Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 5
Framkvæmd á þeim tveimur útboðum sem þegar hafa átt sér stað varðandi skólaakstur í Dýrafirði er verulega ábótavant
Segir ástæðuna vera mistök
starfsmanna Ísafjarðarbæjar
Ljóst þykir að framkvæmd
á þeim tveimur útboðum sem
þegar hafa átt sér stað varðandi
skólaakstur í Dýrafirði er
verulega ábótavant og telja
verður einsýnt að ástæður þess
að tilboð Jóns Reynis Sigurðs-
sonar í skólaakstur í Dýrafirði
var ekki opnað á sama tíma
og önnur tilboð sem bárust í
verkið hafi verið vegna mis-
taka starfsmanna Ísafjarðar-
bæjar. Þetta segir í bréfi sem
Björn Jóhannesson lögmaður
á Ísafirði hefur sent bæjar-
yfirvöldum fyrir hönd Jóns
Reynis.
Aksturinn var boðinn út
tvisvar í kjölfar vandræða-
gangs vegna fyrra útboðsins.
Rökstuðningur bæjaryfir-
valda varðandi þá ákvörðun
að hafna öllum tilboðum í
fyrra útboði Ísafjarðarbæjar í
skólaakstur í Dýrafirði vekur
nokkra furðu Björns og segir
hann að af bréfi bæjarstjóra
varðandi málið megi ráða að
rökstuðningur bæjaryfirvalda
fyrir höfnun tilboðanna sé á
því byggður að starfsmönnum
tæknideildar Ísafjarðarbæjar
hafi fyrst verið kunnugt um
tilboð Jóns eftir lok tilboðs-
frests og eftir að tilboð annarra
bjóðenda höfðu verið opnuð.
Þá er vísað til þess í bréfi
bæjarstjóra að þar sem tilboð-
ið hafi verið sent í almennum
pósti en ekki í ábyrgðarpósti
hafi ekki legið fyrir lögfull
sönnun þess að tilboðið hafi
borist tæknideildinni fyrir
auglýstan opnunartíma til-
boða, með þeim hætti að full-
nægjandi hafi verið gagnvart
öðrum bjóðendum. „Það að
því skuli nú haldið fram að
ekki liggi fyrir lögfull sönnun
þess að tilboð umbjóðanda
míns hafi borist í tæka tíð er
einkennilegt þar sem sú rök-
semd hefur ekki komið fram
áður og aldrei hefur í raun
verið efast um að tilboð um-
bjóðanda míns hafi borist fyrir
auglýstan opnunartíma til-
boða. Í bréfi bæjarstjóra til
umbjóðanda míns, dags 2.
ágúst s.l. er sagt að ástæða
þess að tilboð hans hafi ekki
verið opnað á sama tíma og
önnur tilboð er bárust hafi ver-
ið sú „að það hafi verið lagt í
ranga skúffu“. Nú er því hins
vegar borið við að ekki liggi
fyrir lögfull sönnun þess að
það hafi borist í tæka tíð“,
segir í bréfi Björns.
Björn Jóhannesson.
Hann segir rétt að vekja at-
hygli á því að enginn áskiln-
aður var um það í tilboðs-
gögnum að tilboð ætti að
senda í ábyrgðarpósti. Tilboð
Jóns hafi verið móttekið innan
tilskilins frest enda hafi því
aldrei verið mótmælt af hálfu
bæjaryfirvalda. Það hafi fyrst
verið með fyrrnefndu bréfi
bæjarstjóra sem það var dregið
í efa.
Samkvæmt lögum er kaup-
anda óheimilt að efna til út-
boðs að nýju eða semja um
framkvæmd þess með öðrum
hætti en útboðsgögn kveða á
um fyrr en öllum þátttakend-
um hefur skriflega verið greint
ítarlega frá ástæðum þess að
öllum tilboðum hafi verið
hafnað. Björn segir að fyrir
liggi að Ísafjarðarbær hafi
brotið þetta ákvæði, því í bréfi
bæjarstjóra frá 2. ágúst kemur
fram að þá þegar hafi verið
búið að auglýsa nýtt útboð í
skólaaksturinn. „Því til við-
bótar hafði bréfið frá 2. ágúst
s.l. ekki að geyma ítarlegan
rökstuðning fyrir þeirri ákvörð-
un að hafna öllum tilboðum“,
segir í bréfinu.
