Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 9 „Við flytjum inn okkar ávexti og grænmeti sjálfir í gegnum dóttur- fyrirtæki okkar sem heitir Búr. Neytendur eru sjálfsagt ekki búnir að gleyma því þegar vissir aðilar í þeim geira voru með samráðsfundi í Öskjuhlíðinni, eins og frægt varð. Eftir að það upplýstist ákváðum við að flytja inn ávexti og grænmeti á okkar eigin forsendum.“ sbyggðinni þess. Það er ekki hægt að ætl- ast til þess að einstaklingar reki verslanir á svona stöðum. Það er hreinlega ekki hægt. Þaðan af síður léttir ríkið undir með olíugjaldinu eins og það nú er og aðrar álögur á flutn- inga út um land. Mér finnst það alveg til skammar. Mér finnst að þeir sem stjórna þessu landi ættu að athuga sinn gang og skoða betur þann kostnað sem þeir leggja á landsbyggðina. Við berum sannarlega ekki mikið úr býtum á sumum stöð- um þar sem við erum með verslanir. Þannig er reksturinn hjá okkur í Bolungarvík mjög þungur, og svo er víðar. Það er bara spurningin hvað maður heldur þetta lengi út. Á móti kemur, að við teljum okkur hafa samfélagslegar skyldur og viljum rækja þær eins og kostur er. En ef neytendur vilja ekki versla við okkur þar sem við erum, þá er sjálfsagt fyrir aðra að spreyta sig á því. Við ætlum okkur ekki að standa í taprekstri, eins og ég sagði.“ „Við teljum okkur mikil- vægan hlekk í matvöruversl- uninni hérlendis. Við flytjum inn okkar ávexti og grænmeti sjálfir í gegnum dótturfyrir- tæki okkar sem heitir Búr. Ekki síst teljum við okkur mikilvægan hlekk í því að halda uppi samkeppni á því sviði. Neytendur eru sjálfsagt ekki búnir að gleyma því þeg- ar vissir aðilar í þeim geira voru með samráðsfundi í Öskjuhlíðinni, eins og frægt varð. Eftir að það upplýstist ákváðum við að flytja inn ávexti og grænmeti á okkar eigin forsendum. Við teljum að okkar innflutningur hafi lækkað verulega verðið á ávöxtum og grænmeti hér- lendis. Í stöðugt vaxandi mæli er- um við sjálfir að flytja vörur beint inn til landsins. Við flytj- um inn matvörur frá Bretlandi og Danmörku og mörgum öðrum löndum víða um heim, til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar. Þau viðskiptakjör sem við njótum hjá íslenskum birgjum eru að okkar mati ekki með þeim hætti að við getum keppt þar við stóru aðilana. Ég hef gagnrýnt hvernig ís- lenskir heildsalar ráða ferðinni í þeim efnum.“ Verslum við heimaaðila „En auðvitað viljum við versla við sem flesta. Við verslum við heimaaðila eins og kostur er alls staðar þar sem við erum með verslanir. Við reynum að gera það hvort sem það er á Ísafirði eða Siglu- firði eða Þórshöfn eða Horna- firði eða hér á Suðurnesjum, svo lengi sem menn eru með samkeppnishæf verð. Ég hvet fólk til þess að huga líka að þessu, því að oft er verið að sækja vatnið yfir lækinn, eins og það er kallað. Það eru að verða miklar breytingar á neysluvenjum þjóðarinnar. Þannig er mikið spurt um hvers konar lífrænar vörur. Þar er aukningin líklega um 30% á ári, þannig að fólki er greinilega ekki sama hvað það lætur ofan í sig. Það eru margar góðar og verðmætar afurðir sem koma úr ósnort- inni náttúru úti á landi. Mér finnst lítið hafa verið gert í vöruþróun eins og varðandi fisk og sjávarafurðir yfirleitt. Ennþá er verið að selja bara soðningu og saltfisk og lítið hefur verið hugað að einhvers konar vöruþróun fyrir íslenska neytendur.“ Allt byggist á atvinnunni - Framtíð byggðarinnar á Vestfjörðum ... „Vissulega hafa verið mikl- ir erfiðleikar í atvinnulífinu í plássunum fyrir vestan. Auð- vitað vonast maður eftir ein- hverri kúvendingu í atvinnu- málum þannig að fólk fari að flytjast þangað á ný. Maður veit svo sem ekki varðandi húsnæðisdýrtíðina á höfuð- borgarsvæðinu, kannski það verði til þess að fólk flytji aftur í heimahagana að ein- hverju leyti. Aftur á móti held ég því miður að atvinnutækifærin séu fá. Þetta snýst um atvinnu- mál, þetta snýst um að hafa góða og trygga atvinnu allt árið um kring. Ég hef mikla trú á vaxandi ferðaþjónustu. Atvinnan sem hún skapar er samt að mestu bundin við há- sumarið enn sem komið er. Varðandi sjávarútveginn, þá eru menn því miður að selja sig út úr honum þannig að hann virðist vera að færast á fárra hendur. Sem betur fer eru þó enn kraftmiklir menn sem stunda útgerð í þessum fámennu byggðarlögum fyrir vestan og halda uppi atvinnu.“ Vestfirðingar í stjórnunarstöðum - Er það rétt að margt fólk frá Vestfjörðum sé starfandi í höfuðstöðvum Samkaupa? „Hér í stjórnendateyminu eru vissulega nokkrir sem eiga rætur að rekja vestur á firði. Ómar Valdimarsson fjármála- stjóri er Bolvíkingur og var lengi verslunarstjóri hjá okkur á Ísafirði. Benedikt Kristjáns- son rekstrarstjóri fyrir Sam- kaup úrval og Samkaup strax er líka Bolvíkingur og var lengi kaupmaður á Ísafirði og í Bol- ungarvík. Dómhildur Árna- dóttir starfsmannastjóri er ætt- uð frá Patreksfirði. Sólveig Thorarensen aðalbókari var búsett á Ísafirði. Ýmsa fleiri mætti telja, en þeir ekki ráðnir vegna þess að þeir eru Vest- firðingar heldur á öðrum for- sendum en ætt og uppruna!“ Kvörtum ekki „Reksturinn hjá Samkaup- um gengur vel. Í sjálfu sér kvörtum við ekki yfir honum. Að sjálfsögðu þrengir að í byggðum þar sem samdráttur er í sjávarútvegi. Það endur- speglast beint í versluninni. Það er okkar hagur að sjávar- útvegur og landbúnaður gangi vel. Við erum víða með versl- anir þar sem atvinnulífið byggist á þessum greinum. Ég veit að Vestfirðingar eru kraftmiklir og gefast ekki svo auðveldlega upp, þannig að ég hef fulla trú á mínum heimahögum, þrátt fyrir ýms- ar óhjákvæmilegar breytingar í sjávarþorpunum.“ – Hlynur Þór Magnússon.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.