Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 200714
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Smáauglýsingar
Rúnar Örn Rafnsson. Jóhann Birkir Helgason. Svavar Þór Guðmundsson. Birna Lárusdóttir. Benedikt Sigurðsson.
Fyrsta sumarvinnan mín
Á hverju sumri stíga nýir
aðilar sín fyrstu skref í at-
vinnulífinu þar sem skóla-
krakkar nota fríið til að verða
sér úti um aur. Störfin eru að
ýmsum toga, sum leiðigjörn
en önnur geta haft áhrif á
starfsferil og líf viðkomandi.
Bæjarins besta spurði nokkra
Vestfirðinga hvert þeirra fyrsta
starf hefði verið.
Í ruslinu og fluginu
Rúnar Rafnsson er rekstr-
arstjóri hjá Árdegi hf. sem rek-
ur meðal annars verslanir BT
og Skífunnar en þar á undan
stýrði hann BT í Skeifunni og
BT á Ísafirði fyrstu tvö árin
frá opnun hennar. Hann vann
á sama stað og fyrsta sumar-
vinnan hans var til margra ára.
„Það má segja að ég hafi
verið alveg í rusli, í orðsins
fyllstu merkingu, í minni
fyrstu sumarvinnu. Þá fór ég
að vinna hjá pabba mínum á
flugvellinum á Ísafirði, en
starfið fólst aðallega í að tína
rusl á flugvallarsvæðinu. Það
að tína ruslið sjálft var nú ekk-
ert sérstaklega skemmtilegt,
en það að vera á flugvellinum
alla daga bætti það svo sannar-
lega upp, enda nóg að gerast
þar, flugvélar, allskyns tæki,
og ekki síst mjög líflegt fugla-
líf, sem sannarlega var spenn-
andi fyrir gutta eins og mig.
Bráðlega hækkaði ég líka
svolítið í tign og þá fékk ég að
mála skóflurnar af moksturs-
tækjum flugvallarins, og ým-
islegt annað skemmtilegt.
Það fór líka þannig að ég
kunni svo vel við mig á flug-
vellinum að ég vann þar í
mörg ár með skóla, og svo í
fullu starfi eftir það. Enn þann
dag í dag verður mér alltaf
hugsað til lítils stráks sem dró
lítinn vagn, sem búið var að
negla ruslafötu á, að þvælast
um flugvallarsvæðið með
hjálm á höfði til að verjast
ágangi kríunnar. Þetta var frá-
bær sumarvinna sem ég mun
ætíð minnast!“
daginn við það að rölta um
Akureyrarbæ og sjá til þess
að gras væri hirt og troðið í
poka. Ekki er hægt að segja
að ég hafi haft mikla ánægju
af þessari vinnu enda var hún
hvorki fjölbreytt né krefjandi
og heldur neðarlega í virðing-
arstiga starfaflórunnar. Við fé-
lagarnir litum til dæmis með
takmarkalausri virðingu upp
til kollega okkar sem fengu
að gera nákvæmlega það sama
og við en var ekið á milli staða
á meðan við notuðumst við
tvo jafnfljóta.
Eitthvað lærðist nú af þessu.
Ég veit til dæmis í dag að gras
hoppar ekki hæð sína þegar
það sér hrífu og svartan rusla-
poka þó að nýslegið sé. Ég
lærði líka að það borgar sig að
klæða sig eftir veðri, þó svo
að stíllinn bíði nokkurn hnekki
enda virtust regngallar þá
gerðir úr geislavirku efni.
Mest um vert var þó að finna
það út að einhver verður að
gera hlutina og um leið að
erfiðu verkin, og þau sem
manni finnst leiðinleg, klára
sig ekki sjálf, þess vegna er
best að drífa þetta af fljótt og
örugglega.“
Sá um viðhald á
leikskólalóðum
Birna Lárusdóttir er forseti
bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
en hún hefur í árafjöld unnið
við pólitík. Fyrsta starfið var
þó af öðrum toga en svo
skemmtilega vill til hún starfar
enn með manneskju sem hún
starfaði með í þá daga.
„Fyrsta alvöru sumarstarfið
mitt var hjá Reykjavíkurborg,
í bæjarvinnunni svokölluðu.
