Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 20072 Þennan dag árið1914 voru lög um notkun bifreiða stað- fest. Enginn mátti stýra bifreið nema hann væri „fullra 21 árs að aldri“. Í þéttbýli mátti ökuhraði aldrei vera meira en 15 km á klukkustund en 35 km utan þéttbýlis. Dagurinn í dag 18. október 2007 –291. dagur ársins Ekki mikið um flækingsfugla á Vestfjörðum Ekki hefur verið tilkynnt um fágæta fugla á Vestfjörðum þrátt fyrir að sjaldgæfar erlendar fuglategundir hafi sést víða um landið undanfarna daga, eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um. „Það eru tvær ástæður fyrir því að flækingar sjást lítið hér fyrir vestan: Önnur er að lægðirnar koma upp að landinu á SA-SV landi og yfirleitt með fugla frá Evrópu. Hin að það eru fáir fuglaskoðarar á Vestfjörðum og að ég held enginn sem er að leita að flækingum“, segir Böðvar Þórisson hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Að sögn Böðvars ættu flækingar að sjást á Reykhólum, Tálknafirði og nágrenni og svo koma tilkynningar frá Þingeyri annað slagið. Vöruhúsaþjónusta hjá Eimskip á Ísafirði Leitað er að ábyrgum einstaklingi til starfa í afgreiðslu og vöruhúsi Eimskips á Ísafirði. Fyrir réttan aðila er í boði fjöl- breytt, áhugavert og krefjandi starf með margvíslegum tækifærum til faglegs og persónulegs þroska. Æskilegt er að við- komandi starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Starfs- og ábyrgðarsvið · Vörumóttaka · Vöruafgreiðsla Menntunar- og hæfniskröfur · Lyftararéttindi · Meirapróf · Hæfni í mannlegum samskiptum · Góð þjónustulund og jákvæðni · Hreint sakarvottorð Nánari upplýsingar um starfið veitir Haf- þór Halldórsson, rekstrarstjóri Eimskips á Ísafirði í síma 525 7891 og á netfanginu hrh@eimskip.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Lögreglan á Vestfjörðum hefur nú bæst í hóp þeirra lög- regluliða sem bjóða brotaþol- um og sakborningum upp á málsmeðferð sem nefnist „sáttamiðlun“. Eins og heiti úrræðisins ber með sér er hér um að ræða möguleika þar sem reynt er að ljúka kæru- málum með sátt málsaðila. Úr- ræðið byggir á tilraun sem hófst erlendis og hefur verið í þróun í mörgum ríkjum, m.a. í Evrópu. Dómsmálaráðu- neytið hefur hrundið af stað tveggja ára tilraunaverkefni sem lýtur að því að reyna þessa málsmeðferð hérlendis, en að þeim tíma liðnum verður ár- angur verkefnisins metinn og ákveðið hvort úrræðið skuli verða varanlegur hluti refsi- vörslukerfisins. Úrræðinu er aðeins beitt ef brotaþoli og gerandi sam- þykki þessa málsmeðferð, gerandi hafi viðurkennt brotið og að hann hafi ekki áður gerst sekur um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Tilgangur meðferðarinnar er að fá hinn brotlega til að skilja þau rang- indi sem hann hefur viðhaft og fá hann til að friðmælast við brotaþola með það fyrir augum að þeir komist að sam- komulagi um málalok. Að baki sáttamiðlun býr sú grundvallarhugmynd að fólk sé fært um að leysa sjálft úr ágreiningsmálum sínum. Hug- myndafræðin felur í sér að: Gerandi og brotaþoli geti sjálf- ir unnið að lausn ágreinings- mála, náð sáttum og bætt þann skaða sem brotið hefur valdið. Hagsmunir brotaþola eru í fyrirrúmi, en jafnframt hugað að hagsmunum geranda og samfélagsins í heild. Leitast er við að leiða gerendur á rétta braut og fyrirbyggja frekari afbrot. Auka öryggi borgar- anna. Meðferð mála er skjótari og álagi létt af refsivörslu- kerfinu. Með sáttamiðlun er leitað nýrra leiða til að takast