Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 3
Áformsyfirlýsing-
in í heild sinni
Undirritaðir aðilar, bæjarstjórinn á Ísafirði, f.h. Ísafjarðarbæjar, kt.
540596-2639, Hafnarstræti 1, Ísafirði, annars vegar og Brúarfoss ehf.,
kt., 430407-0820, Hegranesi 28, Garðabæ, hins vegar, hafa í tilefni af
fyrirhuguðum viðræðum sínum um sölu Ísafjarðarbæjar á fersku vatni
til Brúarfoss ehf., undirritað meðfylgjandi yfirlýsingu um áform sín
varðandi þær viðræður.
1. gr.
Brúarfoss ehf. hefur um nokkurra missera skeið unnið að undirbúningi
á útflutningi, átöppun og markaðssetningu á fersku vatni úr vatnsbóli
Ísafjarðarbæjar og leitað af því tilefni eftir viðræðum við bæinn um
kaup á tilteknu magni af vatni, umfram vatnsnýtingarþörf vatnsveitunnar
og aðrar skyldur og skuldbindingar vatnsveitu sveitarfélagsins, á hverjum
tíma, sbr. lög um vatnsveitur sveitarfélaga, nú lög nr. 32/2004. Til þessa
áformar félagið að reisa átöppunarverksmiðju við höfnina á Ísafirði
ásamt öðrum mannvirkjum sem þarf til átöppunar, áfyllingar og birgða-
halds vatns til útflutnings og hyggst því sækja um aðstöðu til þessara
hluta. Bænum er þetta ljóst og að þetta þarf að vinna saman til að af
áforminu geti orðið.
2. gr.
Í viðræðum aðila verður leitast við að gera samning milli þeirra um
forgangsrétt Brúarfoss ehf. til tiltekins magns vatns frá Ísafjarðarbæ,
sem væri umfram vatnsþörf í sveitarfélaginu og hann væri aflögufær
með, að teknu tilliti til skyldna og skuldbindinga vatnsveitu sveitarfélags-
ins á hverjum tíma. Í því sambandi er miðað við að vatnsafhending
bæjarins raski ekki á neinn hátt öryggi vatnsveitu sveitarfélagsins.
Í samningi aðila yrði m.a. kveðið á um skilmála vatnsafhendingar og
afhendingarstað, nauðsynlegar framkvæmdir sem ráðast þyrfti í, kostnað
við uppsetningu búnaðar, lóð undir átöppunarverksmiðju, hafnarfram-
kvæmdir og flutningsleiðir, sem nauðsynlegar eru til að annast vatns-
flutninginn.
3. gr.
Aðilar munu leitast við að ná samkomulagi um endurgjald fyrir
vatnið, sem um yrði samið. Skal það taka mið af gjaldskrá Ísafjarðarbæjar
og lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, sem í gildi eru á hverjum tíma,
nú lög nr. 32/2004 og reglugerðum settum samkvæmt þeim, eftir því
sem nánar kynni að vera um samið.
Aðilar munu leitast við að ná samkomulagi um ákvæði um endur-
skoðun endurgjalds fyrir vatnið með tilteknu millibili og um þau atriði
sem slík endurskoðun tæki mið af, þ.m.t. verðlagsviðmiðanir o.s.frv.
4. gr.
Aðilar munu í eftirfarandi viðræðum sínum leitast við að ná samkomu-
lagi um samningstíma, þ.e. þann tíma sem Brúarfoss ehf. nyti forgangs-
réttar til umframvatns í Ísafjarðarbæ, en í því sambandi er ráðgert að um
langtímasamning yrði að ræða með viðeigandi fyrirvörum um breyttar
eða brostnar forsendur. Fram hefur komið að Brúarfoss ehf. óskar eftir
99 ára samningstíma með möguleika á 5o ára framlengingarrétti.
5. gr.
Aðilar eru sammála um, meðan á viðræðum þeirra stendur að fara
með sem trúnaðarmál einstök efnisatriði þeirra svo og allar þær upp-
lýsingar sem látnar verða í té og varða viðskiptaleyndarmál, viðskipta-
áætlanir, rekstraráætlanir og allar aðrar upplýsingar sem sérstaklega eru
látnar í té í tilefni af viðræðum aðila og eðli máls samkvæmt þurfa að
fara leynt
6. gr.