Auðvitað hafði ég passað börn
og verið í Vinnuskólanum
fram að því en þarna vann
maður í fyrsta sinn allan dag-
inn og fékk alvöru laun fyrir.
Þetta var uppúr 1980 og þá
var skipulag bæjarvinnunnar
þannig að sérstök deild innan
hennar sá um allt viðhald á
leikskólalóðum borgarinnar
og ég var svo heppin að kom-
ast að í þeirri deild, en mun
færri fengu en vildu. Starfið
var nefnilega óvenju fjöl-
breytt, við fórum um alla borg,
sinntum garðyrkju, þökulögð-
um, plöntuðum sumarblóm-
um og máluðum leiktæki.
Þetta var í raun áhaldahús leik-
skólanna og þarna störfuðu
nokkrir menn allt árið og svo
bættumst við sumarkrakkarnir
í hópinn á vorin.
Þarna vann ég í fimm sumur
og kynntist mörgu góðu fólki,
bæði köllunum og krökkun-
um. Núna erum við engir
krakkar lengur og störfum hér
og þar um landið og vafalaust
heiminn líka, kennarar, lög-
fræðingar, hjúkrunarfræðing-
ar, flugmenn og svona mætti
lengi telja. En það er gaman
að hugsa til þess að ég er ekki
ein úr þessum hópi hér á Ísa-
firði í dag því Rannveig Þor-
valdsdóttir, kennari við GÍ,
var meðal þeirra mörgu sem
þarna unnu og nú liggja leiðir
okkar aftur saman í starfi því
hún er varabæjarfulltrúi í bæj-
arstjórn Ísafjarðarbæjar.“
Fyrsta sumar-
vinnan mín
Benedikt Sigurðsson er yf-
irþjálfari sundfélagsins Vestra
á Ísafirði og er nýkominn heim
úr í æfingaferð í Katalóníu
með hóp sundgarpa. Bæjarins
besta spurði Benedikt, sem
ætíð er þekktur sem Benni,
hvert fyrsta sumarstarfið hans
hefði verið.
„Fyrsta sumarvinnan var af
skera af netum hjá pabba og
hann sagði mér að ef hnífurinn
hætti að bíta átti ég að fara í
næsta skúr og biðja kallana
að stála en ég þorði því ekki
og skar af netum allt sumarið
með bitlausan hníf (beit ekki
á blautan skít) og það endaði
með því að ég skar mig illi-
lega.
Síðan fór ég á net með
pabba, sennilega 13 ára, og
varð svo sjóveikur að ég lá á
gólfinu í lúkarnum og olían
frá kabísunni lak í andlitið á
mér, þá kom Óðinn Birgisson
niður í lúkarsgatið og hló svo
mikið að ég fór að skellihlæja.
Þannig fór um sjóferð þá.“
Byrjaði sem
handlangari
Jóhann Birkir Helgason,
hefur í mörg horn að líta sem
bæjartæknifræðingur Ísafjarð-
arbæjar en hann lærði að vinna
í fyrstu sumarstarfinu sínu. Sú
vinna varð einnig áhrifavaldur
í vali hans á menntabrautinni.
„Ég fékk starf hjá afa mín-
um Geirmundi Júlíussyni og
bróður mínum Magnúsi Helga-
syni í Trésmiðjunni Hnífsdal.
Ég var að mig minnir tíu ára
og vann sem handlangari við
að binda járn í sökkla, nagl-
hreinsa og ýmislegt fleira. Það
sem ég man þó best eftir er
þegar ég óskaði eftir að fá frí
í vinnunni einn dag vegna veð-
urs, það var svo gott veður að
ég og frændi minn Rúnar Óli
vorum að laga gamlan björg-
unarbát sem var allur í götum
og þetta þótti upplagt veður
til að líma bæturnar á bátinn.
Þetta var annars mjög gam-
an, þarna lærði ég að vinna,
mér var haldið að verki allan
tímann. Ég vann frá kl. 8-12,
svo var ég svo glaður með
kaupið allavega þegar miðað
var þá sem voru í bæjarvinn-
unni. Þetta varð til þess að ég
fór í Iðnskólann og lærði
smíðar. Ég vann hjá Trésmiðj-
unni öll sumur þar til ég út-
skrifaðist úr Tækniskólanum
þannig að það hlýtur að hafa
verið gaman að vinna við
þetta.“
Byrjaði neðarlega
í virðingarstiga
Svavar Þór Guðmundsson
starfar sem kerfisstjóri hjá
Heilbrigðisstofnuninni Ísa-
fjarðarbæ. Hann er einnig for-
maður Boltafélags Ísafjarðar.
