Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 20076 Utangarðs Ritstjórnargrein Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, tinna@bb.is – Smári Karlsson, sími 866 7604, smari@bb.is · Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, halfdan@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Fegurðarsamkeppni karla í Tívolí Á þessum degi fyrir 57 árum Slysavarnadeildin Ingólfur í Reykjavík efnir til fegurðarsam- keppni karla í Tívolígarðinum n.k. sunnudag til ágóða fyrir fjölþætta starfsemi sína. Keppt verður um titilinn „Íslending- urinn 1957“. Er þetta í fyrsta skipti sem slík samkeppni fer fram hérlendis en víða annars staðar í heiminum er slík keppni árlegur og vinsæll viðburður. Má geta þess, að hinn kunni lík- amsræktarfrömuður Charles Atlas, sem margir kannast við hér á landi, hefir borið sigur af hólmi í slíkri alþjóðakeppni. Nú hyggst slysavarnardeildin Ingólfur beita sér fyrir þessu ný- mæli hér á landi, í trausti þess að Reykvíkingar fjölmenni í garðinn og geri með því hvort tveggja í senn að velja réttilega þann, sem verður er sigurs og efla um leið með komu sinni starfsemi deildarinnar. Þátttakendur eru úr Reykjavík og víðar að af landinu, vaskir og glæsilegir menn. Nýleg skýrsla Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfestir að tvö landsvæði hafa setið eftir með afgerandi hætti þegar skoðaður er hagvöxtur einstakra landshluta á árunum 1998 til 2005. Annars vegar Norðurland vestra, þar sem hagvöxtur var neikvæður um 9% og hins vegar Vestfirðir, þar sem neikvæðnin mældist 3%. Önnur svæði voru með jákvæðan hagvöxt þótt ekki næðu þau öll landsmeðaltali. Höfuðborgarsvæðið, með 53% hagvöxt, og Austurland með 51% standa upp úr líkt og turnarnir tveir forðum. Þenslan á höfuðborgarsvæðinu kemur ekki á óvart. Fyrir austan er hagvöxturinn einkum rakinn til mikillar bygging- arstarfsemi. Á öðrum jákvæðum landshlutum er ljóst að atvinnutækifærin skipta höfuðmáli. Þannig er árangurinn á Vesturlandi sagður að miklu leyti stafa af álveri Norðuráls á Grundartanga. Þótt ljóst þyki að draga muni úr hagvexti fyrir austan er fram líða stundir, er líklegt að uppsveiflan verði að einhverju leyti varanleg vegna þeirrar miklu upp- byggingar sem þar hefur hátt sér stað. Vestfirðingar hafa löngum kvartað yfir lélegum samgöng- um, bæði innan fjórðungsins sem og við aðra landshluta. Sem dæmi um réttmæti krafna þeirra má nefna að nú fyrst rúmum þremur áratugum eftir að hringvegurinn (hvar Vest- firðir voru utangarðs) var opnaður, hyllir loks undir vegi með bundnu slitlagi, sem tengja kjálkann við ,,meginlandið“. Hið sama verður ekki sagt um Norðurland vestra. Þar verð- ur slæmum samgöngum vart kennt um ástandið. Vandinn þar snýr miklu frekar að atvinnulífinu. Allar götur síðan ríkisstjórn Íslands ákvað að stuðla að eflingu tiltekinna byggðakjarna á landsbyggðinni hefur verið hamrað á því, að ef unnt ætti að vera að snúa við þeirri óheilla þróun sem átt hefur sér stað á Vestfjörðum yrði markvisst að efla atvinnulífið og auka fjölbreytni þess. BB hefur ítrekað kvatt bæjaryfirvöld til að beita öllum ráðum til að laða fyrirtæki til bæjarins, samhliða því sem stutt yrði við bakið á hverjum sprota, sem hér skyti rótum. Því miður hef- ur hallað á hinn veginn. Nægir þar að nefna dapurlegt brott- hvarf Póls, hátækniiðnaðar sem hér hafði þróast um árabil. Fram til þessa hefur umræðan um sókn á nýjum miðum mikið snúist um háskóla á Vestfjörðum. Margvísleg rök hafa verið færð fyrir því að slíkur skóli gæti skipt sköpum um viðsnúning. Nægir í því sambandi að benda á þvílík lyftistöng háskólar hafa orðið byggðarlögum þar