Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 200712
STAKKUR SKRIFAR
Hátæknistörf til Vestfjarða
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Sagt er að fátt sé svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Brotthvarf flota-
liðs Bandaríkjanna frá Keflavíkurflugvelli er gott dæmi um það. Skyndilega
er bærinn á Keflavíkurflugvelli, sem áður hýsti bandaríska hermenn og
fjölskyldur þeirra, orðinn stærsti stúdentagarður Íslands. Einvern tíma
hefði það þótt saga til næsta bæjar. En í raun er hér um að ræða gott dæmi
þess að í breytingum felist tækifæri, hafi menn á annað borð kjark og fram-
sýni til að bera að finna þau í stað þess að láta bugast af aðstæðum. Sama er
uppi á teningnum við afsal Bandaríkjanna á Ratsjárstöðvunum á Íslandi.
Komið hefur í ljós að ljósleiðarar sem lagðir voru til þess að þjóna stöðv-
unum fela í sér nýja möguleika.
Nú ríður á að Vestfirðingar missi ekki af lestinni og setji fram einbeittar
óskir um að fá aðgang að þessari hraðbraut nútíma tækni og finni leiðir til
þess að koma störfum á sviði hátækni á fót hér vestra svo renna megi frekari
stoðum undir samfélag sem byggir á menntuðu starfsfólki, sem vinnur
framsækin störf enn frekar en verið hefur. Margt hefur verið gert til þess að
byggja upp skólasamfélag á Ísafirði með það að sérstöku markmiði að hægt
verði að stunda háskólanám í meira mæli en hingað til hefur verið kleift.
Hluti þessarar þróunar er að sjálfsögðu að styrkja upplýsingasamgöngur
eins og kostur er. Nú er lag að sækja á ríkisvaldið sem fengið hefur umráð
yfir upplýsingahraðbraut sem áður var ætluð Ratstjárstofnun einni.
Fyrirmyndin úr Reykjanesbæ kallar beinlínis á það að sótt verði á sömu
mið, að nýta þau tæki og kosti sem urðu eftir þegar Bandaríkjastjórn ákvað
í nokkurri skyndingu að fara frá Íslandi. Hvers vegna fer bæjarstjón Ísafjarð-
arbæjar ekki í fræðslu- og kynnisför til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ og lærir
af henni og því ágæta fólki ser þar stýrir og hefur undir forystu Árna
Sigfússonar séð ótal tækifæri þar sem margir sáu svartnættið eitt og héldu að
leiðin lægi niður á við? Fjórðungssamband Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfé-
lag Vestfjarða hf ., Menntaskólinn á Ísafirði og fjölmörg fyrirtæki í atvinnu-
lífinu eiga verk að vinna á þessu sviði.
Það er allra hagur að stefna ótrauðir að því að vinna að sameiginlegu átaki
í þá veruna að byggja upp traust vinnuumhverfi sem kallar á starfskrafta vel
menntaðs fólks, einkum á svið tækni alls konar. Nægir að líta til Danmerkur
hvað það varðar. Ekki búa Danir við miklar náttúruauðlindir en hafa samt
sem áður byggt upp mikinn útflutning sem byggir fyrst og fremst á því að
selja þjónustu með undirstöðu sína í vel menntuðu starfsfólki fyrirtækja.
Danir hafa sótt á erlenda markaði. Það eigum við líka að gera og skapa okkur
tækifæri með aðstoð ríkisins, en frumkvæðið verður að koma frá okkur hér
heima til þess að dæmið gangi upp. Þá er að bretta upp ermarnar.
Vonast til að ný bygging rísi í vetur
Vonast er til að framkvæmdir við nýbyggingu Byggðasafns Vestfjarða geti hafist með
haustinu. Að sögn Jóns Sigurpálssonar safnvarðar hafa framkvæmdir við safnið strand-
að á fjármagni og biðin eftir að framkvæmdir hefjist því verið löng. Lengi hefur þótt
vera brýn þörf á að stækka og bæta aðstöðu safnsins, ekki síst ef litið er til stóraukinn-
ar fjölgunar gesta af skemmtiferðaskipum. Í vor hvatti stjórn safnsins eigendur þess að
leggjast á eitt um að ljúka framkvæmdum hið fyrsta, í samstarfi við ríkisvaldið. Eig-
endur safnsins eru Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur og Bolungarvík.
Óbeisluð fegurð frumsýnd í október
Heimildarmynd um Óbeislaða fegurð, fegurðarsamkeppnina óhefðbundnu
sem haldin var í Hnífsdal um miðjan apríl, verður frumsýnd á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Reykjavík 5. október. „Við erum búnar að klippa
myndina og síðan verður ráðist í loka myndvinnslu og hljóðvinnslu um
miðjan september“, segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir, sem vinnur að
myndinni ásamt Tinu Naccache. Hrafnhildur vonast til þess að Tina sjái
sér fært að vera viðstödd frumsýninguna en Tina er frá Líbanon.
Kalla eftir tafarlausum
aðgerðum stjórnvalda
Í ljósi þess að aflaheimild-
um hefur verið úthlutað fyrir
komandi fiskveiðiár hefur
bæjarráð Bolungarvíkur álykt-
að um mótvægisaðgerðir vegna
niðurskurðar aflamarks í þorski.
