Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 18.10.2007, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 3 Styrkir til menningarstarfsemi Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki til menningarstarfs á Vestfjörðum, á grund- velli samnings Fjórðungssambands Vestfirðinga við menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti frá 1. maí 2007. Tilgangur styrkjanna er að styrkja menningarstarf- semi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Árið 2007 er áhersla lögð á verkefni sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skilyrða: · Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað. · Nýsköpun á sviði lista- og menningarstarfs. · Verkefni sem miða að fjölgun starfa. · Verkefni sem stuðla að eflingu fagþekkingar á sviði menningar og lista. Umsóknarfrestur er til 2. nóvember 2007. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðyblað sem skila þarf með styrkumsóknum má finna á heimasíðu Menningarráðs Vestfjarða – www. vestfirskmenning.is. Allar nánari upplýsingar gefur Jón Jónsson, menning- arfulltrúi í síma 891 7372 eða á netfanginu menning@ vestfirdir.is. vestfirskmenning.is Átta teknir fyrir of hraðan akstur Í síðustu viku voru átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Sá sem hraðast ók var stöðvaður eftir að hafa mælst á 108 km hraða á Hnífsdalsvegi en þar er hámarkshraðinn 80 km. Þá voru aðvörunarmiðar límdir á 45 bifreiðar á Vestfjörðum þar sem eigendum þeirra var gefin sjö daga frestur til að færa þær til skoðunar. Fjögur umferðaróhöpp voru bókuð í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunnu en þau voru öll minniháttar. Á aðfaranótt laugardagsins voru lögreglumenn á Ísafirði kallaðir að Edinborgarhúsinu á Ísafirði vegna ölvunar og slagsmála þar fyrir utan. Ekki kom til þess að lögregla þyfrti að fjarlægja menn af staðnum vegna þessa. Aðfaranótt sunnudagsins stöðvuðu lögreglumenn á Hólmavík slagsmál ölvaðra manna á hafnarsvæðinu á Hólmavík. Hluti af aðstöðu siglinga- klúbbsins Sæfara á Ísafirði hefur verið boðinn til sölu og segir Örn Torfason, formaður félagsins, að ef Sæfari missi aðstöðuna þýði það mikil óþægindi fyrir starf félagsins. Forsaga málsins er sú að Sæ- fari hefur haft aðstöðu í Suð- urtanga 2 í Neðstakaupstað um árabil, aðstöðu sem hefur verið að hluta í eigu Miðfells þar til nýlega. Þegar vinnslu var hætt í Miðfell keypti Byggðastofnun stærstan hlut í rækjuverksmiðjunni og setti eignina á Suðurtanga á sölu. „Miðfell styrkti okkur með því að veita okkur aðstöðu í Suðurtanga endurgjaldslaust. Ef Sæfari missir þennan hluta húsnæðisins þá missum við mjög mikilvægan hluta af því húsnæði sem við höfum í dag. Það er að minnsta kosti aug- ljóst að uppbyggingar- og barnastarf yrði í hættu,“ segir Örn. Aðstaðan þykir hæfa sigl- ingaklúbbnum afar vel enda alveg við Pollinn. Í umræddu húsnæði er meðal annars bún- ingsaðstaða með fataskápum, þurrkherbergi, sturtuaðstaða og hluti af geymsluplássi fyrir kænur, kayaka og aðra báta í eigu Sæfara. Samkvæmt óstaðfestum heimildum BB hafa sjö tilboð borist í eignina. Örn segir að sú starfsemi sé vandfundin sem myndi henta betur en þessi, þegar horft er til stað- setningar, umgengni og þess mikla lífs og fjörs sem fylgir Sæfara. Enda sé það í næsta nágrenni við elstu húsaþyrp- ingu á landinu sem er að finna í Neðstakaupstað og er mikið ferðamannaaðdráttarafl. Sæfari er félag áhugamanna um sjósport á Ísafirði og sam- anstendur af kayak- og segl- bátaunnendum auk sportbáta- unnenda. Um 250 manns eru skráðir í félagið. – thelma@bb.is Sala á Suðurtanga gæti þýtt endalok Sæfara Búið er að skrifa undir kaupsamning milli væntan- legs hlutafélags og skipta- stjóra rækjuverksmiðjunnar Miðfells á Ísafirði og hófst rækjuvinnsla á ný á Ísafirði á föstudag, sjö vikum eftir að greint var frá því á bb.is að Jón Guðbjartsson og fleiri hefðu áhuga á að kaupa verksmiðjuna. Stofnendur félagsins eru Byggðastofnun og útgerðarfélagið Birnir. Fleiri aðilar koma til með að gerast stofnfélagar, en verið er að bíða eftir kennitölu og nýju nafni á fyrirtækið til að svo geti orðið. 22 starfsmenn mættu til á föstudag og er stefnt á að þeir verðir rúmlega 30 innan tíðar. „Þetta er alveg frábært, við erum öll í sjöunda himni yfir þessu. Við vonum bara öll saman að þetta eigi eftir að ganga því þetta skiptir svo gríðarlega miklu máli að hafa þessa verksmiðju. Rúm 30 störf fyrir bæjarfé- lagið“, sagði einn starfs- manna verksmiðjunnar við blaðamann á föstudag. – gunnaratli@bb.is Rækjuvinnsla haf- in á ný á Ísafirði Samkvæmt nýju mati Veð- urstofu Íslands á hættu vegna ofanflóða í Tungudal og innri Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði er byggingar á Ísafjarðarflug- velli og gangamunninn við jarðgöngin í Tungudal á rauðu hættusvæði. Gunnar Guðni Tómasson hjá hættumats- nefndinni sagði í samtali við ruv.is að hættusvæðin sem um ræðir segi það eitt að ekki megi byggja á þessum svæð- um. Að því er fram kemur á vef Svæðisútvarpsins á Ísa- firði er matið til viðbótar því mati sem gert var fyrir fimm árum og tekur til þess um- hverfis sem fólk býr ekki að staðaldri. Þá sé komið endur- mat á Seljalandshverfi þar sem varnargarður er risinn ofan byggðarinnar. Þá er flugvallarsvæðið á hættusvæði undir Innri-Kirkju- bólshlíð en í matinu segir að þrátt fyrir að ekki sé mikil byggð á svæðinu er þar starf- semi sem er mikilvæg fyrir Ísafjarðarbæ og nágranna- sveitarfélög. Byggingar á Ísa- fjarðarflugvelli eru á hættu- svæði C og þarf þar að huga sérstaklega að viðbrögðum vegna þess að búast má við miklum mannsöfnuði þar. Svæðin sem um ræðir í hættumatinu eru Seljalands- hverfi og Tunguskeið, eftir byggingu varnarmannvirkja á Seljalandsmúla, og hættumat fyrir Tungudal, Dagverðardal og Innri-Kirkjubólshlíð. Hættu- matsnefnd Ísafjarðarbæjar kynnti tillöguna að hættumat- inu á föstudag. Tillagan er síð- an aðgengileg almenningi á bæjarskrifstofunni í fjórar vik- ur, þ.e.a.s. til miðvikudags 14. nóvember 2007. – thelma@bb.is Ísafjarðarflugvöllur á snjóflóðahættusvæði Byggingar á Ísafjarðarflugvelli eru á hættusvæði C.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.