Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 02.08.2007, Blaðsíða 20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Byggingarleyfi vélageymslu á Birnustöðum í Ísafjarðar- djúpi hefur verið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd byggingar- og skipulagsmála hefur kveð- ið upp þann úrskurð. Máls- atvik eru deilur landeigenda Birnustaða og eigenda sum- arbústaðar á jörðinni um stað- setningu vélageymslu fyrir þá fyrrnefndu og á málið sér nokkra forsögu. Eigendur sumarhússins telja að véla- geymslan standi of nálægt lóð þeirra og muni valda veruleg- um grenndaráhrifum og er þar helst minnst á útsýnisskerð- ingu, skugga- og snjósöfnun og hávaðamengun frá vélum. Í úrskurði nefndarinnar er ekki fallist á að ekki hafi verið þörf á að deiluskipuleggja landið. Tvær heimildir eru í skipu- lags- og byggingarlögum sem heimila að vikið sé frá skyldu til að gera deiliskipulag vegna fyrirhugaðra framkvæmda, m.a. 3. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga. Báðar fela þessar heimildir í sér undan- tekningu frá meginreglu lag- anna um deiliskipulagsskyldu og sæta því þröngri skýringu. Ekki verður fallist á að skilyrði hafi verið til þess að veita hið umdeilda byggingarleyfi með stoð í heimildarákvæði 3. mgr. 23. gr. skipulags- og bygging- arlaga. Á ákvæðið við um þau tilvik þegar sótt er um leyfi til framkvæmda í þegar byggð- um hverfum og vísar það til þéttbýlis, en ekki verður talið að bæjarhlað með íbúðarhúsi, vélaskemmu og hjalli ásamt nærliggjandi sumarhúsi geti talist þegar byggt hverfi í skilningi laganna. Fyrir liggur að sveitarstjórn leitaði meðmæla Skipulags- stofnunar við útgáfu bygging- arleyfisins. Laut erindi sveitar- stjórnar að því að mælt yrði með byggingu vélageymsl- unnar á þeim stað sem um var sótt á árinu 2004, eða níu metr- um nær bæjarhlaðinu en hið umdeilda leyfi heimilar. Í svari Skipulagsstofnunar til byggingarfulltrúa, dags. 14. nóvember 2005, segir að stofnunin undrist að sveitar- stjórn skuli fallast á staðarval vélageymslunnar þrátt fyrir augljósa útsýnisskerðingu og réttlát mótmæli eigenda íbúð- arhúss sem fyrir sé á jörðinni. Stofnunin gerði þó ekki at- hugasemd við að leyfi væri veitt fyrir byggingunni enda yrði virt ákvæði byggingar- reglugerðar um fjarlægð bygg- inga frá lóðarmörkum m.t.t. byggingarefna. Hefur sveitar- stjórn vísað til þess að með þessu svari hafi verið aflað fullnægjandi heimildar til út- gáfu hins umdeilda bygging- arleyfis. Það er niðurstaða úrskurð- arnefndarinnar að hvorki hafi legið fyrir heimild með stoð í grenndarkynningu né full- nægjandi meðmæli Skipu- lagsstofnunar sem hefðu getað verið grundvöllur að útgáfu hins umdeilda byggingarleyf- is og verður það því fellt úr gildi. Niðurstaða úrskurðarnefnd- arinnar er að hvorki hafi legið fyrir heimild með stoð í grennd- arkynningu né fullnægjandi meðmæli Skipulagsstofnunar sem hefðu getað verið grund- völlur að útgáfu hins umdeilda byggingarleyfis og verður það því fellt úr gildi. Breytir það ekki þeirri niðurstöðu að bygging hússins er svo langt komin sem raun ber vitni, enda hóf byggingaraðilinn fram- kvæmdir við bygginguna áður en umsókn hans um bygging- arleyfi hlaut tilskilið sam- þykki byggingaryfirvalda og sveitarstjórnar. – smari@bb.is Byggingarleyfi á Birnustöðum fellt úr gildi Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á sex- tugsaldri