Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 200710
STAKKUR SKRIFAR
Lok árs og upphaf annars
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Áramót eru merkileg fyrir margra hluta sakir. Hinu stjarnfræðilega ári
lýkur og annað hefst. Við höfum öll tamið okkur að líta fram á veginn og
skoða vegferðina á þessum tímamótum. Hvað hefur áunnist? Hvað mátti
betur fara og réðum við einhverju um atburði? Flestir skoða líf sitt og sinna
nánustu í þessu ljósi. Margir hafa unnið sigur, einn eða fleiri og gleðjast.
Sumir hafa látið undan, tapað orustu eða hreinlega stríðinu og jafnvel lífinu
sjálfu. Hvernig hefur þjóðinni reitt af?
Þær óskir fylgja til lesenda að þeim hafi tekist svo að þeir megi glaðir una
við sitt, geti litið yfir farinn veg og fundið margt sem vekur góðar minningar
og viðheldur þeim. Einnig er þess óskað að þið lesendur góðir njótið
velgengni á komandi ári. Þess er vænst að við höfum öll lært eitthvað á því
ári sem senn er liðið í skaut aldanna er verða má okkur til gagns. En hinu má
ekki gleyma að mistök geta snúist í sigur kunni menn að draga af þeim þann
lærdóm sem ryður okkur braut til nýrra viðhorfa og gefi kost á að greina ný
tækifæri.
Í ys og þys fjölmiðlaveldisins, þar sem augnablikið er látið ráða. Það sem
betur kann að hljóma eða sjást og lesast, er ekki rétti mælikvarðinn á vel-
gengni. Vissulega má draga ályktanir af því sem fjölmiðlar bera á borð
neytenda sinna. En oft er sá heimur sem þar nýtur mestrar hylli ekki væn-
legur til hamingju. Hann er holur, glamrið ber hina sönnu lífsspeki ofurliði.
Erfitt getur reynst að greina hjómið frá því sem skiptir máli.
Glansmyndir af lífinu eru fallegar en sjaldnast í samræmi við veruleikann.
Þær vekja mörgum væntingar sem standast ekki. En hvernig hefur gengið
hjá þjóðinni? Kosið var til Alþingis á árinu og fylgi Framsóknarflokksins
minnkaði svo mikið að þótt í orði kveðnu hafi ríkisstjórnin sem sat að völd-
um haldið þeim var ljóst að grunnurinn myndi reynast veikur. Ný ríkisstjórn
Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var mynduð. Mörgum fannst það skrýtið,
en ríkisstjórn síðarnefnda flokksins og Alþýðuflokks reyndist langlíf og
farsæl fyrir fyrir nærri fimm áratugum. Þótt Samfylking sé annarrar gerðar,
steypt saman úr flokkum sem sáu óvininn í Sjálfstæðisflokki, kann þetta
samstarf að reynast vel og verða heilladrjúgt. Forseti Íslands verður kosinn.
Hver það verður veit nú enginn.
Í Reykjavík sprakk samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í
loft upp og á Ísafirði situr við sama og fyrr. Nýtt ár mun tæpast færa lands-
mönnum miklar sviptingar í pólitík. Tekist er á um varnir lands og viðbrögð
að Bandaríkjamönnum gengnum, en ætla má að Íslendingar njóti minni
virðingar hjá þeim en fyrr. Á Vestfjörðum hillir undir sameiningu með Ós-
hlíðargöngum og samgöngur batna með vegi um Arnkötludal. Öllum er
óskað gleðilegs nýs árs og þakkað liðið. Megi Vestfirðingar njóta ókomins
árs sem og landsmenn allir.
Í hófi sem fram fór í höf-
uðstöðvum Knattspyrnu-
sambands Íslands fyrir jólin
var Pétur Geir Helgason,
fyrrverandi gjaldkeri Knatt-
spyrnuráðs Ísafjarðar, sæmd-
ur gullmerki KSÍ. Merkið
er aðeins veitt þeim mönn-
um, sem unnið hafa knatt-
spyrnuíþróttinni langvar-
andi og þýðingarmikil störf.
