Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.12.2007, Síða 2

Bæjarins besta - 28.12.2007, Síða 2
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 20072 Prestsetrin í Vatnsfirði og Ár- nesi 1 aðeins venjulegar bújarðir Segja á upp afnotasamning- um á prestssetrunum Vatns- firði við Ísafjarðardjúp og Ár- nesi 1 í Árneshreppi sam- kvæmt nýlegu samkomulagi milli ríkis og kirkju um eign- irnar. Ráðgjafarhópur um fast- eignir Þjóðkirkjunnar lagði til við kirkjuráð að öllum afnota- samningum um fyrrum prests- setur verði sagt upp þannig að ráðið geti endurmetið ráðstöf- un þessara eigna. Um er að ræða jarðirnar Desjarmýri, Skeggjastaði, Ása, Bergþórs- hvol, Hvol í Saurbæ, Vatns- fjörð, Árnes I, Prestsbakka, Háls. Allar eiga þær sameig- inlegt að vera fyrrum embætt- isjarðir. Sagt var frá því á ruv.is að sóknarpresturinn í Langanes- prestakalli væri ekki par ánægð- ur með það að hafa verið sagt upp jarðnæði á prestssetrinu Skeggjastöðum í Bakkafirði. Presturinn lét þó hjá líða að gera athugasemdir við sam- þykkt á Kirkjuþingi 2006 þar sem ákveðið var að prests- setrið yrði á Þórshöfn, sam- kvæmt upplýsingum frá Bisk- upsstofu. Enginn prestur er í Árneshreppi en bændur í Ár- nesi 2 hafa leigt Árnes 1 af prestssetrasjóði síðan Árnes- sókn var sameinuð undir Hólmavíkurprestakall sem tilheyrir Húnavatnsprófast- dæmi. Á Vatnsfjarðarjörðinni situr Sr. Baldur Vilhelmsson, fyrrverandi prófastur, en hann er nú aðeins einfaldur leiguliði á þeirri jörð eftir að sóknin var sameinuð undir Staðar- prestakalli sem aftur heyrir undir Vestfjarðaprófastsdæmi. Guðmundur Þór Guðmunds- son, framkvæmdastjóri kirkju- ráðs segir að málið sé ein- göngu lögfræðilegs eðlis og verið sé að færa eignarhald jarðanna á eina hendi. Jörðun- um sé nú þinglýst á kirkju- málasjóð og eftir það megi segja að þær heyri ekki lengur undir geistleg yfirvöld. Hon- um þykir mjög líklegt að bænd- ur að Árnesi 2 haldi áfram að leigja jörðina, sem og Vatns- fjarðarklerkur, enda sé gott að vita af einhverjum til að gæta eignanna. Mannvirki eins og kirkjur og kirkjugarðar sem á jörðunum eru verða ekki leigð út. – sigridur@bb.is Afli eykst í Bolungarvík Tæplega 300 tonna aflaaukning varð milli ára í Bolungarvík miðað við tölur Hagstofunnar um landaðan afla í nóvembermánuði. Síðastliðinn mánuð var landað 1.109 tonnum í Bolungarvík samanborið við 814 tonn í sama mánuði í fyrra. Mest var landað af þorski í fyrra eða 503 tonnum en 361 tonn af þorski komu á land í ár. Sætaskipti hafi orðið á tegundum því mest var landað af ýsu í liðnum mánuði. 381 tonn af ýsu var landað í nóvember s.l. samanborið við 279 tonn í fyrra. Þá var landað 325 tonnum af síld en engin síld barst í fyrra. Þennan dag árið1894 gerði ofsaveður af vestri á landinu með allmiklum skaða. Mikið sjávarflóð og hafrót var í Reykjavík, sjór gekk upp í Hafnarstræti og skemmdir urðu á húsum og skipum. Loftþrýstingur féll um meira en 60 millibör á einum sólarhring, sem er sjaldgæft. Dagurinn í dag 28. desember 2007 –362. dagur ársins Sólbaðsstofan Linda í Bol- ungarvík mun hætta starfsemi upp úr áramótum en verslunin hefur verið rekin frá árinu 1995. Fyrst hafði hún aðsetur í kjallara Hvíta Hússins en flutti sig um set í EG húsið árið 2001. Fatnaður hefur verið seldur í versluninni auk gjafa- vöru af ýmsu tagi og íþrótta- fatnaðar. „Hægt hefur verið að kom- ast í sól og sumaryl með auð- veldum hætti í sólbaðsstof- unni Lindu og ljúft hefur þótt að flatmaga á sólarbekkjunum í stofunni og fá á sig fagur- brúnan lit. Sést hefur í unaðs- vörur í bland við skófatnað og ilmvötn og margt forvitni- legt hefur verið á boðstólnum. Lokahnykkur í rekstri versl- unarinnar verður útsalan í jan- úar og þá verður hægt að fá fínar vörur á góðu verði“, sagði á fréttavef Bolvíkinga, vikari.is, rétt fyrir hátíðarnar. Sólbaðsstofan Linda hættir Vill samræma lögreglu- samþykktir Vestfjarða Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna hvort ekki sé rétt að samræma lögreglusamþykktir sveitarfé- laganna á Vestfjörðum. Á bæj- arráðsfundi fyrir stuttu var tek- in fyrir ný reglugerð dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem ætlað er að vera fyrir- mynd að lögreglusamþykkt- um sveitarfélaga. Sveitarfélögunum er gefinn frestur í 12 mánuði til að setja nýjar lögreglusamþykktir ef þau kjósa svo, annars gildir reglugerðin sem lögreglusam- þykkt fyrir viðkomandi sveit- arfélag. Bæjarráð fól bæjar- stjóra að láta samræma núgild- andi lögreglusamþykkt við hina nýju reglugerð. Núgildandi lögreglusam- þykkt Ísafjarðarbæjar var samþykkt fyrir sex árum en þá var jafnframt numin úrgildi lögreglusamþykkt fyrir Ísa- fjarðarkaupstað frá 4. desem- ber 1984. Samþykktina má finna á vef Ísafjarðarbæjar. Lögreglustöðin á Ísafirði. Kvennakórinn Vestfirskar valkyrjur, sem hófu annað starfsár sitt í haust, héldu jólatónleika í Ísafjarðarkirkju stuttu fyrir jól, undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Á efnisskránni voru jólalög frá ýmsum löndum og þótti viðstöddum það skemmtileg nýjung í jólatónleikaflóruna á norðanverðum Vestfjörðum. Nokkrir gestalistamenn komu fram með Valkyrjunum. Hrund Ósk Árnadóttir, söngkona sem söng lag Magnúsar Eiríkssonar í Laugardagslögunum á síðasta laugardag, söng bæði með og án kórsins og Stúlknakór Tónlistarskólans kom einnig fram. Hjónin Hrólfur Vagnsson harmonikkuleikari úr Bolungarvík og Iris Kramer trompetleikari léku undir söngnum. Ágætis aðsókn var á tónleikana, miðað við veð- ur og þá staðreynd að Valkyrjurnar voru ekki einar um tónleikahituna þetta kvöld- ið. – sigridur@bb.is Valkyrjur sungu jólalög utan úr heimi Vestfirskar valkyrjur sungu við undirleik Hrólfs Vagnssonar, undir stjórn Bjarneyjar I. Gunnlaugsdóttur.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.