Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 200714
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Smáauglýsingar
Jólaljósalaust á Laugarbóli
Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á Laugabóli í Ísafjarðardjúpi, mótmælir nú ákvörðun Súðavíkur-
hrepps með því að setja engin jólaljós upp hjá sér í ár. Í samtali við DV fyrir jól, segist hún
hafa tekið jólaljósin fram en hætt snarlega við að setja þau upp þegar hún heyrði af frekju
sveitarstjórnarmanna. Hún segir þá reyna að bola sér burt. Ragna segir ástæðu mómælanna þá
að sveitarstjórnin vilji gera ýmsar skipulagsbreytingar við þrjá bæi í Djúpinu. Þar er um að ræða
Laugarból, Garðsstaði og Birnustaði. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir
ástæðu þess að gripið var inn í á Laugarbóli þá að þar hafi verið reist bygging í leyfisleysi.
Alls svöruðu 391.
Já sögðu 148 eða 38%
Nei sögðu 186 eða 48%
Óvíst sögðu 57 eða 14%
Spurning vikunnar
Ferð þú í kirkju
yfir hátíðarnar?
Árvisst jólamót íþróttafé-
lagsins Höfrungs í knatt-
spyrnu verður haldið sunnu-
daginn 30. desember kl. 13 í
íþróttamiðstöðinni á Þingeyri.
Mótið er fyrir alla fædda á
bilinu 1905-1992. Ef ein-
hverrar undanþágu er óskað,
þ.e. til að notast við eldri eða
yngri leikmenn skal ræða slíkt
við mótsstjóra.
Á mótinu verður spiluð inn-
anhúsknattspyrna þar sem
fjórir spila í einu frá hvoru
liði. Reglurnar eru á þá leið
að boltinn er útaf aftur fyrir
og útaf upp fyrir, skora má alls
staðar á vellinum, ekki má
verja með höndum – nema
kvenkyns leikmenn sem mega
nota handleggi og hendur að
vild innan vítateigs. Nánari
mótsreglur er að finna á vefn-
um thingeyri.is.
Styttist í jóla-
mót Höfrungs
Sex áramótabrennur á norð-
anverðum Vestfjörðum
Gamlar árið verður kvatt og
það nýja boðið velkomið með
áramótabrennum víða um
norðanverða Vestfirði sem og
annars staðar á landinu. Í Bol-
ungarvík verður venju sam-
kvæmt kveikt í brennu við
gamla flugvöllinn við Þuríð-
arbraut kl. 20. Þá verður brenna
á Melum við Langeyri í Súða-
vík, á Króki við varnargarðinn
á Flateyri, Þingeyrarodda, á
Skeiði á Ísafirði, á Bakkahóli
í Hnífsdal og Hlaðnesi á Suð-
ureyri sem hefjast allar kl.
20:30, Skoteldasýningar verða
haldnar á sama tíma. Þrett-
ándabrenna verður á flötinni
fyrir framan Safnahúsið á Ísa-
firði kl. 20.10 að kvöldi 6.
janúar á nýju ári.
Áramótabrennur virðast
vera séríslenskur siður. Á Vís-
indavef Háskóla Íslands segir
um áramótabrennur: „Ekki er
vitað til þess að áramótabrenn-
ur hafi verið haldnar hér á
landi fyrr en á ofanverðri 18.
öld. Fyrir þann tíma var timbur
og annar eldiviður einfaldlega
of dýrmætur til að honum
mætti sóa í slíkt. Allra fyrsta
dæmið er frá árinu 1791 þegar
skólapiltar úr Hólavallaskóla
í Reykjavík söfnuðu saman
tunnum og öðru timburrusli
og kveiktu í á hæð sem þeir
kölluðu Vulcan. Hæðin sem
um ræðir er sennilega Landa-
kotshæð.
Rúmum 50 árum síðar virð-
ast áramótabrennur og reynd-
ar þrettándabrennur vera orðn-
ar nokkuð algengar. Ekki voru
þær þó mjög hátíðlegar af lýs-
ingu Klemenz Jónssonar (f.
1862) að dæma og segir hann
þar hafa tíðkast mikið fyllerí
og ólæti. Á þessum tíma var
líka farið að dansa álfadans
kringum brennurnar. Sá siður
er ættaður frá piltum í Lærða
skólanum sem frumsýndu árið
1871 leikritið Nýársnótt þar
sem álfar komu við sögu. Þeir
tóku sig svo til á gamlárs-
kvöld, ásamt stúdentum þaðan
og frá Kaupmannahöfn, og
klæddu sig upp sem ljósálfa
eða svartálfa, gengu niður að
Tjörninni í Reykjavík með
blys í hönd, dönsuðu og sungu
álfasöngva.“
Þann 6. janúar verður þrettándabrenna á Eyrartúni á Ísafirði þar sem jólin verða kvödd á viðeigandi hátt.
Tæplega eins árs gömul Border
Collier tík fæst gefins. Góður
fjölskylduhundur, gæti orðið
smalahundur. Er undan góðri
minkatík. Uppl. í símum 456
7164 og 693 5794.
Til sölu er Mini Cooper árg. 02.
Sá allra flottasti í bænum. Uppl.
í síma 847 3856.
Aðalsteinn
ráðinn
Stjórn Fjórðungssambands
Vestfirðinga hefur ákveðið að
ráða Aðalstein Óskarsson,
framkvæmdastjóra Atvinnu-
þróunarfélags Vestfjarða í
starf framkvæmdastjóra Fjórð-
ungssambands Vestfirðinga.
Ráðningarskrifstofan Hag-
vangur ehf. mælti með Aðal-
steini í starfið. Fimm umsækj-
endur voru um stöðuna en auk
Aðalsteins voru það Björn S.
Lárusson, framkvæmdastjóri,
Guðmundur Björn Eyþórsson
fjármálastjóri, Martha Lilja
Marthensdóttir Olsen þjón-
ustu- og kennslustjóri og
Örlygur Ólafsson ráðgjafi.
Atvinnuþróunarfélag Vest-
fjarða ehf. hefur séð um dag-
legan rekstur og framkvæmda-
stjórn Fjórðungssambandsins
frá árinu 2004.