Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 11
Styrkir GSM-farsímaþjón-
ustu á þjóðvegum landsins
Samið hefur verið við Voda-
fone um að fyrirtækið taki að
sér verkefni vegna síðari
áfanga á uppbyggingu GSM
þjónustu á Íslandi, sem meðal
annars felst í styrkingu GSM
farsímaþjónustu á stofnvegum
og ferðamannasvæðum þar
sem sú þjónusta er takmörkuð
í dag. Má þar nefna ýmsa fjall-
vegi svo sem Bröttubrekku,
heiðar á Vestfjörðum svo sem
Gemlufallsheiði, Dynjandis-
heiði og Kleifaheiði, einnig
Öxarfjarðarheiði og Hellis-
heiði eystri. Í þessum áfanga
verður einnig komið upp
GSM-þjónustu á þeim ferða-
mannasvæðum sem eru í ná-
grenni þessara stofnvega, til
dæmis Krýsuvík og við Eiríks-
staði í Haukadal. Þá á að bæta
GSM-samband á nokkrum
ferðamannasvæðum í þjóð-
görðunum við Snæfellsjökul
og Jökulsárgljúfur. Lögð verð-
ur sérstök áhersla á að flýta
uppbyggingu svæða á Vest-
fjörðum og Norðausturlandi
og tryggt að þeim svæðum
verði lokið árið 2008.
Stefnt er að því að ljúka
verkinu á 12 mánuðum og er
samningsupphæðin 400 millj-
ónir króna. Endanleg samn-
ingsupphæð lækkaði frá því
sem upphaflega stóð til vegna
áforma Vodafone um upp-
byggingu á markaðsforsend-
um á tilteknum svæðum. Þrjú
tilboð bárust í síðari áfanga
GSM-farsímaþjónustunnar og
voru þau opnuð 16. október.
Tvö eru frá innlendum fyrir-
tækjum og eitt frá svissnesku.
Tilboðin voru öll undir kostn-
aðaráætlun fjarskiptasjóðs
sem var 732 milljónir króna.
Bjóðendur voru: Síminn hf.
655 milljónir króna - 12
mánaða verktími. Vodafone
(Og fjarskipti ehf.) 487 millj-
ónir króna - 22 mánaða verk-
tími. Amitelo AG 468 millj-
ónir króna - 12 mánaða verk-
tími.
Sá sem lægst bauð, sviss-
neska fjarskiptafyrirtækið
Amitelo, fullnægði ekki kröf-
um sem gerðar voru vegna
verkefnisins og því var gengið
til samninga við þann sem átti
næst lægsta tilboðið. Ríkis-
kaup önnuðust framkvæmd
útboðsins fyrir hönd fjarskipta-
sjóðs. Síminn átti lægsta til-
boð í fyrri áfanga GSM verk-
efnisins og er það nú langt kom-
ið. Í þeim áfanga var komið á
GSM þjónustu á öllum Hring-
veginum, fimm fjallvegum og
nokkrum ferðamannasvæðum.
Friðrik Már Baldvinsson formaður fjarskiptasjóðs
og Gestur G Gestsson framkvæmdastjóri tæknisviðs
Vodafone undirrita samninga um uppbyggingu GSM
þjónustu á Íslandi.
Mesta rými fyrir olíuhreinsi-
stöð er í Mosdal í Arnarfirði
Íbúum á Vestfjörðum gæti
fjölgað um rúmlega 1.100 án
þess að byggt yrði nýtt íbúðar-
húsnæði á sunnan- eða norð-
anverðum Vestfjörðum. Þá er
hægt að bæta við um 430 nem-
endum í grunnskólana á sunn-
anverðum Vestfjörðum og
eins í Ísafjarðarbæ með lítilli
fyrirhöfn, samkvæmt grófri
úttekt sem finna má í skýrslu
Fjórðungssambands Vestfirð-
inga vegna forkönnunar á
staðarvali fyrir olíuhreinsi-
stöð. Tækniþjónustu Vestfjarða
vann skýrsluna og skoðaði í
upphafi fimm staði á Vest-
fjörðum með tillit til olíuhrein-
sistöðvar, Alviðru og Sanda í
Dýrafirði, Dufansdal/Otradal,
Mosdal og svo Hvestu í Arn-
arfirði.
Samkvæmt niðurstöðu skýrsl-
unnar er mest pláss fyrir olíu-
hreinsistöð í Mosdal í Arnar-
firði. Heildarstærð svæðis þar
er um 4,5 ferkílómetri. En
tveir staðir voru skoðaðir enn
nánar og þykja báðir koma
sterklega til greina; það eru
Hvesta í Arnarfirði sem er um
2,2 ferkílómetrar að stærð og
Sandar og Hólar í Dýrafirði ,
sem er 3,2 ferkílómetrar.
