Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 15
Sælkeri vikunnar er Jón Gunnarsson á Ísafirði
Hamborgarar fyrir kúreka
Horfur á föstudag: Suðvestanátt og vætusamt, en
úrkomulítið austantil á landinu. Hiti 10-18 stig, hlýjast á
Austurlandi. Horfur á laugardag: Suðvestanátt og
vætusamt, en úrkomulítið austantil á landinu. Hiti 10-
18 stig, hlýjast á Austurlandi. Horfur á sunnudag:
Vestlæg átt og rigning eða skúrir. Kólnandi veður.
Helgarveðrið
Á Ísafirði má finna fjölmörg gömul og falleg hús og á hvert
og eitt þeirra langa sögu að baki. Bæjarins besta hitti eigendur
eins þeirra og spurði þá fáeinna spurninga um húsið.
Með álfastein í kjallaranum
Álfasteinninn góði.
Lísbet Harðardóttir og Erik
Newman búa á Seljalandsveg-
inum á Ísafirði, í húsi sem
heitir Bjarg.
– Hvenær var húsið byggt?
Lísbet: „Húsið var byggt
1922. Það var allt byggt á
sama tíma, en breytingar voru
gerðar á því í kringum 1970.“
Erik: „Einu breytingarnar
sem hafa verið gerðar á útliti
hússins eru á einum stofu-
glugganum. Annars er húsið í
upprunalegri mynd og allir
veggir, panillinn og fleira eru
frá því húsið var byggt.“
–Hvað hafa verið margir
eigendur að húsinu?
Lísbet: „Þrír eða fjórir með
okkur. Fólk hefur búið hér
lengi í einu, konan sem átti
það á undan okkur bjó hér í 20
ár. Það er óvenjulegt hvað hafa
búið fáir í húsinu miðað við
hvað það er gamalt. Enda er
það mjög vel farið.“
–Er þetta þá ekki eitt af þess-
um gömlu húsum þar sem
bjuggu 2-3 fjölskyldur í einu?
Lísbet: „Nei, hér hefur alltaf
bara búið ein fjölskylda í einu.
–Hafið þið eitthvað gert við
húsið eftir að þið fluttuð inn?
Erik: „Nei, það eina sem
við höfum gert er að mála
veggina í nokkrum herbergj-
um á efri hæðinni, veggfóðrað
einn vegg í stofunni og svona
ýmislegt smálegt.“
Lísbet: „Það er samt ekki
mikið sem við höfum gert,
annað en það sem flestir gera
þegar þeir flytja inn í nýtt hús.
Okkur líkar vel þessi stíll sem
er í húsinu og þurfum ekkert
að breyta neinu. Okkur finnst
þetta bara sjarmerandi eins og
það er.“
– Hvernig finnst ykkur að
búa í svona gömlu húsi?
Lísbet: „Mér finnst það
mjög fínt núna en ég var dá-
lítið hrædd fyrstu tvo mánuð-
ina sem við bjuggum hérna.
Ég var myrkfælin og eitthvað
óróleg. En eftir því sem mér
fannst húsið verða meira og
meira okkar eigið lagaðist það.
Það er góður andi í húsinu og
þó að álfarnir stríði manni að-
eins þá er það allt í lagi.“
– Já, ég hef frétt af því að
þið séuð með álfastein í kjall-
aranum, er það satt?
Erik: „Já, við erum með
góðan álfastein hér í húsinu.
Þegar verið var að grafa fyrir
grunni hússins í kringum 1920
komu mennirnir sem voru að
byggja húsið niður á stórt
bjarg. Vinnuvélar þess tíma
réðu ekki við að moka steinin-
um í burtu þannig að sprengju-
maður var fenginn til að
sprengja steininn burt. Spren-
gjumaðurinn boraði í steininn
fyrir hleðslu og allt var tilbúið
til að sprengja. Nóttina áður
en átti að sprengja dreymdi
hann að til hans kæmi álfkona
sem bað hann að hlífa bjarginu
fyrir frekari spjöllum. Eftir
þetta þorði enginn að hreyfa
við steininum þannig að húsið
er byggt í kringum bjargið,
og dregur raunar nafn sitt af
því.“
Lísbet: „Konan sem bjó hér
á undan okkur málaði mikið
það sem hún varð vör við hér
í húsinu og þegar við keyptum
það fylgdi með því málverk
af álfkonunni sem býr hér.“
Erik: „Steininum og húsinu
fylgja ákveðnar kvaðir. Á öll-
um álfahátíðum, um áramót,
á þrettándanum og á Jóns-
messu, þurfum við til dæmis
að kveikja á kerti sem er í
holu í steininum, holunni sem
var boruð fyrir sprengiefni á
sínum tíma.“
Lísbet: „Mér finnst þetta
skemmtileg hefð og börnin
okkar njóta þess líka að taka
þátt í henni. Þau bera mikla
virðingu fyrir steininum, og
vita að það má ekki príla upp
á hann og láta illa í kringum
hann.“
– Hverjir eru kostir þess að
búa í svona gömlu húsi?
Lísbet: „Sumum myndi
kannski finnast það vera gallar
sem mér finnst vera kostir,
eins og að það skuli braka í
gólfinu. Það er allt svo per-
sónulegt hérna, þó hurðirnar
séu kannski litlar og ýmislegt
skakkt og skrítið.“
Erik: „Það er ákveðin róm-
antík sem fylgir þessu.“
Lísbet: „Mér finnst líka
traustvekjandi hvað húsið er
gamalt. Ég er til dæmis ekki
búin að vera til nema í einn
fjórða af þeim tíma sem húsið
hefur verið til. Það er eitthvað
svo pottþétt við það.“
Erik: „Það er líka bara gam-
an að búa í húsi sem fylgir
einhver saga og hefð.“
–Nú kannast flestir við þetta
hús, Bjarg, finnið þið fyrir
því að fylgst er með húsinu?
