Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 11
Atvinna
Samkaup hf., og Húsfélagið Neisti aug-
lýsa eftir starfsmanni við ræstingar í Sam-
kaup úrval og sameign húsfélagsins á 1.
hæð. Um er að ræða 50% starf. Viðkom-
andi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar gefur verslunarstjóri í versl-
uninni eða í síma 456 5460.
Samkaup úrval Ísafirði.
VáVest hvetur til öflugs foreldrastarfs
Af því tilefni að grunnskólarnir og Menntaskólinn á Ísafirði hafa hafið vetrarstarf sitt vill Vá Vesthópurinn
hvetja foreldra til að vera virkir í foreldrasamstarfi. „Mikilvægt er að foreldrar séu tilbúnir til að taka að sér
ýmis hlutverk er lúta að slíku starfi s.s. í stjórn foreldrafélaga og bekkjarfulltrúa. Oft eru foreldrar ragir við
að gefa kost á sér í slík verkefni en hafa skal það í huga að allir foreldrar bera ábyrgðina í þessu sambandi.“
„Öflugt foreldrasamstarf eykur möguleika okkar, foreldra, á því að geta haft samráð um ýmis álitamál er
tengjast börnum og uppeldi. Ef erfiðleikar steðja að er gott að vera hluti af öflugu foreldrasamstarfi. Einn
af mikilvægum þáttum forvarnastarfs er öflugt óþvingað foreldrasamstarf,“ segir í tilkynningu frá hópnum.
Atvinnumálanefnd Ísafjarð-
arbæjar hefur óskað eftir því
að Upplýsingamiðstöð ferða-
mála og Markaðsstofa Vest-
fjarða komi leiðréttingum á
framfæri á merkingum í upp-
lýsingabæklingum fyrir ferða-
fólk, en borið hefur á því að
rangar upplýsingar komi fram
í bæklingnum Áning 2007.
Áslaug Jensdóttir, varafor-
maður atvinnumálanefndar,
segir að í auglýsingum og
götukorti í bæklingnum komi
fram númerarugl sem feli í
sér að auglýsingar frá Patreks-
firði eru ekki rétt númeraðar
og geti það valdið miklum
misskilningi.
„Erlendir ferðamenn átta sig
ekki á þessu, það hefur að
mér vitandi ekki enn reynt á
þetta með Íslendinga, en ef
það er farið bókstaflega eftir
númerunum mæta þeir á Patr-
eksfjörð í stað þess að mæta á
gististað á norðanverðum
Vestfjörðum, og málið kemst
jafnvel ekki upp fyrr en seint
um kvöld eða næsta dag. Í
þeim tilfellum hefur hallað á
norðanverða Vestfirði.“
Áslaug segist hafa haft sam-
band við útgefenda bæklings-
ins um leið og hún varð vör
við mistökin og baðst útgef-
andinn afsökunar. „En það
leysti ekki vandann þar sem
dreifing á bæklingnum er góð
og hann er mikið notaður,
enda mjög þægilegur og nær
yfir flesta gististaði landsins,
og er því mjög mikilvægt að
kostnaður við auglýsingarnar
skili sér á réttu staðina.“
„Þessi mistök, sem að sögn
aðstandenda voru mannleg og
seint hægt að útrýma, verða í
dreifingu fram að útgáfu næsta
bæklings, sem verður vonandi
ekki með slíkum villum“,
segir Áslaug. Áning 2007 er
gefin út á íslensku, ensku og
þýsku í 55.000 eintökum og
er dreift ókeypis á helstu við-
komustöðum ferðamanna.
Rangar upplýsingar í
merkingum fyrir ferðafólk
Farþegum skemmtiskipsins
Van Gogh var boðið upp á
óvenjulegt skemmtiatriði er
þeir heimsóttu eyna Vigur í
Ísafjarðardjúpi í síðustu viku.
Þegar líður á sumar og æðar-
fuglinn og lundinn eru flognir
frá varpstöðvum sínum með
ungana með sér, fækkar því
sem hægt er að sýna farþegum
skemmtiskipa sem fara í skoð-
unarferð inn í Vigur. Enn eru
farþegarnir leiddir um eyjuna,
þeir fræddir um sögu hennar
og náttúru, gamla myllan og
æðardúnsverkunin eru skoð-
aðar auk þess sem minnsta
pósthús á Íslandi er heimsótt.
Að göngunni um eyjuna
lokinni er sest inn í Viktoríu-
hús þar sem boðið er upp á
kaffi og heimabakað meðlæti.
Þegar farþegar Van Gogh
höfðu lokið göngu sinni í gær
beið þeirra óvænt skemmti-
atriði fyrir utan Viktoríuhús.
Einn starfsmaður Sjóferða
Hafsteins og Kiddýjar, sem
flytja gestina í eyjuna, sýndi
íslenska glímu ásamt félaga
sínum. Þeir Stígur Berg Soph-
usson og Brynjólfur Örn Rún-
arsson eru báðir félagar í Herði
á Ísafirði og varð því ekki
skotaskuld úr því að glíma
fyrir gestina. Stígur er glímu-
kóngur Vestfjarða og að glímu
lokinni fræddi hann ferða-
mennina um uppruna glím-
unnar og sögu og þeir félagar
sýndu hin ýmsu brögð sem
notuð eru í sókn og vörn.
Ferðamennirnir létu síðan
spurningum rigna yfir þá
félaga, enda vakti sýningin
mikla athygli þeirra. Ekki var
annað að sjá en að fólkið hafi
skemmt sér konunglega og
uppskáru þeir Stígur og Bryn-
jólfur mikið lófaklapp að sýn-
ingu lokinni.
– tinna@bb.is
Glímt fyrir skemmti-
skipafarþega í Vigur
Glímusýningin vakti mikla lukku meðal ferðamannanna. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.