í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Til frádráttar refs- ingu kemur gæsluvarðhald ákærða sem hann hefur sætt frá 9. júní sl. Þá var manninum gert að greiða eiginkonu sinni eina milljón krónur í bætur ásamt dráttarvöxtum auk þess sem honum var gert að greiða rúmar 1,4 milljónir króna í sakarkostnað. Bótakröfu son- ar mannsins var vísað frá dómi. Föstudagskvöldið 8. júní sl., fékk lögreglan á Vestfjörð- um tilkynningu um að maður hefði skotið að konu sinni á heimili þeirra í Hnífsdal. Sam- kvæmt frumskýrslu lögreglu var maðurinn með skotvopn innandyra en konan hafði komist undan og hlaupið í annað hús. Vopnaðir lögreglu- menn fóru á vettvang og gerð- ar voru öryggis ráðstafanir til að tryggja öryggi nærstaddra. Hlúð var að brotaþola, sem virtist ekki hafa hlotið alvar- lega áverka, og hún flutt í sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Meðan beðið var sérsveitar ríkislögreglustjóra varð lög- regla vör við ákærða í húsinu. Lögreglumaður náði síma- sambandi við ákærða sem svo sleit samtalinu. Ákærði kom síðan út úr húsinu í stutta stund. Hlýddi hann ekki fyrir- skipunum lögreglu um að leggjast niður og hraðaði sér aftur inn í húsið. Er sérsveit- armenn komu á vettvang náðu þeir tali af ákærða kl. 01.43, er hann kom í dyragættina, og með hvatningu þeirra fékkst ákærði til að koma til móts við þá og var hann yfirbugaður kl. 02.17 og handtekinn. Með- an lögregla var á vettvangi hafði skothvellur heyrst úr húsinu. Síðar fundust um- merki um skot á barnastól og gólfi á efri hæð hússins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að við ákvörðun refsingar er einkum að líta til þess að brot mannsins beindist að lífi og heilsu konu hans. Ákærði skaut með haglabyssu af stuttu færi og var verknaður hans því stórhættulegur og hending ein að ekki hlaust bani af. Enda þótt líkamlegir áverkar hafi verið litlir hlýtur verknaður sem þessi að hafa mikil áhrif á líf hennar. Sam- kvæmt sakavottorði mannsins hefur hann ekki áður sætt refs- ingu en þykir ásetningur hans ekki hafa verið styrkur og ein- beittur. „Ekkert verður fullyrt um hvað honum gekk til með verknaði sínum en svo virðist sem hann hafi gripið til byss- unnar í örvæntingu yfir því að kona hans hafi ætlað að yfir- gefa heimilið. Að öllu þessu virtu og með hliðsjón af 2. mgr. 20. gr. almennra hegn- ingarlaga þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur og hálft ár. Með vísan til 76. gr. almennra hegningar- laga skal gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 9. júní 2007 koma til frádráttar refs- ingu,“ að því er segir í niður- stöðu héraðsdóms. – bb@bb.is Frá vettvangi í Hnífsdal. Dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Útför Einars Odds Krist- jánssonar, alþingismanns, fór fram frá Flateyrarkirkju á laugardag að viðstöddu fjölmenni. Einar var síðan borinn til grafar að Holti í Önundarfirði. Húsfyllir var í kirkjunni, en athöfnin var sýnd á skjá í íþróttahúsi Flateyrar þar sem fjölmenni fylgdist með. Þeir sem báru kistuna úr kirkju voru eftirtaldir: Agn- es Bragadóttir, Ágúst Ein- arsson, Eiríkur Finnur Greips- son, Guðmundur Steinar Björgmundsson, Hinrik Kristjánsson, Steindór Har- aldsson, Sturla Böðvarsson og Þórir Guðmundsson. Fjölmargir ráðherrar og þingmenn voru við athöfn- ina. Ljósm: Þorsteinn. Útför Einars Odds Krist- jánssonar á Flateyri

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.