Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 200710
En ég tek undir með þeim
segja að hlutirnir gerist ekki
nógu hratt. Ég hefði viljað
gera þetta hraðar, og margir
kollegar mínir annars staðar á
landinu eru í sömu stöðu.
Ég veit að ég hef sagt það
áður, meðal annars í viðtölum
í BB, en okkur vantar fleira
fólk á svæðið. Það er mikið
sog frá öðrum stöðum og okk-
ar helsti vandi er að okkur
vantar fleira gott fólk. Sjálfur
held ég að það sé betra að búa
í Ísafjarðarbæ núna en fyrir
10 eða 20 árum. Matvæli eru
ódýrari, samgöngur eru betri,
rafmagns- og hitunarkostnað-
ur er minni og svona má lengi
telja. Búsetuskilyrði hafa
batnað”
Tók þrjá mánuði
að losna úr
stjórnarstörfum
– Nú hafa margir bæjarbúar
fullyrt að eftir að þú tókst við
formennsku í Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga, hafi við-
vera þín á skrifstofu minnkað
til muna og erfiðara sé að ná í
þig. Er eitthvað til í þessu?
„Þegar verið var að kjósa á
milli manna í þetta embætti
tók ég það skýrt fram við full-
trúa á sambandsþinginu að ég
væri bæjarstjóri Ísafjarðarbæj-
ar fyrst og fremst. Ég sagði að
ég myndi gefa mér þrjá mán-
uði til að aðlaga mig þessu
nýja starfi og losa mig út úr
öðru, en ég var í hinum og
þessum nefndum. Það hefur
verið lögð áhersla á það hjá
Ísafjarðarbæ að við eigum
fulltrúa í einhverjum áhrifa-
stöðum á landsvísu, það hefur
verið talið mjög mikilvægt
fyrir þetta svæði. Áður en að
ég byrjaði sem bæjarstjóri var
talað um að Ísafjarðarbær
hefði ekki næg ítök. Ég var í
stjórn Jöfnunarsjóðs og vara-
stjórn húsnæðismála þar sem
okkar hagsmunir hafa legið.
Ég held að við ættum að gleðj-
ast yfir því að við höfum ein-
hverja til að tala máli okkar á
landsvísu. Það er mjög mikil-
vægt að við eigum þar okkar
fulltrúa.
Ég hefði haldið að fólk
myndi fagna því að Ísafjarð-
arbær ætti fyrsta formann
Sambandsins sem kemur ann-
ars staðar frá en af höfuðborg-
arsvæðinu. Og auðvitað hafa
margir fagnað því, en ég held
að margir séu að rugla saman
því að vera formaður Sam-
bandsins eða framkvæmda-
stjóri. Ég er bara formaður
stjórnar og sem slíkur stýri ég
fundum stjórnarinnar sem eru
haldnir einu sinni í mánuði,
og kem fram fyrir hönd Sam-
bandsins út á við.
Það er enginn munur á mér
og öðrum bæjarstjórum hring-
inn í kringum landið hvað
þetta varðar. Þeir sitja í ýms-
um stjórnum og ráðum, en ég
hef losað mig úr flestu slíku
eftir að ég tók við formennsku
í Sambandi íslenskra sveitar-
félaga.
Ég held að fyrstu þrjá mán-
uðina eftir að ég tók við em-
bættinu hafi viðvera mín á
skrifstofu verið eitthvað minni
en áður, en það tók einfaldlega
þann tíma að losa sig út úr
öðrum nefndarstörfum.
Formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga hefur
enga skrifstofu og er ekki dag-
lega að sinna neinum rekstri.
Nú er það meira að segja að
aukast að fólk kemur til Ísa-
fjarðar vilji það á annað borð
hitta mig. Þannig verður næsti
fundur Sambandsins hér á Ísa-
firði. Hann tekur tvo daga
vegna þess að bæði er haldinn
stjórnarfundur og sérstakur
stefnumótunarfundur stjórnar.
Á meðan gistir fólk á Hótelinu
og notar aðstöðu hér í bænum,
þannig að út frá sjónarmiði
ferðaþjónustunnar er það
mjög jákvætt.
Hvað varðar það að ná í
mig, þá hef ég alltaf gert mitt
ýtrasta til að vera aðgengileg-
ur. Um daginn stormaði mað-
ur inn á skrifstofu og sagði:
„Loksins næ ég í þig, ég er
búinn að reyna í tvær vikur.“
Ég spurði hvort hann hefði
pantað tíma, hvort hann hefði
skilið eftir skilaboð, og hann
hafði gert hvorugt. Oft held
ég að meiningar um lélegt að-
gengi séu á misskilningi
byggðar. Auðvitað geta fallið
niður skilaboð eða tölvupóstur
en ég vona að það sé í undan-
tekningartilfellum.