Ísafjarðarbær lýsir því yfir, að meðan á viðræðum aðila stendur,
samkvæmt áformsyfirlýsingunni, þá muni bærinn ekki taka upp viðræður
um hugsanlega sölu á fersku vatni til annarra aðila sem hyggja á
markaðssetningu og útflutning á slíku vatni frá bænum eða sem ráðgera
átöppun þess til útflutnings. Náist samningur milli aðila skal hann m.a.
innihalda þau ákvæði að bærinn veiti engum öðrum aðila sambærileg
réttindi eða leyfi á meðan samningurinn gildir.
7. gr.
Í áformsyfirlýsingunni felast ekki frekari skuldbindingar en hér
koma fram. Í henni felst ekki skuldbinding af hálfu aðila um gerð samn-
ings um sölu á fersku vatni. Er hvorum aðila um sig heimilt að falla frá
ráðagerðum sem fram koma í henni án tilgreindra ástæðna og án þess að
leitt geti til neins konar efndabóta- eða vangildisbótaábyrgðar.
8. gr.
Yfirlýsing þessi fellur úr gildi 31. desember 2008 nema aðilar séu
sammála um að framlengja efnisatriði hennar með annarri skriflegri
yfirlýsingu.
Brúarfoss ehf. skal þó eigi síðar en 6 mánuðum eftir undirritun yfir-
lýsingarinnar leggja fyrir Ísafjarðarbæ staðfestar upplýsingar um ráðgert
hlutafé félagsins og aðra fjármögnun verkefnisins, kostnaðar- og rekstrar-
áætlanir og áætlanir um nauðsynlegar framkvæmdir. Aðilar munu
stefna að því að drög að samningi um verkefnið liggi fyrir eigi síðar en
31. mars 2008.
Áformsyfirlýsing þessi er bæði á íslensku og ensku, vegna væntanlegra
erlendra fjárfesta. Komi til ágreinings um skýringu og túlkun hans gildir
íslenski textinn.
Yfirlýsingin er undirrituð í tveimur eintökum í viðurvist votta, sem
staðfesta fjárræði samningsaðila og dagsetningu yfirlýsingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, utanríkisráðherra, segir að
ekki sé búið að ákveða hvar
höfuðstöðvar Ratsjárstofnun-
ar verði staðsettar. Í samtali
við Svæðisútvarp Vestfjarða
sagði hún að ekki stæði til að
fjölga starfsmönnum á Bola-
fjalli, en ekki standi heldur til
að draga úr starfseminni á
landsbyggðinni. „Mótvægis-
aðgerð utanríkisráðuneytisins
verður ljósleiðarinn, sem var
í eigu hersins en er nú í eigu
Íslendinga og verður tekinn í
almenna notkun. Og eykst þá
flutningsgetan um landið allt,
um 60 prósent“, segir Ingi-
björg Sólrún.
Bæjarráð Bolungarvíkur
hefur lagt til við stjórnvöld að
höfuðstöðvar Ratsjárstofnun-
ar verði fluttar til Bolungar-
víkur og kannað verði hvort
stjórnstöð geti flutt líka. Bæj-
arráð hefur einnig ítrekað
þriggja ára gamla bókun bæj-
arstjórnar um uppsagnir starfs-
manna Ratsjárstofnunar, en
öllum starfsmönnum stofnun-
arinnar var sagt upp í kjölfar
yfirtöku ríkisins á Ratsjár-
stofnun frá NATO, og endur-
skipulagningu allrar starfsem-
innar.
– thelma@bb.is
Ekki vitað hvar höfuðstöðv-
ar Ratsjárstofnunar verða
Halldór Halldórsson, bæj-
arstjóri Ísafjarðarbæjar, og
Halldór Guðbjarnarson, eig-
andi Brúarfoss ehf., undirrit-
uðu á föstudag áformsyfirlýs-
ingu vegna fyrirhugaðar átöpp-
unar og útflutnings á vatni úr
Vestfjarðagöngum. Viðstadd-
ir undirritunina voru nefndar-
menn í atvinnumálanefnd og
forseti bæjarstjórnar. Halldór
Guðbjarnarson gerði grein
fyrir fyrirætlunum sínum og
kom meðal annars fram í máli
hans að fjármagn í verkefnið
kæmi nær eingöngu erlendis
frá. Sagði hann að hugmyndin
væri ekki að tappa vatni í neyt-
endaumbúðir.
