Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 5
fremst uppskeruhátíð og árs-
hátíð fólksins í bransanum og
ég held að fólkið sem sækir
hana myndi frekar vilja að
stemningin væri heimilislegri
og persónulegri. Fólk hagar
sér alltaf öðruvísi þegar það
er meðvitað um myndavélarn-
ar og áhorfendur heima í stofu.
Svo skilst manni að áhorfend-
um finnist þetta líka misgott
sjónvarpsefni.“
– Sjónvarpsþættirnir Næt-
urvaktin sem þú leikur í hafa
svo sannarlega slegið í gegn.
Bjuggust þið við að þeir myndu
slá í gegn eins svakalega og
raunin varð?
,,Ja, ég vissi að þetta yrði
skemmtilegt en kannski ekki
alveg eins vinsælt og það
reyndist svo vera. Annars er
virkilega gleðilegt að fylgjast
með framþróun íslenskrar
sjónvarpsþáttagerðar þessa
dagana. Það er greinilegt að
fólk er farið að prófa sig meira
áfram með formið og þættir
eins og Sigtið og Næturvaktin
eru allt skref í að gera íslenska
sjónvarpsframleiðslu betri.
Það er mjög ánægjulegt að sjá
að fjármagnið er að aukast og
greinilegt að mikill metnaður
og áhugi er fyrir þessu. Það
verður spennandi að fylgjast
með öllum þeim íslensku grín,
spennu- og drama- sjónvarps-
þáttum sem fara í loftið á næst-
unni og eru í framleiðslu. “
– Eitthvað hefur heyrst um
að framhald af Næturvaktinni
sé væntanlegt. Er eitthvað til í
því?
„Já, við erum að skrifa aðra
seríu sem nefnist Dagvaktin.
Við leggjum núna nótt við
dag til að klára handrit og
sennilega klárum við það um
miðjan febrúar. Eftir það taka
við æfingar og svo förum við
í tökur í byrjun apríl. Þannig
að við fáum að sjá þá Georg,
Ólaf og Daníel aftur á skjánum
næsta haust.“
– Nú búa foreldrar þínir á
Patreksfirði, kemurðu oft á
Vestfirðina?
,,Já, ég fer þó nokkuð
vestur. Mér þykir mjög vænt
um Vestfirðina og ég lít á mig
Vestfirðing meira en Hún-
vetning eða Ólsara. Ég hef
ferðast mikið um Vestfirði og
reyni að koma vestur á sumrin,
og svona þegar ég get. Fór t.d.
á Hornstrandirnar síðasta
sumar og eyddi töluverðum
tíma í Súðavík. Svo heimsæki
ég náttúrulega fjölskylduna
mína líka á Patreksfjörð. For-
eldrar mínir fluttu þangað fyrir
stuttu en systir mín hefur búið
þar í mörg ár. Ég var þar til
sjós eitt sumar og kenndi líka
við grunnskólann þar einn vet-
ur það var allt áður en foreldrar
mínir fluttu þangað.
Núna kem ég í heimsókn
þegar ég get og eyddi t.d. jól-
unum síðustu á Patreksfirði.
Ég kem allavega það oft á
Vestfirðina að ég er stöðugt
að svipast um eftir sumarhúsi
þar. Væri mikið til í að festa
kaup á einu slíku. Ég hef líka
reynt að hafa augun opin fyrir
möguleikum á að setja upp
leiksýningar þar. Það er svo
mikið af fallegum húsum og
svæðum sem gaman væri að
búa til eitthvað skemmtilegt í.“
„Þetta hlýtur að vera grín
hjá manninum. Hann er Hólm-
víkingur og með góðan húm-
or“, segir Halldór Hermanns-
son um grein Sigurðar Helga
Guðjónssonar í 24 stundum
þar sem hann hneykslast á
skötuáti Íslendinga. „Sigurður
er formaður Húseigendafé-
lagsins og allt í lagi að benda
fólki sem býr í fjölbýlishúsum
á að sýna tillitssemi. Ekki
finnst öllum skötulyktin góð.
