Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.10.2007, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 04.10.2007, Qupperneq 16
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 200716 Umræða um blessaða tóf- una skýtur upp kollinum með reglulegu millibili. Deildar meiningar eru um hvort það eigi að skjóta hana þó friðun- arsinnar séu í talsverðum minnihluta. Hornstrandafrið- landið hefur af gárungunum verið kallað tófuuppeldismið- stöð ríkisins en rúmur áratugur er síðan tófa var friðuð þar. Minkaveiðar eru ekki eins um- deildar, enda hann aðskotadýr í íslenskri náttúru. Tófan hefur hinsvegar verið á Íslandi í ár- þúsundir. Valur Richter er ein af mörgum grenjaskyttum Ísa- fjarðarbæjar. Blaðamaður leit til hans í kaffi og ræddi við hann um tófu, mink og hvað betur má fara í veiðum á þeim að hans mati. „Fyrstu tófuna mína skaut ég fyrir tuttugu árum. Í kring- um 1990 byrjaði ég sem grenjaskytta á vegum hins opinbera og þá var ég mest í Arnarfirði og Dýrafirði. Á þeim tíma var lögð mikið meiri áhersla á tófuveiðar og borgað ágætlega fyrir þær. Ég var að taka tvöhundruð tófur á þessum tveimur mánuðum sem ég lá á greni fyrir utan vetrarveiðina. Verðið fyrir tóf- una hefur hækkað sáralítið síðan þá. Fyrir einn yrðling eru borgaðar 1.600 krónur. Ef maður situr einn til tvo sólar- hringa yfir einu greni fyrir nokkra yrðlinga þá fæst ekki mikið fyrir það. En tófu hefur fjölgað mjög mikið. Þegar ég var að byrja í þessu voru þrír til fimm yrðlingar á hverju greni en í dag eru það fimm til níu stykki.“ – Gengur henni sem sagt betur að koma þeim upp? „Ég veit ekki hvað veldur. Annaðhvort gengur henni ein- faldlega betur að koma þeim upp eða að stofninn hefur blandast við búrdýr, ég er hreinlega ekki viss.“ Veldur stór- skaða í fuglalífi „Þegar ég var að byrja í þessu þá sá ríkið um tófuveið- arnar. Smám saman kom ríkið þessu yfir á sveitarfélögin og nú borgar ríkið þriðjung af hverju dýri, restina borga sveitarfélögin. Ríkið kom þessu vandamáli yfir á sveitar- félögin, vandamáli sem þau ráða ekki við. Svo við tölum nú ekki um þessa friðun á Hornströndum sem veldur því að tófan flæðir um allt. Það er ríkið sem friðaði tófuna þar en tekur enga ábyrgð á því og bendir á sveitarfélögin. Það voru ekki þau sem friðuðu tófuna í friðlandinu. En sveit- arfélögin þurfa að borga fyrir afleiðingarnar af því.“ – En nú má alveg spyrja, af hverju að veiða tófur? Mega þær ekki vera í friði eins og þær voru í árþúsundir? „Við höfum veitt tófu frá örófi alda og með mikilli áherslu í áratugi. Við höfum haldið stofninum niðri með veiðunum og ef við sísona hættum veiðum þá verður of- fjölgun í stofninum. Ég stórefa að fuglalífið þoli gríðarlega fjölgun í tófunni eins og myndi gerast ef veiðarnar leggjast af. Það mun að minn- sta kosti taka tugi ára fyrir margar fuglategundir að jafna sig á því. Henni hefur fjölgað gífurlega, á okkar svæði að minnsta kosti og það sést ber- lega að fuglalífið geldur fyrir það.“ –En er það ekki gott og gilt sjónarmið að tófan eigi bara að vera hluti af lífríkinu og náttúran fái bara að hafa sinn gang? –En þá þurfum við að skila náttúrunni eins og við fengum hana. Við erum búin að flytja inn búrdýr og styrkt stofninn. Við fluttum inn mink og allir vita að hann er algjör skað- ræði. Á veturna höfum við veitt hann í gildrur og bærinn má eiga það að þeir hafa ýtt undir gildruveiðar og það hef- ur komið ágætlega út.“ –Er tófan veidd í gildrur líka? „Nei, ég held hún sé of klár til að láta gabba sig í gildrur öfugt við minkinn. En þrátt fyrir ágætis vetrarveiði þarf að veiða hann allt árið. Honum hefur fjölgað mikið því hérna í kring er gósenland fyrir minkinn.