á við afbrot og afleiðingar þeirra. Leitast er við að ljúka málum vegna minniháttar brota á ein- faldan og fljótlegan hátt og þannig að sýnileg tengsl séu milli hins refsiverða verknað- ar og málaloka. Með því er stuðlað að því að koma í veg fyrir frekari afbrot. Það eru eingöngu sérþjálf- aðir lögreglumenn sem koma að þessari vinnu og kallast þeir „sáttamenn“. Fimm slíkir lögreglumenn hjá embætti lögreglustjórans á Vestfjörð- um sátu námskeið í síðustu viku, sem lauk með því að eitt mál var tekið fyrir og lauk því farsællega, eða með sátt milli brotaþola og geranda. Þrír lögreglumenn á starfs- stöðinni á Ísafirði hafa réttindi til að ljúka tilteknum málum með sáttamiðlun, einn lög- reglumaður á starfsstöðinni á Hólmavík og einn á starfs- stöðinni á Patreksfirði. Lög- reglan á Vestfjörðum ber miklar væntingar til þessa til- raunaverkefnis og sér ákveðin sóknarfæri því tengdu, ekki síst fyrir samfélagið á Vest- fjörðum. – thelma@bb.is Sáttamiðlun innleidd á Vestfjörðum Afli Vestfirðinga dregst saman Landaður afli á Vest- fjörðum hefur dregist mikið saman milli ára. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að í september í ár komu land 2.800 tonn. Í septem- ber í fyrra komu land rúm- lega 4.000 tonn. Alls var landað ríflega 1.300 tonn- um minna af þorski í s.l. september en fyrir ári. Skýrir þetta að öllu leyti þann mikla samdrátt í lönd- uðum afla. Sem dæmi má nefna að í fyrra komu 773 tonn á land á Flateyri en einungis 45 tonn í síðasta mánuði. Eins og kunnugt er hætti fiskvinnslan Kambur starf- semi í sumar og skýrir það hrunið á Flateyri. Á tíma- bilinu dróst afli saman um tæplega helming á Ísafirði. 1.186 tonnum var landað í september í fyrra en ein- ungis 584 tonnum í liðnum mánuði. Afli dróst saman í öllum tegundum nema rækju, steinbít og þykkva- lúru, en engin rækjuveiði var stunduð frá Ísafirði í fyrra. Afli Bolvíkinga dróst eitthvað minna saman, var ríflega 1.000 tonn í fyrra en tæp 700 tonn í ár. Á Suðureyri var landað þrem- ur tonnum meira liðnum síðasta mánuði en í sept- ember 2006, eða 333 tonn- um. Eins og annars staðar var þar landað mun minna af þorski, eða 50 tonnum á móti 140 í fyrra en ríflega 100 tonnum meira af ýsu komu á land á tímabilinu. Styttist í framkvæmdir við olíubirgðastöð í Mávagarði Senn verður ráðist í fram- kvæmdir við að reisa olíu- birgðastöð í Mávagarði við Sundahöfn á Ísafirði. Að sögn Guðmundar M. Kristjáns- sonar, hafnarstjóra Ísafjarðar- bæjar, verður farið bráðlega í innkaup á stáli og því næst í landmótun fyrir hafnargarð. „Þetta er næsta stórverkefni hafnarinnar nú þegar endur- byggingu Ásgeirsbakka er að ljúka,“ segir Guðmundur. Siglingastofnun er að undir- búa útboð á verkinu sem felst í gerð 60 metra stálþilsbryggju á 9 metra dýpi og lagnir og þekju fyrir 1.400 fermetra svæði. Framtíðarstaðsetning fyrir olíubirgðastöð hefur ver- ið í umræðunni í nokkur ár en málið komst á fullan skrið þegar olíufélögin sóttu eftir stækkun á lóð sinni við Suður- götu upp á 1.130 fermetra. Mávagarður hefur lengi verið sigtinu sem ákjósanleg staðsetning. Vinnuhópur um framtíðarstaðsetningu lauk starfi sínu í apríl í fyrra, eftir að skýrsla sem unnin var fyrir hópinn af VST var tilbúin. Í úttekt VST var farið yfir kosti og galla þeirra þriggja staða sem til greina komu, en það voru auk Mávagarðsins. Núverandi staðsetning olíubirgðastöðvar á Ísafirði er við Suðurgötu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.