Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Side 12

Bæjarins besta - 02.08.2007, Side 12
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 200712 jafnvel alla leið til Grænlands. Þetta er auðvitað klikkuð hug- mynd en annað eins hefur nú verið gert. Svo má ekki gleyma Skálavík sem er hér rétt hjá Bolungavík. Það er nær óþekkt náttúruperla sem er sannkall- aður sælureitur. Við eigum að kynna þessa fegurð fyrir fólki.“ Ekki nóg að eiga bara fyrir eigin jarðarför „Mér finnst oft vanta alla framtíðarsýn þegar gengið er til verks, hvort sem það er hér á svæðinu eða annars staðar. Það verður að hugsa aðeins lengra. Sjáðu til dæmis Vest- fjarðagöngin. Þau eru gerð einbreið á sínum tíma, sem er fáránleg skammsýni. Þau eru slysagildra. Hvalfjarðargöng- in eru þegar sprungin og nú á að gera önnur fyrir umferð í hina áttina. Þegar var fyrst hugsað um að bora leið til milli Bolungavíkur og Ísa- fjarðar átti bara að bora í gegnum eitt nef hér á fjallinu. Það virðist engin framtíðarsýn vera og aldrei tjaldað til meira en einnar nætur. Fólk verður að hugsa stærra. Nú er verið að gera sund- laugargarð hér í Víkinni sem ég er alveg viss um að á eftir að vekja mikla lukku, ekki síst meðal ferðafólks en stór hluti þess gistir á tjaldstæðinu við sundlaugina. Samt hefur maður heyrt neikvæðar raddir sem efast um að peningunum hafi verið rétt varið þegar var tekin ákvörðun um að setja upp vatnsrennibraut. Hefðu þessir peningar verið betur komnir einhvers staðar annars staðar? Ég er ekki viss um það. Þetta gleður bæði íbúa sem aðkomufólk. Þetta minnir á þegar var byrjað að tala um það fyrir mörgum árum að hingað í Víkina vantaði veit- ingastaði, gistiaðstöðu og al- menna þjónustu fyrir ferða- menn. Margir sögðu að það þýddi ekki að bjóða upp á þjónustu fyrir ferðafólk sem aldrei kæmi en ferðafólkið kom auðvitað ekki þar sem engin þjónusta er. Þetta hefur sem betur fer breyst og í dag er í boði margvísleg gisting. Ég verð líka að minnast á gíf- urlega gott starf sem hefur verið unnið í gamla Einars- húsinu þar sem nú er kaffi- og veitingahús og mun vera gisti- aðstaða seinna meir. Það er frábært verkefni sem mér finnst að Bolvíkingum öllum beri skylda til að styðja við og styrkja. Það hefur sýnt sig í þessu að þegar framboðið er komið skapast eftirspurn. Af hverju ekki að koma hér upp hvalaskoðun og sjóstanga- veiði eins og víða er gert? Ef að ég væri billjóner hugsa ég að ég myndi leggjast í það að byggja upp allar gömlu ver- búðirnar hér á kambinum og hafa þar gistiaðstöðu fyrir fólk sem vill skoða Hornstranda- friðlandið, þar sem stuttan tíma tekur að skjótast norður héðan. Öll eggin geta ekki verið í sömu körfunni og það verður ekki aftur byggt eingöngu á sjávarútvegi. Þó að kvótinn fari verður bara að finna eitt- hvað annað. Það er slæmt að það fyrsta sem fólki dettur í hug er að fá álver eða olíu- hreinsistöð sem mengar meira en Íslendingar hafa leyfi fyrir. Að einhverjum detti síðan í hug að við getum keypt okkur frá menguninni með mengun- arkvóta! Hvaða störf skapar svona verksmiðja og hvað verða þau störf lengi til? Erum við ekki stolt af því að vera grænasta svæði Íslands? Ég held að við eigum eftir að verða mikið ríkari af því að halda þessum litla heimi sem mest grænum, heilbrigðum og ósnortnum. Svæðum sem þessum fer óðum fækkandi. Hvað með börn og barnabörn fólksins sem talar um meng- andi stóriðju? Hugsar það ekk- ert lengra en að eiga fyrir eigin jarðarför? Ég er í sjálfu sér ekki með neinar patent lausnir en ég er alveg sannfærður um að þær hugmyndir sem hafa komið fram muni skila sínu. Ríkis- stofnanir geta vel verið úti á landi, öll fjarskipti eru orðin allt önnur en þau voru fyrir 20 árum. Þá datt mér ekki í hug að ég myndi nokkurn tíma gera neitt hér, það er að byggja hús og vera hér hluta úr ári. Ég myndi í besta falli eiga sumarbústað einhvers staðar í Borgarfirðinum. Það var svo langt að keyra hingað frá Reykjavík. Heila 10 tíma. Það lá við að maður gisti á leiðinni og tæki tvo daga í að ferðast hingað. Nú fer maður leiðina á fimm-sex tímum og hún er alltaf að styttast. Vegirnir