Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 06.09.2007, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 20078 „Ég tek undir með þeim segja að hlutirnir gerist ekki nógu hratt. Ég hefði viljað gera þetta hraðar, og margir kollegar mínir annars staðar á landinu eru í sömu stöðu. Ég veit að ég hef sagt það áður, meðal annars í viðtölum í BB, en okkur vantar fleira fólk á svæðið. Það er mikið sog frá öðrum stöðum og okkar helsti vandi er að okkur vantar fleira gott fólk. Sjálfur held ég að það sé betra að búa í Ísafjarðarbæ núna en fyrir 10 eða 20 árum.” Markmið okkar er atvinn Áföll í atvinnulífi á norðanverðum Vestfjörðum hafa verið mikil og tíð síðasta árið og er öllum ljóst að bregðast þarf við. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, er einn þeirra sem mæðir á í þessum málum, en sumum hefur þótt aðgerðarleysi bæjaryfirvalda vera áberandi. Þá vilja margir meina að viðvera hans á skrifstofu hafi minnkað til muna eftir að hann tók að sér formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bæjarins besta fór á fund bæjarstjóra til að spyrja hann út þessa gagnrýni, atvinnuástand á svæðinu, olíuhreinsunarstöð og fleira. band Vestfirðinga lét vinna grófa úttekt á fimm stöðum og nú er sérstaklega verið að skoða tvo staði, rétt fyrir utan Þingeyri í Dýrafirði og Hvestu í Arnarfirði. Svo trúi ég ekki öðru en að skoðaðir verði fleiri þættir, fé- lagslegir þættir og annað. Segjum svo að staðirnir verði metnir jafn góðir, þá hljóta menn að skoða hvernig upp- bygging samfélagsins er á staðnum, hvernig er að fá vinnuafl og fleira. Austfirð- ingar segja mér að það hafi skipt miklu máli að Reyðar- fjarðarhreppur var ekki lengur 6-700 manna sveitarfélag, heldur orðið hluti af stærri heild, þegar ákveðið var að reisa þar álver. Þess vegna skiptir samstaða og samstarf Ísafjarðarbæjar og Vestur- byggðar öllu máli sem og al- mennilegar samgöngubætur á milli sama hvorum megin stöðin yrði.“ Missum ekki sjónar á öllu öðru – Það mætti halda að bæjar- yfirvöld í Ísafjarðarbæ og í Vesturbyggð hefðu ákveðið það fyrirfram að vera ekki í neinum tippaslag, ef svo má að orði komast, um það hvar á Vestfjörðum stöðin myndi rísa. „Við höfðum nú ekkert samráð um það fyrirfram. En við höfum verið samstíga í þessu, enda held ég að það væri mjög vitlaust að fara að keppa um það. Verði stöðin sett niður á Íslandi, þá verður hún þar sem hagkvæmast er að hafa hana. Þess vegna er algjörlega tilgangslaust hjá okkur að fara að rífast um það hvoru megin sé betra að bygg- ja.“ – Nú hefur þú hamrað á því að þetta sé ekki eitthvað sem er að fara að gerast í bráð, og að olíuhreinsunarstöð sé ekki að fara að redda okkur í snatri úr þeim vandræðum sem at- vinnulífið á í. „Ég vil í það minnsta ekki að við förum að setja allt okkar traust á eitthvað sem ennþá er bara á hugmyndastigi. Þessi hugmynd hefur komið upp áður og þá í tengslum við aðra staði á landinu. Mér skilst að fyrir austan hafi undirbúning- urinn verið kominn býsna langt, en hætt hafi verið við verkið vegna þess að hið opin- bera vildi fá orkufrekari iðnað svo hægt væri að selja meira rafmagn og fá inn meiri tekjur fyrir þjóðarbúið. Ég vil alls ekki að við ein- blínum á olíuhreinsunarstöð og missum sjónar á öllu öðru. Ég get nefnt sem dæmi að strax árið 1976 var farið að tala um stóriðju á Reyðarfirði. Ég heyrði þá sögu að einhvern tíma áður en álverið varð loks að veruleika hefði blaðamaður hefði rætt við strák sem var að dorga á bryggjunni á Reyðar- firði, og spurði hann hvað hann ætlaði að gera þegar hann yrði stór. Strákurinn svaraði því til að hann ætlaði að bíða eftir álveri eins og afi sinn. Mín ósk er sú að við höldum áfram að byggja svæðið upp í ímynd hreinleika, sem olíu- hreinsunarstöðin mun klár- lega hafa áhrif á. Ef af henni yrði myndum við þurfa að að- laga ímyndina að nýjum veru- leika.