Ég legg mikla áherslu á að
svara símaskilaboðum og
menn eru oft hissa á því þegar
ég hringi í þá um kvöldmatar-
leytið eða síðar um kvöldið,
en þá er ég bara ennþá á skrif-
stofunni að klára þau síma-
skilaboð sem liggja fyrir.“
Jóna ekki of hávær
– Annað mál sem hefur
verið mikið í umræðunni er
uppsögn Jónu Benediktsdótt-
ur, annars aðstoðarskólastjóra
Grunnskólans á Ísafirði, og
sýnist sitt hverjum. Upphaf-
lega kom hugmyndin um að
leggja niður stöðuna upp við
gerð fjárhagsáætlunar fyrir
síðustu jól, en síðar kom í ljós
að sparnaður við það yrði ekki
eins og fyrst var talið. Síðar
óskuðu skólastjórnendur eftir
því að uppsögnin yrði dregin
til baka og bæjarráð fól þér að
vinna í málinu.
„Það lá fyrir að sparnað-
urinn myndi taka lengri tíma
en áður var talið. Það lá einnig
fyrir að þannig séð væri lítill
munur á deildarstjórastöðu og
stöðu aðstoðarskólastjóra II.
Ég ræddi við Jónu sem hafði
strax í upphafi verið boðin
staða deildarstjóra og við urð-
um sammála um að lítill
munur væri á þessum stöðum.
Á þeim fundi mínum (föstu-
daginn 17.8. Innskot: BB)
bauð ég henni stöðuna á sömu
launum og hún hafði haft sem
aðstoðarskólastjóri. En hún
hafði þá gert ýmsar áætlanir
og ákvað eftir umhugsun að
þiggja ekki stöðuna.
Ef við megum ekki gera
svona skipulagsbreytingar,
hvað megum við þá gera. Það
stendur til að ráðast í frekari
skipulagsbreytingar sem eru í
raun viðameiri en þessi.“
– Þú þvertekur fyrir það að
ástæða uppsagnarinnar hefði
verið sú að hún hefði verið
hávær og óþekk í skólamál-
um?
„Já, mér fannst hún aldrei
hávær í skólamálum. Auðvit-
að hafði hún sitt fram að færa
og hafði sínar meiningar, en
að mínu mati kom hún alltaf
með mjög góðar ábendingar.“
Okkur vantar fólk
,,Þeim sem lesa þetta finnst
ég kannski taka djúpt í árinni
þegar ég segi að okkur vanti
fleira fólk en þannig er það.
Það þarf að ráða í störfin sem
Vestfjarðanefndin lagði til.
Það vantar sérhæft fólk á ýmsa
vinnustaði í bænum. Það
verða miklar framkvæmdir
hér næstu árin í samgöngu-
málum, snjóflóðavörnum og
fleiru. Það er einfaldlega mik-
ið um að vera hérna og við
verðum að horfa á það sem
gerist hérna en ekki ímynda
okkur að við getum staðið í
svipuðum umsvifum og eru á
höfuðborgarsvæðinu og ná-
grenni. Það er einfaldlega ekki
samanburðarhæft vegna fólks-
mergðarinnar þar í saman-
burði við okkur.
Það er mjög gott að búa
hérna í Ísafjarðarbæ, við þurf-
um að vera duglegri að minna
okkur á það og öll tækifærin
sem við stöndum frammi fyrir.
Nýtum þau til fulls.”
– halfdan@bb.is
Unnið að átaki til atvinnusköpunar
Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar vinnur nú að því að hrinda af stað átaki í atvinnusköpun í sveitarfélaginu.
Verkefnið gengur út á að halda námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja og gera það aðgengilegra að
stofna fyrirtæki og afla hlutafjár. Væntanlegir samstarfsaðilar eru; Bolungarvíkurkaupstaður, Súðavíkur-
hreppur, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Verkalýðsfélög, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Hvetjandi, Vinnu-
málastofnun og Byggðastofnun. Atvinnumálanefnd telur nauðsynlegt að ráða sérstakan verkefnisstjóra til að
sinna verkefninu, leiða saman samstarfsaðila og vinna að því að skapa þau störf sem átakið muni leiða af sér.
Þá hefur verið óskað eftir stuðningi frá Byggðastofnun við að greiða verkefnisstjóranum laun.
Sólstafir, systursamtök Stíga-
móta á Vestfjörðum, eru nú
að undirbúa haust- og vetrar-
starfið og er ýmislegt í bígerð.
