Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 20078
„Núna eru tveir aðilar með markaðsráðandi stöðu í Reykjavík eða
yfir 90% markaðshlutdeild. Ég tel það ekki heilladrjúgt að tveir
aðilar skipti með sér markaðnum með þessum hætti. Að minnsta
kosti er það litið mjög alvarlegum augum í nágrannalöndum okkar
ef svona stórir aðilar ná slíkri stöðu á matvörumarkaðnum.“
Nokkrir Vestfirðingar sem starfa í höfuðstöðvum Samkaupa í Keflavík saman komnir á skrifstofu Sturlu fram-
kvæmdastjóra. Fremri röð: Haukur Benediktsson, Benedikt Kristjánsson og Ómar Valdimarsson. Aftari röð:
Sturla Gunnar Eðvarðsson, Þorgeir Jónsson og Dómhildur Árnadóttir. Ljósmyndir: Ellert Grétarsson.
Rætur okkar eru á landsby
– segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa
Sturla Gunnar Eðvarðsson frá Suðureyri við Súgandafjörð er framkvæmdastjóri
Samkaupa hf. Hann er liðlega fertugur að aldri, gekk í Núpsskóla í Dýrafirði og
síðan í Menntaskólann á Ísafirði. Eftir það fór hann í Samvinnuháskólann á Bif-
röst, eins og hann hét þá, og útskrifaðist þaðan sem rekstrarfræðingur árið 1992.
Höfuðstöðvar Samkaupa eru í Keflavík en verslanir fyrirtækisins eru á fimmta
tuginn um land allt. Stórmarkaðirnir bera samheitið Samkaup úrval, hverfaverslanir
nefnast Samkaup strax en lágvöruverðsverslanir eru reknar undir heitunum
Nettó og Kaskó. Auk þess rekur fyrirtækið Hyrnuna í Borgarnesi.
Grunnurinn að Samkaupum hf. voru matvöruverslanir Kaupfélags Suðurnesja
og síðan verslanir Kaupfélags Eyfirðinga en fjölmargar hafa verið stofnaðar í
viðbót. Starfsfólk Samkaupa er núna um 800 manns.
Athygli vakti fyrr í vetur þegar umræðan um stóru verslunarkeðjurnar tvær og
viðskiptahætti þeirra stóð sem hæst, að fram kom að Samkaupum væri haldið að
mestu utan við verslunarrekstur í Reykjavík. Sturla Gunnar sagði þá í fjölmiðlum
að fyrirtækið fengi ekki lóðir undir verslanir í Reykjavík og stóru keðjurnar tvær
hefðu einkarétt á verslunarrekstri í hinu fjölmenna Grafarvogshverfi.
Sturla Gunnar Eðvarðsson
er fæddur og uppalinn á Suð-
ureyri og ættir hans á báða
vegu voru í Súgandafirði.
Hann á fjögur systkini. Elsta
systirin býr enn í Súgandafirði
og ekkert fararsnið á henni,
segir hann, en segja má að
hans fólk að öðru leyti sé allt
farið þaðan. „Foreldrar mínir
voru síðastir af sínum systkin-
um til að yfirgefa fjörðinn“,
segir Sturla. „Mér finnst alltaf
gaman að koma á æskuslóð-
irnar fyrir vestan og geri það
nokkrum sinnum á hverju ári.“
Eftir að Sturla lauk námi á
Bifröst réð hann sig í starf
verslunarstjóra hjá Jóni Al-
freðssyni kaupfélagsstjóra á
Hólmavík og var hjá honum í
tvö ár. Þar voru þau hjónin
með elstu dóttur sína og lætur
Sturla mjög vel af vistinni þar.
Frá Hólmavík
til Suðurnesja
„Síðan lá leið okkar á Suð-
urnesin“, segir hann. „Ég réð
mig hjá Kaupfélagi Suður-
nesja og gerðist verslunar-
stjóri í stærstu verslun félags-
ins, Samkaupum í Njarðvík,
og var síðan lengi verslunar-
stjóri og innkaupastjóri hjá
fyrirtækinu. Ég tók þátt í útrás
þess á sínum tíma þegar við
fórum til Ísafjarðar og opnuð-
um þar verslun eftir að Kaup-
félag Ísfirðinga fór í þrot. Í
framhaldi af því opnuðum við
verslanir víða um land.
Þetta var ákveðinn upp-
gangstími hjá Kaupfélagi
Suðurnesja og í framhaldi af
því var fyrirtækið Samkaup
hf. stofnað utan um matvöru-
verslunarrekstur félagsins.
Nokkru síðar sameinuðust
Samkaup hf. og Matbær ehf.,
verslunarsvið Kaupfélags Ey-
firðinga, undir nafni Sam-
kaupa, og síðan hefur fyrir-
tækið stækkað og eflst með
hverju árinu. Á síðustu tólf
mánuðum höfum við opnað
eða enduropnað ellefu versl-
anir og rekum núna 43 versl-
anir um allt land.
Vissulega eigum við rætur
okkar í hinum dreifðari byggð-
um og þangað liggja taugar
okkar. Við höfum fulla trú á
landsbyggðinni og höfum víða
verið að byggja nýjar versl-
anir. Við vorum að opna nýja
verslun í Grundarfirði. Við
byggðum nýja verslun á Bif-
röst sem við opnuðum í síðasta
mánuði. Verslun okkar á Ísa-
firði fluttum við í nýtt og
glæsilegt húsnæði í Neistahús-
inu fyrir nokkrum árum.“
Reykjavík að
mestu frátekin
- En hvað með Reykjavík
og höfuðborgarsvæðið?
