðar rákir sem teygja sig út frá stungustað og graftarkennd útferð úr sári. Komi sýking í sárið skal leita ráða hjá lækni þar sem þá gæti þurft að með- höndla sýkinguna með sýkla- lyfjum. Ofnæmisviðbrögð við flugnastungum eru þekkt og geta þau verið lífshættuleg. Ofnæmið er hins vegar mjög sjaldgæft. Ef einkenni ofnæmis koma fram skal ráðfæra sig við lækni án tafar. – tinna@bb.is Ekki mun koma til þess að óveiddur byggðakvóti muni falla niður dauður takist ekki að úthluta honum og veiða hann á þessu fiskveiðiári. Ein- ar Kristinn Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra, segir í sam- tali við Blaðið að kvótinn muni ekki falla niður heldur gefist mönnum færi á að flytja hann yfir á næsta kvótaár, rétt eins og um venjulegan kvóta væri að ræða. Ekki er nema rétt rúmur mánuður eftir af yfirstandandi fiskveiðiári. Einar segir ástæðu þess að erfiðlega hafi gengið að út- hluta byggðakvótanum vera þá að ný löggjöf hafi verið samþykkt í vor. Nýju lögin kölluðu á reglugerðarbreyt- ingar sem gera það að verkum að úthlutanir taka lengri tíma þar sem opnað var fyrir kæru- meðferðir mála auk þess sem öllum er tryggður aðgangur að öllum upplýsingum er varða úthlutun byggðakvóta. Einar segist eiga von á að töfin endurtaki sig ekki og að út- hlutun byggðakvóta verði mun fyrr á ferðinni á næsta fiskveiðiári. Ómar Már Jónsson, sveit- arstjóri Súðavíkurhrepps, lýsti í samtali við BB vonbrigðum með þá töf sem hefur orðið á úthlutun byggðakvóta. Að sögn Ómars eru úthlutunar- reglur byggðakvótans og ferl- ið allt, ekki nógu vel undirbúið frá sjávarútvegsráðuneytinu. Hann er ekki ánægður með núgildandi fyrirkomulag út- hlutunarinnar og segir betra ef sveitarfélögin sjálf sæju um úthlutunina. – smari@bb.is Byggðakvótinn mun ekki falla niður dauður

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.