Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 3 Kristina Logos yfirgefur Bolvíkinga Aflasamdráttur milli ára á Ísafirði Aflasamdráttur varð milli ára í nóvember á Ísafirði. Í nóvember 2007 komu á land 1.430 tonn en 1.092 í ár. Þorskaflinn dróst saman um tæplega helming, var 612 tonn í fyrra en 353 tonn í ár. Ýsuaflinn jókst umtalsvert milli ára eða úr 92 tonnum í 227 tonn. Í nóvember í fyrra var landað 458 tonnum af síld á Ísafirði en engu í ár. Var það tilfallandi löndun sem skekkir samanburðinn verulega. Ryðkláfurinn Kristina Logos sem hefur grotnað niður höfninni í Bolungarvík um árabil yfirgaf Bolungarvík fyrir hátíðarnar. Kristinu var siglt austur um haf þar sem það verður malað mélinu smærra í brotajárn. Kristina Logos hefur ekki hreyfst í að minnsta kosti fjögur ár, eða ekki síðan skipið var slegið Olís á uppboði í júní 2003. Á sínum tíma fengust þær upplýsingar hjá Olís að kaupin á skipinu hefðu einungis verið til þess fallin að vernda hagsmuni Olís og að til stæði að selja skipið aftur sem allra fyrst, en af því hefur sem sagt ekki orðið. Þar áður hafði Kristina Logos reyndar fengið að ryðga við Reykjavíkurhöfn, frá árinu 2000-2002 þegar það var flutt vestur. Erfitt að ná til vinnu- markaðar í Ísafjarðarbæ Ekki þykir líklegt að fólk frá Ísafjarðarbæ sæki vinnu í Hvestu í Arnarfirði verði olíu- hreinsistöð sett upp þar, þó svo að lagt yrði í miklar vega- framkvæmdir. Þetta kemur fram í skýrslu þar sem skoð- aðir eru valdir samfélagsþættir vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum. Í skýrslunni, sem unnin var af Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir Fjórðungs- samband Vestfirðinga kemur fram að 1200 manns búi á atvinnusvæði Hvestu í Arnar- firði en 4100 íbúar á vinnu- svæði Sanda í Dýrafirði, sé miðað við 45 mínútna ferða- tíma frá vinnustað. Þegar tekið sé tillit til fjar- lægðar frá vinnustað komi í ljós að vinnusóknaraðlagaður vinnumarkaður sé 150 ársverk fyrir Hvestu, en 300 ársverk fyrir Sanda, sem þyki lágar tölur þegar höfð sé í huga hreinsistöð sem þurfi yfir 500 manns í vinnu. Segir að erfitt væri að ná til vinnumarkaðar á Ísafjarðarsvæði til Hvestu, þrátt fyrir miklar vegabætur, sem þó séu nauðsynlegar hvort sem olíuhreinsistöð risi í Hvestu eða á Söndum. Í skýrslunni eru lagðar til ýmsar vegaframkvæmdir. Miðað er við að um sé að ræða tvo vinnumarkaði og bent á að samgöngur innan hvors þeirra fyrir sig séu ekki hindrunarlausar. Þá er bent á að vinnusókn langt frá heimili kosti launþegann bæði tíma og peninga sem hugsanlega þyrfti að bæta honum upp í launum. Dæmi er tekið um einstakling búsettan á Ísafirði sem sækti vinnu á Söndum í Dýrafirði. Hann þarf að fara 52 kílómetra aðra leið eða samtals 104 kílómetra á dag til og frá vinnu. Reiknað er með að það taki hann 73 mín- útur miðaða við 85 kílómetra meðalhraða og samkvæmt út- reikningum þurfi hann 3000 krónur á dag til að vega upp fjarlægðina til Sanda eða 60 þúsund á mánuði. Til að fá þá upphæð aukalega útborgaða á mánuði þurfi að greiða hon- um 90-100 þúsund aukalega. Skaffi