sem slíkum menntastofnunum hefur verið komið á fót. Ótal tækifæri eru fyrir hendi til að hefja veg og virðingu Vestfjarða til fyrra horfs. Til þeirra hluta þarf fjármagn og áræði, en þó fyrst og síðast trú á að hér geti blómstrað öflugt og fagurt mannlíf. Vestfirðingar geta ekki með neinu móti sætt sig lengur við að vera utangarðs. s.h. Ástarvikukartafla kemur upp úr moldinni Áhrifa nýliðinnar Ástarviku í Bolungarvík gætir víða og greinilegt er að ástúðin og umhyggjan sem umvefja bæinn þessa viku í ágúst hafa sterk áhrif á umhverfið. Svo virðist sem jarðvegurinn í bænum sé farinn að halda merki ástarinnar á lofti en íbúi við Hlíðarstræti fékk óvæntan glaðning um daginn þegar hann var að taka upp kartöflur í soðið í garðinum sínum. Falleg hjartalaga kartafla kom upp úr moldinni, líkt og til að minna á ástina og kærleikann. Bolvíkingar taka sér ýmislegt fyrir hendur í Ástarvikunni, fara í bílabíó, lautarferðir og á tónleika, auk þess sem þeir vinna hörðum höndum að því að fjölga Bolvíkingum. Nú er mál manna í Víkinni að hefja eigi ræktun á hjartalaga kartöflum til að setja á markað fyrir næstu Ástarviku. Hlutarfjársöfnun Eyrarkláfs ehf. er hafin. Úlfar Ágústsson, einn forsvarsmanna félagsins, segir að markmiðið núna sé að safna tveimur milljónum króna til að kaupa og koma fyrir veðurstöðvum í Eyrar- fjalli til að rannsaka veðurfar. Hægt er að velja milli tveggja leiða í hlutafjárkaupum í fé- laginu. Annars vegar er hægt að kaupa hlutafé á hálfvirði, eða á genginu 0,5. Hins vegar er hægt að gerast hluthafi með því að leggja fé inn á bundin reikning í Sparisjóði Vestfirð- inga. Reikningurinn er í vörslu sparisjóðsins og peningarnir ekki notaðir nema til verksins komi. Verði ekkert úr áform- unum fá hluthafar endurgreitt. Úlfar segir að ef það náist ekki að koma veðurstöðvum fyrir í fjallinu fyrir lok septem- ber muni öll framvinda tefjast um eitt ár. „Það er ekkert enn- þá sem segir okkur að ekki sé hægt að reisa kláf í hlíðum Eyrarfjalls. Það er búið að tala við opinbera aðila sem sinna eftirlitsskyldu og ekkert kom- ið fram sem er tilefni til svart- sýni“, segir Úlfar. Mannvirkin sem fylgja þessu eru mikil. Til dæmis þarf að reisa geym- slu á fjallinu undir kláfana sem ferja farþega á fjallið en þeir verða sextán talsins. „Það eru margir möguleikar sem opnast verði þetta að veruleika. Nú er til dæmis teiknistofa í Reykjavík að teikna lúxushótel á Gleiðar- hjalla“, segir Úlfar. Hann segir að komist veðurstöðvarnar upp í haust verði farið í hönn- unarvinnu á undirstöðum og aðgengi að kláfnum í vor. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Eyrarkláfs, www. eyrarklafur.com. – smari@bb.is Hlutafjársöfnun Eyrarkláfs hafin Leit að heitu vatni í Skut- ulsfirði og sundlaugamál Í málefnasamningi B- og D- lista segir um leit að heitu vatni: ,,Leitað verði að heitu vatni í Skutulsfirði í samstarfi við Orkubú Vestfjarða og orkusjóð Orkustofnunar.” Yfirlýsing iðn- aðarráðherra Í tengslum við Vestfjarða- skýrsluna margumtöluðu og svokallaðar mótvægisaðgerð- ir hefur verið rætt um að út- vega fjármagn svo Orkubú Vestfjarða geti haldið áfram leit að heitu vatni í Skutuls- firði. Í þessu sambandi er mjög ánægjulegt að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra og ráðherra byggðamála hefur gefið út þá yfirlýsingu að aukið fjármagn verði sett í jarðhitaleit á Vestfjörðum. Þessi yfirlýsing þýðir að Orkubú Vestfjarða getur und- irbúið nýtt átak í leit að heitu vatni í Skutulsfirði. Miklar líkur á að heitt vatn finnist Finnist heitt vatn, sem mikl- ar líkur eru taldar á, mun það bæta verulega búsetuskilyrði okkar og auka