Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 9 „Það lá fyrir að sparnaðurinn myndi taka lengri tíma en áður var talið. Það lá einnig fyrir að þannig séð væri lítill munur á deildarstjórastöðu og stöðu aðstoðarskólastjóra II. Ég ræddi við Jónu sem hafði strax í upphafi verið boðin staða deildarstjóra og við urðum sammála um að lítill munur væri á þess- um stöðum. Á þeim fundi mínum bauð ég henni stöðuna á sömu launum og hún hafði haft sem að- stoðarskólastjóri. En hún hafði þá gert ýmsar áætlanir og ákvað eftir umhugsun að þiggja ekki stöðuna.“ nna fyrir alla! unum. Þá eru fleiri hugmyndir í vinnslu, eins og til dæmis að flytja Innheimtustofnun sveit- arfélaga vestur og hugmyndir um sameiningu Orkubús Vest- fjarða og Rarik með höfuð- stöðvar á Ísafirði.“ – En gæti sú sameining ekki komið í bakið á okkur? Gætu störf ekki einmitt flust í burtu við slíka sameiningu? „Ef það myndi gerast væri það til marks um það að stjórn- völd meini ekkert með því sem þau segja. En ég trúi því að það sé einhver meining á bak við þeirra orð, og mér finnst að allar þessar framkvæmdir í vegamálum og öðru sýni að þetta eru ekki bara orðin tóm.“ – En vatnsverksmiðja á Ísa- firði, nú hefur þú verið í við- ræðum sem virðast ekki þola dagsljósið. Hvernig þróast það mál? „Þeir menn sem ég hef verið í viðræðum við mig hafa ósk- að eftir trúnaði. Í raun get ég ekki sagt mikið meira en ég hef sagt hingað til. Ég hef áður verið í viðræðum við að- ila út af sama máli, en mér finnst þessi hópur fjárfesta vera öflugri en aðrir. Núna vill fulltrúi þessa hóps skrifa undir viljayfirlýsingu þess efnis að þeir fái 18 mánuði til að vinna áfram að málinu, án þess við förum á sama tíma að semja við einhvern annan. Á móti þurfa þeir eftir 3 mánuði og aftur eftir 6 mánuði að gefa upp hver staðan er, svo það líði ekki 18 mánuðir án þess að nokkuð gerist.“ Það er margt jákvætt að gerast – Svo við ræðum aðeins um ímyndarmál bæjarins og svæðisins alls. Nú hafa nei- kvæðar fréttir verið yfirgnæf- andi að vestan síðasta árið að minnsta kosti. Er þetta eitt- hvað sem bæjaryfirvöld geta og eiga að reyna að breyta? Á bærinn að leggja einhverja peninga í herferðir til að bæta ímynd svæðisins? „Fréttir af atvinnulífinu hafa verið mjög slæmar undanfarin misseri og þar hafa verið að koma upp erfiðleikar. Einnig hefur verið erfitt að ráða fólk í þessi sérhæfðu störf, sem er náttúrlega alls ekki nógu gott. En á sama tíma hafa verið jákvæðar fréttir af öðrum hlut- um, til dæmis varðandi ferða- þjónustuna og ýmis uppátæki og hátíðir eins og Aldrei fór ég suður og Mýrarboltann. Svo fáum við reglulega upp- byggilegar fréttir af 3X- Technologi sem alltaf virðist geta bætt við sig fólki og gerði nýlega samning við Mennta- skólann, þar sem nemendur eru núna fleiri en í fyrra. Svo má nefna jákvæðar fréttir í vegamálum og nýbyggingum á svæðinu. Ég get líka nefnt hugmyndir sem verið er að skoða varðandi byggingu leigu- íbúða í bænum vegna þess að 85 nýjum störfum fylgir fjöldi fólks sem þarf húsnæði. Einn- ig vegna þess að háskólastarf- semin er að aukast og það þarf að hugsa húsnæðismálin í tengslum við það líka. Að maður tali ekki um íbúðir fyrir aldraða, byggingu hjúkrunar- heimilis o.fl. sem stendur til. Ég er alveg sannfærður um að sveitarfélagið á að vinna að