Fram kemur að veðurfar sé
mjög svipað á stöðunum tveim-
ur. Meðalvindhraði sé tæp-
lega 4 metrar á sekúndu sem
er með minna móti miðað við
aðra staði á íslandi. Olíuhrein-
sistöð kemur ekki til með að
sjást úr þéttbýli á hvorugum
staðnum, hvorki á Bíldudal
né Þingeyri. Hins vegar munu
íbúar verða varir við þunga-
umferð á byggingartíma.
Svæðin eru bæði talin snjólétt.
Þó er vitað um að snjóflóð
hafi fallið einu sinni úr Hrafna-
gili rétt innan við bæinn Hóla
á Söndum. Grjóthrun þykir
þó dálítið úr þverhníptum
Hvestnúpi og Skorarnúpi. Þá
hafa snjóflóð fallið á veginn
til Bíldudals.
Siglingastofnun hefur enn
ekki skilað skýrslu um öldu-
farsreikninga fyrir Vestfirði
en hún er væntanleg nú í des-
ember. Þó kemur fram að þess
sé vænst að siglingaleiðir
verði greiðfærari og batni með
minnkandi hafís en að sama
skapi stafi skipum meiri hætta
af borgarísjökum.
– thelma@bb.is
Þráavörn mikilvæg í pokabeitu
Í nýútgefinni skýrslu frá
Matís um verkefni í þróun og
framleiðslu pokabeitu, kemur
fram að mikilvægt sé að draga
úr hættu á þránun í beitunni,
ýmist með C-vítamínbætingu
eða lofttæmdum umbúðum, í
þeim tilgangi að auka afla.
Miklar rannsóknir hafa farið
fram á eiginleikum pokabeitu
og nú liggur fyrir mikil þekk-
ing á ýmsum samsetningar-
möguleikum og veiðni beit-
unnar. Markmið verkefnisins
var að þróa og framleiða
áhrifaríkar samsettar beitur
fyrir línuveiðar úr vannýttu
hráefni með hinni nýju snjó-
tækni sem Aðlöðun hf. í Súða-
vík fékk einkaleyfi á í janúar
2004. Verkefnið var unnið í
samvinnu Matís ohf, Hafrann-
sóknastofnunar og Seabait hf
í Súðavík með styrk frá AVS
sjóðnum.
Pokabeituaðferðin byggir á
því að raspa fryst hráefni, búa
til „snjó“, og móta frystihakk-
ið í réttar beitustærðir sem
síðan er pakkað í trefjaum-
búðir. Í skýrslunni kemur fram
að þessi tegund af beitu hafi
ýmsa kosti framyfir hefð-
bundna ferska beitu eins og
síld, makríl eða smokkfisk,
því magn hráefnis í pokabeitur
er um 10 grömm, miðað við
20 grömm af hefðbundinni
beitu. Þá megi einnig notast
við ódýrara hráefni eins og
afskurð frá fiskvinnslu eða
uppsjávartegundir. Hver beita
er sérpökkuð og alltaf tilbúin
á krókinn og athuganir benda
einnig til þess að ásókn sjó-
fugla í pokabeitur sé minni en
í hefðbundna beitu.
Við meðhöndlun hefðbund-
innar beitu virðist ferska lykt-
in, sem fiskur laðast að á lín-
unni, minnka verulega. Hætta
á oxun eða þránun eykst þó
við snjóframleiðsluna og því
er talið nauðsynlegt að geyma
pokabeituna í lofttæmdum
umbúðum til að auka stöðug-
leika hennar og draga úr hættu
á þránun. Íshúðun með C-víta-
míni, sem er náttúrulegt þráa-
varnarefni, virtist gefa ein-
hverja vörn samkvæmt þrán-
unarmælingum, þó svo loft-
tæmdar umbúðir skipti meira
máli. C-vítamínbætt poka-
beita virtist gefa meiri afla.
Notkun pokabeitu við hand-
beitningu getur valdið því að
hún þiðnar og jafnvel þiðnað
aftur ef farið er langt í hlýju
veðri til veiða. Með notkun á
beitningavél, sérhannaðri fyrir
pokabeitu, nást fram bestu
skilyrðin fyrir pokabeituna því
þá er hægt að taka beituna
beint úr frysti á krókinn.
Beitningavélin vegur þann-
ig upp annmarka geymslu-
þolsins. Veiðitilraunir bentu
til þess að pokabeita veiði að
meðaltali minna en sambæri-
leg hefðbundin beita en ef litið
er á þróunina með tíma fór
munurinn á pokabeitu og hefð-
bundinni beitu minnkandi.
Seabait hf., er til húsa í Súðavík.