En maðurinn er náttúrulega
að grínast að stórum hluta.“
Halldór er með þekktari skötu-
unnendum landsins.
„Sannleikurinn er sá að ég
er einn af þeim sem ruddu
brautina fyrir þetta mikla
skötuát Íslendinga. Það var
viðtal við mig í útvarpi eða
sjónvarpi á hverri Þorláks-
messu í mörg ár. Einu sinni
var ég úti á sjó þegar hringt
var í mig. Ég var í miklu stuði
og segi þeim að á Vestfjörðum
séu flest börn fædd í byrjun
október. Sem þýðir að skatan
er afskaplega kynörvandi. Það
var við manninn mælt að allt
fór á stað fyrir sunnan, fólk
þeyttist út að kaupa skötu. Mér
þykir skatan góð en þetta er
gengið allt of langt. Ég er eig-
inlega með samviskubit yfir
mínum þætti í þessu fári.“
Sigurður heldur því fram í
greininni að skötulyktin festist
í teppum og málningu og hann
hafi spurnir af gagngerum
endurbótum á sameignum
fjölbýlishúsa vegna skötulykt-
ar. „Það sér það hver maður
að þetta er helbert kjaftæði.
Maður getur týnt allt til ef
maður vill og fólk er orðið
upptekið af því í seinni tíð. Ég
hef búið í miðbæ Ísafjarðar
alla mína tíð, mitt á milli ball-
húsanna. Hefði ég viljað þá
hefði ég getað hangið út í
glugga fram á nætur og fundið
eitthvað til að kvarta yfir. En
ég svaf öll lætin af mér. Það er
helst að ég geti kvartað núna
yfir þögninni. Það er ekkert
að gerast. Unglingarnir eru
orðnir aumingjar og hættir að
slást.“
– smari@bb.is
Halldór Hermannsson.
„Þetta hlýtur að vera grín“
Sólstafir, systursamtök Stíga-
móta á Ísafirði er að fara
hrinda af stað verkefni til að
fræða fullorðna um kynferðis-
ofbeldi. „ Við erum að fara af
stað með hugsjónar-verkefni
sem við viljum kalla Vitundar-
vakning Vestfjarða/Verndum
börnin og ætlum okkur að
byrja á Ísafirði og nágrenni.
Þetta verkefni er það sama og
Blátt áfram hefur verið að aug-
lýsa en það nefnist Verndum
börnin. Tilgangurinn er að
fræða alla sem starfa með
börnum og unglingum um
kynferðislegt ofbeldi og af-
leiðingar þess. Hvað við sem
einstaklingar getum gert,
hvort sem það er í leikskóla,
grunnskóla, félagsmiðstöðum
eða öðrum tómastundarúr-
ræðum eins og t.d. íþrótta og
æskulýðsstarf HSV“, segir
Harpa Stefánsdóttir, Sólstafa-
kona.
Frá stofnun Sólstafa árið
2006 hefur verið unnið að
uppbyggingu hans og hafa
margir lagt þessu góða mál-
efni lið og eins og greint hefur
verið frá verður haldin jóla-
og íþróttahátíð á Ísafirði á
laugardag til styrktar samtak-
anna. Sólstafakonur segir
styrk eins og forsvarsmenn
hátíðarinnar ætla að veita
þeim skipta mjög miklu máli.
„Við þurfum að mennta okkur
til að þess geta frætt aðra. Ein
okkar hefur nú þegar farið á
námskeið og kynnt málið fyrir
nokkrum lykilaðilum hér í bæ
sem allir eru mjög jákvæðir
fyrir þessari vitundarvakn-
ingu. Okkar markmið eru for-
varnir fyrst og fremst og ef
samfélagið er vakandi þá er
erfiðara fyrir kynferðisaf-
brotamenn að stunda sína iðju.