Björn segir það liggja fyrir
að umbjóðandi hans hafi orðið
fyrir umtalsverðu tjóni vegna
mistaka við útboðið og mun
hann krefja Ísafjarðarbæ um
bætur vegna þess. Einnig mun
það skoðað hvort ástæða sé til
að krefjast ógildingar á seinna
útboðinu. – tinna@bb.is
Frá 150. sýningunni á Gísla Súrssyni.
Gísli kom fram
í 150. skipti
Kómedíuleikhúsið fagn-
aði nýju leikári með því að
sýna Gísla Súrsson í 150.
sinn á Silfurtorgi á föstudag.
Vegna veðurs var ekki hægt
að halda þrjár sýningar eins
og ætlunin var, þar sem tveir
af einleikjunum þola ekki
vætu, og var því aðeins
Gísli Súrsson sýndur enda
lét útlaginn rigningarúðann
ekkert á sig fá. Kómedíu-
leikhúsið fagnar tíu ára af-
mæli í ár og af því tilefni er
komandi leikár sérlega viða-
mikið.
Í nóvember frumsýnir
Kómedíuleikhúsið nýjan
einleik; Jólasveinar og grýlu-
sveinar eftir Elfar Loga
Hannesson og Soffíu Vagns-
dóttur. Leikurinn er byggð-
ur á nýjum jólasveinakvæð-
um eftir Soffíu. Kvæðin úr
sýningunni verða gefin út á
bók í tilefni af frumsýning-
unni með teikningum eftir
Marsibil G. Kristjánsdóttur.
Kómedíuleikhúsið mun
gefa út tvær hljóðbækur á
leikárinu.
Fyrir jól kemur út hljóð-
bókin Þjóðsögur úr Ísa-
fjarðarbæ sem hefur að
geyma fjölbreyttar sögur frá
þessu mikla sagnasvæði
sem nær allt frá Dýrafirði
til Hornstranda. Vorið 2008
kemur svo þriðja hljóðbók
Kómedíuleikhússins út, og
verður greint frá henni þeg-
ar nær dregur útgáfu, en
hljóðbókin Þjóðsögur úr
Vesturbyggð kom út í vor.
Verðlaunaleikurinn Gísli
verður á sínum stað, en
Gísli er nú að hefja sitt
fjórða leikár og fer hringinn
í kringum landið í haust.
Dimmalimm er líka í ævin-
týraskapi þriðja leikárið í
röð og verður m.a. á ferð-
inni á Norður- og Austur-
landi í haust. Fjórði leikur-
inn á verkefnaskrá Kóme-
díuleikhússins á leikárinu
er Skrímsli sem verður m.a.
sýndur á höfuðborgarsvæð-
inu á haustdögum.
– thelma@bb.is
Sótt hefur verið á ný um
leyfi fyrir byggingu véla-
skemmu að Birnustöðum í
Ísafjarðardjúpi. Málið var tek-
ið fyrir á fundi bygginga-
nefndar Súðavíkurhrepps í
síðustu viku. Kom þar fram
að sótt hafi verið í tvígang um
byggingarleyfi fyrir þessari
vélageymslu og að veitt leyfi
hafi verið afturkölluð eða ógilt
með úrskurði Úrskurðarnefnd-
ar skipulags- og byggingar-
mála.
Bygginganefnd hefur lagt
til við sveitarstjórn að afgreið-
slu erindisins verði frestað og
óskað verði eftir meðmælum
Skipulagsstofnunar samkvæmt
3. tl. bráðabirgðaákvæða
skipulags- og byggingarlaga.
Eins og sagt hefur verið frá
eru landeigendur Birnustaða
og eigandi sumarbústaðar á
jörðinni ósammála um stað-
setningu vélageymslu fyrir þá
fyrrnefndu og á málið sér
nokkra forsögu. Eigendur
sumarhússins telja að véla-
geymslan standi of nálægt lóð
þeirra og muni valda veruleg-
um grenndaráhrifum og er þar
helst minnst á útsýnisskerð-
ingu, skugga, snjósöfnun og
hávaðamengun frá vélum.
Landeigendur fengu leyfi
fyrir byggingu skemmunnar,
en sú leyfisveiting var kærð
til Úrskurðarnefndar skipu-
lags- og byggingarmála sem
komst að þeirri niðurstöðu að
ógilda bæri leyfið. Óskaði
Súðavíkurhreppur þá eftir áliti
lögmanns sveitarfélagsins
sem telur niðurstöðu nefndar-
innar í það minnsta umdeilan-
lega.
– halfdan@bb.is
Afgreiðslunni frestað og óskað eft-
ir meðmælum Skipulagsstofnunar