Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 20072 Þennan dag árið1943 var skurðaðgerð við brjósklosi í baki gerð í fyrsta sinn hérlendis. Þennan dag árið 1944 slitnaði burðarstrengur Ölfusárbrúar. Tveir bílar féllu í ána en bílstjórarnir björguðust, annar eftir að hafa borist 1.200 metra með straumþunganum. Dagurinn í dag 6. september 2007 –249. dagur ársins Kvikmynd um Gísla Súrsson tekin upp í Dýrafirði Leikin mynd um sögu útlagans Gísla Súrssonar var tekin upp í Dýrafirði á dögunum. Austurríska kvikmyndagerðarkonan Gabriellu Kafka sér um upptökur, en hún vinnur að gerð kvikmyndar um Íslendingasögurnar. Kvikmyndagerðarfólkið kom úr Vatnsdal, í Dýrafjörðinn og þaðan var ferðinni heitið á Snæfellsnes þar sem taka á upp Eyr- byggjasögu. Tökur á Gísla sögu fóru aðallega fram í Dýrafjarðarbotni en einnig í Hauka- dal og á Víkingasvæðinu á Þingeyri. Til stendur að sýna afraksturinn í austurríska ríkissjónvarpinu. Frá þessu var greint á vef Svæðisútvarps Vestfjarða. Færði Safnahúsinu á Ísafirði mynd- skreytta biblíu með gotnesku letri Jenný Þórunn Rögnvalds- dóttir á Ísafirði hefur fært bókasafni Safnahússins á Eyr- artúni biblíu að gjöf. Biblían, sem er á dönsku og mynd- skreytt með gotnesku letri, er gefin til minningar um Karitas Hafliðadóttur, kennara, sem starfrækti einkaskóla fyrir börn á Ísafirði á fyrri hluta síðustu aldar og leiðbeindi mörgum fyrir framhaldsnám, og foreldra Jennýar og systur, þeirra Ingibjörgu Jensdóttur og Rögnvald Guðjónsson, kjör- son Karitasar og Helgu Kari- tasar Rögnvaldsdóttur. Ung að árum dvaldi Karitas um nokkurra ára skeið í Dan- mörku. Þar eignaðist hún bibl- íuna árið 1894 sem gjöf frá móðursystur sinni, Guðrúnu Hallberg. Í gjafabréfi sem fylgdi biblíunni vonar Jenný að bókasafninu sé fengur að biblíunni og að þar megi hún varðveitast um ókomna tíð. Jóhann Hinriksson, forstöðumaður skoðar biblíuna. Biblían er á dönsku og myndskreytt með gotnesku letri. „Það er gaman fá svona gaml- ar og fallegar bækur að gjöf, sérstaklega þar sem þetta virð- ist vera eina eintakið sem til er í landinu. Ég vil færa gef- andanum bestu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf,“ segir Jóhann Hinriksson, forstöðu- maður Safnahússins á Eyrar- túni. Að sögn Jóhanns er bókina væntanlega prentuð á árunum 1870-1880 en ekki hefur fengist endanleg stað- festing á því. – bb@bb.is Nemend- um fækkar Nemendum við grunn- skóla Ísafjarðarbæjar hef- ur fækkað um tæp 7% frá skólaárinu 2005-2006. Þá voru samtals 660 nem- endur við skólana en í vetur eru 615 nemendur skráðir. Grunnskólar Ísa- fjarðarbæjar eru fjórir talsins, Grunnskólinn á Ísafirði er fjölmennastur með 485 nemendur, þá kemur Grunnskólinn á Þingeyri með 62 nemend- ur. 37 nemendur eru við Grunnskólann á Suður- eyri og 31 við Grunnskóla Önundarfjarðar. Nem- endum fækkar við alla skólana nema einn ef litið er til síðustu tveggja ára. Hlutfallsleg fækkun er mest við Grunnskólann á Suðureyri, þá við Grunn- skóla Önundarfjarðar. – tinna@bb.is Ramma- gerðin lokar Listmunaverslunin í Rammagerð Ísafjarðar var lokað á laugardag. Að sögn Dagnýjar Þrastar- dóttur liggja margar ástæð- ur að baki þessari ákvörð- un. „Verslunin lokaði í þeirri mynd sem hún er í núna á laugardaginn“, segir Dagný, en hún úti- lokar ekki að annar rekst- ur verði í húsinu. „Það verður alveg lok- að í september en ég mun endurmeta stöðuna í októ- ber. Kannski verð ég til dæmis bara með opna vinnustofu.“ Sjálf Ramma- gerðin verður ennþá starf- rækt auk þess sem Dagný mun halda áfram að merkja bíla og heimili. Upplýsingar á tælensku Kynningarefni um sjúkra- sjóð Verkalýðsfélags Vest- fjarða hefur verið þýtt á tælensku. Pálína Sinthu Björnsson, félagsmaður í Verk-Vest, sá um þýðing- una. „Við erum að reyna að virkja fólk af ýmsu þjóðerni sem hefur sest hér að til að aðstoða okkur við að koma á framfæri upplýsingum og réttindi á þeirra eigin tungumáli, segir Finnbogi Svein- björnsson, formaður Verk- Vest. Sigruðu í þríþraut annað árið í röð Ásgeir Elíasson var fyrstur í mark í þríþrautarkeppni Vasa2000 hópsins og Heilsu- bæjarins Bolungarvík sem haldin var á laugardag, en þetta er annað árið í röð sem Ásgeir sigrar keppnina. Hann kláraði keppnina á einum klukkutíma og tæpum 15 mín- útum. Fyrst kvenna í mark í einstaklingskeppninni var Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, en hún var einnig fyrst kvenna á síðasta ári. Guðbjörg kláraði keppnina á einum klukkutíma og tæpum 24 mínútum. Fengu þau Ás- geir og Guðbjörg því að halda farandbikurum fram að næstu þraut auk þess sem þau fengu eignarbikara fyrir sigur í sín- um flokki. Í liðakeppninni var það Höskuldsson Elite 1 sem sigraði en liðsmennirnir, þeir Birgir Þór Halldórsson, Hall- dór B Guðjónsson og Lárus Daníelsson, kláruðu keppnina á einum klukkutíma og 13 mínútum. Keppendur hófu þrautina á því að synda 700 metra í sundlaug Bolungar- víkur. Síðan var hjólað 17 kílómetra frá Bolungarvík til Ísafjarðar þar sem keppendur hlupu sjö kílómetra. Í liða- keppninni skiptu keppendur með sér greinum. „Keppnin tókst afar vel í ár“, segir Heimir Hansson, einn skipuleggjenda þríþraut- arinnar. „Það rigndi á okkur og blés dálítið á Óshlíðinni, en það var að mestu í bakið, þannig að það kom ekki að sök. Að keppni lokinni var þátttakendum boðið í sund á Ísafirði“, segir Heimir. Þetta var í sjötta sinn sem keppnin er haldin og var metþátttaka í ár. – tinna@bb.is Keppendur syntu 700 metra í sundlauginni í Bolungarvík. Síðasti leggurinn var sjö kílómetra hlaup.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.