Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 7 Gunnar hættur í skólanefnd MÍ Gunnar Þórðarson hefur sagt sig frá störfum sem varaformaður skólanefndar Mennta- skólans á Ísafirði, en hann býr og starfar tímabundið á Sri Lanka. Gunnar sendi mennta- málaráðherra uppsagnarbréf þess efnis í haust. Menntamálaráðherra hefur ekki skipað neinn í nefndina í stað Gunnars, en í nefndinni sitja að öðru leyti formaðurinn Birna Lárusdóttir, Anna Jensdóttir, Einar Jónatansson og Margrét Gunnarsdóttir. Fulltrúi kennara um þessar mundir er Emil Ingi Emilsson og áheyrnarfulltrúi nemenda Brynjólfur Óli Árnason. Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari er formaður nefndarinnar. Ósammála niðurstöðum Umhverfisstofn- unar um stöðu varpfugls í Hornbjargi Bjargmaðurinn Tryggvi Guð- mundsson, lögmaður á Ísa- firði er mjög ósammála niður- stöðum Umhverfisstofnunar á stöðu varpfugls í Hornbjargi. Hann vill að fulltrúar frá Ísa- fjarðarbæ og Umhverfisstofn- un fari með sér í bjargið í vor og sjái ástandið með eigin augum. Umhverfisstofnun veitti erindi Tryggva til Ísa- fjarðarbæjar, þar sem hann óskar eftir aðgerðum gegn tófu, umsögn og komst að þeirri niðurstöðu að tófan ætti ekki sök á fækkun bjargfugla. Tryggvi segir í bréfi sem tekið var fyrir í bæjarráði að ekki sé viðeigandi að Páll Hersteins- son sé kallaður til vitnis um stöðu refastofnsins. Hann sé yfirlýstur refavinur og hafi bæði fjárhagslega og fræði- lega hagsmuni af því að halda ástandi refastofnsins á Horn- ströndum óbreyttu og hafi ver- ið upphafsmaður þess að refir voru friðaðir á svæðinu. „Ég tel það jafn óviðeigandi af Páli að hann skuli taka þetta verk að sér, ekki síst þar sem hann nefnir ekki einu orði í umsögn sinni eða gerir á nokk- urn fyrirvara um þetta augljósa vanhæfi sitt“, segir Tryggvi í bréfinu. Bréfinu lýkur á hörðum nót- um: „Til að sýna óvéfengjan- lega fram á réttmæti fullyrð- inga minna óska ég eftir því að Ísafjarfjarðarbær og/eða Umhverfisstofnun láti ein- hvern fulltrúa sinn sem treystir sér til að koma með mér í Hornbjarg næsta vor þegar eggjavertíð hefst. Við mynd- um við það tækifæri taka vídeómyndir af svæðinu, bæði þar sem refurinn kemst um og svæðum þar sem hann kemst ekki. Verði fullyrðingar mínar staðfestar með þessum hætti ætlast ég til að umhverfis- stofnun biðjist opinberlega af- sökunar á óviðeignandi og niðurlægjandi málsmeðgerð.“ – smari@bb.is Hornbjarg. Skógræktarfélag Ís- lands fundar á Ísafirði Aðalfundur Skógræktar- félags Íslands verður hald- inn á Ísafirði í ágúst á næsta ári og má búast við 200 manns til bæjarins á vegum fundarins. Skógræktarfélag Ísafjarðar sér um undirbún- ing og móttöku fundargesta og hefur félagið því óskað eftir stuðningi Ísafjarðar- bæjar um þetta veigamikla verkefni svo allir hafi heið- ur af. Skógræktarfélag Ís- lands er landssamband 60 skógræktarfélaga, stofnað á Alþingishátíðinni á Þing- völlum árið 1930. Skógræktarfélögin mynda ein fjölmennustu frjálsu félagasamtök hérlendis, með yfir sjö þúsund félags- menn. Skógræktarfélag Ísafjarðar var stofnað 1. janúar 1945 og var fyrsta gróðursetning félagsins sama ár í nátthaganum í Stóruurð. Frá árinu 1990 hafa verið gróðursettar u.