lífsgæði. A.m.k. er það raunin á þeim svæðum sem eru með hitaveitur því heitt vatn úr jörðu gefur alveg nýja möguleika á nýtingu hvort sem það er hjá sveitar- félaginu, heimilum eða fyrir- tækjum. Heitt vatn úr jörðu hefur líklega áhrif á nýtingu orkunn- ar frá Funa en sú orka er seld sem ótrygg orka til Orkubús Vestfjarða sem nýtir það til að hita Holtahverfið að tölu- verðum hluta. Mögulegt yrði þá að nýta orkuna frá Funa í annað t.d. iðnaðarstarfsemi. Reyndar verður að hafa í huga að varaafl þarf fyrir Funa því starfsemin stöðvast af og til eins og bæjarbúar þekkja. Engu að síður geta opnast þarna ný tækifæri í atvinnulífinu og/ eða fyrir Ísafjarðarbæ t.d. vegna hitunar á sundlaug með varaafli frá Orkubúi Vest- fjarða eða eigin varaafli. Framkvæmdir Miklar framkvæmdir standa yfir á vegum Ísafjarðarbæjar í ár og hefur reyndar verið á undanförnum árum. Fjárhags- áætlun gerir ráð fyrir því að framkvæma fyrir 322 milljón- ir kr. í ár. Þar af er stærsta ein- staka framkvæmdin viðbygg- ing við Grunnskólann á Ísa- firði. Ekki er hægt að gera allt í einu og reyndar ótrúlegt hvað tekist hefur að vinna mörg framkvæmdaverkefni í Ísa- fjarðarbæ undanfarin ár. Stund- um heyrist að ekkert sé verið að vinna í því stefnumáli meirihlutans að byggja sund- laug á Torfnesi en það er ekki rétt og vert að minna á að ein- ungis er liðið eitt ár af fjögurra ára kjörtímabili. Undirbúningsvinna vegna sundlaugar ar vonir við að mögulegt verði að fara í nýjar stórar fram- kvæmdir. Í málefnasamningi B- og D-lista segir um sundlauga- málin: ,,Unnið verði að þátt- töku Ísafjarðarbæjar í verkefni um byggingu íþróttamið- stöðvar með sundlaug á Ísa- firði. Þátttaka bæjarins verði í formi leigu á sundlaugar- mannvirkjum en aðrir hlutar mannvirkisins í einkarekstri. Miðað er við að leigu- og rekstrarkostnaður standist þær forsendur að núverandi rekstr- arkostnaður við Sundhöllina á Ísafirði að viðbættum aukn- um tekjum standi undir leigu- kostnaði. Reiknað verði með þeim kostnaði sem hlýst af flutningi íþróttamannvirkja sem fyrir eru og hugsanlegum kostnaði vegna flutnings skólabarna í sundkennslu.” Eftir úttekt verkfræðings hefur komið í ljós að forsendur um kostnað sem nefndar eru í málefnasamningnum eru aðr- ar en þar er reiknað með. Það þýðir að nálgast þarf viðfangs- efnið, byggingu sundlaugar á Torfnesi, með öðrum hætti en reiknað er með í málefna- samningnum. Markmiðið er áfram að koma upp bættri að- stöðu fyrir keppnisfólk í sundi og góðri aðstöðu fyrir fjöl- skyldur og ferðafólk með sam- bærilegum hætti og best þekk- ist víða annars staðar um land- ið. Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar. Síðasta haust réði Ísafjarð- arbær verkfræðing til að vinna undirbúningsvinnu vegna byggingar sundlaugar á Torf- nesi. Honum var einnig falið að bera saman tilboð sem þá hafði borist frá Eyrarsteypu vegna byggingar og rekstrar sundlaugar, laugarhúss og lík- amsræktaraðstöðu á Torfnesi. Verkfræðingurinn leitaði til íþróttahreyfingarinnar í sam- starfi við íþrótta- og tóm- stundafulltrúa Ísafjarðarbæjar til að vinna ákveðna þarfa- greiningu og forgangsröðun. Kostnaður, framkvæmdir Eftir þessa vinnu liggja fyrir upplýsingar um hver kostnað- ur við byggingu nýrrar sund- laugar með góðu útisvæði og líkamsræktarstöð verður. Við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 verða þessar upplýs- ingar notaðar til að bæjarstjórn geti áttað sig á því hvernig for- gangsraða skal framkvæmd- um á árinu 2008. Á því ári er ætlunin að ljúka glæsilegri byggingu við Grunnskólann á Ísafirði og þess vegna bundn-

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.