Má þar nefna frekari fræðslu í
Grunnskólanum á Ísafirði,
opið spjallkvöld öll þriðju-
dagskvöld frá kl. 20-22, hópa-
starf og einstaklingsviðtöl.
„Haustið og veturinn leggst
mjög vel í okkur. Það er margt
á dagskrá hjá okkur og hlökk-
um við mikið til að takast á
við hin ýmsu verkefni. Í sumar
höfum við tekið þó nokkur
einstaklingsviðtöl og munum
að sjálfsögðu halda því áfram.
Í fyrravetur var Sunneva
Sigurðardóttir með fræðslu í
Grunnskólanum á Ísafirði og
gekk hún vonum framar. Við
ætlum okkur að reyna að halda
áfram með þá fræðslu og
vonandi komumst við að hjá
öðrum grunnskólum hér í
kring“, segir Harpa Odd-
björnsdóttir Sólstafakona. Í
lok september fara starfskonur
á leiðbeinandanámskeið hjá
Stígamótum þar sem þær læra
að stýra sjálfshjálparhópum.
Á þriðjudagskvöldum í vet-
ur á milli kl. 20 og 22 verður
opið hús hjá Sólstöfum þar
sem öllum er boðið að þiggja
kaffi og gott spjall um það
hvernig fullorðið fólk geti
verndað börnin. „Við setjum
ábyrgðina í hendur okkur full-
orðna fólksins með að fyrir-
byggja það að börnin verði
fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Við viljum líka leggja áherslu
á að þessi spjallkvöld eru ekki
endilega ætluð til þess að ræða
um persónulega reynslu held-
ur almennt um forvarnir,
greiningu og viðbrögð við
kynferðislegu ofbeldi. Því
hvetjum við sérstaklega for-
eldra og alla þá sem vinna
með börn til að kíkja til okk-
ar“, segir Harpa.
Þess má geta að sumarið
var viðburðaríkt hjá Sólstöf-
um en félagið fékk heimsókn
frá bandaríska sendiráðinu
þann 2. ágúst og þann 10. júní
var formleg opnun á Sólstafa-
húsinu að Túngötu 12 á Ísa-
firði. Sími Sólstafa er opinn
allan sólahringinn fyrir bókan-
ir í einstaklingsviðtöl og vilja
Sólstafakonur benda á að öll-
um er velkomið að kíkja til
þeirra í spjall. – thelma@bb.is
Fjölbreytt dagskrá
hjá Sólstöfum í vetur
Spurningakeppni
sveitarfélaganna
Ólína Þorvarðardóttir, Hall-
dór Smárason og Ragnhildur
Sverrisdóttir skipa lið Ísa-
fjarðarbæjar í Spurninga-
keppni sveitarfélaganna sem
verður á dagskrá Sjónvarpsins
í haust. Menningarmálanefnd
Ísafjarðarbæjar fékk það hlut-
verk að velja í liðið, en Ríkis-
útvarpið lagði á það sérstaka
áherslu að í liðinu væri einn
frægur einstaklingur. Sá þyrfti
ekki að vera búsettur í sveitar-
félaginu heldur var aðal skil-
yrðið að viðkomandi væri
skemmtilegur og að sveitarfé-
lagið væri stolt af honum.
Ragnhildur Sverrisdóttir,
sem er blaðakona á Morgun-
blaðinu og dóttir Sverris Her-
mannssonar fyrrum þing-
manns og bankastjóra, þykir
uppfylla þessi skilyrði. Ólína
er þjóðfræðingur og fyrrver-
andi skólameistari Mennta-
skólans á Ísafirði. Halldór er
nemi við MÍ og er í Gettu
betur liði skólans. „Við reynd-
um að velja í liðið með það í
huga að í því væri ákveðin
breidd og fólk á ólíkum aldri“,
segir Ingi Þór Ágústsson,
formaður menningarmála-
nefndar. Hann bætir því við
að Sjónvarpið hafi síðan haft
úrslitavald varðandi hver var
valinn sem frægur meðlimur
liðsins.
Spurningakeppni sveitarfé-
laganna hefst 14. september
og munu stærstu sveitarfélög
landsins etja þar kappi. Um
útsláttarkeppni er að ræða og
því reynir mikið á meðlimi
keppnisliðanna að halda uppi
heiðri síns sveitarfélags.
– tinna@bb.is
Ólína Þorvarðardóttir
verður á meðal keppenda
Ísafjarðarbæjar í spurn-
ingakeppni sveitarfélag-
anna í Sjónvarpinu.