“ Byggja upp störf fyrir háskóla- menntað fólk „Ég vil að fólk haldi áfram að leita nýrra tækifæra eins og það hefur verið að gera. Menn hafa verið að þróa sig áfram í þorskeldinu, sumir eru að kaupa kvóta þrátt fyrir nið- urskurð og nýir menn eru að taka við atvinnulífinu á Flat- eyri. Þar eru menn með miklar hugmyndir um beint milli- landaflug frá Ísafjarðarflug- velli. Svo má ekki gleyma öllu því sem er að gerast í ferða- þjónustunni. Við sveitarstjórnarmenn verðum að passa okkur á því nákvæmlega sama og megum alls ekki hætta að byggja upp atvinnulífið og bíða eftir olíu- hreinsistöð. Við höfum náð árangri í því að undanförnu, sérstaklega í því sem rætt hef- ur verið um í 20-30 ár, þ.e.a.s. að búa til störf fyrir háskóla- menntað fólk svo unga fólkið okkar mennti sig ekki í burtu frá svæðinu. Í þeim tilgangi voru bæði Þróunarsetrið og Háskólasetrið stofnað og okk- ur hefur tekist að fá viður- kenningu á stofnunum þar fyrir innan, eins og til dæmis rannsóknarstofnun Veðurstof- unnar. Það var 10 ára barátta hjá Ísafjarðarbæ að ná því í gegn. Fleira má nefna, eins og viðurkenningu á því að hér sé miðstöð þorskeldisrann- sókna og veiðarfærarann- sókna. Fólk segir að þetta séu bara örfá störf, sem er í sjálfu sér alveg rétt, en þarna er búið að byggja upp grunn og fjöldi starfa á eftir að aukast mjög hratt héðan af. Þá vil ég minna á að stefna meirihluta bæjar- stjórnar samkvæmt málefna- samningi er að hér byggist upp sjálfstæður háskóli. Að því þarf að vinna af miklum krafti því það eykur umsvifin enn frekar. En þá bendir fólk á að þetta sé bara fyrir háskólamenntað fólk og það vanti verkamanna- störf. En þetta eru þessar nýju atvinnugreinar, þetta er það sem fólk er að fást við á höf- uðborgarsvæðinu. Þar er fólk í rannsóknarstörfum og öðrum háskólamenntuðum störfum, og síðan í verslun og þjón- ustu.“ Verkamanna- störfum fækkar – En þú hlýtur að skilja að þetta er engin huggun fyrir þá sem hafa verið að missa vinn- una við gjaldþrot eða vinnslu- stöðvanir í fisk- og rækju- vinnslu. Er ekki eitthvað hægt að gera fyrir þetta fólk? „Ég veit að þetta er engin huggun fyrir sérhæft fisk- vinnslufólk sem hefur verið að missa vinnuna. Áhyggjurn- ar jukust svo enn meira við 30% niðurskurð í aflaheimild- um á þorski sem á eftir að hafa mikil áhrif hér á svæðinu. En þess vegna hefur maður verið að horfa til nýrra tæki- færa. Í Vestfjarðaskýrslunni er til að mynda talað um störf við skráningu og annað slíkt þar sem ekki er krafist sér- stakrar menntunnar, heldur sérstakrar þjálfunar. Ég hef verið að vona að hluti fólksins geti fundið sér frama á þessu sviði og við erum að vinna að því að aðstoða það fólk við að fá þjálfun. Atvinnumálanefnd bókaði í byrjun júlí að stefna ætti að því að búa til 50 ný störf á næstu tveimur árum, til dæmis með því að endur- mennta fólk til starfa á nýjum vettvangi. Þessir erfiðleikar eru í öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum og ég hefði viljað bjóða upp á námskeiðahald í samstarfi við önnur sveitarfé- lög. Þetta er ekki farið af stað ennþá en ég reikna með því að það gerist mjög fljótlega. Það hefur verið ákveðið í stjórn Háskólaseturs Vest- fjarða að þróa og bjóða upp á svokallað frumgreinanám sem hentar þeim sem vilja fara í háskólanám en eru ekki með stúdentspróf. Vegna stöðu mála hér á að hraða þessu og að reyna að bjóða upp á námið í haust eða a.m.k. ekki síðar en um áramót. Annars er nú ekki öll nótt úti enn með t.d. fiskvinnslu á Flateyri og rækjuvinnslu á Ísa- firði. Nýir menn eru með hug- myndir um vinnslu á Flateyri og verið er að skoða kaup á húsnæði og tækjum Miðfell. Auðvitað vonar maður að þarna fari að rofa til, en áttar sig á því að fólk getur ekkert beðið endalaust. Svo er staðan orðin þannig á Ísafirði að þeir sem hafa verið að missa vinnuna, en vilja