einhverri ímyndarherferð. Hún verður bara að vera hóf- stillt. Eitt sem við getum gert, og ég hef nýverið lagt til í bæjarráði, er að halda aðra atvinnuvegasýningu. Við héld- um tvær slíkar sýningar á sín- um tíma, þegar mjög dimmt var yfir svæðinu, áföll í at- vinnulífi höfðu verið mikil og tíð og snjóflóðin nýafstaðin. Þegar fyrirtækin komu saman og sýndu hvað þau voru að gera, þá var eins og það losn- aði einhver kraftur úr læðingi. Mér finnst mjög mikilvægt að halda svona sýningu. Þá sjáum við allt það sem ferða- þjónustan er að gera, sjáum hvað smáframleiðslufyrirtæk- in eru að gera eins og t.d. Villimey á Tálknafirði og Vestfjarðakjötið á Patreks- firði, hvað sjávarútvegsfyrir- tækin eru að gera í fiskeldi og nýjum framleiðslugreinum og hvað verktakar á svæðinu hafa verið að gera. Þetta myndi lyfta okkur á hærra plan, ég er alveg sannfærður um það.“ Margt í umhverf- inu hefur batnað – En hvað viltu ganga langt í þessari markaðssetningu? Viltu gera eins og sum sveitar- félög og leggja peninga í að auglýsa í sjónvarpi og blöð- um? „Ég væri alveg til í að skoða það. Það þarf peninga til að búa til peninga og þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða. Við þurfum að segja okkur sjálfum og þeim sem eru í kringum okkur að þrátt fyrir að það hafi verið erfið- leikar þá ætlum við að vinna okkur út úr þeim og takast á við þá. Hér er fullt af tækifær- um.“ – Nú hafa gagnrýnisraddir sagt að þó verið sé að vinna í hlutunum, þá gerist allt á hraða snigilsins og miklu hægar en í öðrum sveitarfélögum. Menn hafa bent á Keflavík í þessu samhengi, en um leið og amer- íska setuliðið pakkaði saman og fór, réðust menn í það að byggja upp á mettíma stórt þorp í byggingunum sem voru á vellinum. Hvernig fara þeir að því að gera þetta á svona miklum hraða? „Fyrir það fyrsta þá erum við á rúmlega 5.000 manna svæði hérna á norðanverðum Vestfjörðum, en Keflavík er í jaðrinum á 170.000 manna svæði. Það sem þeir gerðu var að bjóða ódýrustu náms- mannaíbúðir á landinu þar sem herinn var áður, og bjóða upp á strætóferðir milli Kefla- víkur og Reykjavíkur. Við- skiptavinirnir koma alls staðar að af landinu, fólk sem ætlar í nám á höfuðborgarsvæðinu og sér þetta sem vænlegan kost. Keflvíkingar eru einfald- lega í allt annarri stöðu og mjög erfitt að bera þetta sam- an. Hér er allt minna í sniðum og færra fólk. Í Reykjanesbæ einum búa fleiri en á öllum Vestfjörðum. En ég bendi á það að að- stæður fyrir atvinnulíf í Ísa- fjarðarbæ eru ágætar. Hús- næðiskostnaður er lægri en víða annars staðar, vatnsgjöld eru mjög hófleg, og öll þjón- usta er mjög góð miðað við stærð samfélagsins. Svo bendi ég á að við höfum verið að skapa atvinnu. Á veg- um bæjarins eru framkvæmdir í ár fyrir 322 milljónir sam- kvæmt fjárhagsáætlun. Þetta skiptir miklu máli fyrir stóran hóp manna.“ – En er svona framkvæmda- gleði eitthvað sem bærinn get- ur haldið úti til langs tíma? „Við erum náttúrlega í átaki núna. Fyrir daga þessa átaks var verið að framkvæma fyrir örfáa tugi milljóna á hverju ári. En núna erum við að byggja skóla, leggjum áherslu á gatnaframkvæmdir og erum sífellt að fegra bæinn. Svo má benda á að átaksverkefni á vegum bæjarins hefur skilað hingað 17 þúsund farþegum skemmtiferðaskipa.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.