þ.b. 10-12 þúsund plöntur á ári á vegum félagsins en starfsemi þess má sá víða í nágrenni Ísafjarðar. Bæjarráð tók erindið fyr- ir og vísaði því til umhverf- isnefndar til umfjöllunar. – thelma@bb.is Fjölmenni á Skíðamóti Íslands Búist er við fleiri hundruð manns til Ísafjarðar í tengslum við Skíðamót Íslands sem haldið verður á Ísafirði í mars á næsta ári. Undanfarna mánuði hefur landsmóts- nefnd verið að störfum við undirbúning á viðburðinum. Sú hefð hefur skapast á mótum sem þessum að bæjarfélagið bjóði til kaffisamsætis og hefur Skíðafélag Ísafjarðar óskað eftir því að Ísafjarðarbæjar bjóði til slíks samsætis í Edinborg- arhúsinu á Ísafirði. Áætlað er að um 250 manns muni sækja það. Bæjarráð hefur tekið erindið fyrir og vísað því til íþrótta- og tómstundanefndar. Bylting í samgöngum for- senda olíuhreinsistöðvar Ísafjörður yrði ekki á at- vinnusvæði olíuhreinsistöðv- ar risi hún á Hvestu í Arnar- firði og ekki er víst að nægur mannafli sé til staðar fyrir stöðina. Þetta kemur fram í skýrslu þar sem valdir samfé- lagsþættir vegna olíuhreinsi- stöðvar voru skoðaðir. Skýrsluhöfundar líta svo á að þrátt fyrir umfangsmiklar vegabætur, eins og göng undir Hrafnseyrarheiði, sé um tvö atvinnusvæði að ræða. Til að sameina svæðin þyrfti neðan- sjávargöng undir Arnarfjörð. 2001 var gerð rannsókna á því hvað Íslendingar eru al- mennt tilbúnir að fara langt í vinnu. Ef gert er ráð fyrir að Vestfirðingar séu tilbúnir að sækja vinnu og sama hátt og kemur fram í fyrrnefndum rannsóknum kemur fram að áætlaður tiltækur vinnumark- aður í ársverkum er umtalsvert minni en olíuhreinsistöð þarf. Fyrir Hvestu eru ársverkin í 148 en miðað við Sanda eru 308. Gert er ráð fyrir að 500 manns vinni í olíuhreinsistöð- inni. – smari@bb.is Ef stöðin rís á Söndum í Dýra- firði verður nauðsynlegt að breikka Önundarfjarðarlegg Vestfjarðaganganna og æski- legt að brúa Dýrafjörð utar ef hægt er. Í könnuninni er meðal ann- ars fjallað um hversu miklum tíma Íslendingar eru tilbúnir að eyða í til og frá vinnu. Árið Dýrafjörður. Valur Richter, refaskytta á Ísafirði, tekur undir áskorun Tryggva Guðmundssonar, lög- manns á Ísafirði, þar sem hann óskar eftir að fulltrúar frá Um- hverfisstofnun komi með sér í Hornbjarg næsta vor. Tryggvi vill meina að fækkun bjarg- fugls sé tófunni að kenna. Val- ur segir að tófu hafi fjölgað gríðarlega á Vestfjörðum. „ Á nýliðinni rjúpnavertíð var varla að maður sæi rjúpu en hvert sem maður fór, brást ekki að allt var útatað í refa- sporum og svipað veiddist af ref og rjúpu“, segir Valur. Hann segir álit Páls Hersteinssonar dæma sig sjálft. „Menn sem þekkja mjög vel til náttúru Vestfjarða og fuglalífs eins og t.d.Tryggvi Guðmundson hafa ítrekað bent á offjölgun refa á Hornstöndum og þeir eru bara véfengdir og sagt að þetta sé bara bull í þeim. Mað- ur getur spurt sig hvað Um- hverfisstofnun finnist þá um álit okkar sem hafa veitt ref í fjölda ára hér á Vestfjörðum.“ Valur segist ekki vita til þess að rannsóknir hafi verið gerðar á refastofninum fyrir friðun. „Það er engin viðmið- un til á áhrifum friðunarinnar og sérstaklega ekki fyrir þá sem einungis hafa komið í friðlandið nokkrum sinnum til rannsókna. Ég held að for- svarsmenn Umhverfisstofn- unar ættu að koma vestur og skoða ástandið sjálfir.“ Að mati Vals færi best á því ef Ísa- fjarðarbær tæki að sér Horn- strandafriðlandið. „Umhverf- ið þar og náttúra stendur okkur mikið nær en einhverjum skrifstofukörlum fyrir sunnan. Bærinn ætti að sjá um öll mál þar, refinn meðtalinn“. Valur Richter, refaskytta. Tekur undir áskorun Tryggva Guðmundssonar

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.