Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 20076
Við þurfum á
því að halda
Ritstjórnargrein
Verður Túngötu lokað?
Á þessum degi fyrir 11 árum
Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564
Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693
og 849 8699, thelma@bb.is · Sigríður Gísladóttir, símar 456 4694 og 697 8797, sigridur@bb.is og Smári
Karlsson, sími 866 7604, smari@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór
Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig
sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X
Lionsmenn styrkja leikskólabörn
Lionsklúbbur Ísafjarðar hefur styrkt leikskólann Sólborg á Ísafirði en lionsmaðurinn Kristján Pálsson
kom færandi hendi fyrir jólin og afhenti Helgu Björg Jóhannsdóttur, leikskólastjóra, peningagjöf
fyrir hönd klúbbsins. Starfsmenn og börn Sólborgar vilja koma kæru þakklæti á framfæri til
lionsklúbbsins. Lionsklúbbarnir eru líknar- og mannúðarsamtök, óháð stjórnmálaflokkum og
trúmálafélögum. Lionsklúbburinn á Ísafirði stendur árlega fyrir ýmsum fjáröflunarverkefnum. s.s.
hinni rómuðu skötuveislu og harðfisksölu á kjördag. Fénu sem safnast er m.a. varið í að styrkja
leikskóla, sjúkrahús og elliheimili. Á meðfylgjandi mynd afhendir Kristján Helgu Björg gjöfina.
Í haust bauð Menntaskólinn
á Ísafirði upp á þá nýjung í
námsframboði að farið var að
kenna samfélagstúlkun. Óhætt
er að segja að námið hafi farið
vel af stað, en um 12-15 nem-
endur hafa lagt stund á námið
sem er ætlað tvítyngdum ein-
staklingum og gengur út á að
mennta þá sem hafa náð góð-
um tökum á íslensku til starfa
sem samfélagstúlkar. Samfé-
lagstúlkunar er þörf undir
margvíslegum kringumstæð-
um, í menntakerfinu, heil-
brigðisþjónustu og félags-
þjónustu svo dæmi séu tekin.
Fyrstu önn af þremur er nú
lokið, en námið er 30 einingar.
Menntaskólinn býður upp
á námsbrautina í samstarfi við
Fjölmenningarsetur, Þekking-
arnet Austurlands og er upp-
byggt sem dreifnám. Nem-
endur koma alls staðar af land-
inu, meðal annars Ísafirði,
Patreksfirði, Fáskrúðsfirði og
Egilsstöðum og hefur skólinn
notast við nýjan tæknibúnað
frá hugbúnaðarfyrirtækinu
Nepal í Borgarnesi sem gerir
skólanum kleift að taka upp
kennslustundir og leggja á net-
ið. Þaðan geta nemendur halað
fyrirlestrunum niður og fylgst
með þegar þeim hentar og að
sögn Rúnars Helga Haralds-
sonar, sviðsstjóra félagsgreina
við MÍ, hefur árangur prófa
verið prýðilegur þó margir
gætu haldið að slíkt frjálsræði
í kennslutilhögun hefði slæm
áhrif á námsárangur.
– sigridur@bb.is
Nám í samfélagstúlkun fer vel af stað
Menntaskólinn á Ísafirði.
Orkubú Vestfjarða ætlar að
kanna möguleika á stækkun
Mjólkárvirkjunar svo hægt
verði að gera Vestfirði óháða
truflunum frá Vesturlínu. Að
undanförnu hefur borið á
skerðingu á rafmagnsflutningi
til Vestfjarða með byggða-
línukerfinu með þeim afleið-
ingum að skerða þarf orku til
notenda. Þá veldur það til
dæmis því að notendur eins
og sundlaugin á Þingeyri, sem
ekki er með varaafl í olíukatli,
þurfa að loka tímabundið.
Vesturlínan er einnig mjög
viðkvæm fyrir veðri og vind-
um og því fylgir óveðrum oft-
ar en ekki rafmagnsleysi.
Að auki stendur til að leggja
raflínur í gegnum Óshlíðar-
göng, sem og Dýrafjarðar-
göng þegar þar að kemur, og
allt miðar þetta að bættu ör-
yggi á rafmagnsflutningi.
Landsnet hefur unnið úttekt á
flutningskerfinu á Vestfjörð-
um, annars vegar um Vestur-
línu og hins vegar flutnings-
kerfið í heild og kemur skýrsla
þess efnis út í vikulokin.
Guðmundur Ásmundsson
framkvæmdastjóri hjá Lands-
neti sagði í samtali við Ríkis-
útvarpið að næsta vor verði
byrjað á að styrkja og betrum-
bæta raflínur á Vestfjörðum
með skipulögðum hætti.
– sigridur@bb.is
Kanna möguleika á stækkun
Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.