Svavar segist ekki hafa mikla
ánægju af fyrstu sumarvinn-
unni en lærði þó af henni.
„Fyrsta sumarvinnan mín
var við kallaðist í minni sveit
Vinnuskóli. Vann ég þá hálfan
Til sölu eða leigu
Til sölu eða leigu er Silfurgata 1 á Ísa-
firði, 212m² verslunar- eða skrifstofuhús-
næði á jarðhæð á besta stað í miðbæ Ísa-
fjarðar. Húsið er staðsett við Silfurtorg.
Miklir möguleikar fyrir ýmiskonar starfsemi.
Nánari upplýsingar gefnar í síma 456
3244, á www.fsv.is og eignir@fsv.is
Til leigu er lítið einbýlishús á
Ísafirði. Laust strax. Aðeins
reyklausir og reglusamir leigj-
endur koma til greina. Upplýs-
ingar í síma 861 4913.
Til sölu eða leigu er einbýlishús
með bílskúr í Holtahverfi á Ísa-
firði. Laus strax. Upplýsingar
gefa Anna í síma 898 6762 eða
Erlingur í síma 893 1693.
Til sölu er AEG þurrkari án
barka. Á sama stað fæst hillu-
veggur í stofu og 2ja sæta sófi.
Allt á góðu verði. Uppl. í síma
892 4814 og 456 3814.
Kaupi bíla til niðurrifs. Uppl. í
síma 899 4201.
Til sölu eru vel með farin 15"
nagladekk. Upplýsingar í síma
847 3058.
Til leigu er 4ra herb. íbúð að
Fjarðarstræti 59. Íbúðin er í
góðu standi. Upplýsingar í síma
456 4060 og 898 0460.
Til sölu er Toyota Corolla Tour-
ing. Seld til niðurrifs. Þokkalega
góð sumar- og vetrardekk á ál-
felgum fylgja. Upplýsingar í
síma 862 0937.
Malarvellinum skipt úr fyrir sparkvöll
Sparkvöllur verður byggður á núverandi malarvelli á Suðureyri. Staðsetningin var samþykkt
á fundi umhverfisnefndar á dögunum samkvæmt tillögu frá Teiknistofunni Eik. Samþykkt var
að gera ráð fyrir undirbúningi að gerð sparkvallar á Suðureyri í ár eftir að Knattspyrnusam-
band Íslands staðfesti að sveitarfélagið gæti fengið viðbótarsparkvöll, en KSÍ stendur fyrir
sparkvallaátaki á Íslandi. Suðureyri er eini byggðakjarninn í Ísafjarðarbæ þar sem ekki er
sparkvöllur. Sparkvellir risu á Ísafirði og Þingeyri árin 2005 og 2006 og vellir hafa risið á
Flateyri og í Hnífsdal í sumar. Voru íbúar Suðureyrar orðnir heldur langeygir eftir velli.
Alls svöruðu 522.
Já sögðu 131 eða 25%
Nei sögðu 391 eða 75%
Spurning vikunnar
Kvíðir þú skammdeginu?
Fermingarfræðsla í Ísa-
fjarðarkirkju hefst í þessari
viku og verður starfið með
hefðbundnum hætti að sögn
Magnúsar Erlingssonar sókn-
arprests. „Lögð er áhersla á
fræðslu og upplifun. Við byrj-
um á að fara í ferðalag og
gista eina nótt“, segir Magnús.
„Við höfum annað hvort
farið með rútu eða báti og
hafa þessar ferðir verið mjög
skemmtilegar.“ Auk hefðbund-
inna fræðslustunda fá ungl-
ingarnir að kynnast ýmsum
þáttum safnaðarstarfsins. Þeir
taka til dæmis þátt í söfnun
Hjálparstarfs kirkjunnar í nóv-
ember.
Fermingarfræðslan endar
fyrir áramót með skemmti-
kvöldi um miðjan desember
en Magnús segir að dagskrá
fermingarstarfsins eftir ára-
mót sé enn í mótun.
Fermingar-
fræðsla að
hefjast