Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 15 Styttri brennur þurfa ekki leyfi heilbrigðiseftirlits Brennum sem ætlað er að lifa skemur en tvo tíma þurfa ekki lengur leyfi heilbrigðiseftirlits. Hið sama gildir um flugeldasýningar á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Eftir sem áður þarf að sækja um brennuleyfi til lögreglustjóra með minnst 15 daga fyrirvara. Með umsókn um brennu- leyfi skal leggja fram skriflegt samþykki sveitarstjórnar, skriflegt samþykki slökkviliðsstjóra og vottorð vátryggingafélags um ábyrgðartryggingu vegna brennu. Í fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 7. desember eru sveitarfélög minnt á að tækifærisbrennur eru ætlaðar til að auka gleði þeirra sem á horfa en eru ekki ætlaðar sem leið til úrgangsförgunar. Sælkeri vikunnar er Ellert Örn Erlingsson á Þingeyri Þegar allt annað bregast Sælkerinn Ellert býður upp á grillaðar pylsur, slys á pönnu og grillaðar samlokur sem hann hefur oft þurft að grípa til þegar hann hefur séð um eldamennskuna á sínu heimili. „Í boði eru þrír sjálfstæðir réttir sem nýtast oftar en ekki þegar tími til eldamennsku er af skornum skammti og eða þegar “ekkert er til í matinn”! Magnið sem notast er við í hvern rétt hverju sinni er undir hverjum og einum komið og mjög líklega tengt hungri.“ Grillaðar pylsur eða soðnar pulsur Nokkrar SS-pylsur (annað er bara vitleysa). Jafnmörg pylsubrauð og pulsurnar telja (87% möst að þau séu skorin) Tómatsósu í brúsa SS- og danska pölsesinn epið er ómissandi Steiktur laukur - best og fyrirhafnarminnst að kaupa hann tilbúinn og steiktan. „Venjulegur“ laukur – skor inn mjög smátt niður Setjið pylsurnar á grillið og grillið uns þær springa og klofna, þá er næsta víst að þær eru tilbúnar. Sama gildir ef pulsurnar eru soðnar í potti, látið þær verða úthverfar og ekki slökkva á suðunni fyrr. Ef notast er við grill þá er kjörið að hita brauðið á grill- inu en annars er notast við örbylgjuofninn ef pulsurnar eru soðnar í potti. Lauknum og tómatsósunni er skellt í botn brauðsins og sinnepið borið zikk-zakk ofan á pyls- una – mikilvægt til að fá rétta bragðið. Reynið að forðast remúlaði svona til að halda línunum í lagi. Slys á pönnu (Egg í brauði) Egg (hrátt) Skinkusneiðar Samlokubrauð Ostur Grænmetissósa Gerið er „lala“ stórt/lítið gat á samlokubrauðsneiðina miðja. Eins er gert gat á miðja skinku- sneiðina. Gott er að hita og snögg steikja brauðið og skinkuna á pönnunni áður en allt verður sett saman. Hita/ steikja þá báðu megin. Þegar því er lokið er brauðið (með gatinu) sett á pönnuna, skinku- sneiðin (með gatinu) lögð ofan á og þar ofan á er svo settur ostur (c.a. tvær ostsneiðar – fyrir ofan og neðan gatið). Því næst er skurnin brotin á egginu og egginu hellt ofan í á milli ostsneiðanna og ofan í gatið á skinkunni og brauðinu. Eggið fer því næst að steikjast og þegar massinn sem fór í gatið og undir brauðið hefur mynd- að fast form er brauðinu snúið og eggrauðan spæld í sam- krulli við bráðin ost. Þegar þessi hið er líka komin í fast form er brauðið tilbúið. Gott að bera brauðið fram með grænmetis- sósu. Grillaðar samlokur Skinkusneiðar Samlokubrauð Ostur