vera hér áfram, geta sest á skólabekk og náð sér í menntun. Málið er að verka- mannastörfum er alls staðar að fækka, ekki bara hér á Ísa- firði heldur um allt land og í raun í öllum hinum vestræna heimi ef út í það er farið. Heilu fyrirtækin hafa flutt sína fram- leiðslu til Eystrasaltslandanna eða þaðan af lengra. Við verð- um að vera meðvituð um þetta og getum ekki bara sagt nei við þróuninni, annars fer hún bara framhjá okkur og skilur okkur eftir. Því miður. Þú talaðir um gagnrýni á bæjaryfirvöld vegna aðgerð- arleysis. Er það aðgerðarleysti að ná fram 85 nýjum störfum í gegnum Vestfjarðaskýrslu? Er það aðgerðarleysi að leita nýrra tækifæra á öllum mögu- legum sviðum, er stuðningur við ferðaþjónustuna með upp- lýsingamiðstöð, rekstri tjald- svæða og markaðssetningu hafnanna aðgerðarleysi? Er það aðgerðarleysi að fram- kvæma á vegum bæjarins fyrir 322 m.kr. á þessu ári? Er starf- ræksla Atvinnuþróunarfélags, Markaðsstofu og sérstaks at- vinnufulltrúa aðgerðarleysi? Eða leit að tækifærum eins og vatnsverksmiðju og ótal- mörgu fleiru. Mér finnst að ábyrgðin hvíli á okkur öllum og vil fá tillögur og hugmyndir frá þeim sem telja að hægt sé að gera annað og betur. Varðandi olíuhreinsunar- stöðu þá heyrir þú í mörgum, jafnvel sumum bæjarfulltrú- um sem hreinlega leggjast gegn slíkri framkvæmd. Hvaða tillögur eru þeir með í stað- inn?“ Opinber störf og vatnsverksmiðja „Við erum stanslaust að berjast fyrir atvinnulífinu og höfum náð mjög sýnilegum árangri í því að byggja upp Háskólasetur og Þróunarsetur, þó allir geti verið sammála um að við viljum að þetta gerist hraðar. Og þetta mun gerast hraðar nú með þessum 85 störfum sem eru samþykkt í Vestfjarðaskýrslunni.“ – En eru samt ekki öll kom- in á fjárlög, eða hvað? „Nei, það er rétt. Á þessu ári eiga þetta að verða 28 störf. Þau störf sem ekki er til fjár- magn fyrir, þurfa að fara á aukafjárlög og það verður ekki orðið endanlegt fyrr en í nóv- ember eða desember. Við í Vestfjarðanefndinni fylgj- umst með þessu og höfum fengið staðfestingu forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra fyrir stórum hluta þessara starfa. Og það er meira að segja búið að auglýsa nokkur þeirra, eins og t.d. hjá Há- skólasetrinu, Matís og Veður- stofunni. En þessi 85 störf eru öll nú þegar samþykkt í ráðuneyt- Bíðum eftir verk- fræðilegum athugunum – Mikið hefur verið rætt og ritað um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum síðustu vikur og mánuði. Bæjarstjórn Vestur- byggðar ákvað nýlega að ráð- ast í skipulagsbreytingar sem gerðu ráð fyrir slíkri stöð í landi Hvestu í Arnarfirði, en hvar er málið statt innan bæj- arkerfisins í Ísafjarðarbæ? „Í maí var samþykkt sam- hljóða í bæjarstjórn bókun sem felur það í sér að bæjar- stjórnin hafi áhuga á að ganga með málið lengra og halda áfram með athuganir. Ég gerði Íslenskum hátækniiðnaði grein fyrir þessari afstöðu í bréfi þar sem einnig kom fram að þessi tvö sveitarfélög, Ísa- fjarðarbær og Vesturbyggð, ættu að vinna saman en ekki vera í samkeppni þegar kemur að staðarvali fyrir stöðina, verði hún að veruleika. En við höfum ekki gert álíka sam- þykkt og Vesturbyggð sem snýr að skipulagsmálum. Við höfum ekki séð neina verk- fræðilega úttekt á því hversu hentugur Dýrafjörður er fyrir stöðina. Íslenskur hátækniiðn- aður þarf fyrst að segja okkur hvar þeir vilja helst vera, áður en að við förum í skipulags- breytingar.“ – En þar stendur hnífurinn í kúnni, er það ekki? Er nokkuð verið að gera einhverjar verk- fræðilegar athuganir á heppi- legri staðsetningu? „Eins og ég skil þetta þá eru þeir að bíða eftir úttekt á inn- siglingu, mögulegum hafnar- aðstæðum og aðstæðum í landi. Ólafur Egilsson hjá Ís- lenskum hátækniiðnaði segir mér að það sé verið að vinna slíka úttekt. Fjórðungssam-

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.