vinnuveitandinn akstur- inn þurfi einungis að vega upp á móti tímanum og þá þyrfti launþeginn að fá 20 þúsund krónur aukalega útborgaðar. Ísafjörður. Ákveðið hefur verið að flytja tónleika Dúndurfrétta í Edinborgarhúsið á Ísafirði. Miðar sem keyptir hafa ver- ið í forsölu gilda á viðburð- inn eftir sem áður og allir fá sæti. Örfáir miðar eru eftir á lausu og eru menn hvattir til að tryggja sér miða í tíma. Ástæða breytingarinnar er fyrst og fremst tæknilegs eðlis. Gera má ráð fyrir því að hljómburður verði betri í Edinborgarhúsinu og þarf sem allir fá sæti verður þetta með allra besta móti. Óhjá- kvæmilega verður ekki hægt að selja jafn marga miða og í íþróttahúsinu en við því er ekkert hægt að gera. Á tónleik- unum mun hljómsveitin taka bland af því besta sem hún hefur flutt í gegnum árin. Hvergi verður til sparað við að gera þessa tónleika sem glæsilegasta og einungis er selt í sæti. Hljómsveitin Dúndurfréttir var stofnuð í október 1995. Megin markmiðið með stofn- un hljómsveitarinnar var að meðlimir hennar gætu hist og spilað lög eftir þær hljóm- sveitir sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá þeim. Þessar hljómsveitir eru m.a. Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep. Þar sem strákarnir höfðu ekkert fast húsnæði til að hittast varð það úr að þeir byrjuðu að spila á Gauki á Stöng. Málin þró- uðust svo þannig að Dúnd- urfréttir hafa spilað til fjölda ára við góðan orðstír á Gauknum. Hljómsveitin hefur síðan þá troðfyllt öll helstu tón- leikahús landsins og það oft í röð. Nú síðast héldu þeir rómaða tónleika í Laugar- dalshöllinni ásamt Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Flutningur þeirra á rómuð- um verkum hljómsveitanna þykir hreint magnaður. Tónleikar Dúndurfrétta í Edinborg Vélaverðir sem viðstaddir voru athöfnina ásamt skólameistara, aðstoðarskólameistara og áfangastjóra. Jólaútskrift Menntaskólans á Ísafirði fór fram í Ísafjarðar- kirkju fyrir hátíðarnar. Út- skrifaðir voru sjö nýstúdentar og einn húsasmiður og braut- skráðir voru 17 vélaverðir. Hæstu einkunnir hlutu að þessu sinni tveir eyjaskeggjar. Annars vegar Bjarni Salvars- son úr Vigur í Ísafjarðardjúpi sem dúxaði á stúdentsprófi með 8,81 í einkunn og hins vegar Eyðfinn Bjarnastein frá Færeyjum sem var með hæstu einkunn vélavarða. Af nýstúd- entunum sjö voru þrír af fé- lagsfræðibraut og fjórir af náttúrufræðibraut. Allir náttúrufræðistúdent- arnir luku námi á þremur og hálfu ári. Bjarni var ekki ein- göngu með hæstu aðaleink- unn, heldur hlaut hann líka verðlaun fyrir góðan árangur í raungreinum og stærðfræði og fyrir mætingu. Hann var með 100% mætingu allar ann- ir nema tvær en þá var hann með 99% mætingu. Dúxinn hélt ræðu af tilefninu og að sögn viðstaddra sló hann í gegn með mælsku sinni og skemmtilegheitum. – sigridur@bb.is Eyjaskeggjar dúxa í MÍ Nýstúdentar, vélaverðir og húsasmiður ásamt Jóni Reyni Sigurvinssyni skólameistara MÍ, Hildi Halldórsdóttur aðstoðarskólameistara og Friðgerði Ómarsdóttur áfangastjóra. Menntaskólinn á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.