HSV og strákarnir eru að
vinna eins og við að forvörn-
um og það er mikill heiður
fyrir okkur að þeir skuli sjá
sér fært að styrkja okkur. Öll
okkar innkoma fer í fræðslu,
forvarnarstarf og starfsemi
Sólstafa“, segir Harpa Stef-
ánsdóttir.
– thelma@bb.is
Sólstafir hefja vitund-
arvakningu Vestfjarða
Bæjarstjórn Bolungarvíkur
segir það vera mikil vonbrigði
að af 1000 milljóna króna
framlagi til viðhalds opinberra
bygginga hafi einungis 2
milljónir runnið til Bolungar-
víkur. Í eftirfarandi bókun sem
lögð var fram á fundi fyrir
hátíðarnar skorar bæjarstjórn
á ríkisstjórnina að veita aukn-
um fjármunum til sveitarfé-
laga til að bæta tekjutap vegna
niðurskurðar þorskveiðiheim-
ilda. „Nú liggur fjárhagsáætl-
un Bolungarvíkurkaupstaðar
fyrir árið 2008 fyrir. Það má
ljóst vera að horft hefur verið
á alla á alla gjalda- og tekjuliði
til að reyna að nýta fjármagnið
sem best, bæta hag íbúanna
og slá ekki af þeirri þjónustu
sem fyrir er í sveitarfélaginu.
Ljóst má vera að vart verður
gengið lengra í að sækja meira
fjármagn til íbúanna en þegar
er orðið.
Það eru mikil vonbrigði að
af 1000 milljónum króna, sem
ætlaðar voru til viðhalds op-
inberra bygginga, skuli ein-
ungis 2 milljónir króna koma
í hlut Bolungarvíkurkaup-
staðar. Rót vandans er kannski
sú að í Bolungarvík er hlut-
fallslega lítið af húsnæði í eigu
ríkisins. Eðlilegt hefði verið
að taka tillit til þess í mót-
vægisaðgerðum að dæmigert
sjávarpláss hefur ekki til að
dreifa slíkum byggingum.
Mótvægisaðgerðir til handa
sjávarplássum ættu að taka
tillit til þessa og veita fé til
dæmis til viðhalds bygginga í
eigu minni sveitarfélaga.
Bæjarstjórn Bolungarvíkur
skorar á ríkisstjórn að veita
auknum fjármunum sérstak-
lega til minni sveitarfélaga og
bæta þannig upp hluta þess
tekjutaps sem sveitarfélögin
verða fyrir vegna niðurskurð-
arins. Hvar eru boðaðar mót-
vægisaðgerðir?“
– thelma@bb.is
Bolvíkingar spyrja hvar mót-
vægisaðgerðir séu boðaðar
Bolungarvík.
Gleðilega hátíð!
Vá Vesthópurinn sendir
öllum, foreldrum og börn-
um, jóla og nýárskveðjur.
Vá Vesthópurinn óskar
þess að komandi hátíð megi
færa öllum Vestfirðingum
gleði, hamingju og frið.
Fögnum slíkum viðburðum
með börnunum okkar og
kennum þeim hversu gam-
an það getur verið án áfeng-
is eða annarra slíkra hjálpar-
tækja. Notalegar samveru-
stundir eru ómetanlegar,
mikilvægt korn í minning-
arbrunn barnanna okkar.
Verum þeim góðar fyrir-
myndir.
Nú fer í hönd tímabil þar
sem fastar skorður skóla-
halds eru ekki fyrir hendi,
það er okkar, foreldranna,
að halda enn betur vöku
fyrir velferð barnanna okk-
ar sem og barna annarra.
Höldum góðu sambandi
við börnin okkar, vini barn-
anna okkar og foreldra
þeirra. Virðum útivistar-
reglurnar og leyfum ekki
eftirlitslaus unglingasam-
kvæmi.
Með hátíðarkveðjum,
Vá Vesthópurinn.