Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Hagnaður Sparisjóðs Vest- firðinga nam 822 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er meira en hagn- aður sparisjóðsins var á öllu síðasta ári, en þá var hagnað- urinn rétt rúmar 800 milljónir króna. Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs var hagnaður SPVF 217 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár bankans var 84,0% samanborið við 37,7% arð- semi á sama tímabili á árinu 2006. Hreinar vaxtatekjur lækka um tvær millj. kr. frá fyrra ári og nema nú 104 millj. kr. Hreinar rekstrartekjur námu 1.323 millj. kr. og hækka um 786 millj. kr. frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður á tíma- bilinu nemur 232 millj. kr. og hækkar um 32 millj. kr. frá fyrra ári. Virðisrýrnun útlána nam 101 millj. kr. og hækkar um 19 millj. kr. frá fyrra ári. Heildareignir námu 11.546 millj. kr. og hafa aukist um 13% frá árslokum 2006. Útlán til viðskiptamanna námu 7.035 millj. kr. og hafa aukist um 4% á árinu. Innlán námu 5.333 millj. kr. og jukust um 6% á tímabilinu. Eigið fé nam 3.115 millj. kr. í lok tímabils- ins og eykst um 34% á tíma- bilinu. Eiginfjárhlutfall sjóðs- ins í lok júní var 14,0% en það var 12,0% í árslok 2006, að því er segir í tilkynningu. Þetta er í fyrsta sinn sem árshlutauppgjör Sparisjóðsins er byggt á alþjóðlegum reikn- ingsskilastöðlum, IFRS. Við innleiðingu staðlanna hækk- aði eigið fé sjóðsins um 512 millj.kr. Samanburðarfjár- hæðum vegna ársins 2006 hefur verið breytt til samræm- is við nýjar reikningsskilaregl- ur. Innleiðing IFRS leiðir til breytinga bæði á mati eigna og skulda svo og framsetningu á rekstrar- og efnahagsreikn- ingi sparisjóðsins. Rekstur Sparisjóðs Vest- firðinga hefur gengið vel fyrstu sex mánuði ársins og er hagn- aðurinn umfram áætlanir. Sjóðurinn skilaði 822 millj. kr. hagnaði á tímabilinu, en umtalsverð hækkun varð á verðbréfum sjóðsins. Sú verð- lækkun sem varð á verðbréfa- eign sjóðsins eftir lok reikn- ingstímabilsins er nú að mestu gengin til baka. Stjórnendur sparisjóðsins gera ráð fyrir að afkoma fyrir árið í heild verði góð þó svo ekki sé gert ráð fyrir sömu hækkunum á verðbréf- um sjóðsins á seinni hluta ársins. Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga eykst Bæjarráð Ísafjarðar- bæjar hefur samþykkt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að fjár- magna nýbyggingu Grunn- skólans á Ísafirði að fjárhæð 2 milljónir evra sem jafngildir um 190 milljónum íslenskra króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfé- lagsins og verða tvær afborgarnir greiddar ár- lega. Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðar- bæjar hefur verið veitt fullt og ótakmarkað um- boð til þess fyrir hönd Ísafjarðarbæjar að undir- rita lánssamninginn við Lánasjóð sveitarfélaga, sem og til þess að mót- taka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og til- kynningar sem tengjast lántökunni. Í fjárhags- áætlun ársins 2007 er gert ráð fyrir að taka lang- tímalán að fjárhæð 195 m.kr. sem nú er tilbúið til útborgunar. – thelma@bb.is Tekur tvær milljónir evra að láni Ísafjarðarbær tekur 190 milljón króna lán til að fjármagna ný- byggingu Grunnskól- ans á Ísafirði. Vestfirsk skip fá úthlutað 8,6% af heildaraflamarki ís- lenskra fiskiskipa. Fiskistofa hefur sent út tilkynningu um aflaheimildir á fiskveiðiárinu sem hefst þann 1. september og er aflamark og krókaafla- mark íslenskra fiskiskipa 301.307 þorskígildistonn. Vestfirsku skipin sem fá út- hlutað aflamarki á grunni afla- hlutdeilda við upphaf fisk- veiðiársins eru 121 talsins og er aflamark og krókaaflamark þeirra um 25.955 þorskígildis- tonn. Þar af eru krókaafla- marksbátar með 7.439 þorsk- ígildistonn. Skuttogarinn Júlíus Geir- mundsson frá Ísafirði fær út- hlutað langmest, eða um 5.126 þorskígildistonnum. Næst- mest fær Páll Pálsson frá Hnífsdal, um 3.610 þorskígild- istonn. Langflestir bátanna eru í Bolungarvík, eða 24 talsins. 14 eru frá Patreksfirði, 11 frá Tálknafirði og 11 frá Ísafirði. Júlíus Geirmundsson ÍS-270. Vestfirsk skip fá 8,6% af heildaraflamarki Íslandsleikar Special olym- pics voru haldnir á Ísafirði um helgina og tóku um 30 aðkomumenn og 8 heima- menn þátt í leikunum. Keppni hófst að kvöldi föstudags þeg- ar dregið var í lið í knatt- spyrnu, en degi síðar var keppt í frjálsum íþróttum; 100 metra hlaupi, kúluvarpi og lang- stökki. Leikunum lauk svo með fótboltaleik milli höfuð- borgarsvæðis og landsbyggð- ar og fóru leikar 6-1, höfuð- borgarsvæðinu í vil. „Þetta gekk bara mjög vel og við vorum heppin með veður á föstudagskvöldinu, en á laug- ardag var rosalega blautt“, segir Harpa Björnsdóttir, for- maður íþróttafélagsins Ívar og skipuleggjandi leikanna. „Það voru allir rosalega ánægðir, en margir keppenda voru að koma til Ísafjarðar í fyrsta sinn.“ Harpa segir að móttökur einstaklinga og fyrirtækja í bænum hafi verið til fyrir- myndar. „Við fengum svaka- lega góðar móttökur alls stað- ar þar sem við báðum um styrki. Magnús Hauksson í Tjöruhúsinu gaf okkur súpu á föstudagskvöldi, Bakarinn gaf okkur kringlur og brauð og Vífilfell Svala og Kók. Síld & Fiskur gaf allt kjötið í grill- veisluna í Skíðaskálanum í Tungudal. Þá keyrði Trausti í Stjörnubílum okkur upp í Skíðaskála og til baka, okkur að kostnaðarlausu. Við erum mjög þakklát fyrir þetta og þeir keppendur sem komu annars staðar að voru alveg orðlausir yfir þessum móttök- um“, segir Harpa Björnsdóttir formaður Íþróttafélagsins Ív- ars. – halfdan@bb.is „Orðlausir yfir móttökunum“ Keppendur í knattspyrnuleik milli höfuðborgar og landsbyggðar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.