Ástæður þess eru margar,
m.a. væri erfitt að markaðs-
setja slíka vöru þar sem vatnið
kemur úr jarðgöngum með
bílaumferð. Þess í stað er hug-
myndin að flytja út vatn í gám-
um í þar til gerðum blöðrum,
beint til aðila sem þurfa ferskt
vatn í sína starfsemi. Nefndi
hann sem dæmi bjór- og vín-
framleiðendur, snyrtivöru-
framleiðendur og lyfjafyrir-
tæki. Sagði hann að menn á
sínum vegum hefðu komið
vestur, kannað aðstæður og
komist að því að vatnið væri
afburðahreint. „Það, auk hafn-
araðstöðunnar sem hér er fyrir
hendi, er lykillinn að þessu“,
sagði Halldór.
Áformsyfirlýsingin felur
það í sér að aðilar leitist við
að gera samning um forgangs-
rétt Brúarfoss ehf. til tiltekins
magns vatns frá Ísafjarðarbæ
sem væri umfram vatnsþörf í
sveitarfélaginu, og að leitast
verði við að ná samkomulagi
um endurgjald fyrir vatnið.
Yfirlýsingin gildir til loka árs
2008 og á þeim tíma mun bær-
inn ekki taka upp viðræður
um vatnssölu til annarra aðila.
Á móti mun Brúarfoss ehf.,
eigi síðar en eftir hálft ár, leggja
fyrir Ísafjarðarbæ staðfestar
upplýsingar um ráðgert hluta-
fé félagsins og aðra fjármögn-
un verkefnisins, kostnaðar- og
rekstraráætlanir og áætlanir
um nauðsynlegar framkvæmd-
ir.
Halldór Guðbjarnarson sagði
að reikna mætti með því að
verkefnið kosti á bilinu 2-3
milljarða. Byggja þyrfti upp
aðstöðu á Ísafjarðarhöfn fyrir
geymslu og átöppun og jafn-
vel fjárfesta í nýrri vatnsleið-
slu. Sagði hann að markaðs-
mál yrðu alfarið í höndum
þeirra erlendu aðila sem koma
að verkefninu.
Hugmyndin að flytja út
ísfirskt vatn í gámum
Halldór Guðbjarnarson og Halldór Halldórsson undirrita áformsyfirlýsinguna. Fyrir aftan þá standa f.v.
Sigurður Hreinsson, Kári Jóhannsson, Áslaug Jensdóttir, Kristján G. Jóhannsson og Birna Lárusdóttir
Oddatá tekin við vinnsluhúsum Kambs
Oddatá ehf. á Flateyri hefur tekið við eignum Kambs ehf. Um er
að ræða vinnsluhús Kambs, en báta og kvóta fyrirtækisins er þegar
búið að selja. Kristján Erlingsson, einn forsvarsmanna Oddatáar,
segist lítið geta sagt um starfsemi fyrirtækisins að svo stöddu annað
en það að unnið sé að fullu við að koma starfseminni í gang. Kamb-
ur hætti sem kunnugt er útgerð og vinnslu í sumarbyrjun og til-
kynntu stjórnendur fyrirtækisins að allar eigur félagsins væru til sölu.
Sirrý ÍS kvótahæsti smábáturinn
Sirrý ÍS frá Bolungarvík er kvótahæsti smábátur landsins sé miðað við aflamark í öllum
tegundum. Á nýju fiskveiðiári er Sirrý, sem áður hét Guðbjörg ÍS, með 1.090 þorsk-
ígildistonn. Sirrý var aflahæsti báturinn í smábátakerfinu á síðasta ári þegar Sigurgeir Þór-
arinsson og áhöfn hans fiskuðu 1.465 tonn. Þrír bolvískir smábátar komast á lista yfir
fimm kvótahæstu smábátana þegar miðað er við steinbítskvóta, Siggi Bjartar ÍS með 255
tonn, Sirrý ÍS með 239 tonn og Guðmundur Einarsson ÍS með 133 tonn. Sirrý er annar
kvótahæsti smábáturinn bæði ef miðað er við ýsukvóta, 499 tonn, og þorskkvóta, 501 tonn.