Það var Geir Þorsteinsson
formaður KSÍ sem veitti
Pétri Geir viðurkenning-
una. Jafnframt fór fram kjör
knattspyrnumanns og –
konu ársins.
Pétur Geir starfaði í tví-
gang um árabil í stjórn
Knattspyrnuráðs Ísafjarðar
á áttunda og níunda áratug
síðustu aldar. Ráðið sá um
rekstur knattspyrnuliðs
Íþróttabandalags Ísafjarðar.
Hann sat meðal annars í
stjórn KRÍ þegar lið ÍBÍ lék
í efstu deild Íslandsmótsins
árin 1982 og 1983. Pétur
Geir fluttist síðar frá Ísafirði
og bjó um árabil Norðan-
lands en er nú fluttur til
Reykjavíkur ásamt eigin-
konu sinni Ósk Óskarsdótt-
ur. – hj
Pétur Geir sæmd-
ur gullmerki KSÍ
Pétur Geir með þeim Hermanni Hreiðarssyni sem
kjörinn var knattspyrnumaður ársins 2008 og Eiði
Smára Guðjohnsen sem varð annar í kjörinu.
Styrkir til úrbóta í umhverf-
ismálum á ferðamannastöðum
árið 2008 hafa verið auglýstir
hjá Ferðamálastofu og er um-
sóknarfrestur til 28. janúar.
Bróðurpart þeirra fjármuna
sem varið er til umhverfismála
af hálfu stofnunarinnar er nú
úthlutað í styrkjaformi. Öllum
sem hagsmuna eiga að gæta
er frjálst að sækja um styrk að
uppfylltum þeim skilyrðum
sem sett eru fram í auglýsingu
um styrkina. Við úthlutun
verður m.a. tekið mið af ástandi
og álagi svæða, og mikilvægi
aðgerðanna vegna náttúru-
verndar. Nauðsynlegt er að
framkvæmdir stangist ekki á
við gildandi skipulag og séu
unnar í samráði við viðkom-
andi sveitarstjórnir, landeig-
endur, náttúruverndarnefndir
og aðra aðila sem með málið
hafa að gera, svo sem Um-
hverfisstofnun.
Úthlutað er að jafnaði einu
sinni á ári og að þessu sinni
skiptist upphæðin í þrjá meg-
inflokka. Í fyrsta lagi eru
styrkir til minni verkefna.
Jafnan er lögð áhersla á einn
tiltekin málaflokk á hverju ári,
eins og gönguleiðir, aðgengis-
mál fatlaðra eða þess háttar. Í
öðru lagi eru styrkir til stærri
verkefna á fjölsóttum ferða-
mannastöðum og í þriðja lagi
eru veittir styrkir til uppbygg-
ingar á nýjum svæðum.
Við styrkveitingar er for-
gangsraðað og hefur náttúru-
vernd mestan forgang, svo
upplýsingar og öryggismál,
afþreying og áningarstaðir og
loks önnur verkefni. Ekki verð-
ur sérstaklega litið til dreifing-
ar verkefna eftir landshlutum.
Styrkir til umhverfismála
Tvær stórar aurskriður féllu á veginn um Eyrarhlíð um miðja síðustu viku. Önnur skriðan lenti á bíl en engum varð
meint af. Þrjár minni skriður féllu á veginn. Veginum var lokað í kjölfarið og ekki opnaður fyrr en daginn eftir. Þá féll
ein stór aurskriða á Óshlíð, við snjóflóðagil númer 4. Krapaflóð féllu í Skötufirði og Hestfirði, nánar tiltekið við árnar
Hvalskurðará og Rjúkanda. Vatn flæddi í kjallara Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði og þurfti aðstoð slökkviliðs til að
tæma við að dæla upp úr honum. Járnplötur fuku af Edinborgarhúsinu á Ísafirði og kalla þurfti út björgunarsveit í Bol-
ungarvík vegna foks.
Aurskriður og vatnselgur