Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 1
Ekki heilladrjúgt
að tveir aðilar
skipti með sér
markaðnum
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
Föstudagur 28. desember 2007 · 52. tbl. · 24. árg.
Sturla Gunnar
Eðvarðsson frá
Suðureyri er fram-
kvæmdastjóri
Samkaupa. Í viðtali
í miðopnu lítur hann yfir
stöðu fyrirtækisins á
landsbyggðinni og höfuð-
borgarsvæðinu og ræðir
samkeppnina við risana
tvo.
Boltinn hjá
fjárfestunum
„Ég lít svo á að boltinn sé
hjá fjárfestunum“, segir Hall-
dór Halldórsson, bæjarstjóri
Ísafjarðarbæjar, um nýút-
komnar skýrslur um olíu-
hreinsistöð á Vestfjörðum.
Halldór hefur fundað með for-
svarsmönnum Íslensks há-
tækniiðnaðar eftir að skýrsl-
urnar komu út. Hann segir að
á þeim fundi hafi forsvars-
menn fyrirtækisins kynnt fyrir
honum erlenda samstarfsaðila
sína. Um staðsetningu olíu-
hreinsistöðvar segir Halldór:
„Ég hef lagt áherslu á að
Ísafjarðarbær og Vesturbyggð
fari ekki í samkeppni um stað-
setninguna og láti fjárfestun-
um eftir að ákveða það, fari
svo að stöðin verði reist.“ Sig-
urður Pétursson, oddviti Í-list-
ans í Ísafjarðarbæ, tekur í
sama streng og Halldór og
segir nú verði fjárfestarnir, þ.e.
Íslenskur hátækniiðnaður, að
sýna að þeir séu tilbúnir að
stíga næsta skref.
Eins og hefur komið fram
verður haldin ráðstefna í byrj-
un næsta árs þar sem skýrsl-
urnar verða kynntar. Sigurður
vonast til að eitthvað nýtt
komi fram um málið frá fjár-
festunum á ráðstefnunni. Á
síðasta bæjarstjórnarfundi
samþykkti bæjarstjórn Ísa-
fjarðarbæjar ályktun þar sem
áhugi bæjarins á byggingu
olíuhreinsistöðvar er ítrekað-
ur.
– smari@bb.is
Ekki við
Húsa-
smiðjuna
að sakast
Haraldur Júlíusson,
rekstrarstjóri Húsasmiðj-
unnar á Ísafirði segir að
það drasl sem liggur á
Wardstúni á Ísafirði sé
ekki á ábyrgð fyrirtækis-
ins, þó fyrirtækið eigi veð
í byggingarréttinum á
lóðinni. 3X-Technology
sendu bænum kvörtun
vegna sóðaskaps á lóð-
inni og upp frá því spunn-
ust miklar flækjur þar
sem íbúar við Sindragötu
4 komu af fjöllum við tíð-
indum frá byggingarfull-
trúa Ísafjarðarbæjar um
að eigendur fjölbýlishúss-
ins ættu Wardstún og sýndu
þau fram á að svo væri
ekki með þinglýsingar-
pappírum, þar sem lóð-
inni var skipt í tvennt.
Bærinn leitaði lögfræði-
álits og að lokum kom í
ljós að veðréttur sem hvílt
hafði á Sindragötu 4, lóð-
inni sem Ágúst og Flosi
ehf. byggðu fjölbýlishús
á, hafði flust yfir á bygg-
ingarréttinn á Sindragötu
4a, Wardstúni, þegar Ágúst
og Flosi ehf. varð gjald-
þrota. Húsasmiðjan á einna
stærstan veðrétt í lóðinni
og samkvæmt heimild-
um blaðsins stendur til
að ráðstafa lóðarréttind-
um á veðhafafundi á næst-
unni. Eigandi lóðarinnar
er því eftir sem áður Ísa-
fjarðarbær, en óvíst hver
verður rukkaður um fast-
eignagjöld Wardstúnsins
sem íbúar Sindragötu 4
hafa greitt að ósekju.
Öldufar verður
ekki vandamál
Skýrsla um öldufar í Arn-
arfirði og Dýrafirði er komin
út. Skýrslan er gerð af Sigl-
ingastofnun og er gerð að beið-
ni Fjórðungssambands Vest-
firðinga. Aðalsteinn Óskars-
son, framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambandsins, segir að
ekkert hafi komið fram í rann-
sóknum öldufari og dýpt í
báðum fjörðunum sem geti
hindrað byggingu olíuhreinsi-
stöðvar.
Í skýrslunni er gerð grein
fyrir dýptarmælingum, botni
og reiknineti sem liggja til
grundvallar fyrir niðurstöðum
öldufarsreikninga. Gerð er
ítarleg grein fyrir veður og
öldufari á hafinu út af Vest-
fjörðum og langtímadreifingu
ölduhæða, en mat lagt á vestan
og norðvestan vindáttir. Á
grundvelli þessara gagna eru
kynntar niðurstöður öldufars-
reikninga fyrir „eins árs“ öld-
una, en það er sú ölduhæð
sem ræður mestu hvað varðar
hafnarstæði.
– smari@bb.is
Þingeyri við Dýrafjörð.
Fyrstu sjómælingar í 100
ár í firðinum fóru fram við
gerð skýrslunnar.