Niðurskurður aflamarks í
þorski er rúmlega 1.100 tonn
í Bolungarvík. Í ályktuninni
segir að bæjarstjórn Bolungar-
víkur hafi á undanförnum
mánuðum lagt fram og kynnt
stjórnvöldum metnaðarfullar
og framkvæmanlegar tillögur
til að mæta þessum niður-
skurði. Einnig að fyrirtæki á
svæðinu hafi þurft að grípa til
aðgerða og ljóst að tugir ein-
staklinga hafa misst vinnuna
undanfarna mánuði.
Í ályktuninni segir: „Bæjar-
ráð Bolungarvíkur kallar eftir
tafarlausum aðgerðum stjórn-
valda. Framkomnar mótvæg-
isaðgerðir stjórnvalda eru ekki
til þess fallnar að leysa þennan
vanda nema að litlu leyti. Bæj-
arráð ítrekar þann vilja sem
það hefur sýnt til þess að vinna
með stjórnvöldum í þessu
máli.“ Eftirfarandi tillögur eru
meðal þeirra hugmynda sem
bæjarstjórn Bolungarvíkur
hefur lagt fram og kynnt fyrir
stjórnvöldum á undanförnum
mánuðum:
Byggja sérhæfða öldrunar-
deild í Bolungarvík eða Ísa-
firði strax í haust og í tengslum
við uppbygginguna bjóða upp
á endurmenntunarnám. Þann-
ig má tryggja fjölda starfs-
manna sem nú ganga atvinnu-
lausir starf. Tryggja að stofn-
anir auglýsi alltaf störf án stað-
setningar. Hugsanlega mætti
beita jákvæðri mismunun –
ráða frekar þá sem vilji fara út
á land. Setja á laggirnar nýjar
stofnanir á svæðinu og flytja
aðrar þegar hægt er að koma
því við. Tryggja að störf fari
vestur eins og lagt er til í Vest-
fjarðaskýrslunni.
Eftirlit með óskoðuðum
ökutækjum verði flutt til sýslu-
mannsins í Bolungarvík. Fella
niður veiðigjald þann tíma
sem skerðingin nær yfir. Ekki
bara af þorski heldur öllum
tegundum. Fella niður skuldir
sveitarfélaganna við Íbúða-
lánasjóð. Staða sveitarfélag-
anna er slæm og nauðsynlegar
viðhaldsframkvæmdir hafa
setið á hakanum. Tekjuskipt-
ing ríkis og sveitarfélaga –
þarf að skera upp strax! Taka
1/3 af fjármagnstekjuskatti og
tekjuskatti lögaðila og leggja
í jöfnunarsjóð. Nota síðan
jöfnunarsjóð sem jöfnunar-
tæki.
Með bættum fjárhag geta
sveitarfélögin farið í fram-
kvæmdir sem lengi hafa setið
á hakanum. Þannig brúa þau
bilið á meðan grunnþjónusta
er bætt og sem aftur gerir
svæðið samkeppnishæfara.
Flytja höfuðstöðvar Ratsjár-
stofnunar til Bolungarvíkur og
kanna hvort stjórnstöð geti
líka flutt.
Taka upp flutningsjöfnun
strax – í formi niðurgreiddra
strandsiglinga eða landflutn-
inga. Sjávarútvegsklasi Vest-
fjarða lagði til að flutningurinn
yrði niðurgreiddur um 100
milljónir á ári í 3 ár. Eftir það
væru vegir betri og flutningar
á sjó sjálfbærir. Þannig væri
möguleiki á að frystigeymsl-
ur/vöruhótel myndu rísa og
þar með væri von til þess að
togarar, sem landa flestir á
SV-horninu en sigla frá mið-
unum hér í kring, myndu aftur
landa í vestfirskum höfnum.
Ódýrari flutningur bætir starfs-
skilyrði framleiðslufyrirtækja.
Vöruverð á svæðinu lækkar.
Raforkumálum fjórðungs-
ins verði komið í lag. Svæðið
verði hringtengt og línur frá
landsnetinu lagðar í jörð.
Núverandi ástand fælir stór
og smá fyrirtæki frá rekstri á
Vestfjörðum. Koma upp há-
hraðatengingu á svæðið – í
dag er hvorki hægt að flytja út
hugvit né vörur. Flutningsgeta
með neti of hæg og flutningur
með vörubílum of dýr.
Byggja upp rannsóknir á
norður-Atlantshafi. Þær stofn-
anir sem gegna þar lykilhlut-
verki eru: Háskólasetur, Nátt-
úrustofa Vestfjarða, Matís og
Hafró. Stefna að því að Há-
skóli taki til starfa haustið
2008. Benda má á Tromsø í
þessu samhengi en byggða-
stefna Norðmanna sést þar
ljóslifandi í verki.
Lengja strax og endurbæta
flugvöllinn á Þingeyri. Þannig
mætti efla ferðaþjónustuna og
möguleika vestfirskra útgerð-
armanna á að flytja út fisk.
Endurskoða hafnarlög. Setn-
ing þeirra voru mistök sem
koma fæstum höfnum til góða
og eru í engu samræmi við
raunverulega stöðu hafna á
landinu. Nýsköpunarþáttur
Byggðastofnunar – margfalda
möguleika Byggðasjóðs og
Impru. Frumkvöðla þarf að
virkja og það er staðreynd að
neikvæð umræða um Vestfirði
og önnur jaðarsvæði á Íslandi
hafa dregið úr löngun fjárfesta
til að fjármagna á svæðinu.
Skoða allar þær útfærslur, sem
fram hafa komið í tengslum
við skattaívilnanir, með opn-
um huga.
– smari@bb.is
Frá höfninni í Bolungarvík.