Venjulegur laukur Kál Grænmetissósa Sinnepsósa Grillbrauðpokar Þegar samlokan er útbúin er önnur brauðsneiðin smurð með grænmetissósu og hin sneiðin með sinnepsósu. Því næst fer skinkusneið ofan á grænmetissósubrauðsneiðina og 2-3 ostsneiðar á sinnep- sósubrauðsneiðina. Nokkur blöð af káli eru rifin niður og lögð ofan á skinkuna og þunnt skornir laukhringir eru lagðir ofaná ostinn. Er þá kominn tími til að setja brauðsneiðarn- ar með fylgihlutum saman og stinga samlokunni í þar til gerðan grillbrauðpoka (sem fæst í öllum heldri matvöru- verslunum). Kremja þarf að- eins samlokuna saman til að koma henni í grillbrauðpok- anum ofan í brauðristina sem sér um að grilla þessa veislu- máltíð. Þegar brauðristin skýt- ur brauðinu upp er maturinn tilbúinn! Ég skora á harðfiskbónd- ann Hjalta Proppé á Þingeyri til galdra fyrir okkur næst! Fasteign til sölu Til sölu er húseignin að Sólgötu 9, Ísa-firði. Um er að ræða 370m² atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum. Í húsinu er prentsmiðja og skrifstofur. Eignin gefur góða möguleika fyrir ýmis konar starfsemi, en einnig er hægt að skipta henni upp í hluta og þá jafnvel í íbúð- arhúsnæði eða blöndu af atvinnu- og íbúðarhús- næði. Meðfylgj- andi er 456m² eignarlóð. Allar nánari upplýsingar gefur Fasteignasala Vestfjarða í síma 456 3244, veffang: fsv.is. Ánægjan skein úr hverju andliti. Áður en haldið var í jólafrí fullt gerðu nemendur í Grunn- skólanum á Ísafirði sér daga- mun og héldu Litlu jólin sem er árviss viðburður í skóla- haldi flestra skóla eins og kunnugt er. Nemendur og kennarar mættu prúðbúnir í skólann, stofur og gangar skreyttir skrauti sem nemendur sjálfir hafa búið til síðustu vikur. Þar gæddu ballgestir sér á smá- kökum, skiptust á litlum gjöf- um og áttu notalega stund með sínum bekk og umsjónarkenn- arar í kennslustofunni. Nem- endum var síðan skipt niður og fóru í þremur hollum inn í sal þar sem bæði var sungið og dansað í kringum jólatréð með rauðklæddum sveinum með tilheyrandi gleði. Mikil jólastemmning ríkti bæði í hjörtum yngri sem eldri enda ekki amalegt að stytta biðina til jóla sem er svo ósköp löng þegar maður er barn með smá forsmekk á sæluna. Skólastarf hefst svo aftur á nýju ári þann 4. janúar og ekki var að sjá mikla sorg í augum barnanna þegar þau yfirgáfu skólann enda er framundan hátíð ljóss og friðar með til- heyrandi rólegheitum, áti á góðum mat, smákökum og konfekti. Dansað var í kringum jólatréð. Jólaball í Grunnskólanum Börnin biðu prúðbúin eftir því að ballið byrjaði…. Leiðrétting frá Sparisjóði Bolungarvíkur Sparisjóður Bolungarvíkur vill koma leiðréttingu á framfæri, vegna fréttar í síðasta blaði. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum vegna mikils áhuga á stofnfjár- útboði misritaðist að Sparisjóður Bolungarvíkur væri eina bankastofnunin með höfuðstöðvar á Vestfjörðum. Hið rétta er þó að Sparisjóður Bolung- arvíkur er eina bankastofnunin með höfuðstöðvar á Vestfjörðum vestan Steingrímsfjarðarheiðar, en Sparisjóður Strandamanna, Hólmavík heldur úti fullri starfsemi í sinni heimabyggð, hinu megin Steingrímsfjarðarheiðar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.