Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn áfengis. Fylgi ungmenni nokkr- um einföldum heillaráðum eru hverfandi líkur á því að þau leiðist inn á braut fíkniefna. Forseti Íslands hafði frum- kvæði að Forvarnardeginum en ásamt forsetaembættinu stóðu að deginum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Banda- lag íslenskra skáta, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykja- víkurborg og lyfjafyrirtækið Actavis. – thelma@bb.is Magnús Ellert Steinþórsson nemi í Grunnskólanum á Þingeyri hlaut verðlaun For- varnardagsins en þau eru veitt ungmennum sem tóku þátt í net-ratleik grunnskólanem- enda á Forvarnardaginn 2007. Auk Magnúsar Ellerts unnu Vilhjálmur Patreksson í Landa- kotsskóla og Eiður Rafn Hjalta- son í Heiðarskóla í Leirársveit til verðlaunanna. Forseti Ís- lands Ólafur Ragnar Gríms- son afhenti verðlaunin við at- höfn á Bessastöðum. Verk- efnin voru samin af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Ungmennafélagi Íslands og Bandalagi íslenskra skáta. En þau snerust um þekkingu á starfsemi hreyfinganna sem byggði á því að kynna sér hana á heimasíðum þeirra. Hundruð grunnskólanemenda sendu inn réttar lausnir. Forvarnardagurinn var hald- inn um allt land þann 21. nóv- ember síðastliðinn. Sérstök dagskrá var í öllum 9. bekkj- um grunnskólanna þar sem ungmenni tókust á við spurn- ingar um aukna samveru for- eldra og ungmenna, þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æsku- lýðsstarfi og mikilvægi þess að fresta því að hefja neyslu Þingeyringur fékk verð- laun Forvarnardagsins Magnús Ellert Steinþórsson ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og móður sinni Eddu Björk Magnúsdóttur. Þjóðleikhúsið er vænt- anlegt til Ísafjarðar með sýninguna Norway.today eftir Igor Bauersima í leikstjórn Vigdísar Jak- obsdóttur. „Júlía er tví- tug. Hún leitar að ein- hverjum á netinu sem er tilbúinn til þess að fremja með henni sjálfsmorð. Hún finnur hinn nítján ára gamla Ágúst á spjallrás. Vopnuð samlokum, bjór og myndbandstöku- vél leggja þau af stað í langferð upp á himinháa bjargbrún í Noregi þar sem þau ætla að láta verða af því að stökkva... nor- way.today er skemmti- lega þverstæðukennt verk um leitina að tilgangi lífs- ins í tæknivæddum nú- tíma, uppfullt af húmor og áhugaverðum pæling- um um hluti sem snerta okkur öll. Þetta marg- verðlaunaða verk hefur verið þýtt á tuttugu og fimm tungumál og sett upp í yfir tvö hundruð mismunandi uppfærslum um allan heim. Leikritið verður sýnt í Edinborg- arhúsinu eftir áramót,“ segir um uppfærsluna á vef Þjóðleikshússins. – thelma@bb.is Þjóðleikhús- ið á leið til Ísafjarðar Félagsmálanefnd Ísafjarð- arbæjar vill að unnið verði að því á skipulegan hátt að eldri byggingar Ísafjarðarbæjar verði gerðar aðgengilegar öll- um. Umhverfisnefnd óskaði eftir áliti frá félagsmálanefnd vegna gerðar aðalskipulags Ísafjarðarbæjar sem fór að mestu fram síðasta vetur og er frestur til að skila inn at- hugasemdum og tillögum vegna aðalskipulagsgerðar senn að renna út. Í bókun nefndarinnar frá síðasta fundi segir að jafn- framt vilji nefndin að unnið sé skipulega að breytingu gatnakerfis og útivistarsvæða Ísafjarðarbæjar og þau gerð öllum aðgengileg. Eftir áramót hefur teikni- stofan Eik á Ísafirði vinnu við aðalskipulagið en gríðarmikið verk er framundan, eins og gefur að skilja. Tillögur félags- málanefndar eru unnar upp úr greinargerðum Sjálfsbjargar og í takt við þá stefnu sem ríkj- andi er hjá félagsmálayfir- völdum landsins í aðgengis- málum fatlaðra og hreyfi- hamlaðra. Þegar talað erum eldri byggingar bæjarins er í raun átt við allar aðrar opin- berar byggingar sem ekki eru nýbyggingar, því um þær gilda sjálfkrafa kvaðir um aðgeng- ismál. Ekki liggur fyrir hvar þörfin fyrir betra aðgengi er brýnust, en búast má við að þarfagrein- ing verði gerð þegar vinna við skipulagið kemst á fullan skrið. Gísli H. Halldórsson, formaður félagsmálanefndar segir mikilvægt að tekið verði tillit til þessara mála við skipu- lagsgerð. „Mitt persónulega álit er að fyrirhuguð sundlaug eigi að rísa á Torfnesi því það mun bæta aðgengi eldri borg- ara að lauginni og auka sam- vistir eldri borgara við aðra íbúa sveitarfélagsins, og það finnst mér einn af stóru ávinn- ingunum við að byggja sund- laug,“ segir Gísli Halldór Hall- dórsson, bæjarfulltrúi og for- maður félagsmálanefndar. – sigridur@bb.is Vilja aðgengi fyrir alla í aðalskipulag Aðgengi í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði telst ágætt en þar er lyfta.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.