“ –Hvers vegna? „Nú það eru allar fjörurnar og hann þrífst mjög vel í öllum grjótvarnahleðslum. Smýgur þar um allt. Alveg eins og tófan gerir hann mikinn usla í varpi og svo er hann kræfur í fiski. Hann getur gert mikinn skaða á lax- og silungsveiði- svæðum.“ Bærinn sýnir þessu ekki nægan áhuga –En nú hafa sveitarfélögin ekki digra sjóði. Er ekki skilj- anlegt að tófuveiðar séu ekki ofarlega á listanum? „Það er alveg rétt að þeirra sjóðir eru ekki digrir. En Ísa- fjarðarbær hefur ekki sýnt þessu mikinn áhuga og þetta er flokkur sem hefur orðið út- undan og þeir reyna að ýta þessu frá sér. Ég veit um mörg sveitarfélög sem eru að borga sjálf fyrir vetrarveiði og allt að helmingi meira en gert er hér. Við vorum stoppaðir í júlí því peningarnir voru búnir og ekkert til fyrr en á næsta ári. Það má aldrei útrýma tófunni en það verður að halda henni niðri ef ekki á að vera mikill skaði í fuglalífinu. Það er orðið það mikið af tófu að það stór sér á fuglalífinu, bæði rjúpu og sér í lagi mófuglun- um. Hver tófa þarf sitt og hún er skaðræði í fuglavarpi. Svo er það þekkt hvernig hún fer í björgin og það virðist vera að hún sé að þjálfast betur og betur í því að fara upp um öll björg og þá fyrst og fremst að ná sér í máfa og svartfugl.“ Þorir ekki að reikna út tímakaupið – Hefur veiðimönnum fækk- að? „Nei, þeim hefur ekki fækk- að. En menn leggja sig minna fram við veiðarnar þegar svo lítið fæst greitt. Ég tel að best væri að borga vel fyrir vetrar- og vorveiði og taka jafnframt á grenjunum á sumrin. Það hefur sýnt sig að þar sem við veiðum vel á veturna og vorin er mjög lítið af tófu um sum- arið. Á veturna er settur út matur og legið fyrir henni.“ – Er ekki ansi kalt að liggja fyrir tófu um hávetur? „Jú, manni getur orðið ansi kalt. Á greni hef ég lengst legið í fjóra sólarhringa og var orðinn ansi þreyttur þegar hún kom. En á veturna hef ég legið mest í 12 tíma og var kaldur og dofinn af því loknu. En það var góð veiði, fékk fimm tófur.“ – Hvaða svæði ert þú með? „Ég sé um grenjavinnslu í Súgandafirði og er mikið í Arnarfirðinum í vetrarveiði. Arnarfjörðurinn er mjög skemm- tilegt svæði og ég hef veitt mikið þar í gegnum tíðina.“ – Hefurðu tekið þig til og reiknað út tímakaupið við veiðarnar? „Það er varla að maður þori því. En ég hugsa að það myndi ekki ná nema nokkrum krón- um. Ætli það væri ekki í mínus þegar búið er að taka bensín- kostnað inn í dæmið. Hér áður fyrr var borgað fyrir ekna kíló- metra en í dag er einungis greitt fyrir skotna tófu“ Erfitt að hætta –Tíðarfarið hefur verið mjög gott undanfarin ár. Hefur það áhrif á stofnana? „Það held ég að sé alveg öruggt. Bæði er betri viðkoma í stofnunum og veiðarnar eru erfiðari þegar það er snjólétt. Hún finnur sér ný greni og menn leggja ekki mikið á sig við að finna þau þegar ekkert fæst greitt fyrir það. Það hefur aukist verulega að menn skjóti hlaupatófu í staðinn fyrir að liggja á greni.“ –En menn væru tæpast í þessu ef þeir hefðu ekki áhuga á tófuveiðum? Ekki eru það peningarnir sem heilla? „Þetta er bara sport og mað- ur fær eitthvað upp í kostnað- inn. En þeir sem byrja á þessu og hafa veiði í sér fá rosalegan áhuga og erfitt að hætta.“ –Hefurðu tölu á tófunum sem þú hefur skotið? „Nei, en þær eru orðnar margar. Fyrstu árin tók ég sirka tvö hundruð á grenjum plús vetraveiðina. Þannig að þær skipta þúsundum.“ –Er einhver nýliðun meðal grenjaskyttna? „Ekki nógu mikið. Það eru ekki allir sem hafa þolinmæði í þetta og svo fara margir dagar á ári í veiðar. Ég held að ég fari í hverri einustu viku. Meira að segja um hávetur og í brjáluðum veðrum. Ég fór einu sinni í alveg kolvitlausu veðri, það var bölvað rugl að reyna þetta en mig langaði að prófa. En ótrúlegt en satt náði ég einni.“ –smari@bb.is Verður að halda tófunni niðri Valur með traustum veiðifélaga sínum, hundinum Neró.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.