Lísbet: „Já, að einhverju
leyti er húsið eins og sameign
allra Ísfirðinga. Það getur
verið mjög notalegt, en við
finnum líka fyrir pressu, sér-
staklega hvað varðar garðinn
í kringum húsið. Það eru allir
með skoðanir á því hvaða tré
eiga að fá að standa og hver á
að fella og hversu mikið við
klippum af limgerðinu.“
Erik: „Sumir hafa góðlát-
lega sagt við okkur að við
megum helst ekki breyta
neinu í garðinum eða því
hvernig húsið er á litinn og
svo framvegis.“
Lísbet: „Það er oftast skemmti-
legt að vita af því að fólk fylg-
ist með húsinu og passar upp
á það með okkur.“
Erik og Lísbet fyrir framan Bjarg.
Sælkeri vikunnar er Jón
Gunnarsson og býður hann
upp á hamborgara fyrir kúr-
eka. Segja má að hamborgar-
arnir séu holdgervingar sannr-
ar karlmennsku, bornir fram
með chili-kryddaðri sölsu og
beikoni. Jón mælir með því
að njóta borgaranna með góðu
rauðvíni. Hann mælir sérstak-
lega með argentínsku Malbec
frá Mendoza, og segir að hvert
mannsbarn eigi að vita að ár-
gangar 2002 og 2004 voru
sérstaklega góðir. Í eftirrétt er
íssamloka, sem Jón segir að
sé sérstaklega góð borin fram
með bláberjum, jarðarberjum
og karamellusósu.
Argentínskir kúrekaborg-
arar með fersku salsa
Dugar í 6 alvöru borgara.
Borgarar:
1 kíló nautahakk
2 egg
1/2 bolli brauðmolar
1 lítill laukur
fersk steinselja, eftir smekk
salt og pipar
Setjið hakkið, eggin og
brauðmolana í skál og hnoðið
saman. Bætið salti, pipar og
ferskri steinselju út í eftir
smekk. Fínsaxið laukinn, létt-
steikið hann og bætið út í
hakkið. Hnoðið hakkið í kúlur
á stærð við tennisbolta. Mótið
þá því næst í hamborgara.
Grillið á meðalháum hita og
setjið ostsneið á undir lokin,
rétt svo að osturinn bráðni.
Fersk salsa:
5 tómatar
1/2 laukur
1 rauð paprika
1 msk sítrónusafi
1 hvítlauksrif
ferskur chili eftir smekk
ferskur kóríander eftir smekk
salt og pipar
Fínsaxið allt hráefnið og
blandið því saman. Magn
chilis fer eftir smekk hvers og
eins. Almenna reglan er hins-
vegar sú að því meiri nagli
sem maður er, því meiri chili
setur maður út í.
Meðlæti:
hamborgarabrauð
beikon
ostur
grænmeti eftir smekk, t.d.
kál, tómatar, gúrka, sveppir
sýrður rjómi og/eða majones
Berið sýrðan rjóma og/eða
majones á brauðið og setjið
salsa á botninn. Raðið græn-
metinu á brauðið, borgarann
ofan á og svo loks steikt beik-
on.
Súkkulaðiköku-íssamloka
Dugar í átta samlokur
250 gr. suðusúkkulaði,
brytjað niður
90 gr. dökkt súkkulaði
(Helst 70%)
6 msk smjörlíki
1 bolli sykur
3 stór egg
1/2 teskeið vanilludropar
1 bolli hveiti
1/4 teskeið salt
rjómaís
Hitið ofninn í 190° C.
Bræðið helming suðusúkku-
laðisins, allt dökka súkkulaðið
og smjörlíkið saman við væg-
an hita. Setjið til hliðar og
kælið í u.þ.b. fimm mínútur.
Þeytið sykurinn saman við
blönduna þangað til að hann
leysist upp, eða í um þrjár
mínútur. Hrærið eggjunum
saman við þangað til að allt er
vel blandað saman. Bætið þá
vanilludropunum, hveitinu,
saltinu og restinni af súkku-
laðibitunum saman við og
hrærið.
Setjið bökunarpappír á ofn-
plötu og notið skeið til að setja
deigið í litlar kúlur á pappír-
inn. Hafið gott bil á milli og
bakið í 9-11 mínútur þangað
til endarnir eru vel bakaðir en
miðjan ennþá aðeins mjúk.
Þegar smákökurnar eru til-
búnar er hægt að setja rjómaís
á milli tveggja og útbúa þann-
ig íssamloku.
Ég skora á samferðalang
minn og lífskúnstnerinn Hauk
Sigurðsson að vera næsti
sælkeri. Efast ég ekki um að
hann hafi hugrekki til að taka
þeirri áskorun.
Vel gengur að veiða í eldi Álfsfells
Rjúkandi gangur er í eldisveiðum Álfsfells á Ísafirði. Davíð Kjartansson, annar
eigenda Álfsfells, segir að veiðarnar hafi gengið mjög vel en þær fara fram í
Aðalvík. Fyrirtækið fékk úthlutað 95 tonna eldiskvóta og er hann búinn. Að
sögn Davíðs er verið að útvega meiri kvóta. Gísli Jón Kristjánsson skipstjóri og
eigandi Öldunnar ÍS sér um veiðarnar og bátur Álfsfells, Bjargey ÍS, sér um að
flytja fiskinn í kvíarnar í Skutulsfirði. Davíð segir að í kvíunum séu núna um
það bil áttatíu tonn af þorski og er hann í kringum eitt og hálft kíló að þyngd.