Nú standa yfir umræður hjá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar um
hvort loka eigi Túngötunni á Ísafirði. Íbúar við götuna hafa
kvartað yfir mikilli og hraðri umferð og að þeirra ósk er uppi
sú hugmynd að loka götunni fyrir almennri umferð. Að sögn
Ármanns Jóhannessonar, forstöðumanns tæknideildar Ísafjarð-
arbæjar, er þetta ein af þeim tillögum sem eru í umræðu að ósk
íbúa götunnar. Að sögn Önundar Jónssonar, yfirlögregluþjóns,
er umferð um Túngötu mjög hröð miðað við hvað gatan er
þröng. „Nýlega voru lögreglumenn við mælingar í götunni
þegar jeppabifreið kom akandi úr Hnífsdal og inn Túngötuna.
Þrír krakkar voru að leika sér á ofanverðri gangstéttinni og á
götunni var bíll stopp þannig að það var ekki pláss fyrir jepp-
ann að fara fram úr. Ökumaður jeppans gerði sér þá lítið fyrir
og, keyrði upp á gangstétt og flautaði á krakkana sem þar voru
að leik og greinilega fyrir ökumanninum.“ Önundur segir
ýmsar hugmyndir hafi verið lagðar fram um hvernig mætti
breyta götunni til að minnka umferð. Ein hugmyndanna er sú
að gera götuna að botngötu og loka Króksbrekku.
Bæjarins besta hefur ekki legið á þeirri skoðun að til að ná
Vestfjörðum upp úr öldudalnum þá séu smáskammtalækningar
of seinvirkar; til að snúa dæminu við þurfi stóra og fljótvirka
innspýtingu í atvinnulífið, nokkuð sem stuðlar að uppbyggingu
og fjölgun starfa til framtíðar. Gleymum ekki að Vestfirðir eru
annar tveggja landshluta með neikvæðan hagvöxt og þótt sitt-
hvað hafi áunnist hefur það ekki nægt til að stöðva þróunina,
hvað þá að snúa henni við. Niðurstöður athugana um hugsanleg
áhrif stóriðju á náttúrufar og samfélag á Vestfjörðum hafa leitt
í ljós að engar verulegar hindranir eru í vegi fyrir því að hér rísi
stóriðja í einhverju formi. Þetta, ásamt því að sveitarstjórn Vestur-
byggðar og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafa lýst yfir eindregn-
um áhuga fyrir því að olíuhreinsistöð verði byggð á Vestfjörð-
um, svo fremi að bygging hennar standist íslensk lög og skuld-
bindingar í umhverfismálum, hefur fært umræðuna um stóriðju
í mótaðri farveg en verið hefur til þessa. Á því var þörf.
Þótt maðurinn lifi ekki á brauði einu saman er næsta víst að
honum gengur illa að lifa án þess. Vestfirðingar, líkt og aðrir,
þurfa að hafa tækifæri til að brauðfæða sig og sína. Þess vegna
er söngurinn um að við eigum ekki að láta okkur detta í huga
að fá stóriðju til Vestfjarða, heldur gera ,,eitthvað allt annað“
sem enginn veit hvað er, allra síst þeir er þannig mæla, falskur.
Við kaupum heldur ekki tvískinnung af því tagi að kapp skuli
lagt á að finna vinnanlega olíu í lögsögu Íslands, en hafa á
sama tíma allt á hornum sér gegn því að olía verði unnin hér-
lendis, sérstaklega á landssvæði þar sem spurning um atvinnu-
uppbyggingu er spurning um ,,líf eða dauða“ eins og sveitar-
stjóri Vesturbyggðar hefur orðað það.
Sé litið yfir árið sem nú kveður kemur í ljós að á mörgu hef-
ur verið bryddað, sem stuðlað gæti að fjölbreyttu atvinnulífi
hér vestra, gengi það eftir. Má þar til nefna Háskóla Vestfjarða,
Miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á þorski, rannsóknir á
áhrifum veiðarfæra á lífríki hafsins og Alþjóðleg rannsóknar-
stofnun á sviði jarðkerfisfræða. Og gleymum ekki þingsálykt-
unartillögu Lilju R. Magnúsdóttur um ,,Miðstöð þjónustu við
Austur-Grænland,“ sem samþykkt var á Alþingi 17. mars s.l.
og þá ekki umskipunarhöfn á Vestfjörðum fyrir norðurslóða-
siglingar, hvar vilji virðist hafa verið uppi til að sniðganga
Vestfirðinga með öllu. Fleira mætti til nefna. Vandinn er sá að
þrátt fyrir margar góðar hugmyndir og væntingar í kjölfar
þeirra þá skilar sér fátt að landi. Vonandi opna rannsóknirnar
sem nú liggja fyrir og afstaða sveitarstjórna á Vestfjörðum dyrn-
ar að skynsamlegri niðurstöðu í stóriðjumálum Vestfirðinga.
Við þurfum á því að halda.
Bæjarins besta þakkar lesendum sínum og öðrum viðskipta-
vinum samfylgdina á árinu og óskar þeim sem og landsmönnum
öllum friðar og farsældar á komandi ári. – s.h.