„Það er að mestu frátekið
fyrir aðra aðila, má segja.
Auðvitað höfum við viljað
sækja líka inn á Reykjavíkur-
svæðið enda er þorri þjóðar-
innar búsettur þar. Guðjón
Stefánsson forveri minn í starfi
sótti ítrekað um lóðir í Reykja-
vík og ég hef gert það líka.
Við fengum úthlutað lóð í
Hafnarfirði og erum að fara
að opna stóra verslun þar. Í
Kópavogi erum við með
nokkrar verslanir. Í Reykjavík
erum við í leiguhúsnæði. Við
viljum að neytendur á höfuð-
borgarsvæðinu geti notið þess
að versla við okkur líka og
teljum fulla þörf á því að auka
samkeppnina.
Núna eru tveir aðilar með
markaðsráðandi stöðu í Reyk-
javík eða yfir 90% markaðs-
hlutdeild. Ég tel það ekki
heilladrjúgt að tveir aðilar
skipti með sér markaðnum
með þessum hætti. Að minn-
sta kosti er það litið mjög al-
varlegum augum í nágranna-
löndum okkar ef svona stórir
aðilar ná slíkri stöðu á mat-
vörumarkaðnum.“
Einkarétturinn
í Grafarvogi
„Eins og ég sagði eru rætur
okkar á landsbyggðinni þar
sem víða eru erfiðleikar í at-
vinnulífinu og fólksfækkun
og ákveðin varnarbarátta í
gangi. Þess vegna meðal ann-
ars viljum við fóta okkur á
Reykjavíkursvæðinu. Þar eru
skipulagsákvæði hins vegar
með þeim hætti, að okkur er
óheimilt að koma inn í stór og
gróin hverfi eins og Grafar-
voginn, þar sem er yfir 20
þúsund manna byggð, fjöl-
mennari en Akureyri. Það er
alveg með ólíkindum að menn
skyldu afhenda tilteknum aðil-
um einkarétt til eilífðar til reka
verslun í ákveðnum hverfum.
Þarna eru menn búnir að vera
óáreittir yfir tuttugu ár með
þinglýstum ákvæðum um að
aðrir megi ekki keppa við þá.
Þessir sömu aðilar sækja
náttúrlega út á landsbyggðina
þegar þeir eru búnir að koma
sér vel fyrir í Reykjavík. Við
teljum líka að þessir stóru
markaðsráðandi aðilar hafi
verið með undirboð til þess
að sækja sér stærri markaðs-
hlutdeild. Það er erfitt að
keppa við aðila sem eru reiðu-
búnir að borga með sér.
Fulltrúi samkeppnisaðila okk-
ar viðurkenndi í viðtali um
daginn, að hann væri búinn
að tapa 400 milljónum króna
á rekstrinum á þessu ári en
geti látið annan rekstur standa
undir tapinu. Samkaup hafa
aldrei verið rekin með tapi.
Við erum ábyrgir í okkar
rekstri og erum ekki í þessum
blekkingaleik með neytand-
ann.
Verslunarrekstur eins og hjá
okkur á Ísafirði teljum nauð-
synlegan til þess að halda uppi
samkeppni. Það er nauðsyn-
legt fyrir neytendur á svæðinu
að hafa val. Við bjóðum gott
vöruúrval, gott verð og langan
afgreiðslutíma og viðskipta-
vinir okkar kunna vel að meta
það. Það væri heldur fátæklegt
ef það væri aðeins einn aðili
sem opnar sína verslun á há-
degi. En þessir aðilar eira engu
og samkeppnin við þá er mjög
erfið.“
Fleiri verslanir
á Vestfjörðum?
- Er á döfinni að Samkaup
opni fleiri verslanir á Vest-
fjörðum til viðbótar þeim sem
eru á Ísafirði og í Bolungar-
vík?
„Við höfum vissulega verið
að skoða ákveðna möguleika.
Það hefur verið leitað til okkar.
Víða er það svo í fámennari
byggðarlögum, að menn leita
til okkar. Það hafa engar aðrar
verslanakeðjur áhuga fyrir að
reka þar verslanir enda fylgja
því ýmsir erfiðleikar. Við
höfum skoðað möguleika á
því að opna verslun á Patreks-
firði. Þar eru reyndar þrjár
matvöruverslanir fyrir og
sjálfsagt erfitt hjá öllum, geri
ég ráð fyrir.
Ég skil það svo sem að
menn séu ekki að opna mat-
vöruverslanir í hinum smærri
byggðarlögum kringum Ísa-
fjörð. Samgöngurnar eru þar
greiðar og fólk sækir nánast
alla þjónustu til Ísafjarðar. Á
flestum þessum stöðum eru
söluskálar og ég hef ekki trú á
því að menn fari að opna þar
matvöruverslanir á ný. Ég
hugsa að það sé heldur ekkert
auðvelt hjá Jóni Alfreðssyni á
Hólmavík að reka verslun þar
og líka á Drangsnesi og Norð-
urfirði. Víða hefur verslunar-
húsnæði verið lengi til sölu,
eins og í Búðardal, en það
keyptum við á þessu ári. Það
hafa fáir áhuga fyrir slíku.“
Skyldur
samfélagsins
- Á Reykhólum við Breiða-
fjörð, svo að dæmi sé tekið af
einu af minnstu þorpunum á
Vestfjörðum, er matvöru-
verslun sem einyrki rekur,
enda ber hún varla nema einn
starfsmann. Og kannski ekki
einu sinni það ...
„Já, maður getur líka spurt
um skyldur samfélagsins á
smæstu stöðunum. Sveitarfé-
lögin verða að taka afstöðu til