eru að verða betri, Hvalfjarðar- göngin og brúin yfir Gilsfjörð skipta þarna miklu máli. Arn- kötluvegurinn, brú yfir Mjóa- fjörð og svo framvegis. Það er verið að malbika allt í Djúp- inu og það er verið að grafa fleiri göng. Á örskömmum tíma hafa aðstæður því mikið breyst og fjarlægðirnar eru ekki jafn miklar og við höldum. Reynslan hefur sýnt það að það fer allt í hringi. Ég hef enga trú á því að Ísland verði borgríki, né að nokkur vilji að það gerist. Við viljum byggja landið. Það er nauðsynlegt að halda landinu í byggð. Fyrir alla, ekki síst íbúa á höfðuð- borgarsvæðinu. – tinna@bb.is Verk-Vest ánægt með þátttöku sveitarfélaga Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur styrkt atvinnukönnun Fjölmenningarseturs um 70.000 krónur, en fyrir- hugað er að leggja spurningar fyrir innlenda og erlenda íbúa norðanverðra Vestfjarða en eins og kunnugt er hrikti verulega í stoðum atvinnulífsins í vor. „Strax í upphafi verkefnisins var óskað eftir þátttöku Verk-Vest , sem brást strax jákvætt við með styrk upp á 70.000 úr félagssjóði“, segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verk-Vest. Einnig hafa bæjarráð Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur samþykkt að styrkja könnunina. „Enn- fremur hvatti Verk Vest til þess að sveitarfélögin á Vestfjörðum tækju þátt í verkefninu með einum eða öðrum hætti, það er jákvætt að sjá að það hefur borið árangur“, segir Finnbogi. Ein athugasemd barst við nýtt aðalskipulag Bolungavík- urkaupstaðar er þurfti að gera vegna snjóflóðavarna sem á að reisa í fyrir ofan bæinn. Grímur Atlason, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir athuga- semd hafa borist frá Fornleifa- nefnd ríkisins en það hafi verið vitað fyrirfram að hún bærist. Fara þarf í uppgröft áður en framkvæmdir hefjast og von- ast Grímur til að verkið hefjist fljótlega. Boltinn er því á ríkis- valdinu og standa vonir til að gerð snjóflóðavarnanna verði boðin út fljótlega. Varnargarðurinn í Bolung- arvík á að vera 18-22 metra hár og 700 metra langur þver- garður, staðsettur þar sem Dís- arland er nú. Auk þess verða átta keilur ofar í fjallinu. Áætl- að er að í varnarvirkin fari um 400 þúsund rúmmetrar af fyll- ingarefni sem reiknað er með að fáist innan framkvæmda- svæðisins. Áætlaður heildar- kostnaður við byggingu varn- arvirkjanna er 750 milljónir króna en endanlegur kostnað- ur ræðst af þeim tilboðum sem berast í verkið. Gert er ráð fyrir að bygging varnargarðs- ins taki um 2-3 ár. – smari@bb.is Allt klappað og klárt fyrir varnargarðinn í Bolungarvík Ferðamönnum fjölgar í Heydal Ferðamönnum hefur fjölg- að mikið í sumar hjá ferða- þjónustunni í Heydal í Ísa- fjarðardjúpi. „Það hefur verið mjög mikil traffík og alveg hiklaust meira en í fyrra. Við verðum vör við mikla aukn- ingu“, segir Stella Guðmunds- dóttir hjá fjölskyldufyrirtæk- inu Ævintýradalnum sem kom upp gisti- og veisluaðstöðu í gamalli hlöðu og fjósi árið 2003 auk þess sem þar er boð- ið upp á snjósleða-, kajak- og hestaferðir. „Veðrið hlýtur að hafa áhrif en svo erum við sjálfsagt að komast kortið, svo ætli það sé ekki hvort tveggja sem veldur aukningunni,“ segir Stella að- spurð um orsökina. Hún segir það vera blöndu af innlendum og erlendum ferðamönnum sem sækja ferðaþjónustuna en þó séu Íslendingar í meiri- hluta. „Fólk yfirleitt mjög jákvætt og skemmtilegt svo þetta hef- ur verið mjög ánægjulegt sumar. Svo vekur tjaldsvæðið síaukna athygli og lukku en þar spilli veðrið ekki heldur fyrir“, segir Stella. – thelma@bb.is Heydalur í Ísafjarðardjúpi. Ný flotbryggja Ísafjarðarhafnar var sjósett í síðustu viku. Nýja bryggjan mun leysa af hólmi gömlu Dokkubryggjuna þar sem björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson og lóðsbáturinn Sturla Halldórsson lágu, en bryggjan var afar illa farin og nær ónýt. Það var gámalyftari frá Eimskip sem hífði bryggjuna í sjóinn við Sundahöfnina en Sturla Hall- dórsson dró hana svo á sinn stað. Meðfylgjandi mynd af uppsetningu flotbryggjunnar tók Þorsteinn J. Tómasson. Flotbryggja tekin í notkun

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.