Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 7
HG er níunda kvótahæsta útgerðin
Hraðfrystihúsið Gunnvör er níunda kvótahæsta útgerðin á landinu og sú kvótahæsta á Vestfjörðum.
Fyrirtækið er með um 9.540 þorskígildistonn. Á síðasta ári hafði fyrirtækið yfir að ráða 10.200
tonnum. Önnur kvótahæsta útgerðin á Vestfjörðum er Oddi á Patreksfirði, í 34. sæti á landsvísu, með
1.900 þorskígildistonn og fast á hæla hans kemur Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík með um 1.700
þorskígildistonn í 31. sæti. Flaggskip HG frystitogarinn Júlíus Geirmundsson er kvótahæst vestfirskra
skipa með rúm 5.200 þíg.tonn, því næst kemur togarinn Páll Pálsson með 3.600 tonn, svo Núpur á
Patreksfirði með tæp 2.000 og Þorlákur ÍS frá Bolungarvík er fjórða kvótahæsta skipið með 1.700 tonn.
Mennirnir tóku sig óneitanlega vel út við hlið jeppanna; Þorfinnur Þorvaldsson, Gunnar Þór Sigurðsson,
Einar Halldórsson, Stefán Örn Stefánsson og Páll Önundarson. Myndir tók Páll Önundarson og Pétur Björnsson.
Jeppaferð til Djúpavíkur
Hópur jeppaeigenda á Vest-
fjörðum fóru í leiðangur um
Strandir dagana 25. og 26.
ágúst. Að sögn Páls Önundar-
sonar, jeppakalls, var þetta frá-
bær ferð um fallega fjallvegi í
blíðskaparveðri.
„Við höfðum lengi talað um
að fara þessa ferð og létum
núna bara verða af því. Við
vorum á átta bílum. Uppruna-
lega voru það eigendur Mer-
cedes Benz jeppa, eða G-
Benz, sem ætluðu í ferðina en
svo fengu fjórir Toyota jeppar
að fylgja með. Í ferðina fóru
Björn Finnbogason, Jóhann
Snæfell Guðjónsson, Gunnar
Þór Sigurðsson, Einar Hall-
dórsson, Pétur Björnsson,
Stefán Örn Stefánsson, Þor-
finnur Þorvaldsson auk mín
og svo hittum við Hinrik Jó-
hannsson og Sigríði Ástu
Guðjónsdóttur á Hólmavík en
þau komu frá Reykjavík.“
Ferðin hófst á Ísafirði og
ekið var til Hólmavíkur þar
sem farið var yfir fjallveg sem
liggur frá Bjarnarfjarðarhálsi
yfir í Ingólfsfjörð. Þaðan var
ekið til Djúpavíkur þar sem
gamla síldarverksmiðjan var
skoðuð undir leiðsögn verts-
ins á Hótel Djúpavík. Skiljan-
lega vakti það mikla athygli
mannanna að þar eru margir
gamlir bílar geymdir. Einnig
vakti gamalt skip M/S Suður-
land athygli ferðalanganna en
það á sér merka sögu í Djúpu-
vík og þjónaði hlutverki ver-
búðar eitt sinn.
„Við skoðuðum margt og
mikið á ferð okkar og segja
myndirnar allt sem segja þarf.
Við komum svo heim ánægðir
með ferðina og ætlum að fara
í enn stærri ferð á næsta ári,“,
segir Páll Önundarson, jeppa-
karl og áhugaljósmyndari í sam-
tali við blaðið. Haldið var í fylkingu um fagra fjallavegi.
Sú hugmynd er komin fram
hjá Leið ehf. að þvera Hrúta-
fjörðinn og beina umferð milli
Suðvestur- og Norðurlands
um Laxárdalsheiði. Í pistli á
heimasíðu Leiðar segir að það
sé mat Leiðar að margt bendi
til að leiðin um Vestfjarðaveg,
Laxárdalsheiði og yfir Hrúta-
fjörð gæti verið heppilegasta
leiðin fyrir slíkan veg til að
tengja Suðvestur- og Norður-
lands en ekki leiðin um Holta-
vörðuheiði sem nú er aðal-
leiðin þarna á milli. Þótt fyrr-
nefnda leiðin verði lítið eitt
lengri en leiðin um Holta-
vörðuheiði hefur hún þá tvo
ótvíræðu kosti að hún mun
liggja mun neðar og nýtast
8.000 manns fleiri, þ.e. öllum
íbúum og vegfarendum um
Dali og Vestfirði. Allt er þetta
þó undir því komið að Hrúta-
fjörður verði þveraður á móts
við Reykjaskóla en ekki á
flatlendinu inni í botni fjarðar-
ins eins og nú er áformað, en
með þverun við Reykjaskóla
mætti jafnframt stytta umtals-
vert leið milli byggða sín
hvors vegar við Húnaflóa svo
og milli Vestfjarða og Norð-
urlands vestra, byggðunum
þar til styrkingar.
Þörf er gagngerrar endur-
nýjunar vegarins milli Búðar-
dals og Bröttubrekku auk þess
sem vegurinn um Laxárdals-
heiði er að mestum hluta gam-
all malarvegur. Huga þyrfti
að uppbygginu veganna á
þessari leið til að þeir uppfylli
nútímakröfur með það í huga
að þetta yrði aðalleið í fram-
tíðinni. Það er mat Leiðar að
sú uppbygging gæti vel átt sér
stað í einkaframkvæmd. Segir
í pistlinum að það sé full þörf
á ítarlegum athugunum á kost-
um þessarar leiðar áður en
ráðist verður í kostnaðarsamar
framkvæmdir í Hrútafjarðar-
botni sem gera þennan kost
óraunhæfan, a.m.k. næsta
árin.
Leið ehf. var stofnað þann
1. desember 2001 Bolungar-
vík. Félaginu er ætlað að beita
sér fyrir framþróun í sam-
göngum á landi með því m.a.
að annast fjármögnun og eftir
atvikum gerð og rekstur vega
og annarra samgöngumann-
virkja.
– smari@bb.is
Vill þvera Hrútafjörð og byggja
upp veginn um Laxárdalsheiði
Frá vinstri: Björn Finnbogason, Jóhann Snæfell Guðjónsson, Gunnar Sigurðsson,
Einar Halldórsson, Pétur Björnsson, Stefán Örn Stefánsson, Þorfinnur Þorvaldsson.
Ferðalangarnir nutu hinnar stórbrotnu vestfirsku náttúru
á ferð sinni. Hér sést yfir Trékyllisvík.